Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202018 HROSS&HESTAMENNSKA Hrútasýning Fjárræktarfélags Sveinsstaðahrepps: Vel þegin samverustund í amstri haustsins Hrútasýning Fjárræktarfélags Sveinsstaðahrepps var haldin í byrjun þessa mánaðar í Hvammi í Vatnsdal. Sýningin var vel sótt og þátttakan góð að sögn Jóns Gíslasonar, bónda á Hofi. „Þetta var vel þegin samverustund í amstri haustsins.“ Keppt var í þremur flokkum. Að lokum voru sigurvegararnir í flokkunum þremur bornir saman og besti hrútur sýningarinnar valinn. Dómarar voru Gunnar Þórarinsson og Guðni Ellertsson. Í flokki kollóttra stóð efstur hrútur no 248 frá Hofi. Faðir er Árangur 15-159 frá Árbæ og móðir Strönd 17-811 frá Hofi. Hann var jafnframt valinn besti hrútur sýn- ingarinnar. Í flokki mislitra stóð efstur svartur hrútur, no 73 frá Hæli. Faðir er Glæpon 17-809 frá Hesti og móðir 18-052 frá Hæli. Í flokki hyrntra stóð efstur hrútur no 69 frá Hæli. Faðir hans er einnig Glæpon 17-809 frá Hesti, en móðir er 18-041 frá Hæli. /MÞÞ Samruni þriggja matvælavinnslufyrirtækja: Samkeppniseftirlit óskar eftir umsögnum – Vill m.a. umsagnir frá bændum og neytendum Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir umsögnum og sjónarmiðum hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðs samruna matvælavinnslufyrir­ tækjanna Norðlenska, Kjarna­ fæðis og SAH­afurða. Umsagnarfrestur rennur út 28. október næstkomandi. Samkeppnis- eftirlit hefur gefið aðgang að sam- runaskrá án trúnaðarupplýsinga. Við mat á samruna verður horft bæði til hagsmuna bænda og neytenda. Áhrif á hag bænda og neytenda Samkeppniseftirliti var tilkynnt um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna upp úr miðjum ágúst síðastliðnum. Norðlenska er framleiðslufyrirtæki á sviði kjötvöru og hefur starfs- stöðvar á þremur stöðum á landinu, Akureyri, Reykjavík og Húsavík. Fyrirtækið sér m.a. um slátrun á hrossum, nautgripum, sauðfé og svínum og framleiðir og selur margvíslegar vörur sem unnar eru úr kjötinu, m.a. undir vörumerkj- unum, Goði, KEA, Húsavíkurkjöt og Bautabúrið. Kjarnafæði er ennig matvælavinnslufyrirtæki sem framleiðir og selur ýmsar vörur úr lamba-, nauta-, grísa- og hrossakjöti. Kjarnafæði á fyrirtækið SAH-afurðir sem rekur sláturhús og afurðasölu á Blönduósi. Starfsemi þess felst í slátrun á hrossum, naut- gripum, sauðfé og sölu á afurðum til matvælavinnslufyrirtækja. Samkeppniseftirlitið óskar nú sérstaklega eftir því að sjónarmið um áhrif samruna fyrirtækjanna á hag bænda og neytenda komi fram. Einnig að fram komi hverjar samkeppnisaðstæður í slátrun gripa hér á landi verði og áhrif samrun- ans á samkeppni á milli sláturhúsa í slátrun hrossa, nautgripa, sauðfjár og svína. Þá er óskað eftir sjónar- miðum er varðar áhrif samrunans á þá markaði sem fyrirtækin starfa á hefur og loks leitar eftirlitið eftir almennum sjónarmiðum um samkeppnisaðstæður á mörkuðum fyrir kjötafurðir hér á landi, allt frá ræktun gripa til sölu á fullunnum kjötafurðum. „Við mat á áhrifum samruna aflar Samkeppniseftirlitið gagna frá aðil- um máls og öðrum þeim sem málið varðar, eftir því sem nauðsynlegt þykir hverju sinni. Í þessu máli telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að gefa bændum, öðrum viðskipta- vinum, keppninautum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri á að koma sjónarmiðum og upplýsing- um á framfæri“, segir í tilkynningu Samkeppniseftirlits. /MÞÞ FRÉTTIR Austurvegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // buvelar.is Búvélar er umboðsaðili Massey Ferguson buvelar.is Kynningarafsláttur á heyvinnutækjum! þrír efstu í flokki kollóttra hrúta. Lengst til vinstri er Birgir Haraldsson með hrút frá Kornsá í 3. sæti, þá Jón Árni Magnússon með hrút frá Steinnesi og lengst til hægri er Jón Ægir Jónsson með sigurvegarann, hrút frá Hofi. Myndir / Jón Gíslason Börnin í skrautgimbraflokknum eru, talin frá vinstri: Magnús Ólafsson, Jó- hanna Einarsdóttir, Salka Kristín Ólafsdóttir og Harpa Katrín Sigurðardóttir. Sigurvegarar í hverjum flokki. Lengst til vinstri er Jón Kristófer Sigmarsson með mislita hrútinn, Helene Finzel með þann hyrnta í miðið, og lengst til hægri er Jón Ægir Jónsson með þann kollótta, besta hrút sýningarinnar. Miklar svæðisbundnar sveiflur í hita á jörðinni: Næstheitustu 12 mánuðir á jörðinni en þeir níundu heitustu í Bandaríkjunum Svæðisbundið hitastig á jörðinni virðist mjög sveiflukennt og þannig hefur verið talsvert kald ara í Banda­ ríkjunum undanfarna mánuði að meðaltali en meðalhiti á jörðinni gefur tilefni til að álykta. Samkvæmt gögnum bandarísku umhverfismiðstöðvarinnar NOAA hefur meðalhiti í Bandaríkjunum í september 2020 ekki verið lægri síðan 2008. Ef miðað er við 12 mánaða tímabil hefur hitinn átta sinnum verið hærri síðan 1895 þí hitinn nú sé tæplega einni gráðu hærri en 12 mánuðina þar á undan. Þetta lítur vissulega undarlega út miðað við fréttir af hitum og gríðarlegum skógareldum á vest- urströndinni, en september nú er aðeins númer 37 í röðinni yfir heit- ustu septembermánuði síðan 1895 með meðalhita 18,89° á Celsíus. Meðalhitinn á jörðinni mældist hins vegar sá heitasti síðan 2016 og sá næstheitasti síðan mælingar hófust eða 0,94°C yfir meðaltali. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.