Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202022 UTAN ÚR HEIMI Sauðfjárbúskapur er mjög öflugur á Nýja-Sjálandi. Árið 2014 var talið að rúmlega 6 kindur væru á hvern íbúa í landinu, eða um 29 milljónir fjár. Í júní 2019 voru 26,7 milljónir fjár á Nýja-Sjálandi. Samsvarandi tala fyrir Ísland í dag þýddi að hér væru um 2,2 milljónir fjár, en ekki rétt rúmlega 400 þúsund eins og nú er. Ný rannsókn tækniháskólans í Auckland á Nýja-Sjálandi: Sauðfjár- og nautgriparækt á Nýja- Sjálandi nánast kolefnishlutlaus – Ástæðan er rakin til mikillar kolefnisbindingar trjágróðurs á jörðum bænda Rannsókn tækniháskólans í Auckland sýna að sauðfjár- og nautgripabændur á Nýja- Sjálandi eru nú mjög nálægt því að hafa kolefnisjafnað sinn búskap. Rannsóknin var leidd af Bradley Case, sem er reyndur fyrirlesari við vistfræðistofnun háskólans. Þar er áætlað að trjágróður á beitarlandi bænda sauðfjár- og nautgripabænda bindi á milli 63–118% af því kolefni sem losnar við þessa landbúnaðar- framleiðslu. Að meðaltali er kolefn- isbindingin talin nema um 90% af losun þessara landbúnaðargreina. Rannsóknin var fjármögnuð af „Beef and lamb New Zealand“ og rýnd af Fionu Carswell og Adam Forbes, æðsta vísindamanni í land- nýtingarrannsóknum við háskólann í Canterbury. Segir Bradley Case að niðurstaða rannsóknarinnar sýni að full ástæða sé til að viðurkenna þá kolefnisbindingu sem fram fer á jörðum bænda. Íslendingar með hlutfallslega fátt fé miðað við Nýsjálendinga Sauðfjárbúskapur er mjög öflugur á Nýja-Sjálandi. Árið 2014 var talið að rúmlega 6 kindur væru á hvern íbúa í landinu, eða um 29 milljónir fjár. Í júní 2019 voru 26,7 milljónir fjár á Nýja-Sjálandi. Samsvarandi tala fyrir Ísland í dag þýddi að hér væru um 2,2 milljónir fjár, en ekki rétt rúmlega 400 þúsund eins og nú er. 22 kindur á íbúa þegar mest var Mestur var sauðfjárfjöldinn á Nýja- Sjálandi 1982, um 70 milljónir, eða rúmlega 22 kindur á íbúa miðað við íbúafjölda á þeim tíma (3.156.000). Sauðfjárrækt hefur dregist mikið saman frá 1982 samfara aukinni nautgriparækt og mjólkurfram- leiðslu. Þess má geta að Nýja-Sjáland er rúmlega tvöfalt stærra en Ísland, eða um 268 þúsund ferkílómetrar og íbúar í dag eru rúmlega 4,8 millj- ónir. Fjárfjöldi í dag samsvarar því tæplega 6 kindum á íbúa. /HKr. Tesco í Bretlandi: Metnaðarfull markmið í sölu á matvælum úr jurtaríkinu Matvöruverslanakeðjan Tesco í Bretlandi er fyrsta smásölufyrir- tækið í landinu sem setur metnað- arfull markmið í sölu á matvælum úr jurtaríkinu en á næstu fimm árum hafa forsvarsmenn fyrir- tækisins í hyggju að auka sölu á kjötlíki í verslunum sínum um 300 prósent. Síðastliðið ár hefur eftirspurn eftir kældum vörum úr kjötlíki aukist um 50 prósent. Vegna þessa mun keðjan nú bjóða upp á fleiri vöruflokka í sölu og möguleikum fyrir neytendur að kaupa skammta fyrir tvo eða fleiri með matvælum úr jurtaríkinu. Þessi nýja stefna er liður í sjálfbærnistefnu fyrirtækisins sem hefur verið þróuð í samstarfi við Alþjóðasjóð villtra dýra (WWF) sem ætlar að helminga áhrif á umhverfið á meðalmatvælakörfu í Bretlandi á næstu árum. Til að ná þessum markmiðum hefur Tesco sett upp nokkra þætti í áætlun til að ná þeim: • Framboð: Kynna og rækta kjöt úr jurtaríkinu í öllum verslun- um með vörum sem nær yfir 20 vöruflokka sem innihalda meðal annars tilbúnar máltíðir, pylsur, bökur, hamborgara og fleira. • Hagkvæmni: Halda áfram að fjárfesta í virði þannig að hag- kvæmni verði ekki hindrun í að kaupa mismunandi valkosti kjötlíkja. • Nýsköpun: Vinna með birgjum í að koma með nýsköpun til við- skiptavina. • Sýnileiki: Veita valkosti við kjöt þar sem kjötlíki lítur út eins og venjulegt kjöt. /ehg - FoodMatters Norðmenn kaupa stöðugt meira af umframmat Á þessu ári hafa Norðmenn sótt yfir milljónir matarpoka frá sam- starfsaðilum Too Good To Go í Noregi sem eru til dæmis versl- anir, bakarí og þjónustustaðir. Aukningin frá sama tíma í fyrra er 13 prósent en Too Good To Go er alþjóðlegt fyrirtæki sem vinn- ur í 15 löndum að því að minnka matarsóun. Í gegnum app fyrirtækisins tengj- ast verslanir og matsölustaðir sem hafa umframmat fólki sem óskar eftir því að bjarga matnum og kaupa hann á lækkuðu verði. Í Noregi eru 2.200 samstarfsaðilar Too Good To Go um allt land en á þessu ári hafa hátt í 300 þúsund manns bæst við sem skráðir notendur í appinu þar í landi. „Margar verslanir og neytendur eru jákvæðir og það hefur mikið gerst á nokkrum árum. Þegar við byrjuðum hér í Noregi árið 2016 var matarbjörgun ekki algeng en nú er þetta orðið hugtak sem lofar góðu í baráttunni gegn matarsóun. Okkur dreymir um að þetta verði jafn algeng hugsun fyrir fólki eins og að fara með dósir í endurvinnsl- una,“ segir framkvæmdastjóri Too Good To Go í Noregi, Ann-Kristin Raknes Pfründer. Henda 385 þúsund tonnum Norsk stjórnvöld og matvælaiðnað- urinn hafa undirritað samkomulag um að minnka matarsóun um helm- ing til ársins 2030 sem er í takt við sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna. „Þetta er búið að vera mjög sér- stakt ár og aukningin hjá okkur hefði verið mun meiri ef ekki hefði orðið þessi kórónakrísa sem hefur komið illa við marga samstarfsaðila okkar. En það eru fleiri sem hafa náð að halda venjulegum dampi og við höfum til dæmis fengið inn fleiri nýjar matvöruverslanir á þessu ári,“ segir Ann-Kristin. Í Noregi er árlega kastað í kring- um 385 þúsund tonnum af mat og er áætlað að um 60 prósent þess magns sé það sem norskir neytendur henda. Reiknað er með að almenn- ur neytandi hendi áttunda hverjum innkaupapoka sem hann kaupir. Á hverjum degi sækja Norðmenn nú í kringum 6 þúsund poka frá Too Good To Go en metdagurinn varð 24. september síðastliðinn þegar 6.366 pokar voru sóttir um allt land, pokar sem voru allir fullir af mat á niðursettu verði, sem komið var í veg fyrir að færi í ruslið þann daginn. /ehg - Bondebladet Frá Osló. Mynd / HKr. Afríska svínapestin heldur áfram að breiðast út í Þýskalandi – Um 18 milljónir tonna af svínakjöti taldar fara til spillis í Kína á þessu ári Afríska svínapestin hélt áfram að breiðast út í austurhluta Þýskalands í síðustu viku. Á miðvikudag var greint frá fjór- um nýjum smittilfellum í villtum svínum og voru tilfellin þá orðin 69 í heildina frá 10. september. Engar fregnir voru þó af því að smit hafi borist inn í svínabú í landinu. Þýsk yfirvöld líta málið mjög alvarlegum augum, enda um gríðar- lega hagsmuni að ræða varðandi útflutning á svínakjöti. Vegna smits- ins sem fannst í villisvínum lok- uðu nokkrar helstu viðskiptaþjóðir Þjóðverja í Asíu fyrir innflutning á svínakjöti. Eins og fram kom í síðasta Bændablaði þá eru engar áætlanir um að stöðva innflutning á svína- kjöti til Íslands frá Þýskalandi sem hefur verið talsverður. MAST reiðir sig alfarið á eftirlit í ESB-ríkjunum og að þar fari ekkert í gegn sem leitt gæti til þess að smitað svínakjöt berist til Íslands. Þetta hefur sætt gagnrýni í ljósi þess að kjöt sem selt hefur verið á milli Evrópulanda í skjóli heilbrigðisvottorða hefur ekki alltaf staðist kröfur. Stór kjötsvindl- mál hafa þannig komið upp á liðn- um árum innan Evrópusambandsins þrátt fyrir eftirlitskerfið. Leitarmenn nota dróna við leit að sýktum villisvínum Þann 11. október var greint frá því á vefsíðu þýska blaðsins Märkische Oderzeitung að fjölmörg dauð villisvín hafi fundist með aðstoð dróna á eyjunni Oder í Küstrin- Kietz. Í Oderbruch voru einnig notaðir drónar með hitamyndavélar. Með aðstoð dróna fundust hópar villisvína á eyjunni Oder. Þar voru 30 lifandi dýr og 17 dauð. Um 300 björgunarsveitarmenn voru settir í að leita að sýkt- um villisvínum í sveitarfélaginu Bleyen við pólsku landamærin. Leitarsvæðið er um 4.500 hektarar. Undir forystu yfirvalda í umdæmi Märkisch-Oderland kom fjöldi bænda, lögreglumanna, slökkvi- liðsmanna og hjálparsveitarmanna að leitinni. Talið var of hættulegt að senda leitarmenn of nærri svínunum sem fundust, því veik dýr eru sögð mjög árásargjörn. Samkvæmt fréttum ýmissa svæðisbundinna fjölmiðla voru einnig skrokkar dauðra dýra á öðrum stöðum á leitarsvæðinu og er nú verið að rannsaka hvort sýni úr þeim innihaldi svínapestarvírusinn. Þjóðverjar reyna að markaðssetja sitt svínakjöt í gegnum önnur ESB lönd Samkvæmt fréttum Reuters reyna þýskir svínakjötsframleiðendur nú að markaðssetja í Evrópulöndum það kjöt sem annars hefði verið selt úr landi. Þar er um að ræða umtalsvert magn. Enda lokuðu Kínverjar, sem eru langstærstir í þeim viðskiptum, fyrir öll viðskipti með þýskt svína- kjöt í byrjun september. Þrátt fyrir að birgðir hafi verið að hlaðast upp hjá þýskum fram- leiðendum, þá hefur það enn ekki leitt til verðlækkana á svínakjöti í Evrópu. Þá virðast Þjóðverjar líka stóla á að þeir geti selt sitt kjöt til annarra ESB-landa og að þaðan verði viðskiptunum haldið uppi við kínverska viðskiptavini. Þar sem reynslan sýnir að erf- iðlega hefur gengið að halda uppi upprunaskilgreiningum á kjöti innan Evrópu velta menn fyrir sér hvort tryggt sé að kjötið sem Kínverjar kaupa frá öðrum ESB- löndum komi ekki frá Þýskalandi. Það flækir svo málið enn frekar að afríska svínapestin er þegar til stað- ar í 11 ESB-löndum, en pestin barst þangað frá Rússlandi og Belarus (Hvíta-Rússlandi). Talin er hætta á að fella verði allan svínastofninn í Búlgaríu sem telur 600.000 dýr. Hafa Búlgarar fengið 2,9 milljónir evra í aðstoð frá ESB til að berjast við pestina. Staðan hefur einnig verið mjög slæm í Rúmeníu samkvæmt upp- lýsingum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu. Hrikaleg staða hjá Kínverjum Kínverjar hafa orðið langverst úti í útbreiðslu svínapestarinnar. Á þessu ári búast sérfræðingar við að um þriðjungur svínakjötsfram- leiðslu Kínverja glatist, eða um 18 milljónir tonna. Það er tvöfalt það magn sem að jafnaði er verslað með á heimvísu á ári. Vegna þessa hafa Kínverjar leitað með logandi ljósi að svínakjöti um allan heim. Ef kaup á 5 milljónum tonna á ári frá Þýskalandi dettur alveg út eykur það enn á vanda Kínverja til að upp- fylla sínar innanlandsþarfir. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.