Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - dec 2020, Qupperneq 80

Ljósmæðrablaðið - dec 2020, Qupperneq 80
80 Emma Goldman „Þegar fæðingin er yfirstaðin langar mig að hvísla ofurlágt í litla eyra nýburans, sérstaklega að stelpunum: „Stattu upp fyrir sjálfri þér, vertu uppreisnarseggur, byltingarsinni“ Emma Goldman fæddist árið 1869 í Kovno í rússneska keisaradæm- inu. Strax sem ung stúlka mótmælti hún harðræði og grimmilegum líkamlegum refsingum á samnemendum sínum innan skólaveggj- anna og var fyrir vikið svipt einkunnum og neitað um framgang. Hún og fjölskylda hennar urðu einnig fyrir aðkasti og útskúfun sem gyðingar og þegar hún var 17 ára flúði hún til Bandaríkjanna í leit að betra lífi. Í Bandaríkjunum biðu hennar áframhaldandi erfiðleik- ar og örbirgð. Hún vann myrkranna á milli til að láta enda ná saman en fékk uppsagnarbréf þegar hún gat ekki á sér setið og mótmælti því harðræði sem konur þurfu að líða innan veggja verksmiðjanna. Emma helgaði líf sitt baráttu fyrir frelsi manneskjunnar undan oki og valdníðslu. Hún varð einn fremsti baráttumaður anarkista í Bandaríkjunum og á heimsvísu og barðist gegn hvoru tveggja, mis- skiptingu kapítalismans sem og kommúnistastjórn Sovétríkjanna sem hún áleit svik við frelsisbyltingu fólksins. Hún var einn mesti ræðuskörungur síns tíma og trekkti að fjölda fólks á samkomum um gjörvöll Bandaríkin, sem þó flestar voru bannaðar og umkringdar lögreglu. Í fjölmiðlum var hún jafnan kölluð „hættulegasta kona Bandaríkjanna“. Emma Goldman var margsinnis handjárnuð fyrir skoðanir sínar og sat nokkrum sinnum í fangelsi. Það var þar sem ást hennar á hjúkrunarstarfinu vaknaði. Innan veggja fangelsisins vann hún við hjúkrun við hræðilegar aðstæður, sjálf fangi. Eftir að hún losnaði úr prísundinni hélt hún áfram að sinna hjúkrunar- og ljósmóður- störfum meðal fátækra innflytjenda í New York ásamt ástríðurfull- um byltingarstörfum í anarkistahreyfingunni. Hún sá með eigin augum hvernig fátækar konur gátu með engu móti brauðfætt börn sín og framkvæmdu jafnvel hættulegar fóstureyðingar á sjálfum sér sem enduðu með ósköpum. Emma varð sannfærð um mikilvægi getnaðarvarna í frelsisbaráttu kvenna. Getnaðarvarnir væru einn lykill að innihaldsríku lífi þeirra sjálfra, efnahagslegu sjálfstæði og síðast en ekki síst frelsis í ástum. Hún talaði alla tíð fyrir frjálsum ástum og var ein fyrst kvenna í Ameríku til að tala opinskátt fyrir getnaðarvörnum. Hún var m.a. tekin föst þegar hún hélt fyrirlestur um getnaðarvarnir og rétt kvenna til að ráða sér sjálfar og takmarka barneignir. Síðar studdu félagar hennar í anarkistahreyfingunni hana til að nema hjúkrun og ljósmóðurfræði í Vínarborg. Emma sinnti fjölda fátækra kvenna inni á heimilum sínum og studdi þær í heilsueflingu jafnt sem meðgöngu og fæðingu. Sjálf sagðist hún berjast fyrir „sjálfstæði kvenna og rétti kvenna til að sjá fyrir sér, að lifa fyrir sig sjálfar, að elska hvern þann sem þær vilja og eins marga og þær vilja ... frelsi fyrir konur og menn, frelsi athafna, frelsi skoðana, frelsi til ásta og frelsi í móðurhlutverkinu.“ Emma var gerð brottræk bæði frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum fyrir skoðanir sínar. Brottreksturinn frá Bandaríkjunum reyndist henni þungbært áfall það sem hún átti eftir ólifað enda hafði hún helgað ævistarf sitt baráttunni þar. Seinni hluta ævinnar var Emma í stöð- ugri leit að öruggu skjóli bæði í Evrópu og Kanada en oftar en ekki kom hún að luktum dyrum. Hún dó árið 1940 í Toronto, Kanada. Emma Goldman hvikaði aldrei frá sannfæringu sinni og lét aldrei þagga niður í sér, sama hvaða hótanir dundu á henni: „Þótt ég sé ekki sérstaklega áfjáð í að fara í fangelsi þá mun ég engu að síður gera það með glöðu geði ef það styrkir baráttuna um mikilvægi getnaðarvarna og losar okkur undan úreltum lögum“. Portrett: Lóa Hjálmtýsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.