Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 25
Stofnfuglaræktun
Ferill kjúklingaframleiðslunnar
á Íslandi, áður en kjúklingurinn
kemur í eldishúsin, er fastmótaður
og þróaður. Hann gengur undir
heitinu stofnfuglaræktun, þar sem
kjúklingaafbrigðið Ross 308 er
ræktað. Það byrjar hins vegar allt
með framleiðslu eggja í Svíþjóð.
Að sögn Magnúsar Huldars
Ingþórs sonar, framleiðslustjóra hjá
Reykja garði, er ræktunartegund-
in notuð um allan heim. „Ross er
bandarískt fyrirtæki með höfuð-
stöðvar fyrir Evrópu í Skotlandi.
Aviagen er síðan framleiðslufyrir-
tæki Ross, staðsett í Svíþjóð.
Félag kjúklinga- og eggjabænda
á og rekur fyrirtækið Stofnunga á
Hvanneyri sem flytur meðal annars
inn eggin frá Aviagen. Eggin koma
í flugi til Íslands þar sem þau fara
beint í sóttvarnarstöð Stofnunga á
Hvanneyri. Stöðin er undir ströngu
eftirliti Matvælastofnunar. Í sótt-
varnarstöðinni á Hvanneyri eru
eggin klakin.
Þegar egg eru klakin eru ungar
kyngreindir. Það er gert þrátt fyrir
það að eggin séu þegar greind í
hana og hænulínuegg frá fram-
leiðanda. Þessi greining fer fram
af erlendum aðilum þar sem fag-
þekking á þessu sviði er ekki til hér
á landi. Þetta er gert til að tryggja
rétt hlutföll kven- og karlfugla í
ræktuninni,“ segir Magnús Huldar
um fyrstu stig stofnfuglaræktun-
arinnar.
Dagsgamlir í einangrunarstöðvar
Magnús segir að frá Hvanneyri fari
ungarnir dagsgamlir í einangrunar-
stöðvar þar sem þeir eru í sóttkví í
9 til 12 vikur. Þá sé tekið úr þeim
blóðsýni á vegum Matvælastofnunar
sem lætur skima fyrir algengustu
fuglasjúkdómum í Evrópu. „Með
þessum hætti hefur Ísland verið
varið fyrir alifuglasjúkdómum í ára-
tugi. Úr einangrunarstöðvum fara
fuglarnir 20 vikna í varphús. Þessi
fugl hefur varp við 24 vikna aldur og
er í daglegu tali kallaður stofnfugl
eða foreldrafugl. Egg þessara fugla
eru klakin í útungunarstöðvum á
vegum framleiðenda einu sinni til
tvisvar í viku.
Klak eggja foreldrafuglanna
tekur um það bil 21 dag. Dags-
gömlum er ungum síðan ekið í
sérútbúnum kössum í eldishús.
Eldishúsin eru aðallega á suð-
vesturhorni landsins; á Kjalarnesi og
á Suðurlandi. Þá eru kjúklingaeldi
starfrækt í Borgarfirði, Grindavík,
Hrútafirði og á Dalvík. Þess má geta
að vegalengdir sem ungar eru flutt-
ir hér á landi eru stuttar miðað við
önnur lönd. Unginn finnur lítið fyrir
flutningum miðað við það sem gerist
víða erlendis þar sem um langan veg
þarf að fara frá útungun í eldishús.
Lykilatriði í ræktun kjúklinga er
aðbúnaður, smitvarnir og umhirða
í eldishúsum. Þegar fuglinn kemur
í húsið þarf hitastig að vera um 33
gráður. Hitastigið er síðan lækkað
með aldri fuglsins og er um 20 gráð-
ur þegar fuglinn hefur náð 20 daga
aldri. Fuglinn þarf að hafa frjálst
aðgengi að fóðri og vatni allan
ræktunartímann. Samsetning fóð-
urs skiptir ekki síður máli en aðrir
þættir í heildarmyndinni. Fuglinn
fær hreint og gott vatn að drekka.
Fyrstu 10–12 dagana er gefið svo-
kallað byrjunarfóður. Næstu 18–20
dagana er síðan gefið eldisfóður og
svo lokafóður síðustu fimm dagana.
Fóðrið í fuglinn er innflutt ýmist full
blandað eða sem hrávara og blandað
hjá íslenskum fóðurframleiðendum.
Um lítinn markað er að ræða og veð-
urfarslega ekki hægt að framleiða
hráefni í fuglafóður hér á landi en
uppistaðan í því er hveiti, maís og
soja. Þéttleiki í eldishúsum er 33 til
39 kíló á fermetra sem er mun rýmra
en víða í Evrópu þar sem algengt er
að miðað sé við 42 kíló.“
Aðbúnaðurinn tekinn út af
Matvælastofnun
Sérstakar reglur gilda um dýravelferð
í eldishúsum, þar á meðal er varðar
lýsingu. Magnús segir að skylt sé að
hafa lýsingu að lágmarki 20 lúx og
að ljós séu slökkt á í 6 tíma á sólar-
hring þar af 4 tíma samfellt. Þetta sé
þó breytilegt eftir aldri fuglanna. Öll
hús séu úttektar- og eftirlitsskyld af
Matvælastofnun.
„Síðustu tímana fyrir tínslu er allt
fóður tekið frá fuglinum og hann fær
aðeins vatn. Þetta er gert til að undir-
búa fuglinn fyrir flutning í sláturhús.
Fuglinn er síðan tíndur við litla birtu
og settur í kassa. Markmiðið er að
gæta þess að flutningur í sláturhús
valdi fuglinum sem minnstu álagi.
Allur fugl er handtíndur hjá íslensk-
um ræktendum. Vegalengdir í slát-
urhús eru oftast stuttar hér á landi
og er fuglinn ekki lengi frá uppeld-
isumhverfi sínu.
Ræktun kjúklingsins stendur yfir
í 30 til 45 daga en algengast er að
ala hann í 33 til 36 daga en þá hefur
hann náð um 2,1 til 2,5 kg lífþyngd.
Þá er honum slátrað undir eftirliti
dýralæknis frá Matvælastofnun.“
Innkallanir munu tilheyra
fortíðinni hjá Reykjagarði
Íslenskir neytendur geta, að sögn
Magnúsar, verið mun öruggari
með gæði vörunnar gagnvart fugla-
sjúkdómum en neytendur á öðrum
mörkuðum. „Matvælastofnun
hefur nú viðurkennt svokallaða
PCR greiningu fyrir salmonellu hjá
rannsóknarstofunni Sýni. Þetta gerir
það mögulegt að greina salmonellu
í kjötsýni á innan við 24 klukku-
stundum. Reykjagarður nýtir sér
þessa aðferð hjá Holtakjúklingi
fyrstur íslenskra kjötframleiðenda.
Þetta gerir það að verkum að ekk-
ert kjöt fer á markað frá fyrirtækinu
án þess að rannsóknarniðurstöður
liggi fyrir. Innkallanir á kjúklingi
frá Reykjagarði munu því tilheyra
fortíðinni,“ segir Magnús.
Hann segir að vert sé að minn-
ast einnig á þær framfarir sem hafa
orðið í kjúklingarækt á síðustu árum.
Fóðurnýting hafi batnað til muna og
vaxtarhraði fuglanna aukist um þrjú
til fjögur grömm á dag, síðustu sjö
til tíu ár. /smh
Mótorar og varahlutir á lager
Hröð og góð þjónusta
Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON
á ÍSLANDI
MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi
Sími 544-4656 | www.mhg.is
UAZ FARMER · FJÖLHÆFIR OG STERKIR PALLBÍLAR
Tilboð 3,3 m án vsk. Tilboð 3,5 m án vsk.
Vökvastýri · Aflbremsur · Beinsk. 5 gíra · Burðargeta 1.225 kg.
Fjölventla bensínvél · Eyðsla 12.5 L/100km. · Spicer drif
Afgreiðslutími 16 vikur · UAZ Iceland ehf. · russajeppar.is · uaz.is
Sími 581-1010 milli kl. 13 og 14.
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra
húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr.
577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til:
• viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og
mannvirkjum, og öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa
menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.
• byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og
mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær.
• sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í
samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016
um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í
byggð.
Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna
byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs
ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna
á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is.
Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2020. Umsóknir sem berast
eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja.
Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af
hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit
um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og
varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir
Gagnasafn). Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt endurgjaldslaus ráðgjöf
um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum (sjá nánar á
heimasíðu safnsins www.borgarsogusafn.is).
Suðurgötu 39,101 Reykjavík
Sími: 570 1300
www.minjastofnun.is
husafridunarsjodur@minjastofnun.is
Minjastofnun Íslands
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
húsafriðunarsjóði
fyrir árið 2021
Magnús Huldar Ingþórsson, fram-
leiðslustjóri hjá Reykjagarði.