Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 47 Sama hvað á gengur, það kemur alltaf vetur eftir hvert haust, en misjafnt er hversu snemma kemur hálka og snjór. Í ár hefur snjórinn og hálkan látið bíða eftir sér í flest- um landshlutum, en með hverj- um snjó og hálkulausum deginum styttist í hálkuna og snjóinn og því vissara að vera viðbúinn rétt eins og björgunarsveitarmaðurinn sem er alltaf tilbúinn. Nagladekk eða naglalaus, svarið er hættið að salta Hjólbarðasalar keppast við að auglýsa góðu ódýru dekkin sín og fagmannlega þjónustu samanber auglýsingu sem hljómar einhvern veginn svona: Trillir þú og tætir upp malbik- ið...., en þarna er vísað til texta í frægu lagi með HLH flokknum, en einmitt í þessum texta eru mestu öfugmæli Íslandssögunnar í texta- gerð því þar er „Riddari götunnar sagður tæta upp malbikið“ en það er einfaldlega ekki hægt á malbiki með mótorhjóli. Í viðkomandi auglýsingu er verið að auglýsa vistvæna hjólbarða sem ekki eiga að skemma malbik. Ég hef haldið því fram og mun halda fast við þá skoðun mína að það er ekki við naglana eingöngu að sak- ast með skemmd- ir á malbiki. Mín skoðun er að saltið á götunum sé það sem eyðileggur malbikið. Svona 80% saltinu að kenna, en umferðar- þungi og vissulega nagladekk séu hin 20%. Persónulega mundi ég vilja að allir væru á nöglum og aldrei notað salt á göturnar. Verð og gæði fara saman í hjólbarðakaupum Dýrustu dekkin eru alltaf best, það er einfaldlega ekki spurning. Þekkt vörumerki í dekkjum sem hafa verið seld hér í yfir 50 ár eru einfaldlega bestu dekkin, samkeppnin þar er hörð og gæðin alltaf betri og betri ár frá ári. Endingin er líka betri. Dæmi eru um að dýrustu dekkin endist allt að þrisvar sinnum fleiri ekna kílómetra en ódýrustu dekkin á markaðnum. Til að dekkin endist þarf að huga sérstaklega að tveim þáttum. Loftþrýstingur þarf að vera réttur í hjólbörðum (oftast uppgefið á límmiða inni í hurðarfalsi á bíl- stjórahurð). Hitt er að bíll sé rétt hjólastilltur, en rangt hjólamillibil þarf ekki að vera mikið vitlaust til að spæna niður ný dekk á stuttum tíma. Á smæstu bílunum skekkjast hjólamillibil of á hraðahindrunum sem kallast hattar, en þar freistast fólk til að fara með annað hjólið fyrir utan hindrunina en hitt yfir kantað- an hattinn. Þá skekkist bíllinn við höggið og eyðileggur framdekkin á stuttum tíma. Betra að fara beint á þessar hraðahindranir því þá er höggið jafnara og síður hætta á skekkingu á hjólamillibili. Vel varið tíma og góð fjárfesting að mæla reglulega loftþrýsting Að vera alltaf með réttan loftþrýsting í dekkjunum er lykillinn að góðri endingu dekkja, eldsneytissparnaði og öryggi í umferðinni. Flestir nýir bílar eru með skynjara inni í dekkjunum sem láta vita í mælaborð ef vantar loft í dekk, en þeir láta ekki vita ef of mikið af lofti er í dekkjum (nema í örfáum bílum). Enn sem komið er eru ekki svona nemar í þeim dráttarvélum sem ég hef skoðað. Í flestum dráttarvélum gefur framleiðandinn upp að hæfi- legur loftþrýstingur sé á bilinu 22-25 psi. Oft hef ég aðstoðað menn við að skipta um sprungið dekk á drátt- arvélum, en þegar ég set nýviðgert dekkið undir hef ég fengið kvörtun um að ég hafi sett of mikið loft í dekkið (oftast 28psi.). Þegar ég set nýviðgert dekk undir vél loftjafna ég almennt hin dekkin (hef verið skammaður fyrir það, þá er of mikið loft í dekkjunum að mati þess sem á vél vinnur). Auðvelt að eyðileggja dráttarvéladekk með of litlu lofti Of lítið loftmagn í dráttarvélar- dekkjum eyðileggur á stuttum tíma dekkin því að á móts við hverja spyrnu skemmast þræðirnir inni í dekkinu. Á milli felgu og hverrar spyrnu myndast kúlur sem stækka á stuttum tíma þar til að þræðirnir í dekkinu liðast í sundur. Ekki ósvipað og maður haldi á rafmagnsvír og liði í sundur því að með nógu miklu „juggi“ á vírnum fer hann í sundur. Þetta sama gerist með þræðina í dekkjum með dráttarvélamunstri og kúlurnar á endanum gefa sig og þá er ekki hægt að laga dekkið þrátt fyrir að mikið sé eftir af spyrnumunstrinu. Fyrir stuttu vann ég við vél sem var með 20 psi. í framdekkjum og 10 psi. aftan (átti að vera 22-25 í öllum dekkjum). Öll dekkin voru að verða ónýt á þeirri vél og varla hálfslitin, en allt í kúlum á hliðum og þræðirnir að gefa sig. Öll 4 dekkin undir þessa vél kosta yfir milljón krónur. Afar döpur meðferð á dekkjum. Samt mátti ég ekki setja réttan loftþrýsting í dekkin því þá væri vélin svo höst að ekki væri hægt að keyra hana. GÆÐADEKKIN ÞÍN FÁST ÓDÝRARI HJÁ OKKUR! SENDUM HVERT Á LAND SEM ER NOTAÐU AFSLÁTTARKÓÐANN: BONDI Funahöfða 6, 110 Reykjavík • Njarðarbraut 11, 260 Reykjanesbær Sími: 519-1516 • WWW.DEKK1.IS ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Bænda Smáauglýsingar 56-30-300 YFIR- BRAGÐ ÖÐRUVÍSI S FLUGA R SVART-LIST BJÓLA FUGL F S KOLEFNIS- DUFT BLÖKK Ó T F L Y G S A HLJÓM-SVEIT AT L Í A DÚLLA K R Ú T T KSÍKI Í L MASAR NÁTTÚRU- VÆTTUR M A L A R K STOÐKK NAFN S T Ý F A BERJA Í ÍÞRÓTT SKORDÝR PANTA M A U R A R ÁTT Í KALLORÐSKRUMA H Ó BLEKKJALÓÐ KTVEIR EINSBLEÐILL KUÐUNGUR L O B B I NÓTAVARKÁRNI R E ÆPA Ö S K R A ÓNOTASTB S L Ó Ð A GÁ G E L T ANGRANÖTRA A M ADROLLARA T A K I Ð FRUMÖGN I SKRIFTLITUR L E T U R G HAND- FESTAN ÁTELJA A K A RANGALIHLUTA G Ö N G TRUFLUNÓVISS F I P A NS S RÆKT HRAFNA- SPARK UMRÓT P Á R ARÐUR R E N T A VÆTTA Ú K A R A T E ÓLMURANDMÆLI Æ F U R SKYLDIRHLÉ Á AÍÞRÓTTFYLGSNI E L U R GERI I N N I SAMAN- LAGT STING A L L SF R I Ú Ð S K T A ATORKA N N D E I N HANGA N S A L EINATT Ú O T F A TTÓFT KEPPANDI M Y N D : R U TH H A R TN U P ( CC B Y -S A 2 .0 ) H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 139 MEIRI GLUND- ROÐI BOLUR SKVAMPA SEMINGI HUGLÍTIL FALL- BEINN HRIKTA VALDI ÁSTÆÐA GÍMALD HJÓL- GJÖRÐ HNETUR PRÚTTA SEINKAÐI MIKLU GRAS- BOLLI MÁLTÆKI GINNA AFBRIGÐI TVEIR EINS MOKA STERKAPAKKHÚS EKKI SÝRING FJARRITI TVEIR EINS BULLA RANGT RÁÐRÍKIS ÁÐUR STILLA RÁÐ FALLEGUR TVEIR EINS RÆKI- LEGAR TVÖ ÍLÁTI PARTA LJÓMI TOR- TRYGGJA HEIMASÍÐA STÖKUM KK NAFN STAFUR FIKT SVEIFLA TEGUND ESPAR FYRIR- BOÐI SKRUDDA RÁS IÐKA VAÐA KREMJA FORBOÐ MÁSI ÁTT HÓTUN GER- SIGRAR HISMIGÓÐGÆTI UPPÁTÆKI M Y N D : P IX A B A Y / O LI V ER K EP K A ( CC 0) H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 140 Árlegar haustdekkjahugleiðingar Of lítið loftmagn í dráttarvélardekkjum eyðileggur á stuttum tíma dekkin því að á móts við hverja spyrnu skemmast þræðirnir inni í dekkinu. Mikilvægt er að bíll sé rétt hjóla- stilltur, en rangt hjólamillibil þarf ekki að vera mikið vitlaust til að spæna niður ný dekk á stuttum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.