Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 45
Kæri landbúnaðarráðherra. Ég
er bóndi. Sauðfjárbóndi. Já, ég
valdi að vera bóndi af því að
hjarta mitt slær sem bóndi. Já, ég
valdi mér búsetu. Að vera bóndi
er lífsstíll, já. Á sama hátt og að
vera trillusjómaður er lífsstíll. Á
sama hátt og að vera jógakennari
er lífsstíll. Að vera lögreglumað-
ur er lífsstíll. Að vera prestur er
lífsstíll. Við öll ákveðum okkar
lífsstíl, hver sem hann er.
Ég veit ekki um neinn sem
þvingaður er til að starfrækja iðn
eða starf sem hann vill alls ekki
sinna. Það kallast á íslensku máli
„frelsi“. Bændur eru mikilvæg
starfsstétt, breið og fjölbreytt.
Að starfa sem alþingismaður
og ráðherra er lífsstíll sem tilheyr-
ir starfsstétt. Ég geri ráð fyrir að
þú hafir valið þér þá starfsstétt af
fúsum og frjálsum vilja. Ég geri
líka ráð fyrir að þú hafir valið þér
búsetu án þvingana. Vegna þess að
þú ert frjáls. Eins og ég.
Þó get ég með engu móti trúað
að þú hafir sóst eftir því að verða
landbúnaðarráðherra. Það hefur
sjálfsagt bara fylgt með sjávarút-
vegsráðherraembættinu eins og
leiðindaskuggi sem þú neyðist til að
hafa með í eftirdragi. Ég velti fyrir
mér hver viðbrögðin yrðu ef þú létir
sömu orð falla um sjávarútveginn
og þú gerir um landbúnaðinn? Þau
myndu þá hljóma einhvern veginn
svona: „Sjávarútvegurinn er lífsstíll
sem menn velja sér og þar skiptir
engu máli hvort afkoman sé mikil
eða lítil“?
Að geta í örfáum orðum, án þess
að hika og eins og ekkert sé sjálf-
sagðara, drullað yfir heila starfs-
stétt, er hæfileiki. Og þú sýndir
það sannarlega í pontu Alþingis í
dag að hæfileikar þínir kunna sér
engin mörk. Þessi starfsstétt býr til
matinn sem þjóðin nærir sig á. Og
það er hverri þjóð nauðsynlegt að
vera eins sjálfbær með ræktun og
fjölbreytni matvæla og kostur er.
Að vera bóndi er lífsstíll.
Mikilvægur og göfugur lífsstíll. En
það er líka algjör lágmarkskrafa að
við sem vinnum nánast alla vinnuna
getum lifað af henni á mannsæm-
andi hátt án þess að þurfa að stunda
aðra atvinnu samhliða búskapnum
til þess að ná endum saman. Ég veit
fáa menn duglegri en bændur. Fáir
rekstrareigendur myndu sætta sig
við þau kjör sem við búum við í
rekstri fyrirtækja okkar. Við eigum
skilið virðingu.
Niðurgreiðslur ríkisins til sauð-
fjárbænda eru þeim tilgangi knúnar
að ætla neytendum að fá vöruna á
lægra verði út úr búð og bóndanum
að fá betra verð fyrir vöruna sína.
Það er dýrt að rækta mat. Það er
alls staðar dýrt að búa til góðan og
hreinan mat. En hvers vegna stopp-
ar enginn og spyr sig hvar hnífurinn
stendur í kúnni? Hvers vegna fá
verslanirnar ávallt frípassa frá allri
þessari umræðu? Veit neytandinn
t.d. hver álagningin er á grillkjötinu
sem hann kaupir glaður úti í búð
með 50% afslætti? Eftir að neyt-
andinn labbar út með 50% afslátt-
arkjörin sín þá labbar verslunin í
burtu með 100% álagningu. Hvers
vegna eru verslanir með skilarétt
á öllu kjöti sem þær versla af slát-
urleyfishafanum? Þær kaupa kjötið
á allt of lágu verði vegna lélegrar
samkeppni og það sem selst ekki
er svo hent til baka í sláturleyfis-
hafann sem situr uppi með tapið.
Verslanirnar bera enga ábyrgð en
ganga í burtu með mesta gróðann.
Það er staðreynd. Hvers vegna er
það, Kristján?
Það sem mér finnst þó sorglegast
af öllu er að ríkisstjórnin skuli láta
það viðgangast að maður með enga
virðingu eða áhuga fyrir landbúnaði
fái að gegna þessu mikilvæga emb-
ætti. Ef hryggur væri í innviðum
þeirra þá myndu þeir finna hæfari
mann í það hlutverk.
En þar sem ég tel að líkur þess
séu álíka jafnmiklar og að þú drífir
þig í símann til að hringja í bændur,
stórvini þína, og athuga hvernig þeir
hafi það, get ég eingöngu haldið í
þá von að þú kunnir að skammast
þín og segir sjálfur stöðu þinni sem
landbúnaðarráðherra lausri.
Með vinsemd og virðingu
Ágústa Ágústsdóttir
Reistarnesi Melrakkasléttu
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
Opnar stöðvar
Stöðvar í húsi
Stöðvar í gám
Aukabúnaður eins og sjálfvirkur
skiptirofi og fleira
Öflug og góð þjónusta
Gerðu kröfur — hafðu samband við
Karl í síma 590 5125 eða sendu línu
á kg@klettur.is og kynntu þér þína
möguleika.
Allar stærðir
af CAT raf-
stöðvum:
Ég valdi að vera bóndi
Ágústa Ágústsdóttir.
LESENDABÁS
Krafan um að verðleggja þýfið
Framferði íslenska ríkisins gagn-
vart landeigendum sjávarjarða,
vegna nýtingar auðlinda innan
netlaga, felur í sér eignarnám.
Furðulegt er að borið hafi á því
að sú framganga sé réttlætt með
kröfu um að landeigendur sýni
fram á að þeir hafi orðið fyrir tjóni
við það að vera sviptir veiði- og
eignarréttindum.
Svæði sem skilgreint er með hug-
takinu netlög er hluti af „landi“ jarða
sem liggja að sjó.
Í 2. kafla rekabálks Jónsbókar
segir að „Allir menn eigu at veiða
fyrir utan netlög at ósekju…..“. Þetta
þýðir að ytri mörk landeignar voru
og eiga að vera miðuð við netlög.
Ákvæði Jónsbókar í þessu sambandi
eru enn í fullu gildi.
Afmörkun netlaga er í raun
tvíþætt; annars vegar dýptarregla
Jónsbókar, sem tekur til fiskveiði
og sjávargróðurs innan netlaga, og
hins vegar svokölluð fjarlægðar-
regla. Þessi viðmið taka til tiltekinna
auðlinda innan netlaga. Ef netlög
samkvæmt dýptarreglu Jónsbókar
ná lengra út en fjarlægðarregla
Veiðitilskipunarinnar, skal miða við
dýptarregluna.
Fjarlægðarreglan felur í sér að
netlög eru skilgreind sem 115 metra
fjarlægð út í sjóinn frá stórstraums-
fjörumáli. Þegar um dýptarregluna
er að ræða er miðað við 6,88 metra
dýpi samkvæmt Páli Vídalín lög-
manni (1667-1727). Ystu mörk
netlaga samkvæmt Jónsbók eru því
samkvæmt þessu 6,88 metra dýpi á
stórstraumsfjöru.
Hagsmunir landeigenda
sjávarjarða hunsaðir
Við setningu laga um stjórn fisk-
veiða var gróflega gengið á veiði- og
eignarrétt landeigenda sjávarjarða
þar sem litið var fram hjá netlögum,
auk þess sem ekkert samráð var haft
við landeigendur. Ekki var heldur
tekið tillit til þess hvort lögin tak-
mörkuðu stjórnarskrárvarin réttindi
landeigenda eða hvort þeir hinir
sömu ættu rétt á bótum fyrir skað-
ann sem þeir urðu fyrir við setningu
laganna.
Í raun má segja að íslenska ríkið
hafi við setningu laganna tekið það
sjávarsvæði við strendur landins,
sem skilgreint er innan netlaga,
eignarnámi bótalaust eins og áður
segir. Þessi gjörningur stenst engan
vegin lög enda báru þeir jarðeigend-
ur sem hlut áttu að máli skarðan hlut
frá borði.
Óumdeilt er að löng hefð var fyrir
því að reikna hlunnindi sem tengjast
netlögum inn í jarðarverð enda var
fasteignaskattur jarða sem lágu að
sjó innheimtur samkvæmt viðmiðum
Jónsbókar langt fram eftir síðustu
öld. Þetta sannar, svo ekki verður um
villst, að hér er um skýran eignarrétt
að ræða sem er stjórnarskrárvarinn.
Sú spurning er áleitin hvað verði
um ónýttar auðlindir innan netlaga
eins og t.d. virkjun sjávarfalla til
orkuvinnslu? Ætlar ríkið sér að deila
út þeirri auðlind til útvalinna þegar
þar að kemur í trássi við réttindi
landeigenda? Hér má auk þess nefna
að grásleppuveiði fer að mestu leyti
fram innan marka netlaga sem þýðir
að ríkið er að ráðskast með auðlindir
sem það hefur enga lögsögu yfir.
Borið hefur á því í umfjöllun
lögmanna um bótarétt landeigenda
í þessu sambandi að sá réttur sé ekki
til staðar nema að landeigandi geti
sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir
tjóni. Þessi rök halda engu vatni
þar sem búið er með þeim að snúa
sönnunarbyrðinni á hvolf.
Þetta er rétt eins og að þjófur
kæmist upp með það að skila ekki
þýfinu til baka nema með því skil-
yrði að brotaþolinn gæti fært sönnur
á tjónið og þar að auki verðlagt það.
Sama gildir í raun um framferði rík-
isins gagnvart landeigendum sjáv-
arjarða þegar kemur að auðlindum
tengdum netlögum. Landeigendur
sjávarjarða skulu því verðleggja
þýfið en sitji ella eftir snauðir. Þetta
flokkast undir ólög.
Ómar Antonsson,
formaður samtaka
eigenda sjávarjarða
Ómar Antonsson. Við setningu laga um stjórn fiskveiða var gróflega gengið á veiði- og eignar-
rétt landeigenda sjávarjarða þar sem litið var fram hjá netlögum, auk þess
sem ekkert samráð var haft við landeigendur.