Bændablaðið - 08.10.2020, Side 8

Bændablaðið - 08.10.2020, Side 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 20208 FRÉTTIR Ullin nýtist í fjölbreytta hönnun og handverk Í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi í Garðabæ stendur nú yfir sýningin 100% ull þar sem þátttakendur koma frá ólíkum sviðum hönnunar og handverks. Sýnendurnir eiga það sameigin- legt að vinna af hugvitssemi með íslensku ullina í sínum afurðum. Sýningin stendur til 15. nóvem­ ber þar sem hægt er að sjá vörur úr íslenskri ull, hinu klassíska og náttúrulega efni sem býður upp á marga möguleika. Sýnendur eru Ásthildur Magnúsdóttir vefari, Magnea Einarsdóttir fatahönnuður, verslunin Kormákur & Skjöldur, fyrirtækið Kula by Bryndís, sem sérhæfir sig í hljóðvistarlausnum, samstarfsverkefnið Ró ásamt ullarvinnslu­ fyrirtækinu Ístex. Sýningarstjórar eru Birgir Örn Jónsson og Signý Þórhallsdóttir. Ullin mikilvægur gjaldmiðill Í kynningu frá Hönnunar­ safni Íslands segir eft­ irfarandi: Ullarvinnsla hefur löngum verið samofin handverks­ og iðnaðarsögu þjóðar­ innar. Í dag telur íslenski sauðfjárstofninn hálfa milljón kindur. Um 750 tonn af ull eru nýtt í ullar­ framleiðslu á hverju ári. Ullarvörur voru um langt skeið ein helsta útflutn­ ingsvara Íslendinga og á miðöldum var vaðmál, sem ofið var úr ull og mælt í álnum, mikilvægur gjald­ miðill. Enn í dag er talað um að komast í álnir í þeirri merkingu að verða efnaður. Vinnsla á ull fór fram á heimil­ um samhliða bústörfum til loka 19. aldar þegar hún færðist yfir í vél­ væddar verk smiðjur. Á 20. öld var blómleg framleiðsla á fatnaði og vefnað­ arvöru á Íslandi. Með breyttri heimsmynd færðist slík fram­ leiðsla til annarra heimshluta þar sem framleiðslukostnaður er lægri. Í dag sér fyrirtækið Ístex um að þvo, meðhöndla og spinna um 99% af allri íslenskri ull en minni og sérhæfðari ullarvinnslur eins og Uppspuni og Þingborg hafa skotið upp kollinum á seinni árum. /ehg Fire blight leggst á plöntur af rósaætt og getur leikið þær mjög illa. MAST rannsakar plöntusjúkdóma: Ólíklega eldibrandur Í sumar kom upp sjúkdómur í plöntum sem mögulega var talinn vera það sem kallast Fire blight, eða eldibrandur, eins og sjúk- dómurinn var kallaður. Niðurstaða rannsókn Mast sýna að líklega er ekki um þann sjúkdóm að ræða þrátt fyrir að hann finnist víða í nágrannalöndum okkar. Brynjar Rafn Ómarsson, fag­ sviðsstjóri eftirlits með plöntuheil­ brigði, segir að eftir að umræða um sjúkdóminn kom upp hafi Matvælastofnun tekið svoköll­ uð hrað­ eð strimlapróf af sýktum sýnum í Reykjavík, austur á Selfoss og upp í Borgarnes, sem er svæði sem þeir fengu tilkynningar um að smit gæti verið að finna. „Strimlapróf að þessu tagi eru mjög sértæk og öll sýnin 22 sem við tókum reyndust vera neikvæð hvað varðar þennan ákveðna sjúkdóm og því líklegt að ekki sé um Fire blight að ræða.“ Sýni verða send til Noregs Þar sem strimlapróf eins og Mast not­ aði skimar eingöngu fyrir ákveðnum sjúkdómum er ekki útilokað að um annan sjúkdóm en eldibrand sé að ræða. Að söng Brynjars gefur augaleið að það er eitthvað að hrjá plönturnar þótt það sé ekki akkúrat Fire blight. „Hugmyndir er að senda sýni til nákvæmrar greiningar til Noregs næsta vor. Ástæðan fyrir því að það er ekki gert í ár er að það var tals­ vert liðið á sumarið og því fylgir skriffinnska að fá leyfi til að senda sýkta plöntuhluta til greininga milli landa og það ferli tekur nokkrar vikur. Það skekkti tímarammann og sú greining ekki orðið nógu mark­ viss. Við ákváðum því að hafa vaðið fyrir neðan okkur og sækja um leyf­ ið tímanlega og senda sýnin út til greiningar næsta vor eða snemma næsta sumar.“ Ekki í viðauka reglugerða um innflutning plantna „Fire blight er ekki, frekar en ýmsir aðrir plöntusjúkdómar, sérstaklega tilgreindur á Íslandi sem vandamál og ekki í viðauka við reglugerð um innflutning á plöntum. Hann er það í nágrannalöndum okkar og á varúðarlista EPPO, European and Mediterranean Plant Protection Organization, sem fylgist með plöntuheilbrigði og útbreiðslu plöntusjúkdóma í Evrópu og full ástæða til að hafa auga með honum.“ /VH Brynjar Rafn Ómarsson, fagsviðs- stjóri eftirlits með plöntuheilbrigði. Herrafataverslun Kormáks og Skjald-ar fékk árið 2018 fatahönnuðinn Gunnar Hilmarsson til liðs við sig til að framleiða vaðmál úr íslenskri ull. Á sýningunni 100% ull er efniv iðurinn sýndur í ýmsum litum og útfærslum. Þóra Sigurbjörnsdóttir, sérfræðingur hjá Hönnunarsafni Íslands, var að undirbúa komu nemenda af miðstigi í grunnskóla í Garðabæ sem vefja ullarbandi um greinar sem safnað er saman á sýningunni. Samkomutakmarkanir vegna COVID-19 hafa áhrif á handverkssýningu í Eyjafirði: Sýningu í Hlíðarbæ breytt í minni sýningar og netverslun „Stemningin á þeim viðburðum sem við höfum haldið í Hlíðarbæ í Eyjafirði hefur verið virkilega góð. Þetta hafa verið mjög fallegar sýn- ingar og handverkið og vörurnar fengið að njóta sín. Hlíðarbær er mátulega stórt hús og það mynd- ast þarna mjög jákvætt, hlýtt og notalegt andrúmloft,“ segir Sigrún Björg Aradóttir, sem ásamt Kristínu B. Bjarnadóttur stendur í brúnni í félagsskapnum Norðlensk hönnun og handverk. Þær hafa staðið fyrir sýningum þar sem saman koma hönnuðir, hand­ verksfólk og matargerðarfólk. Sýningin í Hlíðarbæ breytist í minni sýningar og netverslun Til stóð að halda sýningu 16 smáfyr­ irtækja í Hlíðarbæ nú um komandi helgi en vegna hertra samkomutak­ markana í upphafi vikunnar varð kúvending þar á. „Við vorum undirbúnar fyrir allt sem gat gerst, nema bara ekki 20 manna samkomuhámark, það ráðum við ekki við,“ segir Kristín og bætir við að sem betur fer sé hönnunar­ og handverksfólk svo skapandi og fljótt að hugsa. Nú þegar hafi orðið til minni viðburðir í stað Hlíðarbæjarsýningarinnar, auk þess sem boðið verður upp á vörur sýnenda í netverslunum sem finna má á heimasíðu Norðlenskrar hönnunar og handverks. Sýningin í Hlíðarbæ átti að verða þriðja sýningin af þessu tagi sem þær stöllur setja sameig­ inlega upp, en tvær sýningar voru haldnar á liðnu ári og tókust einstak­ lega vel að sögn Sigrúnar. Í kjölfar­ ið bárust fyrirspurnir frá fólki sem vildi gjarnan taka þátt enda mikil gróska í hönnun og handverki hér á Norðurlandi og það hefur myndast skemmtilegt og hvetjandi andrúms­ loft á milli sýnenda og gesta. Allir hjálpast að, nýjar hugmyndir verða til og tengslanetið styrkist. „Stefnan hjá okkur er fyrst og fremst að gefa listafólki og frum­ kvöðlum á þessu sviði tækifæri á að kynna sig, stækka og eflast,“ segir hún. Nokkrir sýnendur sem ætluðu að vera í Hlíðarbæ standa fyrir opnum húsum og taka á móti fólki undir ströngum viðmiðum sóttvarna á nokkrum stöðum um næstu helgi. Bryndís Fanný Halldórsdóttir hjá Línuland og Sigrún Björg Aradóttir hjá Agndofa hönnunarhús verða í Njarðarnesi 2 á Akureyri. Opið verður í Sigluvík á Svalbarðaströnd í samvinnu við Flóamarkaðinn og Gistiheimilið í Sigluvík en þar verða þær Guðríður Baldvinsdóttir með Mórúnir – jurtalitun og handverk, Hulda Ólafsdóttir með Hjartalag, Kristín S. Bjarnadóttir með Blúndur og blóm og Ragna Erlingsdóttir með R­rabarbara. Einnig bjóða þó nokkrir sýnenda fólki upp á að nálgast vörur í gegn­ um netverslun en nánari upplýsingar má finna á vef­ eða Facebook­síðum norðlenskrar hönnunar. /MÞÞ Kristín S. Bjarnadóttir hjá Blúndum og blómum sem ásamt Sigrúnu Björgu Aradóttur hjá Agndofa hönnunarhúsi hugðust efna til sýningar í Hlíðarbæ um helgina. Vegna hertra samkomutakmarkana leita þær annarra leiða.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.