Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202048 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Jens er úr Reykjavík og Sigurdís er fædd og uppalin í Neðri- Hundadal. Sigurdís hóf sinn sauðfjárbúskap upp úr 2005 en Jens kemur hingað 2009 og hefur alltaf dreymt gröfur og trukka frá því að hann var lítill snáði og er nýlega búinn að stofna verk- takafyrirtæki með gröfur og kranabíl. Foreldrar Sigurdísar búa einnig á bænum. Býli: Neðri-Hundadalur 2. Staðsett í sveit: Í sögusveitinni, fögru, Dalasýslu í Miðdölum (eða Suðurdölum einsog menn vilja kalla það í dag). Ábúendur: Sigurdís Elísa Lilja Sigursteinsdóttir og Jens Líndal Sigurðsson ásamt börnum. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sigurdís Elísa Lilja Sigursteinsdóttir og Jens Líndal Sigurðsson ásamt börnum. Stærð jarðar? Jörðin er tæpir 1.600 ha. Gerð bús? Sauðfjárbú og verktakar. Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með 150 ullarhnoðra (kindur) og nokkrar fagrar landnámshænur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Jens fer í vinnu hvar sem hún er hverju sinni, núna er hann t.d. á Grundartanga á gröfu. Hjá Sigurdísi er það, þessi misserin, eftirleitir og rollurag fyrir ásetning og sláturhús. Aukavinnan og girðingavinna. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Ég get alveg sagt ykkur það að það er ótrúlega leiðinlegt að standa í rúningi…bara mjög leiðin- legt. Það skemmtilegasta er auðvit- að sauðburðurinn og að fara að smala. Jens myndi auðvitað segja að það skemmtilegasta sé að komast í gröfu-djobb einhvers staðar úti mýri og honum finnst hundleiðin- legt að smala. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það er ekki gott að segja. Hvar teljið þið að helstu tækifær- in séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Þetta er ansi stór spurning en m.a. mætti rýmka betur fyrir Beint frá býli svo fátt eitt sé nefnt. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur, egg, mjólk, innocent safi og bjór. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimatilbúnir ham- borgarar og kotasælubúðingur. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er svo ótrúlega margt en það fyrsta sem poppaði upp í hausinn er þegar Jens var hjá nágranna okkar á liðléttingnum að keyra út steypta gólfbita úr fjósinu hjá þeim og í síðustu ferðinni þá gaf gólfið sig og félagarnir sunkuðu með liðléttingnum niður í forina. En á einhvern undraverðan hátt þá komust þeir allir aftur upp án þess að sökkva og á þurrum fótum og dekkjum og án alvarlegra meiðsla eða skemmda. Ítalskur kjúklingaréttur og blómkál Þessi yndislegi kjúklingaréttur er saðsamur ítalskur kvöldverður til að elda heima. Sleppið chili eða takmarkið magnið fyrir börnin. Skiptið kartöflum mögulega út fyrir þistilhjörtu og salat og þið getið líka notað íslenskt grænmeti sem er enn að flæða inn í búðir. Ítalskur kjúklingaréttur › 1,6 kg heill kjúklingur, úrbeinaður (það styttir eldamennsku að fletja kjúklinginn út og þá er klippt með fram bakhliðinni) › 2 msk. ólífuolía › 2 msk. sítrónusafi og ein sítrónusneið að auki › 2 hvítlauksrif, þunnt skorin › 1 langur rauður chili, fræin tekin úr og þunnt skorið › 1 tsk. þurrkað oregano › 1 msk saxað ferskt timjan, auk 4 kvista › 8 marineruð þistilhjörtu með stilk (í dós) › 200 ml þurrt hvítvín Aðferð 1. Hitið ofninn í 220 gráður. 2. Setjið kjúkling með skinnið ofan á smurða pönnu. Setjið smá af olíu og sítrónusafa yfir, sítrónusneið, hvítlaukur, chili, oregano, saxað timjan og kvistar. Kryddað vel. Bætið þistilhjörtum út á pönnuna og hellið síðan víninu yfir. 3. Steiktu kjúklinginn í 30-35 mínútur þar til skinnið er orðið gyllt og safinn rennur tær þegar þykkasti hlutinn er gataður með hníf (lækkið hitann á ofninum í 200 gráður ef hann brúnast of hratt). 4. Flytjið kjúklinginn á borð og skerið í 8 bita. Hellið pönnu- safanum í sósukönnu. 5. Berið kjúkling fram með æti- þistlum og dálitlum pönnusafa. Salat með blómkáli › 1 höfuð blómkál, má skera í tvennt eftir stærð (íslenska blómkálið er aðeins smærra en innflutt) › 5 msk. jómfrúarolía › 5 msk. heslihnetur › 1 msk. sherry edik › 1½ tsk. hlynsíróp › ¼ tsk. malaður kanill › ¼ teskeið malað allspice eða annað gott krydd við höndina › 1/3 bolli granateplafræ › 1 stór sellerístöngull, skorinn í sneiðar › 1/3 bolli steinseljublöð › Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar Aðferð Hitið ofninn í 185 gráður. Setjið blómkálið á bökunarplötu með smjörklípu, setjið 1-3 msk. af ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Steikt í ofninum í 25-35 mínútur þar til yfir- borðið er gulbrúnt. Flytjið í stóra skál og setjið til hliðar til að kólna. Lækkið hitann á ofninum í 150 gráður. Dreifið heslihnetunum á bökunarplötuna og bakið í kring- um tíu mínútur. Í skál skuluð þið þeyta saman 2 mat- skeiðum af ólífuolíu, sherryediki, hlynsírópi, kanil og allspice. Setjið til hliðar. Leyfið hnetunum að kólna svolítið, saxið þær gróft og bætið blómkál- inu við ásamt granateplafræjun- um, selleríinu, steinseljunni og dressingunni. Hrærið, smakkið til og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Steikt grasker með fetaosti og hunangi Nú þegar grasker er í boði í versl- unum fyrir útskurð, er tilvalið að prófa ýmsa graskersrétti, og nota afskurðinn til matargerðar. › grasker (um 600 g) › 3 msk. olía (gott að nota ólífuolíu) › 2 msk. sesamfræ › 3 msk. hunang › 1 msk. balsamik edik › 50 g fetaostur, mulinn › ½ tsk. chilliflögur › salt og pipar Aðferð Hitið ofninn í 210 gráður. Notið bökunarplötu og bökunarpapp- ír. Afhýðið graskerið og skerið í bitastóra teninga. Fjarlægið fræin. Veltið graskersteningunum upp úr olíunni og bakið í 20 mínútur. Fjarlægið úr ofninum og blandið við sesamfræin. Setjið aftur í ofn í 10 mínútur og ofnsteikið þar. Kryddið með hunangi, balsa- mikediki, feta og chiliflögum. Bragðbætið með salti og pipar. Berið fram heitt eða kalt. Bjarni Gunnar Kristinsson Matreiðslumeistari Neðri-Hundadalur 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.