Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 2020 47 Ég sat mitt fyrsta búnaðarþing 2001 og sat síðasta búnaðarþing mitt árið 2015. Aðalfund heildar- samtaka bænda á Íslandi. Mál búnaðarþings þess tíma voru send úr héruðum og endur- spegluðu vel bæði staðbundnar áherslur bænda og margháttuð verkefni, á landsvísu, sem þurfti að vekja athygli á til að bæta aðstöðu dreifðra byggða. Einhver lífseigustu mál búnað- arþings, reyndar löngu fyrr, voru fjarskiptamál og raforkumál. Um fjarskiptamálin ætla ég ekki að fjöl- yrða hér frekar, alþekkt er hvern- ig hefur tekist að bæta fjarskipti í dreifðum byggðum síðustu fimm ár. Árið 2021 er lokaframlag til Ísland ljóstengt. Verkefni sem hefur gjörbylt fjarskiptum í sveitum. Við höfum stokkið frá frumstæðum tengingum yfir í ljósleiðaratækni nútímans. Það væri útaf fyrir sig áhugavert að ræða í hvaða stöðu dreifðar byggðir væru í dag, ef ekki hefði tekist jafnvel til. Að ekki sé talað um það risastökk í þróun á notkun fjarskipta sem fylgt hafa þeim faraldri sem öll samfélög glíma nú við. Þó er rétt að vekja athygli á þeirri tímamótabreytingu núna að ráðist verður í lagningu á nýjum gagnastreng, sem bætir enn öryggi tenginga við útlönd. Raforkumál voru málefni sem búnaðarþing glímdi við – þau voru einkum af tvennum toga. Aðgengi að jarðstrengjum/tengingum sem gátu gefið 3ja fasa rafmagn og verðlagning á flutningi á raforku í dreifðum byggðum. Að báðum þessum málum hefur verið unnið af miklu krafti í ráðherratíð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur. Báðum þessum málum hefur nú verið komið í far- sæla höfn. Í nýrri fjármálaáætlun til næstu fimm ár, og fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, fyrir árið 2021, eru lagðir til fjármunir frá og með næsta ári til að jafna gjaldskrá á flutningi rafmagns og fjármagn til jarðstrengjavæðingar. Þriggja fasa rafmagn Við Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður lögðum fram mót- aðar tillögur um átak í þrífösun. Með skil á tillögum eftir nefndar- starf til Þórdísar Kolbrúnar R Gylfadóttur. Þær tillögur miða við að allt 99% þeirra sem eru í brýnni þörf aðgang að þriggja fasa raf- magni árið 2024, en ekki 2036 eins og núverandi áætlun var um. Þeim tillögum okkar er nú fylgt eftir með því að verja á næstu árum 500 millj- ónum til verksins. Framkvæmdin mun ekki sjálfkrafa leiða til hækk- unar á gjaldskrá flutnings raforku, eins og regluverkið kveður á um. Ef flýting framkvæmda hefði verið án sérstaks framlags. Þessi ráðstöfun er gífurlegt framfaraskref til að bæta búsetuskilyrði og aðgengi á nútíma raforkutengingum. Jöfnun á verði flutnings raforku milli sveita og þéttbýlis Í fjárlagafrumvarpinu eru einnig lagðar til 730 milljónir til jöfnunar á gjaldskrám á flutningi raforku í dreifbýli. Með þeim fjármunum næst verulegur áfangi, eða um 85% af því bili sem í dag er á milli hæstu gjaldskrár þéttbýlis og dreifbýlisgjaldskrár. Núverandi jöfnunarfjármunir tryggja 50%. Ég mun leggja áherslu á í umræðum og meðferð Alþingis á fjárlaga- frumvarpinu verði tryggðir fjár- munir til að tryggja 100% – eða fulla jöfnun. Það er réttlætismál sem ég vona að þingheimur geti sameinast um. Því allt frá kerfis- breytingum sem skildu að orku- flutning og orkusölu, hefur þetta óréttlæti verið óþolandi. Þessum ráðstöfunum verður að fylgja að heimildir til hækkunar á dreifikostnaði dreifiveitna, sam- kvæmt samþykktum tekjumörk- um, verði ekki beitt til að viðhalda þessum mun á gjaldskrám. Þetta þýðir á mannamáli að dreifiveitur hafa þegar í hendi hækkunarheim- ildir á dreifingarkostnaði, sem þær hafa ekki velt út í verðlagningu dreifingar Auknir fjármunir til jöfnunar hafa því þann freistni- vanda að þeir nái ekki markmiðum sínum, vegna regluverks sem hefur þegar viðurkennt að meiri kostnað- ur en er innheimtur af íbúum dreif- býlis í dag. Það má ekki gerast. Máttur heildarsamtaka bænda Við getum þakkað skelegga bar- áttu heildarsamtaka bænda fyrir að við erum nú að koma í höfn þessum þremur baráttumálum. Ég skal játa að það er mér ljúft að fylgja þessum málum í höfn á Alþingi og hafa átt drjúgan þátt í að koma þessum baráttumálum bænda áfram. Haraldur Benediktsson 1 þm. Norðvesturkjördæmis. FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI Helgarnám í húsasmíði og húsgagnasmíði við FNV Forsendur: Námið hefst á vorönn 2021. Um er að ræða fjögurra anna nám. Nemandi skal vera 23ja ára að aldri og hafa unnið í byggingavinnu. Nemendur sem hafa undirgengist raunfærnimat fá viðkomandi áfanga metna. Skráningargjald er kr. 50.000 á önn. Kennslufyrirkomulag: Kennt er um fimm helgar á önn nema á lokaönn þegar helgarnar eru sex talsins. Kennsla hefst kl.15.00 á föstudögum og er kennt til kl. 22.00 með hálftíma matarhléi um kl.19.00. Á laugardögum hefst kennsla kl 08:00 og er kennt til kl. 18.00. Á sunnudögum hefst kennsla kl. 08:00 og lýkur kl 17:00. Klukkustundar hádegishlé er um kl. 12.00 báða dagana. Námsfyrirkomulag: Bæði verklegar og fagbóklegar námsgreinar eru kenndar í staðlotum. Aðrar almennar greinar s.s, íslensku, tungumál og stærðfræði þurfa nemendur að taka í hefðbundnu dagskólanámi, í fjarnámi eða hjá símenntunarstöðvum. Í verklegum greinum er skilyrði að nemendur mæti 100%. Sótt er um með tölvupósti til fnv@fnv.is og í síma 455-8000. Í umsókn komi fram upplýsingar um nafn, kennitölu, símanúmer og netfang umsækjanda. Tekið skal fram í umsókn hvort sótt er um nám í húsasmíði eða húsgagnasmíði. Umsóknarfrestur er til 24. október 2020. Atli Már Óskarsson veitir nánari upplýsingar um húsasmíði í síma 860-2083 og Karítas S. Björnsdóttir um húsgagnasmíði í síma 865-0619. Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðar- dekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Hagkvæm dekk fyrir alvöru kröfur LESENDABÁS Gömul og góð búnaðarþingsmál Haraldur Benediktsson. Hönnun: ARTPRO Hýsi-Merkúr hf. | Lambhagavegi 6 | 113 Reykjavík | S. 534 6050 | merkur@merkur.is | www.merkur.is Rafstöðvar MARGAR GERÐIR TIL Á LAGER - Þekking - Reynsla - Færni. - Meðal þeirra sem hafa varaaflsstövar frá okkur eru; Neyðarlínan, flugvellir, sjúkrahús, rafveitur, vatnsveitur, hitaveitur, flugfélög, bankar, Tollstjóri, Alþingi, hótel, veitingahús, mörg stærri fjölbýlishús með lyftum. Margskonar fyrirtæki í matvælaframleiðslu, heildsölu og iðnaði sem þola illa rafmagnsleysi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.