Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 3
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 3
Atvinnu- og nýsköpunaráðuneytið
auglýsir: Umsóknir um styrki og
skil á haustskýrslum
Jarðræktarstyrkir til útiræktunar á
grænmeti og garðávöxtum til manneldis
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir
eftir umsóknum um jarðræktarstyrki til útiræktunar
á grænmeti og garðávöxtum til manneldis í samræmi
við breytingar á samningi um starfsskilyrði
framleiðenda garðyrkjuafurða milli ríkis og bænda,
sem var undirritaðar 14. maí 2020.
Nú þarf að sækja um þessa styrki sérstaklega, en ekki
sem hluta af almennri jarðræktarumsókn.
Opið er fyrir umsóknir til miðnættis mánudagsins
26. okt n.k. Sótt er um í AFURÐ, greiðslukerfi
landbúnaðarins (www.afurd.is), en aðeins er tekið
við rafrænum umsóknum.
Skilyrði fyrir styrk er að viðurkennt túnkort fyrir
spildur sem sótt eru um framlög fyrir sé til staðar
og að spildurnar verði skornar upp á því ári sem
framlag er greitt. Skilyrði fyrir styrk er jafnframt að
viðtakandi leggi fram skýrsluhald og gangi frá skýrslu
um ræktun ársins sem unnið er í jarðræktarforritinu
Jörð (www.jörð.is) þar sem fram komi uppskerumagn,
tegund ræktunar, notkun áburðar, notkun á plöntu-
verndarvörum og heildarstærð ræktunarrýmis.
Framlag á hvern hektara fyrir hvert bú tekur mið af
heildarfjölda hektara sem sótt er um. Ekki er greitt
fyrir ræktun undir einum hektara. Greiddir eru styrkir
út á rótarafurði til manneldis eins og kartöflur, rófur,
gulrætur, næpur og sambærilegar afurðir og afurðir
ræktaðar ofanjarðar m.a. blómkál, hvítkál, kínakál,
rauðkál og aðrar sambærilegar afurðir.
Hver framleiðandi getur ekki fengið hærri greiðslur
samtals en 10% af því fjármagni sem er til ráðstöfunar
á árinu.
Innlausnarmarkaður
fyrir greiðslumark sauðfjár
Innlausnarmarkaður fyrir greiðslumark sauðfjár
verður haldinn í fyrstu viku nóvember. Innlausnarverð
er núvirt and virði beingreiðslna næstu tveggja alman-
aksára, kr. 12.764,- pr. ærgildi. Það greiðslumark sem er
inn leyst er jafnframt boðið til sölu á innlausnarverði.
Framleiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og eru
með ásetningshlutfallið 1,0 eða hærra skulu hafa
forgang að 100% þess greiðslumarks sem er í boði á
markaði, þar af 60% til þeirra sem eiga 200 kindur
eða fleiri og hafa ásetningshlutfallið 1,6 eða hærra.
Það skiptist hlutfalls lega milli aðila sem hljóta
forgang í samræmi við það magn sem þeir óskuðu
eftir að kaupa. Hver framleiðandi getur ekki óskað
eftir ærgildum umfram þau sem tryggja honum
óskertar bein greiðslur í samræmi við fjárfjölda og
ásetningshlutfall. Það greiðslumark sem ekki er
úthlutað til fram leið enda í forgangshópi skal boðið
öðrum umsækjendum.
Með beiðni um inn lausn á greiðslumarki skal fylgja
veðbókarvottorð ásamt staðfestingu á eignarhaldi að
lögbýli og samþykki ábúanda, sam eigenda og veðhafa
í lögbýlinu. Kaupandi greiðslumarks nýtir greiðslu-
mark frá og með 1. janúar 2021.
Opnað hefur verið fyrir tilboð um kaup og sölu
greiðslumarks í Afurð, greiðslukerfi landbúnaðarins,
www.afurd.is. Einungis er hægt að skila tilboðum með
rafrænum hætti í Afurð.
Tilboðsfrestur rennur út á miðnætti 1. nóvember 2020
Tilkynnt verður um niðurstöðu markaðarins eigi síðar
en 8. nóvember 2020. Greiðslufrestur vegna kaupa á
greiðslumarki er til 1. desember 2020.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki
til nýrra ræktunaraðferða í garðyrkju
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur
ákveðið að styrkja sérstaklega framþróun nýrra
ræktunaraðferða á Íslandi til að bregðast við áhrifum
Covid-19 á samfélagið.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir
hér með eftir umsóknum vegna þessa. Stjórnvöld
leggja áhersla á að styðja umhverfisvænar aðferðir,
nýsköpun og framþróun sem eru til þess fallnar að
styrkja grænmetisframleiðslu hér á landi.
Rafrænar umsóknir skulu skráðar í Afurð, greiðsluker-
fi landbúnaðarins, (www.afurd.is).
Til úthlutunar eru 15 milljónir króna. Miðað er við
að hámarksstuðningur til einstaks verkefnis verði 3
milljónir króna. Umsóknum verður forgangsraðað eftir
verkefnum. Mestan forgang fá verkefni sem byggja á
umhverfisvænni framleiðslu, sem er hafið og reyns-
la er komin á aðferðafræðina, næstmestan forgang
verkefni sem eru komin á undirbúningsstig og fyrsta
framleiðsla áætluð innan sex mánaða o.s.frv. Nánari
reglur um forgangsröðun er að finna í umsókn á Afurð.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 4. nóvember 2020
og úthlutun fer fram á þessu ári.
Búfjáreigendur: Skila þarf
haustskýrslu eigi síðar en 20. nóvember
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur
opnað fyrir skráningar á haustskýrslum fyrir árið
2020 í Bústofni.
Í samræmi við 10. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013,
er öllum umráðamönnum búfjár skylt að skila ra-
frænni haustskýrslu í Bústofni (www.bustofn.is), eigi
síðar en 20. nóvember hvert ár. Í haustskýrslunni
skal koma fram fjöldi ásetts búfjár af hverri tegund,
allt búfé í hagagöngu og á hvaða jörð eða landspildu
það er. Einnig skal koma fram gróffóðuruppskera af
hefðbundnum nytjatúnum og leigutúnum og fyrningar,
auk upplýsinga um aðra fóðuröflun og landstærðir.
Eigendur hrossa, sem ekki þurfa að gera grein fyrir
öðru búfé, geta skilað haustskýrslu í upprunaættbók
íslenska hestsins (www.worldfengur.com). Skilyrði fyrir
stuðningsgreiðslum í landbúnaði eru fullnægjandi skil
á haustskýrslu.
Skráning í Bústofn er með rafrænu skilríki eða Íslykli.
Stjórnarráð Íslands
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið