Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202014
HLUNNINDI&VEIÐI
FRÉTTIRHLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS
Er enn að læra
Íslenskar kræsingar í plast-
lausum umbúðum
Á þjóðhátíðardaginn í sumar
opnaði fjölskyldan sem stendur á
bakvið urta islandica-fyrirtækið
verslun í miðbænum í Hafnarfirði
sem heitir Matarbúðin Nándin.
Systkinin Kolbeinn Lárus og
Guðbjörg Lára Sigurðarbörn eiga
veg og vanda að rekstri búðarinn-
ar sem hefur fengið góðar viðtök-
ur, ekki hvað síst fyrir þá nýjung
að vera eina plastlausa matvöru-
verslun landsins.
„Þetta er ný hugmynd að vera
með plastlausa matarbúð og í stað
þess notum við meira krukkur og
flöskur utan um þær vörur sem
það þurfa. Það hefur óneitanlega
vakið athygli að geta fengið mjólk
í glerflöskum og rjómaost og smjör
í glerkrukkum. Bráðlega fáum við
sérhæfða vél að utan þannig að við
getum sett upp þvottaaðstöðu hér
sem þvær og sótthreinsar glerílátin
þannig að hægt er að nota það aftur
og aftur,“ útskýrir Kolbeinn, en
árið 1956 var starfrækt verslun
in Matarbúðin í sama húsnæði og
þaðan kom nafngiftin.
Leita að fleiri framleiðendum
Fjölskyldan hugsar því um hring
rásar hagkerfið í rekstrinum og
endurnýtingu eins og hægt er. Til
að mynda kaupa þau stórar einingar
af Mjólkursamsölunni, eins og osta
og smjör, sem þau endurpakka í um
búðir sem endurspegla hugmynda
fræðina á bakvið verslunina.
„Við höfðum séð fyrir okkur
að hafa umbúðalausa verslun en
ástandið í dag býður ekki alveg
upp á það, svona hvað heilbrigði
varðar. Nokkrar vörur eru pakkaðar
í sellófanfilmu eða í vaccumpoka
en það eru þá umbúðir
sem brotna niður
í moltu svo það er
umhverfisvænt,“
segir Kolbeinn og
bætir við:
„Það eru hátt í
20 birgjar sem við
verslum við í dag
en við erum alltaf
að leita að fleiri
áhugasömum aðilum
og hvetjum við smá
og stórframleiðendur
ásamt bændum um
allt land til að hafa
samband við okkur í
gegnum heimasíðuna matarbudin.
is eða finna okkur á Facebook, við
erum mjög þjónustuglöð.“ /ehg
Guðbjörg Lára Sigurðardóttir stendur vaktina við búðarkassann en stefnan er
að Matarbúðin geti fljótlega boðið viðskiptavinum upp á heimsendingu vara.
Systkinin Kolbeinn Lárus og Guðbjörg Lára Sigurðarbörn hafa rekið Matarbúðina Nándina við Austurgötuna í
Hafnarfirði síðan í sumar og bera sig vel á þessum skrýtnu tímum. Myndir / ehg
Kolbeinn segir marga viðskiptavini hverfa aftur til fortíðar við að geta keypt
vörur eins og smjör og rjómaost í glerkrukkum. Sveitamjólkin frá Erpsstöðum
er mjög vinsæl og jafnframt ófitusprengd.
Vilmundur Hansen, garðyrkju-
og grasafræðingur og blaða-
maður Bændablaðsins, hefur
frá ársbyrjun þreifað fyrir sér í
hlað varpsheiminum. Á tveggja
vikna fresti fræðir hann hlust-
endur um garðyrkju í þættin-
um „Ræktaðu garðinn þinn“
í Hlöðunni, hlaðvarpi Bænda-
blaðsins.
„Ég held að viðbrögðin hafi
verið góð þrátt fyrir að ég átti mig
ekki alveg á því hvernig á að meta
það. Ég hitti reyndar mann á götu á
dögunum. Hann var að ganga fyrir
horn og kipptist við þegar hann
sá mig og sagði: „Andskoti brá
mér. Ég er að hlusta á hlaðvarpið
þitt og dauðbrá við að ganga fram
á þig,“ segir Vilmundur, inntur
eftir viðbrögðum við hlaðvarpinu.
Sem stendur er „Ræktaðu garðinn
þinn“ eitt vinsælasta hlaðvarp
Hlöðunnar með að meðaltali um
500 hlustanir á hvern þátt.
Vilmundur telur eðli hlað
varpsins góða leið til að koma
fræðslu á framfæri. „Þetta er góð
viðbót við blöð og bækur. Það er
hægt að hlusta á hlaðvarpið við
aðstæður sem erfitt eða ómögu
legt er að lesa. Eins og í bíl, ég
hef aldrei getað lesið í bíl og alls
ekki þegar ég er að keyra.“
Eintal og viðtöl
Í síðustu viku kom út 16. þáttur
og fjallar hann um haustplöntur
en Vilmundur mælir hiklaust með
að skipta út sumarblómum fyrir
harðgerðari plöntur sem geta lifað
fram eftir vetri.
„Haustplöntum er hægt að
planta í ker eða beint út í beð, allt
eftir aðstæðum, til dæmis litríkt
lyng eða sígræna sýprusa. Allar
þessar plöntur standa fram í frost
og margar geta lifað veturinn af
sé þeim skýlt og þær vökvaðar
reglulega í þíðu,“ segir hann.
Hvernig sérðu fyrir þér að
hlaðvarpið þitt muni þróast á
næstu vikum og mánuðum?
„Akkúrat nú er ég í kvíðakasti
yfir næstu vikum og því um hvað
ég á að fjalla um fram yfir áramót.
Það er að koma vetur og fólk ekki
mikið að hugsa um garðinn. En
það hefst á þrjóskunni. Ég er enn
að stíga mín fyrstu skref í hlað
varpsheimum og enn að læra og
læra af mistökum. Pródúserinn
minn segir að ég verði að hætta
að ræskja mig og gefa frá mér
búkhljóð í míkrafóninn og að ég
andi of hátt.
Hvað efnistök varðar ætla ég
mér að halda áfram að vera með
eintalsmessur um garðyrkju og
svo stefni ég að því að taka inn
fleiri viðmælendur til að víkka
umfjöllunina,“ segir Vilmundur,
en í haust mátti hlýða á viðtal
hans við Kristin Einarsson fram
kvæmdastjóra í tilefni af 50 ára
afmæli Blómavals.
Stutt fræðandi þus
Nafn þáttarins, „Ræktaðu garðinn
þinn“, er dregið af samnefndum
hópi á Facebook sem Vilmundur
stofnaði á sínum tíma og gengur
út á ráðgjöf og skoðanaskipti um
garðyrkju og gróður. Alls eru nú
40.800 manns í hópnum, sem er
mjög virkur og fer stöðugt stækk
andi.
„Sjálfum finnst mér gott ef
hlaðvarpsþættir eru ekki of langir.
Eftir 25 mínútur er ég yfirleitt
búinn að tapa þræðinum og farinn
að hugsa eitthvað allt annað. Ég
reyni að hafa mína þætti 15 til 25
mínútur til að þreyta hlustendur
ekki um of á þusinu í mér.“
Alla þætti Hlöðunnar, hlað-
varpi Bændablaðsins, má nálgast
á vefsíðunni bbl.is/hladan og á
öllum helstu streymisveitum, s.s.
Spotify, Apple Podcast, Podcast
Addict og Soundcloud.
/ghp
Vilmundur Hansen við hljóðnemann í hljóðveri Hlöðunnar.
VANTAR ÞIG SEÐLA/KORTAVESKI?
Sendum frítt!
Netverslun - www.drangey.is
Kr. 11.200
Kr. 8.900
Kr. 7.400
Kr. 5.900
-20%
-20%