Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 27
Rúnar Karlsson, einn eigenda ferða
skrifstofunnar Borea Adventures
á Ísafirði, segir það mikla viður
kenningu fyrir fyrirtækið að fá til
nefningu til umhverfis verðlauna
Norður landaráðs á þessu ári. Hann
segir það ávallt hafa verið forgangs
atriði hjá for svarsmönnum fyrir
tækisins að tryggja gestum sínum
skemmtilega, fjölbreytta og mann
bætandi náttúruupplifun í sátt við
umhverfið.
„Við byrjuðum árið 2006 að
velta fyrir okkur hvað við gætum
boðið ferðafólki upp á hér á svæð-
inu. Gætum við ekki bara boðið
þeim að koma með okkur út að
leika og gera eitthvað sem okkur
fannst skemmtilegt? Því byrjuðum
við á að bjóða upp á fjölbreyttar
hjóla-, skíða-, siglinga-, kajak-
og gönguferðir. Fljótlega vatt
þetta upp á sig og við keyptum
60 feta skútu sem við byrjuðum
að gera út hér og nýttum Norður-
Atlantshafið, sem varð okkar rad-
íus með Grænlandi og Jan Mayen
til viðbótar,“ útskýrir Rúnar.
Sérhæfðar ljósmyndaferðir
Hugmyndin um að bjóða fólki að
koma með sér út að leika varð því
fljótt hugsuð í stærra samhengi og
boðið var upp á lengri ferðir og
leiðangra með alvarlegra ívafi eins
og Rúnar kemst að orði.
„Við erum að einblína á
Hornstrandir og uppbyggingu
á ævintýraferðum allt árið um
kring og gistingu á því svæði
ásamt sterkri náttúruupplifun.
Við fáum mikið til okkar ljós-
mynda- og kvikmyndahópa og
höfum verið með kvikmyndalið
frá BBC nokkrum sinnum sem
dæmi. Refaljósmyndaferðirnar
okkar frá lok janúar og fram í apríl
ásamt vetrarljósmyndaferðunum,
sem eru mjög sérhæfðar ferð-
ir, hafa verið vinsælar. Þá koma
áhugaljósmyndarar með alvarlegri
hugmyndir um ljósmyndun heldur
en meðalmaðurinn. Þeir eru með
stórar og flottar vélar og ferðast um
allan heim til að mynda dýralíf á
mismunandi svæðum. Það verða
síðan persónuleg verðlaun fyrir
þá að ná góðum myndum. Þeir
koma yfir vetrartímann og fá þá
líka vetrarlandslagið í kaupbæti
ásamt norðurljósunum.“
Stolt og ánægð með tilnefninguna
Vetrarferðirnar eru gerðar út frá
Kvíum í Jökulfjörðum sem er eyði-
býli og byggt árið 1921 en Rúnar
og félagar gerðu húsið upp fyrir
nokkrum árum. Á sumrin er aðsetur
fyrir ferðirnar í Hornvík þar sem
slegið er upp lúxustjaldbúðum.
„Við vinnum út frá þeirri hug-
myndafræði að við stundum sjálf-
bæra ferðaþjónustu þar sem maður
reynir að byggja upp ferðaþjónustu í
sátt við umhverfið og nærsamfélag-
ið ásamt því að starfa á sjálfbæran
hátt út frá efnahagslegu sjónarhorni.
Við erum að reyna að gera það með
því að bjóða upp á refaljósmynda-
og skoðunarferðir án þess að hafa
áhrif á refastofninn. Það er okkar
hagur og í sátt við nærumhverfið
ásamt því að það skili krónum í
kassann svo að við getum lifað á
þessu,“ útskýrir Rúnar og aðspurður
um tilnefningu til umhverfisverð-
launa Norðurlandaráðs sem fyrir-
tækið fékk á dögunum segir hann:
„Tilnefningin snýr að verndun
íslenska refsins með sjálfbærri
ferðaþjónustu sem er lykillinn að
þessu. Í staðinn fyrir að líta á refinn
sem óargadýr þá sjáum við hann
sem mikilvægan hlekk í náttúru
landsins og sem uppsprettu sem
hægt er að nýta í ferðaþjónustu.
Það voru ekki margir sem höfðu
trú á þessu þegar við byrjuðum
að bjóða upp á þessar ferðir en
það er oft þannig með góðar hug-
myndir. Refurinn er alfriðaður á
Hornströndum, hann er frekar gæfur
og aðgengið er nokkuð auðvelt sem
er ekki til að skipta annars staðar.
Ef þú ætlaðir til dæmis að mynda
hann á norðurhjara heimsins, í
Síberíu eða Norður-Noregi, er það
ekki sjálfsagt því þeir eru styggir
og menn þurfa oft og tíðum að bíða
í marga daga til að ná að fanga þá
á mynd. Í Svíþjóð og Noregi eru
mjög fá pör eftir, þau eru vernduð
og gætt eins og gimsteina. Það er
verið að reyna að endurvekja stofn-
inn í Skandinavíu en rauðrefurinn
er að sækja norðar með hlýnandi
loftslagi og er mun árásargjarnari en
heimskautarefurinn. Við erum mjög
stolt af tilnefningunni til umhverfis-
verðlaunanna og að vera í hópi með
þeim flottu verkefnum sem tilnefnd
eru frá hinum Norðurlöndunum.
Okkur finnst stundum eins og ferða-
þjónusta á landsbyggðinni sé frekar
ósýnileg í umræðunni þannig að það
er sérstaklega gaman að fá svona
viðurkenningu utan frá.“ /ehg
ásamt því að hér er oft vindasamt.
Ég framleiði nokkur tonn af hun-
angi á hverju ári sem er selt hér
í nærumhverfinu og er nokkuð
góð framleiðsla en ég er með yfir
hundrað býflugnabú.“
Laus við varro-mítilinn
Hraustar og veirulausar Álands-
eyjabýflugur frá Torbirni eru
fluttar út til annarra samfélaga
sem vantar frjóbera. Uppruna
allra 300 býflugnasamfélaga á
Íslandi til býflugnabúa má rekja
til hans.
„Jú, það passar, allar býflugur
til ræktunar á Íslandi koma frá
mér. Ég hef flutt út til Íslands
síðastliðin tíu ár í kringum 50
bú á ári. Ég er eini ræktandinn
sem getur afhent býflugur sem er
tryggt að hafi ekki varro-mítilinn
í sér. Enn eru Ástralir lausir við
þennan skaðvald en vegalengd-
in er svolítið löng þaðan til
Norðurlandanna og býflugurnar
þar eiga sennilega erfitt með að
aðlagast til dæmis íslensku lofts-
lagi,“ útskýrir Torbjörn.
Býflugurnar frá Torbirni eru
einnig grunnur rannsóknarverk-
efnis um heilbrigði býflugna við
Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í
Uppsala þar sem leitað er lausna
á þeim vanda sem varro-mítlar
valda.
„Við náðum að losa okkur
við varro-mítilinn árið 1983 og
höfum ekki fundið fyrir honum
síðan. Á þeim tíma flutti hing-
að býflugnaræktandi frá Austur-
Finnlandi með tólf býflugnabú.
Við heyrðum orðróm um það áður
en hann flutti að býflugurnar hans
væru mögulega smitaðar af mítl-
inum. Því höfðum við samband
við dýralækninn hér á svæðinu
sem gerði rannsókn á búunum
tólf og þá fannst strax það sem
leitað var að. Það var lítið smit
en það var nógu slæmt fyrir því.
Næsta dag dóu allar býflugurnar
í búunum tólf. Eftir þetta urðum
við mjög varkár hér með að taka
inn býflugur eða drottningar,“
segir Torbjörn og bætir við:
„Það er dásamlegt að fá tilnefn-
inguna til umhverfisverðlauna
Norðurlandaráðs. Það hefur jú
verið mikið einblínt á frjóvgandi
skordýr og líffræðilega fjölbreytni
undanfarin ár en það er enn margt
sem hægt er að gera í þeim efnum,
af nógu er að taka.“
Uppfylla staðlana EN 20471: 2011 og EN 342
Efni: Rip-stop 100% Pólýester, 230g/m²
Stærðir: S-3XL
Verð 24.676 kr.
KH Vinnuföt • Nethyl 2a • 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 • info@khvinnufot.is • www.khvinnufot.is
Slitsterkir kuldagallar úr ripstop efni.
Ytra byrðið er vatnsvarið öndunarefni.
Hetta með rennilás, sérniðin fyrir hjálma.
Tvær hæðir fyrir hnjápúða.
Wenaas Kuldagallar
perlur Vestfjarða
Heimskautarefurinn er alfriðaður á Hornströndum, hann er frekar gæfur og aðgengið er nokkuð auðvelt, sem er
ekki annars staðar í heiminum. Myndir / Rúnar Karlsson
Ferðaskrifstofan Borea Adventures býður meðal annars upp á refaljósmynda-
og skoðunarferðir án þess að hafa áhrif á refastofninn á Vestfjörðum.
Rúnar Karlsson, einn eigenda ferða-
skrifstofunnar Borea Adventures á
Ísafirði, segir það mikla viðurkenn-
ingu fyrir fyrirtækið að fá tilnefn-
ingu til umhverfisverðlauna Norð-
urlandaráðs á þessu ári sem snýr að
verndun íslenska refsins með sjálf-
bærri ferðaþjónustu að leiðarljósi.
Næsta
Bændablað
kemur út
5. nóvember
Smáauglýsinga-
síminn er:
563 0300
Eldri blöð má
finna hér á PDF: