Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 65

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 65
65 in með bækur eins og „Forystufé“ á náttborðið“. Segir Kristín hlæjandi. Hún segir að þessar gömlu sögur séu lang oftast um karla, skrifaðar af körlum og öll sú rómantíska sýn á arfleifðina sem þeim fylgir verði þar af leiðandi svo útilokandi. „Þannig að þegar ég las gömlu ljósmæðrabækurnar þá fundust mér þær svo stórkostlegar og ljósmæð- urnar svo miklir naglar og þess vegna svo góðir fulltrúar inn í þessa hrakninga- og hetjuhefð og svo ómótstæðilegur hluti af þeim að þetta séu konur og svona mikið á kvennasviðinu.“ Seg- ir Kristín og bætir við: „Það er oft talað um, í kvennasögulegu ljósi að þegar konur ná því hlut- verki að verða hetjur og gerendur í sögum að þá geri þær það með því að ganga inn í karlagildin og karlaheiminn en þetta er bara kvennaheimur- inn, hreinn og klár, og það er svo falleg blanda af hörkunni og blíðunni“. Þegar Kristín tók bækurnar aftur fram á síðasta ári í tengslum við annað verkefni sem hún var að vinna að, tók hún eftir því að í gegnum sögurnar af ljósmæðrunum liggja sameiginlegir þræðir og frásagnarstef sem vöktu áhuga hennar. „Þetta eru ekki bara þessar geggjuðu hetjusögur og frá- bæru týpur heldur er líka svo áhugavert að hugsa um sögurnar sem eru sagðar af þeim og hvað er lögð áhersla á að segja frá. Það var út frá þess- um stefjum sem ég fór að sjá fyrir mér að vinna úr þessu á ljóðaformi“. Kristín veit nákvæmlega hvenær hugmyndin kviknaði og les fyrir mig upp úr lestrardagbókinni sinni það sem hún skrifaði hjá sér þegar hún las ljósmæðrabækurnar: „Ég hef verið að hugsa mikið um þessar bækur, elskaði þær náttúrulega frá upphafi sem ræki- lega og kvenlega útgáfu af þjóðlegum fróðleik, sem ég á í svo togstreitukenndu sambandi við, en þetta eru hetjusögur ekki af karlmönnum eða sauðfé heldur konum sem brjótast yfir vötn og vegleysur, sigrast á náttúrunni til að þjóna nátt- úrunni, leggja út í ár og farartálma óttalausar og helteknar af hugsjóninni um fæðingarhjálp- ina, betri en karlmenn, öruggari en karlmenn, ratvissari en karlmenn, búa yfir hárfínu jafnvægi blíðu og hörku, umhyggjusemi og dirfsku – vaka yfir lífi og dauða. … Og þessi sterku stef sem eru í sögunum kveiktu með mér þá hugmynd að vinna úr þeim einhvers konar dokúmentasjónarljóð“. Stefin Kristín segir að hún hafi hugsað sig tvisvar um áður en hún ákvað að demba sér í skrifin því hún hafi vitað að þetta yrði mikil vinna. Vinnuferlið einkenndist af mikilli handavinnu. Hún glós- aði tugi blaðsíðna upp úr bókunum og glósaði svo upp úr glósunum, klippti út, endurraðaði og flokkaði í efnisflokka þar til ljóðlínur fóru að myndast. Engu er bætt við, allur ljóðatextinn er upp úr bókunum, tekinn í sundur og settur saman og svo er bókinni skipt upp í kafla eftir stefjunum svo úr verður einhvers konar samfelld frásögn. En hvaða stef eru það sem koma í ljós þegar sögurn- ar eru skoðaðar? „Fyrsta stefið er líklega þráin, fróðleiksþrá- in í bernsku, þetta klassíska með að vilja vera drengur sem sést svo oft í nítjándu aldar sögum og bara þráin til að verða eitthvað. Svo taka við mannlýsingar, erfiðleikar sem eru yfirstignir, mikl- ar veðurlýsingar og auðvitað hetjusögurnar sjálf- Kristín Svava Tómasdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.