Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 9
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 9 Byggðarráði Húnaþings vestra hafa borist kvartanir frá íbúum sveitarfélagsins vegna styttri afgreiðslutíma lyfjaverslunar Lyfju á Hvammstanga. Byggðarráðið mótmælir skerðingu á þjónustu við íbúa Húnaþings vestra með styttingu afgreiðslutíma Lyfju og hefur falið sveitarstjóra að senda erindi til fyrirtækisins og óskað eftir að afgreiðslutímanum verði haldið óbreyttum. Samfélagslega mikilvægt „Á tímum óvissu og vegna að­ stæðna í samfélaginu er mikil­ vægt að þjónusta lyfjaverslunar sé óbreytt“, segir í bókun byggð­ arráðs. Einnig var því á sama fundi harðlega mótmælt að útibúi TM á Hvammstanga hafi verið lokað. Var sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með fulltrúum TM vegna lokunar þess. /MÞÞ Nýlega undirrituðu Sveitarfélagið Ölfus og Fiskeldi Ölfuss samkomu- lag um fýsileikakönnun og upp- byggingu áframeldisstöðvar á laxi og vilyrði fyrir lóð. Með samkomulaginu hefur Fisk­ eldi Ölfuss undirbúning að rekstri landeldisstöðvar sem á að geta fram­ leitt um 20.000 tonn af fullöldum eldislaxi á ári á 200.000 m2 lóð á svæði í námunda við Þorlákshöfn. Áætluð árleg útflutnings verðmæti gætu legið nærri 22 milljörðum og samhliða verða til ný störf og ný tækifæri. /MHH Áform um framleiðslu á 20.000 tonnum af laxi á landi við Þorlákshöfn Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Sigurður Ingi Jónsson, verkefnastjóri hjá Fiskeldi Ölfuss, við undirritun samkomulags um fýsileikakönnun á upp- byggingu áframeldisstöðvar á laxi í sveitarfélaginu. Byggðarráð Húnaþings vestra mótmælir skertri þjónustu Nes listamiðstöð: Þungur rekstur í heimsfaraldri Rekstur Ness listamiðstöðvar á Skagaströnd er þungur sökum kórónuveirufaraldursins. Lítið er um bókanir og fyrirséð að svo verði áfram næstu mánuði. Stjórn listamiðstöðvarinnar hefur óskað eftir fjárstuðningi frá Sveitarfélaginu Skagaströnd til þess að mögulegt sé að standa undir fjár­ hagslegum skuldbindingum. Óskað er eftir 800 þúsund krónum á mánuði vegna tímabilsins frá október og út desember. Þá er óskað eftir því að við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs verði gert ráð fyrir sambærilegu framlagi fyrstu sex mánuði ársins. Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti á fundi fyrir skömmu að vísa styrkbeiðninni, að upphæð 2,4 milljónum króna, til endanlegrar afgreiðslu næsta fundar og styrk­ beiðni vegna næsta árs var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. /MÞÞ Eyrbekkingur er nýr forseti Klúbbs mat- reiðslumeistara Þórir Erlingsson frá Eyrarbakka er nýr forseti Klúbbs matreiðslu- meistara en á aðalfundi klúbbsins um miðjan september tók hann við emættinu af Birni Braga Braga syni, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þá kom nýtt fólk inn í stjórnina með Þóri. Klúbbur matreiðslumeist­ ara stendur fyrir fjölmörgum verk­ efnum en það allra stærsta er rekstur á Kokkalandsliði Íslands. Frábær árangur hefur náðst á undanförn­ um árum en þar ber hæst árangur landsliðsins í febrúar síðastliðn­ um þegar liðið náði þriðja sæti á Ólympíuleikunum. Á næstu vikum verður nýr landsliðsþjálfari kynntur ásamt nýju kokkalandsliði, en það mun taka þátt í heimsmeistaramótinu í matreiðslu sem haldið verður árið 2022 en æfingar munu hefjast í byrj­ un árs 2021. /MHH Þórir Erlingsson, sem er nýr forseti Klúbbs matreiðslumeistara. Bænda 5. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.