Bændablaðið - 08.10.2020, Side 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202054
Í byrjun árs 2020 var von á nýjum
SsangYong Korando í Bílabúð
Benna, en af ýmsum ástæðum
(mest vegna COVID) seinkaði
komu bílsins. Nú er bíllinn kom-
inn og er með 163 hestafla bens-
ínvél, ýmist eindrifs eða fjórhjóla-
drifinn. Ég prófaði fjórhjóladrifna
sjálfskipta bílinn fyrir skemmstu.
Lengri, breiðari með margar
nýjungar í samanburði við gamla
Korando
Bíllinn er nánast ekkert líkur eldri
árgerð unum af Korando, á sjálfur
2017 bíl og miða við hann. Þarna
hefur kraftmiklu 178 hestafla dísil-
vélinni verið skipt út fyrir 163 hest-
afla 1,5 lítra bensínvél. Í bílinn er
komið mikið af nýtísku þægindum,
s.s. bakkmyndavél, GPS leiðsögu-
búnaður, hiti í stýrið, hiti og kæling í
framsætum, akreinalesari, blindhorn-
svari sem gefur ljós í hliðarspegla
sem eru líka upphitaðir, læsing á
millikassa ásamt fleiru.
Ökumótin eru þrjú (normal,
sport og winter) og mikill munur
er á snerpu og mýkt á milli þessara
þriggja ökustillinga.
Nýi bíllinn er bæði lengri og
breiðari, en farangursrýmið virðist
styttra, en í staðinn dýpra niður.
Bíllinn er mjög vel hljóðeinangrað-
ur og mælist hávaðinn inni í bílnum
ekki nema 70,0 db á 90 km hraða,
sem er mjög gott. Það er betri mæling
en í nokkrum af þeim rafmagnsbílum
sem ég hef hávaðamælt á sama hraða
og sama vegi.
Prufuaksturinn
Ég ók bílnum rúmlega 100 km og að
honum loknum var mín meðaleyðsla
samkvæmt aksturstölvunni 8,7 lítrar
á hundraðið. Það er ansi nálægt upp-
gefinni eyðslu, sem er 8,3 lítrar á
hundraðið á fjórhjóladrifna bílnum
(6,9 á eindrifs bílnum).
Mest ók ég í „sportstillingunni“
en á henni er snerpan best og kraft-
urinn ágætur. Fann samt alveg mun
á mínum gamla sem er 15 hestöflum
kraftmeiri og togar betur.
Bíllinn sem ég prófaði var á 18
tommu felgum og á góðu malbiki var
hreint æðislegt að keyra hann, svarar
eins og hugur manns í beygjum og
alltaf gott grip.
Akreinalesarinn virkar þannig að
rétt áður en hann flautar á ökumann
togar hann sjálfur aðeins í stýrið í þá
átt sem á að beygja ef maður nálgast
miðlínu eða kantlínu of mikið. Eins
og svo oft í reynslukeyrslum mínum
keyrði ég malarveginn meðfram
Hafravatni til að finna hvernig bíll-
inn er á möl. Þar gerði ég mistök sem
ég áttaði mig ekki á fyrr en daginn
eftir þegar ég prófaði bílinn aftur.
Ekki sama í hvaða stillingu
bíllinn er á holóttum malarvegi
Á 18 tommu felgum með stillt á
sport stillinguna var bíllinn óeðli-
lega stífur og hastur svo að ég vildi
prófa bílinn á 17 tommu felgum
sem ég gerði daginn eftir. Þá kom
ég inn á mölina með bílinn stilltan
á „normal“ akstursstillingu og ætl-
aði hreinlega ekki að trúa muninum
á því bara að breyta felgunum um
tommu. Til baka ók ég svo á „sport“
stillingunni og þá var bíllinn mun
stífari og hastari svo að ég fór aðra
ferð með stillt á „winter“ still-
inguna og þá var hann enn mýkri
en í „normal“.
Alls fór ég sjö ferðir fram og til
baka þarna á holóttum veginum og
niðurstaðan var sú að sé ekið á möl
er best að hafa bílinn í „normal eða
winter“ stillingunum. Munurinn er
það mikill og töluverður munur er
á mýkt að keyra á 17 tommu felg-
unum í stað 18 á malarvegi. Ég á
sjálfur 16 tommu felgur með vetrar-
dekkjunum mínum sem ég prófaði
að setja undir bílinn. Það passar
þannig að fyrir þá sem vilja fá enn
meiri mýkt í bílinn geta þeir sett 16
tommu felgur undir hann.
Verð, plúsar og mínusar
Verðið er frá 4.390.000 á eindrifs
bílnum, en frá 5.990.000 á fjór-
hjóladrifna bílnum. Það verður að
kallast mjög gott verð miðað við
stöðu gjaldmiðla í dag.
Ekki eru margir mínusar en samt
smá. Til að vera löglegur í umferð
þarf að muna að kveikja ljósin til
að fá afturljós á bílinn. Hafa bara
ljósatakkann alltaf svoleiðis, þó
mælaborðið kvarti þá slekkur bíll-
inn sjálfkrafa ljósin eftir nokkrar
sekúndur. Í sýningarsal í Bílabúð
Benna er ekki varadekk í bílunum,
en Benni sjálfur sannfærði mig um
að allir bílar yrðu með „varadekks-
aumingja“ við afhendingu.
Plúsarnir eru margfalt fleiri, en
fyrst vil ég nefna gott verð miðað
við gengi, mestan mun fann ég
á ökumannssætinu sem er mun
betra en í gamla, hitann í stýrinu
og akreinalesarinn les glettilega
ógreinilegar línur.
VÉLABÁSINN
Hjörtur L. Jónsson
liklegur@internet.is
Nýr SsangYong Korando
SsangYong Korando 1,5l. bensín. Myndir /HLJ
Fór þennan holukafla við Hafravatn sjö sinnum til að prófa mismunandi fjöðrun og felgur.
Sextán tommu vetrarfelgan mín passaði fínt og ágætis bil samt á milli bremsudælu og felgu.
Til að afturljós séu kveikt þarf að muna að vera með ljós kveikt (og aldrei
slökkva þau í SsangYong).
Akreinalesarinn flautar á mann og togar líka í stýrið.
Hávaði á 90 inni í bílnum er minni en
í mörgum rafmagnsbílum.
Hliðarspeglar eru góðir og eru með ljós fyrir blindhornsvara.
Lengd 4.450 mm
Hæð 1.620 mm
Breidd 1.870 mm
Helstu mál og upplýsingar