Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202018 FRÉTTIR Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setur af stað verkefnastjórn við mótun landbúnaðarstefnu fyrir Ísland: Tillaga á að liggja fyrir í lok mars 2021 Í september var kynnt skipan Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra í verkefnisstjórn um landbúnað- arstefnu fyrir Ísland. Gert er ráð fyrir að tillaga að landbúnaðar- stefnu fyrir Ísland muni liggja fyrir þann 31. mars 2021. Vakti nokkra athygli að í verkefn- isstjórninni sitji ekki í forsæti sér- fræðingar úr landbúnaðargeiranum heldur Björn Bjarnason, fyrrver- andi ráðherra og þingmaður, ásamt Hlédísi Sveinsdóttur, ráðgjafa og verkefnastjóra. Byggt á greiningarskýrslu KPMG um framtíð landbúnaðar Ýmsir hafa gagnrýnt í gegnum tíð- ina að ekki skuli vera ný fastmótuð stefna um íslenskan landbúnað sem taki meira mið af nútímanum en það sem felst í lögum um stuðning við landbúnað og í búvörusamningum. Í tengslum við vinnu samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga lét ráðherra KPMG vinna sviðs- myndagreiningu um framtíð land- búnaðarins til ársins 2040. Þar er miðað við tölur um stöðu landbún- aðar fram til 2018. Í framhaldinu var talið nauðsynlegt að móta heildstæða stefnu greinarinnar, landbúnaðar- stefnu fyrir Ísland. Á grunni þessa ákvað ráðherra að setja vinnu við mótun stefnunnar formlega af stað. „Metnaðarfull vinna sem hefur skapað grundvöll fyrir því að móta landbúnaðarstefnu“ Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir um til- urð þessarar nýju verkefnisstjórnar að á undanförnum misserum hafi átt sér stað metnaðarfull vinna sem hefur skapað grundvöll fyrir því að móta landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, m.a. með sviðsmyndagreiningu KPMG um framtíð landbúnaðarins árið 2040. „Af þeirri greiningu er ljóst að íslenskur landbúnaður stendur að mörgu leyti á krossgötum. Því er ég sannfærður um nú sé rétti tíminn til að fara í þessa vinnu og skapa sam- eiginlega sýn og áherslur til framtíð- ar. Móta það hvernig við ætlum að takast á við það verkefni að Ísland verði leiðandi í framleiðslu á heil- næmum landbúnaðarafurðum, en á sama tíma horfa til þess að íslenskur landbúnaður er ekki aðeins fram- leiðsluferill á matvælum heldur hvílir greinin á breiðari grunni. Það er því allra hagur að við förum í þá vinnu að móta landbúnaðarstefnu fyrir Ísland: bændur, neytendur, smásöluaðila, framleiðendur og stjórnvöld,“ segir Kristján Þór. Ekki fyrsta sviðsmyndaframsetningin Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem reynt er að búa til sviðsmyndir um mögulega þróun byggðar og þar með landbúnaðarmála á Íslandi. Þar hafa vaknað spurningar um hversu mikið sé á slíkri sviðsmyndaaðferðafræði byggjandi varðandi stefnumótun. Eins hversu miklum opinberum fjár- munum stjórnvöld eru tilbúin að eyða í spunavinnu af þeim toga. Skýrslan „Sveitalíf 2025“ er ágætt dæmi um það, en hún var byggð á sviðsmyndaspuna um mögu- lega framtíð, en að auki ræðum og skýrslum allt frá 1976 til 2006. Grunnurinn að henni er vinna sem Guðni Ágústsson, þáverandi landbúnaðarráðherra (1999–2007), lét hefja, en stöðvaði síðan útgáfu á vegna mikillar óánægju ráðherrans með vinnubrögð. Eigi að síður var lokið við að setja saman þessa skýrslu í febrúar 2007 og hefur Bændablaðið fengið af henni afrit. Sterk tengsl eru við framkvæmd þeirrar skýrslu og vinnu við nýju skýrslu KPMG þar sem ver- kefnastjórinn er sá sami. Hefðbundin innlend landbúnaðarframleiðsla sé að mestu horfin? Á köflum eru sviðsmyndir í skýrslunni frá 2007 afar sérstök lesning og skrifaðar í stíl við vísindaskáldsögu eða völvuspá þar sem sögumaður lýsir á ýktan hátt orðnum hlutum langt inni í framtíðinni. Þar fer sögumaður oft á kostum en sýn hans hefur þó á köflum reynst afar fjarri þeim veruleika sem Íslendingar hafa síðan upplifað. Ekki er þar öll framtíðarsýn í sviðsmyndaframsetn- ingunni sérlega upp- byggileg og kannski ekki skrítið að þáverandi landbúnaðarráðherra hafi verið brugðið. Enda er sviðsmyndin í raun byggð á fjórum sögum þar sem í einni sögunni er m.a. lýst áhrifum þess að opnað hafi verið fyrir óheftan innflutning matvæla og hefðbundin innlend landbúnaðarframleiðsla sé að mestu horfin. Þá segir á einum stað: „Bændum hefur fækkað verulega og meginhluti þeirra eru leigutakar á jörðum og stunda þeir búskap í hjáverkum með öðrum störfum eða starfa sem landbúnaðarverkamenn á verksmiðjubúum sem reist hafa verið í kjölfar samþjöppunar. Talað er um þessi verksmiðjubú sem minni mest á lítil iðnaðarhverfi og stingi í stúf við umhverfið. Í tengslum við þessa þróun hefur afurðastöðvum fækkað og ein afurðastöð starfrækt í landinu árið 2025.“ Aðild að ESB og kúabúum fækkar í 20 Í sviðsmynd fyrir 2011 er sagt að Ísland hafi sótt um aðild að ESB og hafi verið tekið inn í bandalagið ári síðar. Þar með hafi verið heimilaður kvótalaus influtningur á öllum land- búnaðarafurðum frá ESB-löndunum. Þá hafi evra verið tekin upp 2012. Síðan segir: „Undir lok árs 2025 eru fyrirtæki í mjólkurframleiðlsu orðin 20 og eru þau mynduð af klösum mjólk- urbænda. Fjárbændur eru orðnir 100 á sama tíma og hafa meðalbú stækk- að verulega og eru nú að jafnaði um 3.000 ærgildi hvert um sig.“ Þá má líka sjá lýsingu á því að álver hafi verið tekið í notkun í Skagafirði árið 2017 og í kjölfar þess hafi verið ráðist í gerð jarð- ganga undir Öxnadalsheiði. Að jarðgöng undir Hellisheiði hafi verið opnuð 2018 og að jarðgöng til Vestmannaeyja hafi verið opnuð 2024. Um atvinnuhætti í dreifbýli segir í þeirri skýrslu m.a.: „Nokkur uppstokkun varð í stjórnsýslunni eftir alþingis- kosning arnar 2013. Stofnað var eitt atvinnuvegaráðuneyti sem sameinaði verkefni þriggja ráðuneyta undir einn hatt. Í kjöl- far þess dró úr vægi hefðbundins landbúnaðar í atvinnustefnu stjórn- valda. Þetta leiddi meðal annars til þess að dregið var úr framlögum til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og árið 2016 var skólinn seldur Háskólanum á Bifröst.“ Þar segir einnig að árið áður, eða 2015, hafi Hólaskóli breytt um nafn og sé orðin sérhæfður í náttúrutengdri ferðamennsku. Um ferðamennsku er sagt að árið 2021 hafi ferðamenn til landsins í fyrsta og eina skiptið farið yfir milljón, en farið hafi að bera á neikvæðri ímynd Íslands á alþjóðavettvangi árið 2020. Því hafi ferðamönnum farið að fækka eftir 2021. Ísland skuli vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum Í nýju skýrslu KPMG er lagt upp með jákvæða stefnumótun, en byggt á sömu aðferðafræði og áður. Þar segir m.a. að í stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar komi fram að Ísland skuli vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum. Þá skuli leggja áherslu á nýsköpun, vöruþróun, verðmætasköpun, sjálf- bærni og að velferð búfjárstofna sé tryggð. Einnig á að stuðla að nátt- úruvernd og nýjum áherslum í rann- sóknum og menntun. Sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra skipaði samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga þann 7. febrúar 2018 í þeim tilgangi að taka til skoðunar þessi sjónarmið stjórnvalda og horfa til framtíðar í málefnum landbúnaðar. Notuð var sviðsmyndagreining til þess að skoða mögulegt starfsumhverfi íslensks landbúnaðar til ársins 2040. Gerð sviðsmynda hófst á sumar- mánuðum 2018 og fól í sér breiða aðkomu aðila úr landbúnaði og frá neytendum. Samráðshópur um búvörusamninga var skipaður á eftir farandi hátt: Haraldur Benediktsson og Bryn hildur Pétursdóttir formenn. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson og Elín Heiða Valsdóttir frá Bænda- samtökum Íslands. Halldór Árna son frá SA, Jóhanna Hreinsdóttir frá Samtökum afurðastöðva, Hafdís Hanna Ægis dóttir tilnefnd af umhverfisráðherra, Þórlindur Kjartansson tilnefndur af land- búnaðarráðherra. Með hópnum starfaði Rebekka Hilmarsdóttir til hausts 2018 og síðar Ása Þórhildur Þórðardóttir. Sér- fræðingar af ráðgjafarsviði KPMG voru fengnir til þess að sjá um faglega framkvæmd verkefnisins undir stjórn Sævars Kristinssonar. Vinnuferlið fól í sér gagnaöflun með viðtölum, netkönnun, opnum fundum á sex landsvæðum og greiningu á opinberum gögnum. Haldnar voru vinnustofur þar sem grunngerð sviðsmynda um framtíð landbún- aðar var mótuð og í kjölfarið hófst úrvinnsla og samantekt niðurstaðna. Alls tóku um 400 einstaklingar þátt í verkefninu. Samvinnuverkefni bænda, neytenda og atvinnulífs Með verkefnisstjórninni sem Kristján Þór skipaði starfa Bryndís Eiríksdóttir, sérfræðingur í atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu, og Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrver- andi ráðuneytisstjóri, sem þekkir mjög vel til landbúnaðarmála. Ekki eru tilgreindir neinir sérfræðingar úr landbúnaðargeiranum eða full- trúar Bændasamtaka Íslands, en samt tekið fram að mótun landbún- aðarstefnu sé samvinnuverkefni stjórnvalda, bænda, neytenda og atvinnulífs. Efnt til funda með bændum og öðrum hagaðilum Verkefnisstjórn mun efna til funda með bændum og öðrum hagaðilum í því skyni að virkja þá til þátttöku í stefnumótuninni, að því er fram kemur í tilkynningu ráðuneytis- ins. Fyrir milligöngu ráðuneytisins verður stofnað til samráðs við þing- flokka. Samráð verður haft við full- trúa Bændasamtaka Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Neytendasamtakanna og Alþýðusambands Íslands og þeim gefinn kostur á að fylgjast með fram- vindu verksins á vinnslustigi. Samkvæmt skipunarbréfi ver- kefnisstjórnarinnar skal við mótun landbúnaðarstefnu litið til eftirfarandi meginþátta: Með öflugum landbúnaði verði Ísland leiðandi í framleiðslu á heil- næmum landbúnaðarafurðum – sér- staklega verði hugað að fæðu- og matvælaöryggi og samkeppnishæfum rekstrarskilyrðum í sátt við umhverfi og samfélag. Byggðafesta verði tryggð Tryggð verði byggðafesta með nýt- ingu tækifæra í krafti nýsköpunar og vöruþróunar sem taki mið af grænum lausnum, matarmenningu og sjálf- bærni. Menntun, rannsóknir og þróun mótist af hæfilegri samþættingu fræðilegra viðfangsefna og ráðgjafar í þágu þeirra sem stunda landbúnað og vinnslu landbúnaðarafurða. Með hvötum og stuðningi verði dregið úr umhverfisáhrifum og stuðl- að að verndun, endurheimt og nýtingu landvistkerfa í samræmi við heims- markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá árinu 2016. Tilllaga liggi fyrir í marslok 2021 Gert er ráð fyrir að tillaga að land- búnaðarstefnu fyrir Ísland muni liggja fyrir þann 31. mars 2021. Skýrsla KPMG heitir „Íslenskur landbúnaður 2040 – sviðsmyndir um mögulega framtíð landbúnaðar á Íslandi“. Þar eru settar fram fjór- ar sviðsmyndir, eða eins og segir í skýrslunni: „Þær draga fram óvissuna í þeim drifkröftum sem taldir eru hafa mest áhrif hverju sinni. Virði sviðsmynd- anna felst í að þær birta ólík sjón- arhorn sem geta verið andstæð óskum okkar og skoðunum, en einmitt þannig örva þær umræður og vonandi aðgerð- ir.“ Þá segir að lykilspurningin sem unnið var með hafi verið: „Hver verður framtíð íslensks landbúnaðar árið 2040?“ Til að nálgast svar við þessari spurningu voru rýndir ýmsir óvissir drifkraftar en að lokum staldrað við tvo. Það varðar annars vegar viðhorf neytenda og hvort kauphegðun byggi á verði eða gæðum landbúnaðar- afurða. Hins vegar var það mismun- andi aðkoma stjórnvalda að íslenskum landbúnaði. Opinn markaður, Beint frá býli, Stöðnun og Gróska Sviðsmyndunum var gefið nafn í takt við þá þróun á hverju sviði. Ein sviðs- myndin heitir „Opinn markaður“. Um hann segir í skýrslunni: „Starfsumhverfið einkennist af mikilli samkeppni í landbúnaði innan lands og erlendis frá og hörð verð samkeppni knýr framleiðendur til að auka skilvirkni. Ísland er opinn markaður á grundvelli tollfrelsissamn- inga á landbúnaðarvörum víða um heim. Bændum hefur fækkað í flest- um greinum landbúnaðar en bú hafa samhliða stækkað. Önnur sviðsmynd er nefnd „Beint frá býli“ en um hana er sagt: „Smáir og stórir framleiðendur í landbúnaði þrífast vel. Samband neytenda og framleiðenda er sterkt og verslun beint frá býli er algeng í nærsamfélaginu. Íslenskir bændur eru lífsstíls- og ástríðubændur sem fram- leiða hágæða afurðir og neytendur eru tilbúnir að greiða verð í samræmi við gæði vörunnar.“ Þriðja sviðsmyndin heitir „Stöðnun“ en þar segir: „Aðgerðir stjórnvalda felast í niðurgreiðslum landbúnaðarvara til þess að mæta kröfum neytenda um lágt verð á matvælum. Óveruleg breyting hefur átt sér stað í stærð búa.“ Fjórða sviðsmyndin er kölluð „Gróska“ en um hana er sagt í skýrslu KPMG: „Mikil fjölgun og endurnýjun í bændastéttinni hefur átt sér stað. Fólk án bakgrunns í landbúnaði laðast að sveitinni og getur fengið styrki til þess að kaupa jarðir og hefja búskap eftir eigin höfði. Meðalstór bú og smábú þrífast vel þar sem hreinleiki landbún- aðar og rekjanleiki afurða byggir undir traust neytenda til framleiðenda.“ /HKr. Kristján Þór Júlíusson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.