Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 7 Veðurstofa Íslands óskar eftir liðsinni lesenda Bændablaðsins vegna útgáfu- verkefnis sem þar er verið að vinna. Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, útgáfu- stjóri á úrvinnslu- og rannsóknasviði Veðurstofunnar sendi blaðinu þessar tvær myndir. Þær eru í vörslu Veðurstofu Íslands. Þar á bæ kannast fólk ekki við hvar þessar myndir hafa verið teknar eða af hvaða stíflufram- kvæmdum þær eru. Sigurlaug vildi því beina því til lesenda Bænda blaðsins hvort einhver þeirra kannist við hvar þessar myndir hafa verið teknar og jafnvel hvaða fólk er að sjá á myndunum. Upplýsingar má senda á netfangið; sigurlaug@vedur.is LÍF&STARF H austið er tími uppskeru. Þannig hagar einmitt til hér í koti þótt engan eigi ég völlinn. Nú vex mér svo vísnaforðinn og stökurnar sem streyma úr öllum áttum, að hreinn vandi er úr að velja. En ekki tjóir að kvarta heldur hefja braginn. Fyrst er fyrir dá- samlegt vísnabréf frá hagyrðingi sem ekki hefur áður verið kynntur hér til sögu. Eiríkur Grímsson er fæddur á Blönduósi árið 1947, en ólst upp og bjó á Ljótshólum í Svínadal til 18 ára aldurs. Í grunninn er Eiríkur því Húnvetningur, þótt ættir hans komi frá Árnesingum og úr Reykjavík og víðar frá. Hagyrðingur er hann eindæma góður og glettinn vel. Fyrst verður fyrir vísa sem fædd er ný- lega. Eiríkur er þá að hlýða á vísnadisk Óskars í Meðalheimi: Sumu er rétt að segja frá svo því ekki gleymi, að ófullan ég aldrei sá Óskar í Meðalheimi. Á árinu 1958 símaði Guðmundur, oddviti í Holti í Svínadal, á flesta bæi, leitandi eftir æti til að draga fyrir tófu. Ef til vill hefði drepist kind eða hross sem slægur væri í. Þá orti Eiríkur: Gvendur hringir bæ frá bæ, bændur um það ræða, hvort ‘ann ætli öll sín hræ einsamall að snæða. Undir stöðugum fréttaflutningi af mál- efnum Baugs orti Eiríkur svo: Baugur er margt að bralla, „bisnissinn” iðka kann, ætlar í mál við alla og allir í mál við hann. Næstu vísur nefnir Eiríkur „Morgunböl“. Vísan ort á sunnudagsmorgni ársins 1995: Ég vaknaði í morgun og vatt mér á stjá og virtist í ágætis formi. Ég horfði í spegil; mér helvíti brá, því hausinn var eins og á gormi. Hann dinglaði laus eins og dindill á kind, dauf voru augun og bólgin. Andlitið svartara en erfðasynd sem innan við sjálfsagt er fólgin. Eiríkur hefur átt við bakveiki að stríða sem og ýmsa aðra kvilla. En hvellisjúkur segist hann ekki vera. Í bakeymslum orti hann einhverju sinni: Aumt er nú mitt bogna bak, blásinn upp er magi. Í herðablöðum heiftar tak, -hausinn ekki í lagi. Bólgin á mér bæði hné, bólóttur í framan. Með augunum ég ekkert sé, eistun fallin saman. Heyrnin sljó og hárið feitt, hóstinn tekur völdin, enda get ég ekki neitt eftir 7 á kvöldin. Andinn virðist eins og sést ærið tregablandinn. Græt ég oft er gerist verst gyllinæðarfjandinn. Eyrun bæði eru sýkt, upp úr svefni er rumið, þetta er ekki lygi líkt, læt því staðar numið. Í einhverjum galsa á kvennafrídegi orti Eiríkur: Flestir myndu fagna því og forða margri vöku, ef þær tækju oftar frí ofanvert við höku. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 260MÆLT AF MUNNI FRAM Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu: Lítil hvít kvíga fæddist í haga Það er ekki í frásögur færandi þótt stóru kvígurnar séu sóttar heim í fjós úr sumarhag- anum. Hins vegar bar svo við að kvígunum á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu fjölgaði um eina daginn sem þær komu heim og nýja kvígan, þótt lítil sé, hljóp heim með hópnum og var hin sprækasta. Stóru kvígurnar voru fegnar að koma heim í hús og fengu strax lystugt hey sem þær kunnu vel að meta. Litla hvítan kvígan er dugleg að drekka og vonandi dafnar hún vel eftir því sem dagar líða. Hver veit nema að hún verði góð mjólkurkýr. Á myndinni hér að neðan eru kvígurnar á Laxamýri að banka upp á dyrnar hjá heim- ilisfólki, væntanleg til að sýna nýja gripinn. Kvígurnar á Álftamýri. Myndir / Atli Vigfússon Hvar voru myndirnar teknar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.