Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202050 LESENDABÁS Spennusaga um íslenska Hetju og sanna vináttu Björk Jakobsdóttir leikkona, leikskáld og nú höfundur, gefur nú út sína fyrstu skáldsögu og ber hún titilinn Hetja. „Það er löngu kominn tími til að gefa út nýja skáldsögu um íslenska hestinn, þarfasta þjóninn og vin okkar sem að hefur verið samofinn sagnaheimi okkar frá landnámi. Sagan er sögð annars vegar frá sjónarhóli Hetju, 5 vetra meri, og hins vegar Bjargar, 15 ára unglingsstúlku og eiganda Hetju,“ segir Björk. Þegar Hetja er tekin úr heima­ högunum upphefst æsispennandi leit að henni og Hetja reynir allt hvað hún getur að komast heim. En það getur reynst þrautinni þyngri þegar hestur lendir á hinum enda landsins og ekkert nema ókunnug fjöll á alla vegu. „Ég hef sjálf umgengist hesta allt mitt líf. Fyrst í sveitinni og síðan með mína eigin hesta. Eins hef ég fararstýrt í hestaferðum með stóð um hálendi Íslands í fjölda ára, bæði í beljandi stormi og brakandi sól. Ég nýti mér þá reynslu í bók­ inni. Það eru til margar gerðir af hestamennsku. Ég er ekki í keppn­ is hestamennsku og myndi eflaust seint vinna landsmót með mína hesta,“ segir Björk og hlær; „en ég er orðin ansi læs á stóðið og hegðun þess Þetta er fyrst og fremst spennandi örlaga­ og þroskasaga ungrar merar og unglingsstúlku, en á sama tíma langar mig að veita innsýn hvernig hestar skynja tilveru sína og hvernig ber að nálgast þá. Þeirra samskipti eru aðeins ólík okkar og maður verður að læra hesta málið. Eins geta mannverur verið ólíkar í samskiptum. Björg er til dæmis snertifælin og er greind á einhverfu rófi í mannheimum en er afburða greind í samskiptum við hesta. Það eru til svo margar mismunandi greindir. Aðalmarkhópurinn eru börn og unglingar (8 ára og eldri), en fullorðnum þykir hún eflaust líka skemmtileg.“ Það hefur aldrei verið nauðsynlegra að veita börnum aðgang að dýrum Björk segir hestamennsku hafa ótal kosti. „Talandi um COVID og einangrun, þennan kvíða sem er að aukast hjá börnum og unglingum – og ég finn það hjá sjálfri mér líka. Það er ekki til meiri núvitund en að fara upp í hesthús og kúpla sig út úr daglegu amstri. Þarf þarf ekki alltaf að fara á bak eða vera rosa flinkur og eiga flottan hest, bara að fara upp eftir, klappa mjúkri hestasnoppu, opna heyrúllu og finna lyktina af seinasta sumri í skammdeginu, hleypa út og moka. Þetta er stórkostlegur lúxus í þjóðfélagi sem er að aftengjast þegar kemur að náttúrunni. Það hefur aldrei verið nauðsynlegra að veita börnum aðgang að dýrum, nú þegar þau fara ekki í sveit eins og í gamla daga. Foreldrar halda oft að hesta­ mennskan sé of dýr og að börn geti ekki stundað hana nema að fjöl­ skyldan eigi hesta. En í dag er hægt að nálgast hestaíþróttina í borg og bæ án þess að barnið eigi hest og það þarf ekki að kosta báða handleggi. Ef fólk langar að kanna þennan kost þá er bara að taka upp símann og hringja í hestafélagið í þínu bæj­ arfélagi og fá frekari upplýsingar. Að umgangast dýr eykur víð­ sýni og umburðarlyndi. Fyrir mér er ávinningurinn fyrst og fremst andlegur, en þetta er líka heilmik­ il líkamsþjálfun. Það er alveg eins hægt að stunda hestamennsku eins og handbolta, fótbolta eða fimleika.“ Björk bendir á að hægt sé að nota frístundastyrkinn fyrir hestaíþróttir. „Svo vona ég að bókin mín Hetja auki skilning barna og áhuga á okkar stórkostlega hestakyni sem hefur verið órjúfanlegur partur af menn­ ingararfi okkar Íslendinga frá upphafi.“ Fyrirhuguð hátíð Hetju og hestamennsku frestast vegna COVID-19 Í tilefni af útgáfu skáld­ sögunnar Hetju ætluðu Horses of Iceland, Forlagið og hestamannafélagið Sörli að bjóða til hátíðar sunnudaginn 25. október þar sem kynna átti kosti hestamennsku og útgáfu bókarinnar. „Sú hátíð átti að vera núna um helgina en frestast eitthvað vegna COVID. En við látum það ekki draga úr okkur kjarkinn og verðum bara með hátíðina þegar reglur leyfa. Þar verður hestasýning æsk­ unnar, happdrætti, veitingar, upp­ lestur og börn geta klappað sögu­ hetjum úr bókinni og ýmislegt fleira. Við auglýsum það í Bændablaðinu þegar nær dregur,“ segir Björk Jakobsdóttir. Bókin Hetja fæst í öllum betri bókabúðum og á vefsíðu Forlagsins. www.forlagid.is. Í tilefni af útgáfu bókarinnar býður Forlagið bókina á tilboðsverði, áritaða og með frírri heimsendingu innanlands. /HKr. Það hefur aldrei verið nauðsynlegra að veita börnum aðgang að dýrum, nú þegar þau fara ekki í sveit eins og í gamla daga. Hetja og Björk. Þar slaknar konum skaut Finnbogi Hermannsson, rithöf- undur og fyrrum útvarpsmað- ur til fjölda ára, hefur sent frá sér nýja bók. Ber hún titilinn Skarðsstrandarrolla og Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal. Í undir- titli segir að þetta sé eins konar inngangsfræði að sögu mannsand- ans á Skarðsströnd. Finnbogi hefur ritað fjölmargar bækur í gegnum tíðina og allar afskaplega vel skrifaðar. Í þessari nýju bók fetar hann slóðir sem lesendur hans ættu að kannast við úr bókinni Illur fengur sem kom út hjá Skruddu 2014. Hún vakti líka mikla athygli og segir frá langri afbrotasögu í afskekktu héraði við Breiðafjörð á öndverðri 20. öld. Hér er brot úr nýjustu bók hans, Skarðsstrandarrolla og Einræður Steinólfs í Ytri­Fagradal: „Á Ballará eru örnefni mörg. Eitt þeirra er Snorraskjól og var það sjálfskipaður áningarstaður, þá menn riðu fyrir Klofning áður fyrr. Í Snorraskjólum er nokkuð um að slegið hafi verið undir í barn og stundum í ótíma eða til þess höfð viðleitni, þótt ei mætti takast. Er enn einhver mögnun eða útgeislun á þessum áningarstað frá fyrri tíð. Rís mönnum þar gjarnan hold að þarflausu einum á ferð. Einnig slakn­ ar konum þar skaut, þótt einsamlar séu. Hafa orðið eftir í Snorraskjólum einhvers konar taufur, sambærileg við reimleika þar sem voveiflegir atburðir hafa átt sér stað, nema þvert á móti. Getur hver og einn farið og prufað á sjálfum sér, beri hann brigð­ ur á að hér sé farið með rétt mál. Ég fór eitt sinn með hópi fólks í rútu­ bíl að segja þeim frá staðháttum á Skarðsströnd. Þegar kom að frásögn­ inni um Snorraskjól, véfengdi farar­ stjórinn áhrifamátt staðarins. Það var kona. Ég bauð henni að stíga út og prófa á sjálfri sér, en hún guggnaði þegar á hólminn var komið. Reynikelda er býli á Skarðs­ ströndinni en þar kviknaði ófreskja sú sem dýrtíð kallaðist á öndverðri síðustu öld. Upp­ runalega var það mjólkurkýr bóndans, sem nefnd var þessu nafni, en honum höfðu verið settir afarkostir með verð á kúnni. Hann bjó við tvíkvæni, sem algengt var á Íslandi á þeirri tíð, og átti börn með báðum, sem þörfnuðust mjólk­ ur. Kýrin umbreyttist nokkuð við þessa nafngift, gekk aftur og var við góða heilsu fram undir þennan dag. Dragnótaveiði fundin upp Frakkanes heitir enn bær á Skarðsströnd og liggur land að sjó, vogskorið. Frakkanes er í eyði, en fjörur þess gagnsamlegar, einkum til hrognkelsaveiði. Til þessa sjávar­ útvegs voru ekki gerðir út bátar sem annars staðar, heldur var útgerðin rekin með hrossum. Á þessar fjörur var farið á útfalli og í svo djúpt vatn, að tók merum í burðarlið. Svamlað var um fjörurnar á hrossunum og hrognkelsin stungin með lensum. Þau voru síðan þrædd upp á snæri og það dregið fram og aftur um fjöruna. Bætt var á snærið á meðan hrossið dugði. Er hugmyndin að dragnóta­ veiði og togaraútgerð komin frá Frakkanesi. Hestamennska annars staðar í Dalasýslu hefur alltaf verið tilkomulítil miðað við hrossaút­ gerð á Skarðsströnd. Býlið Kross er innan við Frakkanes og fannst þar fyrir nokkru kristinn grafreitur. Taldi Kristján Eldjárn, þjóðminja­ vörður og síðar forseti, að hér gæti verið um grafreit papa að ræða og þyrfti rann sóknar við. Örnefni er í túni Kross og heitir Suður­ Ameríka. Eigi kann ég skil á því nafni. Lækjarspræna rennur meðfram túninu og heitir Kvígildislækur, mjög gagnsamlegur. Húsfreyjur fóru að læknum þá hentaði og brytjuðu í pott silung kvikan. Búsifjar þungar fylgdu Krossi sem voru óvættir og áttu sér bústað í hólma einum í Krossvatni. Þær voru jafnan í álftalíki og hröktu og börðu málnytupening ábúenda svo að hann kom þurrjúgra á stöðul hvert kvöld. Þar kom að þrútnaði svo skap þeirra, að óvættunum var sökkt með haglaskotum. Stóð sú viðureign lengi dags og þótti með ólíkindum hversu þær flutu með mikinn þunga blýs. Fleira yfirskil­ vitlegt tengist Krossvatni. Eftir yfirgengið stórviðri og vatnagang, hafði dauðan nykurkálf rekið upp á vatnsbakkann. Var hann nýttur sem eldsmatur og brann með þráa­ legri þefjan. Samkvæmt síðari tíma rannsóknum er talið að hér hafi verið svín á ferðinni úr eigu kaup­ mannsins í Skarðsstöð. Svínið hafi sloppið út og fallið niður um ís. Því hafi síðan skolað á land löngu seinna og líkst þá mjög nykurkálfum eins og þeim er lýst í kynjasögum. Kross er nú í eyði ásamt Oddrúnarstöðum, enda keypti hreppsnefnd Skarðs­ hrepps farseðla til Ameríku handa heimilisfólkinu, en enga til baka. Á er styst bæjarnafn norð­ an Múndíufjalla og var um aldir hjáleiga frá Skarði. Býlið er nú í sjálfseign bóndans og hefur þrisvar fengið verðlaun frá gestahliðanefnd Dalasýslu. Á Á hefur búið formaður sóknarnefndar Skarðssóknar um langan aldur. Það er engu líkara en ýmis embættismanna­ setur tilheyri landslaginu og er það vel. Breytingar á því er frávilla vor. Mikið annríki var oft á tíðum við störf formanns sóknarnefndar. Hann skal sjá um að kirkjudyr séu opnar, einkum þá daga sem ásauður heimskur er rekinn af fjalli, svo sekir menn geti hlaupið þang­ að og hlotið kirkjugrið, því átök geta orðið og þvergirðingur við smalamennskur. Það er einkenni Skarðsstrendinga að tapa oft og tíðum skapstillingu sinni og hugar­ ró við þessar aðstæður. Innheimta sóknargjalda er mjög slítandi í seinni tíð, einkum hjá Fagradalsbónda. Hann hefur ekki fengist til að játast undir nein trúar­ brögð, hvorki innlend né erlend. Ef kona hans greiðir ekki hin lögmætu gjöld eða aðrir fyrir hann, verður að taka þau með lögtaki eða annarri nærgangandi pínd. Af öllu þessu er hjarta sóknarnefndarformanns Skarðssóknar mjög angurvært. Geirmundarstaðir eru neðar Skarði og er það landnámsbær Geirmundar heljarskinns. Þar eru nú skrifstofur og varnarþing sauð rækt unar félags Skarðshrepps og heitir að vonum Geirmundur heljarskinn. Hefur Geirmundur heljarskinn mjög beitt sér fyrir því að láta hanna létt eyrnamerki á unglömb svo að þau haldi betur haus og halli ekki á.“ /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.