Bændablaðið - 08.10.2020, Síða 47

Bændablaðið - 08.10.2020, Síða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 2020 47 Ég sat mitt fyrsta búnaðarþing 2001 og sat síðasta búnaðarþing mitt árið 2015. Aðalfund heildar- samtaka bænda á Íslandi. Mál búnaðarþings þess tíma voru send úr héruðum og endur- spegluðu vel bæði staðbundnar áherslur bænda og margháttuð verkefni, á landsvísu, sem þurfti að vekja athygli á til að bæta aðstöðu dreifðra byggða. Einhver lífseigustu mál búnað- arþings, reyndar löngu fyrr, voru fjarskiptamál og raforkumál. Um fjarskiptamálin ætla ég ekki að fjöl- yrða hér frekar, alþekkt er hvern- ig hefur tekist að bæta fjarskipti í dreifðum byggðum síðustu fimm ár. Árið 2021 er lokaframlag til Ísland ljóstengt. Verkefni sem hefur gjörbylt fjarskiptum í sveitum. Við höfum stokkið frá frumstæðum tengingum yfir í ljósleiðaratækni nútímans. Það væri útaf fyrir sig áhugavert að ræða í hvaða stöðu dreifðar byggðir væru í dag, ef ekki hefði tekist jafnvel til. Að ekki sé talað um það risastökk í þróun á notkun fjarskipta sem fylgt hafa þeim faraldri sem öll samfélög glíma nú við. Þó er rétt að vekja athygli á þeirri tímamótabreytingu núna að ráðist verður í lagningu á nýjum gagnastreng, sem bætir enn öryggi tenginga við útlönd. Raforkumál voru málefni sem búnaðarþing glímdi við – þau voru einkum af tvennum toga. Aðgengi að jarðstrengjum/tengingum sem gátu gefið 3ja fasa rafmagn og verðlagning á flutningi á raforku í dreifðum byggðum. Að báðum þessum málum hefur verið unnið af miklu krafti í ráðherratíð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur. Báðum þessum málum hefur nú verið komið í far- sæla höfn. Í nýrri fjármálaáætlun til næstu fimm ár, og fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, fyrir árið 2021, eru lagðir til fjármunir frá og með næsta ári til að jafna gjaldskrá á flutningi rafmagns og fjármagn til jarðstrengjavæðingar. Þriggja fasa rafmagn Við Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður lögðum fram mót- aðar tillögur um átak í þrífösun. Með skil á tillögum eftir nefndar- starf til Þórdísar Kolbrúnar R Gylfadóttur. Þær tillögur miða við að allt 99% þeirra sem eru í brýnni þörf aðgang að þriggja fasa raf- magni árið 2024, en ekki 2036 eins og núverandi áætlun var um. Þeim tillögum okkar er nú fylgt eftir með því að verja á næstu árum 500 millj- ónum til verksins. Framkvæmdin mun ekki sjálfkrafa leiða til hækk- unar á gjaldskrá flutnings raforku, eins og regluverkið kveður á um. Ef flýting framkvæmda hefði verið án sérstaks framlags. Þessi ráðstöfun er gífurlegt framfaraskref til að bæta búsetuskilyrði og aðgengi á nútíma raforkutengingum. Jöfnun á verði flutnings raforku milli sveita og þéttbýlis Í fjárlagafrumvarpinu eru einnig lagðar til 730 milljónir til jöfnunar á gjaldskrám á flutningi raforku í dreifbýli. Með þeim fjármunum næst verulegur áfangi, eða um 85% af því bili sem í dag er á milli hæstu gjaldskrár þéttbýlis og dreifbýlisgjaldskrár. Núverandi jöfnunarfjármunir tryggja 50%. Ég mun leggja áherslu á í umræðum og meðferð Alþingis á fjárlaga- frumvarpinu verði tryggðir fjár- munir til að tryggja 100% – eða fulla jöfnun. Það er réttlætismál sem ég vona að þingheimur geti sameinast um. Því allt frá kerfis- breytingum sem skildu að orku- flutning og orkusölu, hefur þetta óréttlæti verið óþolandi. Þessum ráðstöfunum verður að fylgja að heimildir til hækkunar á dreifikostnaði dreifiveitna, sam- kvæmt samþykktum tekjumörk- um, verði ekki beitt til að viðhalda þessum mun á gjaldskrám. Þetta þýðir á mannamáli að dreifiveitur hafa þegar í hendi hækkunarheim- ildir á dreifingarkostnaði, sem þær hafa ekki velt út í verðlagningu dreifingar Auknir fjármunir til jöfnunar hafa því þann freistni- vanda að þeir nái ekki markmiðum sínum, vegna regluverks sem hefur þegar viðurkennt að meiri kostnað- ur en er innheimtur af íbúum dreif- býlis í dag. Það má ekki gerast. Máttur heildarsamtaka bænda Við getum þakkað skelegga bar- áttu heildarsamtaka bænda fyrir að við erum nú að koma í höfn þessum þremur baráttumálum. Ég skal játa að það er mér ljúft að fylgja þessum málum í höfn á Alþingi og hafa átt drjúgan þátt í að koma þessum baráttumálum bænda áfram. Haraldur Benediktsson 1 þm. Norðvesturkjördæmis. FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI Helgarnám í húsasmíði og húsgagnasmíði við FNV Forsendur: Námið hefst á vorönn 2021. Um er að ræða fjögurra anna nám. Nemandi skal vera 23ja ára að aldri og hafa unnið í byggingavinnu. Nemendur sem hafa undirgengist raunfærnimat fá viðkomandi áfanga metna. Skráningargjald er kr. 50.000 á önn. Kennslufyrirkomulag: Kennt er um fimm helgar á önn nema á lokaönn þegar helgarnar eru sex talsins. Kennsla hefst kl.15.00 á föstudögum og er kennt til kl. 22.00 með hálftíma matarhléi um kl.19.00. Á laugardögum hefst kennsla kl 08:00 og er kennt til kl. 18.00. Á sunnudögum hefst kennsla kl. 08:00 og lýkur kl 17:00. Klukkustundar hádegishlé er um kl. 12.00 báða dagana. Námsfyrirkomulag: Bæði verklegar og fagbóklegar námsgreinar eru kenndar í staðlotum. Aðrar almennar greinar s.s, íslensku, tungumál og stærðfræði þurfa nemendur að taka í hefðbundnu dagskólanámi, í fjarnámi eða hjá símenntunarstöðvum. Í verklegum greinum er skilyrði að nemendur mæti 100%. Sótt er um með tölvupósti til fnv@fnv.is og í síma 455-8000. Í umsókn komi fram upplýsingar um nafn, kennitölu, símanúmer og netfang umsækjanda. Tekið skal fram í umsókn hvort sótt er um nám í húsasmíði eða húsgagnasmíði. Umsóknarfrestur er til 24. október 2020. Atli Már Óskarsson veitir nánari upplýsingar um húsasmíði í síma 860-2083 og Karítas S. Björnsdóttir um húsgagnasmíði í síma 865-0619. Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðar- dekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Hagkvæm dekk fyrir alvöru kröfur LESENDABÁS Gömul og góð búnaðarþingsmál Haraldur Benediktsson. Hönnun: ARTPRO Hýsi-Merkúr hf. | Lambhagavegi 6 | 113 Reykjavík | S. 534 6050 | merkur@merkur.is | www.merkur.is Rafstöðvar MARGAR GERÐIR TIL Á LAGER - Þekking - Reynsla - Færni. - Meðal þeirra sem hafa varaaflsstövar frá okkur eru; Neyðarlínan, flugvellir, sjúkrahús, rafveitur, vatnsveitur, hitaveitur, flugfélög, bankar, Tollstjóri, Alþingi, hótel, veitingahús, mörg stærri fjölbýlishús með lyftum. Margskonar fyrirtæki í matvælaframleiðslu, heildsölu og iðnaði sem þola illa rafmagnsleysi.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.