Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 15
Mikil bráðnun hefur verið á
hafís á norðurhveli jarðar í
sumar. Hefur verið íslaust á stór-
um svæðum norðan við Rússland
og er bráðnunin áberandi mikil
á austurhluta svæðisins í kjöl-
far mikillar hitabylgju í Síberíu.
Endan legar tölur fyrir bráðnun
sumarsins munu þó væntanlega
ekki liggja fyrir fyrr en í nóv-
ember eða desember. Mælingar
sýna samt að meiri hafís var nú
í ágúst en í fyrra.
Samkvæmt gögnum rann-
sóknamiðstöðvar NOAA hefur
bráðnunin ár hvert náð hámarki
í september, en þá dregur hratt úr
henni um leið og veturinn geng-
ur í garð. Þróun hefur verið sú að
meðaltalið sýnir aukna bráðnun
hafíss yfir sumartímann frá 1979.
Trúlega sést það ekki fyrr en eftir
tvö til þrjú ár hvort hægst hefur á
þessari meðaltalsniðursveiflu frá
2013 miðað við sex ár þar á undan.
Það sést samt trúlega ekki fyrr en
eftir tvö til fjögur ár hvort þróunin
sé mögulega að snúast við.
Tölur fyrir septembermánuð
liggja ekki enn fyrir hjá NOAA,
en útbreiðsla hafíss í september
var langminnst á árinu 2012. Hefur
hafísinn verið meiri í ágúst öll árin
frá 2013.
Mesta bráðnun í júlí síðan 1979
Tölur fyrir júlí 2020 sýna aftur á
móti mestu bráðnun hafíss á þeim
tíma allavega frá 1979. Í lok júlí
2020 var mældist hafísþekjan vera
7,28 milljónir ferkílómetra sem
er 2,9 milljónum ferkílómetrum
undir meðaltali áranna 1981-2010
og 3,03 milljónum ferkílómetra
minni en ísbreiðan var í júlílok
1979 þegar hún var 10,31 millj-
ónir ferkílómetra. Var bráðnunin
nú 310.000 ferkílómetrum meiri
en á síðasta ári.
Meiri hafís í
ágúst 2020 en 2019
Staðan í ágúst reyndist ekki sýna
alvega eins mikla minnkun hafíss.
Var ágústmánuður 2020 sá þriðji
ísminnsti síðan 1979 og var t.d.
meiri ís nú en í fyrra, þó ekki muni
neinum ósköpum. Var ísþekjan nú
Minnstur var hafísinn í ágúst
hins vegar árið 2012 eða 4,72
milljónir km2. Hafísþekjan jókst
síðan verulega í ágúst árið 2013
eða í 6,1 milljón km2 og aftur
jókst hann 2014 þegar hann
mældist vara 6,8 milljónir km2.
Síðan hafa verið nokkrar sveiflur
í útbreiðslu hafíss í ágúst en með-
altalið sýnir enn meðaltalsminnk-
un hafísþekjunnar. /HKr.
– VERKIN TALA
Gylfaf löt 32 ● 112 Reykjavík ● Sími 580 8200 ● www.velfang. is ● Óseyri 8 ● 603 Akureyri
Vélfang ehf. selur og þjónustar jafnt nýjar sem notaðar vélar og tæki fyrir landbúnað,
verktaka, golfvelli og sveitarfélög ásamt varahluta- og viðgerðarþjónustu.
Framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini
Fer fremstur
Leiðandi afl í 190 ár
Styrkur - afköst- skilvirkni Nýsköpun - metnaður - framsækni
Fjölskyldufyrirtæki í fararbroddi
Framtíðarsýn í landbúnaði
FRÉTTIR
Hafísinn á norðurhveli jarðar:
Meiri ís í ágúst 2020 en 2019
þrátt fyrir metbráðnun í júlí
Þetta kort NSIDC sýnir stöðuna á
hafísnum á norðurhveli jarðar þann
11. október síðastliðinn.
Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is
41,9% fólks
á landsbyggðinni
les Bændablaðið
21,9% 41,9%
á landsbyggðinni
á höfuðborgarsvæðinu
29,2%
landsmanna lesa
Bændablaðið
Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND
EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI
Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2019. Aldur 12-80 ára.
Hvar auglýsir þú?