Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 43 á upplýsingum en biðtími þýðir í raun að vinnuflæði stöðvast af ein- hverjum völdum. Þetta gæti t.d. verið vegna þess að einhver þarf að nota vél við verkþátt sem á sama tíma er í notkun af öðrum. Biðtími gæti líka verið vegna þess að einn er að leita að einhverju og aðrir þurfa að bíða á meðan eða vinna stöðvast tímabundið við verk vegna þess að einhver þarf að skreppa frá, tala í síma og þ.h. Þetta má leysa með bættu skipulagi og t.d. jafna út álag og eftirspurn eftir vélum innan dagsins. Þá er kostur að reyna að gera verkefn- in þannig úr garði að einn maður geti leyst þau en einnig að vera með kláran verkefnalista sem hægt er að ganga í, komi upp óvæntur biðtími hjá einhverjum á búinu. Þá er alltaf mælt með því að vera með gott skipulag á hlutum, svo ekki verði til óþarfa bið einungis vegna þess að verið sé að leita að einhverju. 2. Sóun vegna flutninga Flutningar eru ein gerð sóunar sem er vel þekkt í búskap og sérstaklega þar sem búið er með skepnur í nokkrum útihúsum eða á nokkrum stöðum og þá þarf að flytja dýr, fóður o.s.frv. Þá er t.d. akstur með hálfu álagi skil- greind sem sóun undir þessum lið eða óþarfa flutningar á fóðri eins og burður á mjólk í kálfa sem e.t.v. mætti leysa með einföldum hætti. Horfa ætti til þess á hverjum tíma hvernig megi lágmarka flutninga t.d. með því að skoða hvort stytta megi flutningavegalengdir með því að staðsetja hluti betur. Þá má spara flutninga með því að koma sér upp fyrirfram heppilegum lausnum eins og t.d. sérstökum verkfærakössum vegna burðarhjálpar eða meðferðar smákálfa (merkingar o.fl.) svo rétt tæki og tól séu alltaf við hendina og hver sem er geti gripið til þeirra svo dæmi sé tekið. 3. Sóun vegna birgða Allar umfram birgðir eru sóun en eigi að geyma allt, þá þarf ansi mikið geymslupláss. Stórt svæði hefur líka oft í för með sér að það getur verið erfitt að finna þá hluti sem maður hefur þörf fyrir. Fóður og varahlutir eru oft eitthvað sem við eigum í geymslu, en hugsunin með þessum lið sóunar er að lágmarka magnið sem er í geymslu svo það séu t.d. ekki til varahlutir til margra ára svo dæmi sé tekið. Algeng sóun vegna birgða er einnig óreiða í geymslum sem veld- ur oft vinnutöfum við leit að hlut og stundum geta hlutir í geymslu hreinlega dagað uppi og orðið óþarf- ir áður en það þarf að nota þá. Til þess að draga úr þessari sóun er mælt með því að halda birgðum í lágmarki og koma upp góðu og aug- ljósu skipulagi á geymslurýmin svo það fari ekki óþarfa tími í að leita. Þá er mælt með því að kaupa inn hóflegt magn af fóðri í einu, þannig að rýmisþörfin í geymslu sé minni auk þess sem fóðurgæðin eru oftast betri sé keypt inn reglulega. 4. Sóun vegna ofvinnslu Ofvinnsla verður þegar eitthvað er gert sem viðskiptavinurinn borgar í raun ekki fyrir og skapar þannig ekki virðisauka. Dæmi um ofvinnslu sem flokk- ast sem sóun er t.d. þegar kálfar fá sérstaklega mjólk frá eigin móður mörgum dögum eftir fæðingu, ofþrif, of margir fóðrunarhópar miðað við bústærð o.fl. Til þess að lág-marka þessa sóun þarf að fara yfir alla verkferlana á búinu og meta hvort einhverjir þeirra séu í raun ekki virðisaukandi og mætti því í raun hætta eða draga úr. Best er að gera skipurit (SOP) svo allir sem vinna á búinu séu sammála um hvernig hlutirnir skuli gerðir. 5. Sóun vegna offramleiðslu Þegar framleitt er of mikið miðað við þörfina dregur það úr skilvirkni þar sem nota þarf ákveðnar auðlindir eins og vinnu eða vélar til að fram- leiða þessa umframvöru. Dæmi um offramleiðslu er t.d. of mikil fram- leiðsla á gróffóðri, bygging á of stórri aðstöðu fyrir þann fjölda gripa sem er á búinu, of mikill ásetn- ingur á kvígum vegna viðhalds kúastofns búsins o.fl. Til þess að draga úr þessari gerð af sóun þarf fyrst og fremst að vera með góð og rétt viðmið um þarfirnar fyrir mis- munandi verkferla og þá að stunda góða bústjórn svo ekki verði um offramleiðslu að ræða 6. Sóun vegna óþarfa hreyfinga Óþarfar vinnuhreyfingar eru sóun. Allar hreyfingar verða að auka verð- mæti framleiðslunnar ella flokkast þær sem sóun í LEAN. Þessi tegund sóunar veltur mikið á uppbyggingu búsins og hvort mikil handavinna er á bænum og dæmi um óþarfa hreyfingu er t.d. ef farið er nokkrum sinnum fram og til baka fyrir það sama. Það þarf því að horfa til þess að lágmarka óþarfa hreyfingar með því t.d. að huga að bestu staðsetningu hinna ýmsu hluta, þannig að lágmarks tími fari í það að sækja þá vegna reglubundinnar vinnu. Þá má einnig horfa til kaupa á búnaði til að takmarka óþarfa og endurtekna hreyfingu. 7. Sóun vegna mistaka Mistök sem eiga sér stað í tengslum við verkefnin eru augljós sóun og þar sem fólk vinnur geta alltaf orðið mistök. Þekkt dæmi um mistök í kúabú- skap eru t.d. að kálfum er gefin of mikil mjólk eða með röngu hitastigi, heilfóður er ekki blandað rétt, lyf- jablönduð mjólk fer saman við og fleira mætti taka til. Mistök þarf að reyna að lágmarka og það er best gert með því að setja upp skipurit (SOP) sem sýna verkflæði og -ferla. Þá er mikilvægt að vera með skýrt skipulag varðandi samskipti fólks á búinu svo lágmarka megi möguleg mistök. Nýting þekkingar og vinnutímans Til viðbótar við áðurnefndar 7 gerðir sóunar eru einnig 2 gerðir sóunar sem snúa beint að þeim sem vinna á búinu. Þessar tvær gerðir snúast um annars vegar ónýtta þekkingu og hins vegar ónýtta auðlind ef svo má að orði komast. Ónotaða þekkingin kemur við sögu ef það er t.d. einhver á búinu sem býr yfir mikilli þekk- ingu eða reynslu en nýtir hana ekki. Þetta gæti t.d. verið að einhver sé mjög góður í að beiðslisgreina en samt sér einhver annar aðallega um þann verkþátt. Hin ónýtta auðlind er svo í raun betri nýting vinnutíma og snýst um að hámarka afkastagetu og nýtingu vinnukraftsins. Óþarfa tafir í tengslum við of langa kaffi- eða matartíma, símanotkun eða önnur óvinnutengd sóun á tíma dregur úr afköstum enda nýtist þá tíminn ekki til almennrar vinnu á búinu. Þegar LEAN aðferðarfræði er beitt skiptir mestu máli að allir þeir sem vinna á búinu komi að því að koma kerf-inu á. Án aðkomu allra er ekki hægt að fá það besta út úr kerf- inu enda skiptir mestu máli að bent sé á sóun á öllum stigum, svo finna megi lausnir til að draga úr sóuninni og bæta árangur búskaparins. Bænda MARSHALL FJÖLDREIFARAR Helstu kostir Marshall fjöldreifarana eru: • Gúmmidemparar á drifi að dreifisniglum sem minnkar hættu á brotum. • Aðaldrifið er byggt fyrir 185 hestafla átak og er með 10mm brotbolta. • Lokaður og sléttur kassi gerir dreifaran mjög auðveldan í þrifum. • Tvívirkur tjakkur sem þrýstir hlassinu aftur að dreifisniglum. • 10mm þykkt og mjög slitsterkt stál í dreifisniglum. • Engin leki úr kassa á vegi þó hlassið sé blautt. • 12mm sverir og snúanlegir kastuggar. • Engar keðjur sem þarf að strekkja. Hausttilboð á Marshall fjöldreifurum Verðdæmi: Marshall 9 tonna lokaður dreifari með vökvalyftu loki. Kr. 3.788.000 Kr: 4.697.120 m/vsk m.v. gengi STP 180 Fagráð í lífrænum búskap tilkynnir: Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa Málþing um lífrænan landbúnað Fundarsalur: Hótel Sögu / Rafrænt málþing 12. nóvember 2020 frá kl 10.00 -16.00 Fundarstjóri: Ragnheiður I Þórarinsdóttir, rektor LBHÍ Kl. 10.00: Lífræn ræktun og kolefni í jarðvegi – binding eða losun ? Þorsteinn Guðmundsson, doktor í jarðvegsfræði frá Háskólanum í Aberdeen, prófessor við LBHÍ. Kl. 10.45: Hringrásarkerfið – næringarefni í umferð á Íslandi Cornelis Aart Meijles, umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá RML í hringrásarhagkerfum Kl. 11.40: Lífræn ræktun í grundvallaratriðum Gunnþór Guðfinnsson, garðyrkjufræðingur og lífrænn bóndi í Skaftholti fjallar um lífræna ræktun í framkvæmd - Hádegishlé kl. 12.15 - Kl. 13.00: Lífrænt ræktuð matvæli og áhrif á heilsu. Samantekt nýjustu rannsókna Prófessor Carlo Leifert (PhD, Dipl. Ing. Agr.) Doktor í örverufræði, Southern Cross University Kl. 13.45: Lífræn sauðfjárrækt á Íslandi – hvað þarf til ? Sveinn Margeirsson, doktor í iðnaðarverkfræði Kl. 14.40: Lífræn framtíð á Norðurlandi – sjónarmið nýliða Sunna Hrafnsdóttir, lífrænn bóndi að Ósi í Hörgársveit. Kl. 15.15: Umræður og samantekt Málþingi lokið kl. 16.00 Hægt verður að tengjast málþinginu í gegnum fjarfundarbúnað. Hlekkurinn auglýstur síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.