Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202020 Um síðustu áramót tóku gildi nýjar reglur samkvæmt lögum um skráningu ökutækja. Í þeim felst að t.d. rafhjól sem ætluð eru hreyfihömluðu fólki og smáskutlur ungmenna eru nú skráningarskyld og refsiákvæði ef eldri hjól verða ekki færð til skráningar. Ljóst er að reglurnar eru þegar að leiða til mikils óhagræðis og kostnað- ar m.a. fyrir ungt reiðhjólafólk, eldri borgara og hreyfihamlaða einstaklinga. Vegna nýju laganna myndast enn einn nýr tekjustofn fyrir ríkið sem tekinn er af léttum ökutækjum og þar með líka rafknúnum tví-, þrí- og fjór- hjólum. Með lögunum er líka skylt að skrásetja öll létt bifhjól sem þegar eru í umferð og ekki var gerð krafa um skrásetningu á fyrir áramót 2020. Þar getur verið um að ræða að 2.000 til 3.000 hjól að mati Samgöngustofu. Hver skráning kostar að lágmarki um 15.000 krónur, en auk þess hefur til þessa verið ætlast til að fólk að kaupa ábyrgðartryggingu á öll skráningar- skyld ökutæki. Slíkar tryggingar hlaupa að lágmarki á tugum þúsunda króna á ári. Opnaði dyr fyrir hreyfihamlaða Svavar Kristinsson hefur á undan- förnum árum leitt vakningu í raf- hjólavæðingu í Hveragerði. Vegna skertrar hreyfigetu í kjölfar slyss, ákvað Svavar að flytja inn rafmagns þríhjólið frá Kína til eigin nota árið 2016. Framtakið opnaði dyr fyrir hreyfihamlaða og eldra fólk. Hafa slík rafmagnshjól síðan gert þeim kleift að ferðast um sitt nágrenni á rafmagnshjólum og stunda félagsleg samskipti sem þeim var annars orðið nær ókleift. Hefur þetta reynst vera mikil félagsleg lyftistöng fyrir þá sem minnst mega sín, ekki bara í Hveragerði heldur um allt land. Nú er öll þessi vinna í uppnámi. Mikil vakning sem nú er í uppnámi Margir sýndu þessu framtaki Svavars áhuga og vatt innflutningur hans á rafknúnum hjólum upp á sig í framhaldinu. Með samþykkt Alþingis á breytingu á umferð- arlögum á síðasta ári voru rafhjól af þessum toga gerð skráningarskyld. Segir Svavar að þessi lagasetning með tilheyrandi reglugerðum hafi farið hugsunarlaus í gegnum þingið. Vegna hennar lenti hann í miklum hremmingum í sumar við innflutn- ing á fjórum rafhjólum frá Kína og kostuðu tafir og umstang vegna þess umtalsverðar upphæðir. „Algjört klúður“ Svavar segir að lögin séu „algjört klúður“ og þannig úr garði gerð að í raun viti enginn hvernig fram- kvæmdin eigi að vera. Í kerfinu vísi hver á annan og málum sé vísað á milli Samgöngustofu, Vinnueftirlits og Tollgæslunnar. Þá hafi verið gerðar óskiljanlegar kröfur um upplýsingagjöf frá framleiðendum í Kína sem íslenskar stofnanir segjast svo jafnvel ekki viðurkenna upp- lýsingar frá. Heimtuð eru ýtrustu vottorð og helst í frumriti sem áður hefur ekki þurft, jafnvel vegna leikfangabíla sem eru með rafmót- orum. Hefur framganga íslenskra reglugerðarembættismanna vakið furðu erlendra tækjaframleiðenda sem selja mikið af sínum vörum til annarra Evrópulanda. Staðan sé þannig í dag að inn- flutningur hans á rafhjólum sé mjög snúinn vegna flækjustigs og vanda- mála sem sprottið hafi upp vegna lagasetningarinnar. Geta þurft að sæta refsingumá næsta ári Þá liggur fyrir að sögn Svavars að þeir sem keypt hafa slík hjól á liðnum árum verði látnir sæta refs- ingu komi þeir ekki með hjólin til skráningar á næsta ári. Bendir Svavar á að þegar séu á götunum þúsundir rafhjóla af ýmsum toga sem með réttu ætti að kalla inn til skráningar. Í mars á næsta ári muni svo taka gildi reglugerð sem felur í sér heimild til Samgöngustofu um að innheimta sektir ef eigendur rafhjóla koma ekki með þau til skráningar. Undir slíka skráningu geti samkvæmt lög- unum fallið rafknúin þrí- og fjór- hjól, fjölmörg rafknúin reiðhjól, rafhjól sem flutt hafi verið inn sem og hjálpartæki fyrir fatlaða. Mörg rafknúin hlaupahjól geta líka fallið undir skilgreiningu laganna og golf- bílar sömuleiðis. Slík skráningar- skylda mun að mati sérfræðinga hjá tryggingarfélögunum sem Svavar hefur rætt við, óhjákvæmilega leiða til tryggingarskyldu sem getur þýtt að lágmarki tugi þúsunda króna árlegan aukakostnað, m.a. fyrir skjólstæðinga Tryggingastofnunar. Lögin áttu að lagfæra vankanta en bjuggu til nýja og enn verri Lögin sem gengu í gildi um síðustu áramót eru í 13 greinum og fólu í sér breytingar á umferðarlögum, nr. 77/2019, með síðari breytingum. Var þeim meðal annars ætlað að lagfæra vankanta á gildandi umferðarlögum, koma í veg fyrir aukna stjórnsýslu- byrði og kostnað borgara. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í skýr- ingum með lagagerðinni, þá virðist sumt í framkvæmd þessara laga- breytinga algjörlega hafa snúist upp í andhverfu sína hvað kostnað og hagræði borgaranna áhrærir. Ekki síst er varðar skráningarskyldu létt- byggðra rafknúinna farartækja. Á vefsíðu Samgöngustofu má nú sjá að létt bifhjól í flokki I eru vélknúin ökutæki á tveimur, þrem- ur eða fjórum hjólum sem hafa hönnunarhraða allt að 25 km/klst. hvort sem þau eru raf- eða bens- índrifin. Þá er miðað við hámarks- hraða sem framleiðandi bifhjólsins gefur upp. Þetta felur í raun í sér að öll mótorknúin farartæki sem hingað til hafa verið hugsuð til að létta lífið hjá ungum og öldnum sem og hreyfi- hömluðum, eru skráningarskyld með tilheyrandi kostnaði. Þá falla raf- knúin reiðhjól mörg hver undir þenn- an flokk og strangt til tekið einnig sum rafknúin hlaupahjól, „skútur“ eða hvað menn vilja kalla þau. Samgöngustofa hefur opnað rafræna skráningu á eldri léttum bifhjólum í flokki I (keypt fyrir 1. janúar 2020) og innan skamms verða öll slík ökutæki komin með appel- sínugular númeraplötur sem eykur rekjanleika og eftirlit. Eftir 1. mars 2021 mega eigendur eldri hjóla af þessum toga svo búast við sektum ef þeir verða ekki búnir að skrá sín hjól fyrir þann tíma. Í leiðbeiningum Samgöngustofu segir: Öll eldri létt bifhjól í flokki I (keypt fyrir 1. janúar 2020) þarf nú að skrá rafrænt í gegnum Mitt svæði á vef Samgöngustofu - innskráning með rafrænum skilríkjum. Tekið er fram að umsækjandi þurfi að hafa náð 18 ára aldri. Forsjáraðilar þurfa að skrá bifhjól einstaklinga sem eru undir 18 ára. Skráningargjöld upp á ríflega 15.000 krónur Greiða þarf skráningargjald að upp- hæð 600 kr. og gjald fyrir skrán- ingarmerki 2.665 kr., alls 3.265 kr. Myndast við skráninguna krafa í heimabanka umsækjanda eða skráðs greiðanda en einnig er hægt að greiða með greiðslukorti. Þegar staðfesting um skráningu hefur borist (það getur tekið nokkra daga), skal umsækjandi fara með bifhjólið í skráningarskoðun á þá skoðunarstöð sem valin var. Þar þarf að greiða skoðunargjald og nýskrán- ingargjald sem er mismunandi milli skoðunarstöðva en slíkt gjald getur verið u.þ.b. 12.000 kr. Þar með eru opinberu skráningargjöldin komin í 15.265 krónur. Eigendum skráningarskyldra ökutækja hefur fram til þessa einnig verið skylt að kaupa á slík tæki tryggingar (ábyrgðatryggingu) sem eiga að mæta tjóni er tækið kann að valda öðrum. Fullt verð á tryggingu létts bifhjóls getur samkvæmt heim- ildum blaðsins numið allt að 130.000 krónum á ári. Mörg þeirra tví-, þrí- og fjór- hjóla sem nýju lagareglurnar ná til geta svo mögulega fallið í flokk II yfir létt bifhjól. Þau hafa nægt afl til þess ef búnaður þeirra er ekki læstur fyrir lægri hraða frá verksmiðju. Í skil- greiningu Samgöngustofu segir um skráningarskyldu þessara hjóla segir: „Já, létt bifhjól í flokki II er skráningarskylt. Auðkennd með bláum númeraplötum.“ Í nánari skilgreiningu á flokki II segir Samgöngustofa: „Létt bifhjól í flokki II, oft kallaðar skellinöðrur, eru vél- knúin ökutæki á tveimur eða þremur hjólum sem ná ekki meiri hraða en 45 km/klst. Til þess að aka þeim þarf ökumaður að vera orðinn 15 ára og að vera með ökupróf – B-réttindi eða AM-réttindi.“ Um tryggingar á slíkum hjólum segir Samgöngustofa: „Já, létt bifhjól í flokki II er tryggingaskylt.“ Mörg rafknúin reiðhjól geta hæg- lega náð þeim hraða sem um getur í flokki II. Sama á við um mörg þrí- og fjórhjól. Einnig hefur verið bent á að séu innsigli rofin þá sé ekkert því til fyrirstöðu að rafknúin hlaupa- hjól geti náð þessum hraða og jafnvel mun meiri. Í hremmingum með innflutning á leikfangabílum Jóhannes Ragnarson tekur þátt í inn- flutningi ásamt öðrum á þúsundum tonna af stáli á ári hverju frá Kína ásamt ýmsum öðrum iðnvarningi. Hann segist aldrei hafa kynnst öðru eins. Til gamans meðfram öðrum innflutningi hugðist hann flytja inn leikfangajeppa fyrir börn sem flokk- ast nú undir létt rafknúin ökutæki í flokki 1 samkvæmt nýrri reglugerð. „Nú eru tveir mánuðir frá því þessi tæki komu til landsins. Þau hafa vefrið föst í tolli þar sem enginn veit hvernig á að afgreiða þau vegna þeirrar reglugerðar sem tók gildi um síðustu áramót. Ég ætlaði að gefa barnabörnun- um mínum sem búa út í sveit þessi leikföng, en þau eru með rafdrifið og með minni mótor en finna má í mörg- um rafknúnum handverkfærum. Það var bara eins og ég væri að flytja inn einhverja stórhættulega bannvöru.“ - Hvaða skýringar eru á þessu og er þetta í samræmi við það sem gerist í öðrum Evrópulöndum? „Mér sýnist þetta bara vera illa samin reglugerð og ekki í samræmi við viðteknar venjur annars staðar í Evrópu. Þó virðast menn ekki hafa á hreinu hvaða reglugerðum þeir eru að fara eftir. Í einu orðinu segjast menn vera að fylgja Evrópureglum, en framleiðandi þessara tækja segja mér að hann sé að flytja þetta til Þýskalands og Bretlands og þar hafi ekki komið upp nein svona vanda- mál. Þar eru þessi leiktæki ekki skráningarskyld eins og nú virðist vera á Íslandi. Þetta er eitthvað sér- íslenskt fyrirbæri. Hér er verið að búa til með nýrri reglugerð heilmikið vandamál úr engu. Þessi framleiðandi í Kína sem ég er að skipta við hefur flutt inn margs konar tæki til Þýskalands í ein þrjú ár, eins og rafknúin hjól og fleira. Hann hefur aldrei átt í neinum vand- ræðum við tollayfirvöld þar. Þessum FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Endurbætur á umferðarlögum og nýjar reglur um skráningu rafdrifinna ökutækja vekja furðu innanlands og utan: Sala rafdrifinna léttra tví-, þrí-, fjórhjóla og jafnvel leikfangabíla er í uppnámi – Nýju reglurnar eru sagðar mikil áhrif og valda kostnaðarauka fyrir börn, fullorðið fólk, aldraða og hreyfihamlaðra Svavar Kristinsson, sem er fyrrverandi lögreglumaður, hefur á undanförnum árum leitt vakningu í rafhjólavæðingu í Hveragerði. Vegna skertrar hreyfigetu í kjölfar slyss, ákvað Svavar að flytja inn rafmagnsþríhjólið frá Kína til eigin nota árið 2016. Framtakið opnaði dyr fyrir hreyfihamlaða og eldra fólk, en er nú í uppnámi vegna skráningarskyldu. Eitt af hjólunum fjórum sem Svavar sat fastur með í tolli í sumar, kom- ið með skráningarplötu samkvæmt nýjum reglum yfirvalda. Rafdrifinn leikfangabíll frá Kína sem valdið hefur uppnámi hjá Tollinum, Vinnueftirliti og Samgöngustofu vegna nýrra reglna um skráningu ökutækja. Vissulega flott eftirlíking af amerískum herjeppa. Að krefjast skráningarskyldu á slíkt leikfang sem er með 1.200 W mótor, svona eins og miðlungs ryksuga, er kannski dálítið mikið í lagt af yfirvöldum á Íslandi. Meira að segja hefur verið nefnt að krefjast skráningar á þetta sem torfærutæki. Þetta finnst kín- verska framleiðandanum Yongkang Liqian Industry and Trade co. ltd. vera undarleg stjórnsýsla og langt út fyrir það sem þekkist í öðrum Evrópulöndum sem slík leiktæki eru seld til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.