Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202054 Veiðitímabil rjúpu verður frá 1. til 30. nóvember í ár og er því það sama og á síðasta ári. Heimilt er að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiði bann er á miðvikudögum og fimmtu dögum. Ítrekað er að sölu- bann á rjúpum er áfram í gildi og eru veiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum. Veiðiþol rjúpnastofnsins er um 25 þúsund fuglar. Tillögur Umhverfisstofnunar um veiðistjórnun á rjúpu byggja á mati Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli rjúpnastofnsins í ár. Fyrirkomulag veiðanna nú er það sama og í fyrra, sem þá var ákveðið til þriggja ára. Veiðistofn rjúpu er nú einn sá minnsti síðan mælingar hófust árið 1995 og aðeins einu sinni áður, 2002, hefur veiðistofninn verið metinn viðlíka lítill. Því er mjög mikilvægt að veiðimenn gæti hóf- semi í veiðum. Veiðiþol stofnsins er metið um 25.000 rjúpur, sem er um 35% af metnu veiðiþoli í fyrra. Stefnt að sjálfbærni Stefna stjórnvalda er að nýting rjúpnastofnsins, líkt og annarra auðlinda, skuli vera sjálfbær. Jafnframt skuli rjúpnaveiðimenn stunda hóflega veiði til eigin neyslu. Til að vinna að sjálfbærri veiðistjórnun eru stundaðar mik- ilvægar rannsóknir og vöktun á stofninum og fyrir hendi stjórn- kerfi til að stýra veiðinni að við- miðum um hvað telst sjálfbær nýting. Sölubann Sölubann er á rjúpum en í því felst að óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir. Umhverfisstofnun er falið að fylgja sölubanninu eftir. Veiðimenn eru eindregið hvattir til að sýna hófsemi og eru sérstak- lega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða, m.a. með því að ljúka veiðum áður en rökkvar. Umhverfisstofnun hvetur til hóf- semi í veiðum sem eiga að miða við veiði til eigin neyslu. Verndarsvæði verður á SV-landi líkt og undanfarin ár. Veiðimönnum er bent á að kynna sér takmarkanir á veiðum á friðlýstum svæðum og eru hvattir til góðrar umgengni um náttúru landsins. /VH S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta www.velavit.is Erum með varahluti og þjónustu fyrir allar JCB vélar S: 527 2600 Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem viðkemur rafhitun. Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 770 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar Jarðir Leita eftir litlum bóndabæ, gjarnan á Austurland. Má vera afskekktur og hús má vera gamalt. Ætla að byggja bæinn aftur upp. Uppl. í s. 845-7561. Jörð til leigu á Norðurlandi í fallegu umhverfi ef viðunandi samningar nást. Garðyrkja hefur verið stunduð á jörðinni í 30 ár og er í fullum rekstri. Vélar og tæki sem tilheyra garðyrkj- unni eru til sölu. Uppl. í s. 893-6181. Húsnæði Til sölu stórt hesthús í Hveragerði. Uppl. í síma 848-8899. Vetrargeymsla undir ferðavagna, bíla eða mótorhjól í Hafnarfirði. Húsnæð- ið er upphitað. Geymslutími frá 1/11 - 1/5 2021. Áhugasamir geta sent á mig línu. Netfang: raggag89@gmail.com Þjónusta Tek að mér viðgerðir á flestum tegund- um sjálfskiptinga. Hafið samband í s. 663-9589 til að fá uppl. og tilboð. HP transmission Akureyri. Netfang einar.g9@gmail.com, Einar G. Smáauglýsinga- síminn er: 563 0300 Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2020: Sölubann á rjúpu og veiðimenn hvattir til hófsemi - Veiðistofn rjúpu er nú einn sá minnsti síðan mælingar hófust árið 1995 Veiðimenn eru eindregið hvattir til að sýna hófsemi við rjúpnaveiðar og eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða. Mynd / María Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.