Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 20206 Nú hefur ráðherra birt yfirlýsingu á heima- síðu ráðuneytisins þar sem upplýst er að endurskoða eigi reglugerð sem snýr að inn- og útflutningi á plöntum. Þessu ber að fagna þar sem garðyrkjubændur hafa barist fyrir þessu í mörg ár en fyrir daufum eyrum fyrri ráðherra landbúnaðarmála. Með þessari endurskoðun er verið að bregð- ast við þeirri vá sem fylgir því að flytja inn til landsins plöntur og afurðir unnar úr þeim sem hugsanlega geta haft áhrif á íslenska flóru. Það er fagnaðarefni þar sem árið 2020 er alþjóð- legt ár plöntuheilbrigðis. Ráðuneytið hefur gert samning við RML um að veita ráðgjöf við vinnuna og treysti ég þeim starfsmönnum til að hafa samtal við greinina um atriði sem betur mega fara. Nýr starfsmaður Í þessum mánuði tók gildi nýtt skipurit í at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en þar er gert ráð fyrir þremur skrifstofum með áherslur á málefni ráðuneytisins. Ráðherra hefur skipað Ásu Þórhildi Þórðardóttur í emb- ætti skrifstofustjóra landbúnaðarmála. Vil ég óska Ásu til hamingju með skipunina og von- umst við eftir að eiga gott samstarf um hin fjölbreyttu málefni landbúnaðar. ESB og Bretland Það er alveg ljóst í mínum huga að ef semja eigi við Breta um aðgang að íslenskum markaði með landbúnaðarafurðir þá verði að óska eftir endurskoðun á samningi við Evrópusambandið eða segja þeim samningi upp. Ég get ekki betur séð en að forsendubrestur sé algjör við útgöngu Breta og ætti í raun ekki að ganga upp að semja fyrst við Breta og svo að endurskoða ESB-samninginn. Samningurinn sem gerður var árið 2016 hefur haft gríðarleg áhrif á afkomu bænda. Með þeim samningi erum við að fá magn af kjöti sem nemur u.þ.b 17% af heildarmarkaði sem við neytum sem þjóð. Svo ekki sé minnst á mjólk og mjólkurafurðir sem streyma hér inn í landið. Með úthlutunarleið landbúnaðarráðuneyt- isins eins og hún er viðhöfð í dag hefur verð á tollkvótum lækkað gríðarlega, ekki síst fyrir það að ferðamennirnir eru ekki lengur til staðar til að neyta þessara afurða. Þetta bitnar á verði til bænda og umframmagni á markaði. Enn að tollamálum Þetta fer nú að verða eins og sagan endalausa að eiga við tollstjóraembættið, enn þann dag í dag streyma inn til landsins ostar á röngum tollnúmerum og það er eins og það sé bara allt í lagi. Nei, það er ekki allt í lagi með það, þessi innflutningur hefur umtalsverð áhrif á innanlandsframleiðslu, skekkir verð á markaði og veitir aðilum forskot á markaði þar sem ekki er farið eftir settum leikreglum. Nú spyr ég, hvar er Samkeppniseftirlitið? Mér sýnist andvaraleysi eftirlits með inn- flutningi stórskaða íslenskan landbúnað. Nú er mál að linni og að þar til bær stjórnvöld fari að fylgja eftir þeim samningum og leikreglum á markaði sem þeim er gert að vinna eftir. Í þessum töluðu orðum eru Bændasamtökin í viðræðum við ríkið um endurskoðun ramma- samnings í landbúnaði og eitt meginstefið í þeim samningi verður að vera áhrif tolla og eftirlits á þeim og að það sé hluti af starfsum- hverfi landbúnaðarins. Við höfum talað fyrir daufum eyrum fram til þessa en von er til að breyting verði á. Góðar stundir. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.200 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Þrátt fyrir nær látlausar umræður árum og áratugum saman og mjög ákveðnar áherslur stofnana Sameinuðu þjóðanna þá eru enn öfl á Íslandi sem gera lítið úr hugtakinu fæðuöryggi og hvaða þýð- ingu það hafi fyrir hverja einustu þjóð á jörðinni. Láta þá sumir eins og fæðu- öryggi sé eitthvert grín eða dæmi um sérhagsmunagæslu íslenskra bænda. Hjá Sameinuðu þjóðunum velkist enginn í vafa um þýðinguna. Enda eru þessi samtök þjóða, sem stofnuð voru 1945, beinlínis mynduð til að koma í veg fyrir að þjóðir heims lendi aftur í viðlíka hörmungum og þá nýafstaðin heims- styrjöld hafði leitt yfir heimsbyggðina. Stofnsamningur SÞ sem undirritaður var 26. júní 1945 tók formlega gildi þann 24. október sama ár og eiga þessi samtök því 75 ár afmæli á laugardaginn. Heimsstyrjöldin olli fæðuskorti víða um lönd þar sem matvælaframleiðsla lagð- ist víða af vegna átakanna. Íslendingar urðu þessa áþreifanlega varir, en þó að verulegu leyti á jákvæðan hátt. Þar sem Bretar gátu ekki lengur stundað fiskveið- ar og sumpart landbúnað vegna stríðs- átaka eins og áður, urðu þeir að treysta á matvælainnflutning frá öðrum þjóðum. Þar komu Íslendingar sterkt inn og vegna þessa varð mikil uppbygging í sjávarútvegi hér á landi og mikið flutt út af fiski til Bretlands. Einnig landbúnaðarafurðum. Sá útflutningur kostaði reyndar fjölda íslenskra sjómanna lífið. Stríðið kenndi þjóðum heims að í slík- um hörmungum er fátt mikilvægara en að geta verið sjálfum sér nógur um matvæli. Frá stríðslokum hafa stofnanir Sameinuðu þjóðanna veitt aðstoð og ráðgjöf um allan heim, á átakasvæðum og ekki síður þar sem náttúruhamfarir hafa riðið yfir. Sú reynsla hefur kennt fólki sem starfar fyrir SÞ að ekkert er mikilvægara í hörmungar- aðstæðum en aðgengi að mat og vatni. Einnig að ekkert er mikilvægara þegar innviðir eins og samgöngukerfi laskast, en að fólk geti bjargað sér með lífsnauðsynjar í sínu nærumhverfi. Íslendingar lifa flestir við mikla vel- megun í dag og þeim Íslendingum fækkar óðum sem þekktu þá tíma er Íslendingar voru að krafla sig upp úr þeirri eymdar- stöðu að vera ein fátækasta þjóð Evrópu. Mikil velmegun getur verið hættuleg ef menn kunna ekki með hana að fara. Hún getur valdið því að fólk ofmetnast, verður værukært og kastar fyrir róða nauðsynlegri þekkingu sem er m.a. undirstaðan að því fæðuöryggi sem Sameinuðu þjóðirnar leggja áherslu á. Athafnamenn í góðæris- samfélagi verða því að passa sig á að troða ekki niður í ásælni sinni eftir meiri gróða, þá krafta sem geta haldið í þjóðinni lífinu ef í harðbakkann slær. Íslendingar ættu ekki að þurfa að láta segja sér þetta tvisvar, nýbúnir að upplifa þokkalega stóra jarðskjálfta á Reykjanesskaganum. Jarðskjálftar eru ekki alltaf grín og við skulum ekki heldur ganga út frá því sem gefnum hlut að öll eldgos í framtíðinni verði lítil sæt „túristagos“ sem færi okkur ferðamenn í milljóna tali. Við skulum minnast þess að í ekki svo fjarlægri fortíð (1783-1785) varð hér eldgos sem ölli gríðarlegu manntjóni, ekki bara á Íslandi heldur víða um Evrópu og allt suður til Afríku og jafnvel víðar. Uppskerubrestur varð víða vegna eldgossins og mikið hungur og mannfall. Þá bjargaðist það sem eftir var af þessari þjóð meðal annars á þeim matarkistum sem finna mátti við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Án þess fæðuöryggis sem þar var að finna má leiða líkum að því að Íslendingar sem sérstök þjóð væri sennilega ekki til í dag. /HKr. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Hvammstangi er kauptún í Húnaþingi vestra. Hvammstangi var gerður að viðurkenndum verslunarstað árið 1895 en þá voru engin íbúðarhús á staðnum. Hið fyrsta slíka var byggt árið 1900. Þá hófust einnig fiskveiðar þar á tanganum og eru hafnarskilyrði þar nú góð. Mest er veitt af rækju og grásleppu. Þorpið var upphaflega í Kirkjuhvammshreppi en var gerður að sérstökum hreppi, Hvammstangahreppi, hinn 1. júlí 1938. Íbúar voru 543 árið 2015. Hrepparnir tveir sameinuðust á ný 7. júní 1998 ásamt hinum fimm hreppunum í Vestur-Húnavatnssýslu: Staðarhreppi, Fremri-Torfustaðahreppi, Ytri-Torfustaðahreppi, Þverárhreppi og Þorkelshólshreppi undir nafninu Húnaþing vestra. Á Hvammstanga er marg- vísleg þjónusta fyrir sveitirnar í Húnaþingi vestra. Hitaveita Húnaþings vestra á Laugarbakka sér Hvammstanga fyrir heitu vatni en þangað var lögð hitaveituæð 1972. Vatnsveita kom í plássið 1952 en áður hafði hvert hús haft eigin brunn. Mynd / Hörður Kristjánsson Öryggi þjóðar Plöntuvernd, ESB og tollar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.