Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 39 honum. Bændurnir sem talað er við eru frá Höfnum og lýsa fuglinum og atferli hans. Stundum sjá þeir hann úti á sjó og skondnar lýsingar eru á því þegar fuglinn eltir þá eins og hann sé forvitinn og vangaveltur um það hvort hann sjái eða ekki. Geirfuglar og fleiri fuglategundir eru með sérstaka himnu yfir auganu sem opnast og lokast og virðast sumir bænda hafa haldið að geirfuglinn væri blindur. Af handritinu má ætla að veiði- mennirnir hafi sjaldan skoðað fuglinn í návígi og að þeir hafi bara arkað upp á sker og eyjar, drepið nokkra fugla og selt þá. Annað sem er áhugavert er að fuglarnir virðast hafa verið spakir og móttökur þeirra kurteisar og þeir því auðveld bráð. Í annarri lýsingu segir frá því þegar vinnumaður hefur með sér lifandi fugl í land og ríður með hann til Keflavíkur í von um að selja hann.“ Fækkun fugla og aukin eftirspurn „Geirfuglakjöt þótti góður matur og Íslendingar átu þá og egg þeirra öldum saman, eins og minjar sýna, og fiðrið var notað í fatnað og sængur og beinin brennd sem eldi- viður. Þegar fuglunum fór að fækka óx eftirspurnin eftir þeim frá söfnum og söfnurum sem vildu eignast eintak og verðið hækkaði. Þessi hugsun tengist Viktoríu-tímanum og söfn- unaráráttu þess tíma samhliða því að helstu náttúrugripasöfn í heimi verða til. Það urðu allir að eiga ein- tak og eftir því sem fuglinn varð fágætari því meiri var eftirspurnin og samkeppnin um eintak, hvort sem það egg, uppstoppaður fugl eða geir- fuglshamur.“ Wolley og Newton „Bretarnir sem skráðu Geir- fuglabókina hétu John Wolley og Alfred Newton og voru báðir for- fallnir fuglaáhugamenn sem höfðu farið víða til að skoða fugla en geir- fuglinn var ástríða þeirra. Newton var á þessum tíma að vinna sig upp virðingarstigann við Cambrige-háskóla. Wolley er formlega skráður fyrir handritinu, en andaðist árið eftir Íslandsferðina. Heim kominn kynnist Newton nátt- úrufræðingnum Charles Darwin og þeir eiga töluverðar samræður og hljóta að hafa rætt um geirfuglinn og afdrif hans. Fræðilega skildi þó leiðir þeirra þar því Darwin talar um aldauða á þúsundum ára þar sem tegundir koma og fara vegna þró- unar en Newton er að horfa upp á fuglategund sem er nánast að deyja út í beinni útsendingu og af manna- völdum. Nýlega sagði bandarískur vís- indasagnfræðingur að Alfreð Newton hefði verið fyrstur til að vekja athygli á aldauða tegunda með geirfuglinum og að aldauði geir- fuglsins sé upphaf nútíma umræðu um aldauða tegunda af mannavöld- um. Geirfuglabókin er því tvímæla- laust einstök heimild um aldauða eða endalok tegundar.“ Maðurinn sem stal sjálfum sér Gísli er fæddur í Vestmannaeyjum en var í sveit í Landeyjum þar sem hann kynntist náttúrunni og fékk áhuga á henni. Hann safnaði eggjum og átti svolítið safn af þeim og þar kviknaði áhugi hans á fuglum. Hann er prófessor emerítus í mannfræði við Háskóla Íslands og höfundur fjölda bóka um mannfræði og ekki síst um tengsl manna og náttúru. Auk þess sem hann er höf- undur bókarinnar Maðurinn sem stal sjálfum sér og segir frá ævi þeldökks manns, þræls frá Jómfrúareyjum sem kemur til Íslands árið 1802. Gerist bóndi, kvænist, eignast börn og endar sem verslunarstjóri á Djúpavogi. Bókin naut mikilla vinsælda og var þýdd á ensku, frönsku og dönsku og uppi eru hugmyndir um að gera eftir henni kvikmynd þótt ekkert sé fast í hendi með það að sögn Gísla. Geirfuglinn, Pinguinus impennis, var stór, um 70 sentímetra hár og fimm kílóa þungur, ófleygur fugl af stofni svartfugla. Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Comac sótthreinsitæki Kynntu þér hvernig þetta virkar á comac.is Grensásvegi 16, Rvk. ✆ 445-4885 vortexvelar.is comac.is Um 80 uppstoppaðir geirfuglar hafa varðveist til dagsins í dag og er einn þeirra að finna í vísindasafni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Mynd / Erling Ólafsson Egg geirfugls. Varahlu�r i VOLVO Vinnutæki Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.