Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 27 Rúnar Karlsson, einn eigenda ferða­ skrifstofunnar Borea Adventures á Ísafirði, segir það mikla viður­ kenningu fyrir fyrirtækið að fá til­ nefningu til umhverfis verðlauna Norður landaráðs á þessu ári. Hann segir það ávallt hafa verið forgangs­ atriði hjá for svarsmönnum fyrir­ tækisins að tryggja gestum sínum skemmtilega, fjölbreytta og mann­ bætandi náttúruupplifun í sátt við umhverfið. „Við byrjuðum árið 2006 að velta fyrir okkur hvað við gætum boðið ferðafólki upp á hér á svæð- inu. Gætum við ekki bara boðið þeim að koma með okkur út að leika og gera eitthvað sem okkur fannst skemmtilegt? Því byrjuðum við á að bjóða upp á fjölbreyttar hjóla-, skíða-, siglinga-, kajak- og gönguferðir. Fljótlega vatt þetta upp á sig og við keyptum 60 feta skútu sem við byrjuðum að gera út hér og nýttum Norður- Atlantshafið, sem varð okkar rad- íus með Grænlandi og Jan Mayen til viðbótar,“ útskýrir Rúnar. Sérhæfðar ljósmyndaferðir Hugmyndin um að bjóða fólki að koma með sér út að leika varð því fljótt hugsuð í stærra samhengi og boðið var upp á lengri ferðir og leiðangra með alvarlegra ívafi eins og Rúnar kemst að orði. „Við erum að einblína á Hornstrandir og uppbyggingu á ævintýraferðum allt árið um kring og gistingu á því svæði ásamt sterkri náttúruupplifun. Við fáum mikið til okkar ljós- mynda- og kvikmyndahópa og höfum verið með kvikmyndalið frá BBC nokkrum sinnum sem dæmi. Refaljósmyndaferðirnar okkar frá lok janúar og fram í apríl ásamt vetrarljósmyndaferðunum, sem eru mjög sérhæfðar ferð- ir, hafa verið vinsælar. Þá koma áhugaljósmyndarar með alvarlegri hugmyndir um ljósmyndun heldur en meðalmaðurinn. Þeir eru með stórar og flottar vélar og ferðast um allan heim til að mynda dýralíf á mismunandi svæðum. Það verða síðan persónuleg verðlaun fyrir þá að ná góðum myndum. Þeir koma yfir vetrartímann og fá þá líka vetrarlandslagið í kaupbæti ásamt norðurljósunum.“ Stolt og ánægð með tilnefninguna Vetrarferðirnar eru gerðar út frá Kvíum í Jökulfjörðum sem er eyði- býli og byggt árið 1921 en Rúnar og félagar gerðu húsið upp fyrir nokkrum árum. Á sumrin er aðsetur fyrir ferðirnar í Hornvík þar sem slegið er upp lúxustjaldbúðum. „Við vinnum út frá þeirri hug- myndafræði að við stundum sjálf- bæra ferðaþjónustu þar sem maður reynir að byggja upp ferðaþjónustu í sátt við umhverfið og nærsamfélag- ið ásamt því að starfa á sjálfbæran hátt út frá efnahagslegu sjónarhorni. Við erum að reyna að gera það með því að bjóða upp á refaljósmynda- og skoðunarferðir án þess að hafa áhrif á refastofninn. Það er okkar hagur og í sátt við nærumhverfið ásamt því að það skili krónum í kassann svo að við getum lifað á þessu,“ útskýrir Rúnar og aðspurður um tilnefningu til umhverfisverð- launa Norðurlandaráðs sem fyrir- tækið fékk á dögunum segir hann: „Tilnefningin snýr að verndun íslenska refsins með sjálfbærri ferðaþjónustu sem er lykillinn að þessu. Í staðinn fyrir að líta á refinn sem óargadýr þá sjáum við hann sem mikilvægan hlekk í náttúru landsins og sem uppsprettu sem hægt er að nýta í ferðaþjónustu. Það voru ekki margir sem höfðu trú á þessu þegar við byrjuðum að bjóða upp á þessar ferðir en það er oft þannig með góðar hug- myndir. Refurinn er alfriðaður á Hornströndum, hann er frekar gæfur og aðgengið er nokkuð auðvelt sem er ekki til að skipta annars staðar. Ef þú ætlaðir til dæmis að mynda hann á norðurhjara heimsins, í Síberíu eða Norður-Noregi, er það ekki sjálfsagt því þeir eru styggir og menn þurfa oft og tíðum að bíða í marga daga til að ná að fanga þá á mynd. Í Svíþjóð og Noregi eru mjög fá pör eftir, þau eru vernduð og gætt eins og gimsteina. Það er verið að reyna að endurvekja stofn- inn í Skandinavíu en rauðrefurinn er að sækja norðar með hlýnandi loftslagi og er mun árásargjarnari en heimskautarefurinn. Við erum mjög stolt af tilnefningunni til umhverfis- verðlaunanna og að vera í hópi með þeim flottu verkefnum sem tilnefnd eru frá hinum Norðurlöndunum. Okkur finnst stundum eins og ferða- þjónusta á landsbyggðinni sé frekar ósýnileg í umræðunni þannig að það er sérstaklega gaman að fá svona viðurkenningu utan frá.“ /ehg ásamt því að hér er oft vindasamt. Ég framleiði nokkur tonn af hun- angi á hverju ári sem er selt hér í nærumhverfinu og er nokkuð góð framleiðsla en ég er með yfir hundrað býflugnabú.“ Laus við varro-mítilinn Hraustar og veirulausar Álands- eyjabýflugur frá Torbirni eru fluttar út til annarra samfélaga sem vantar frjóbera. Uppruna allra 300 býflugnasamfélaga á Íslandi til býflugnabúa má rekja til hans. „Jú, það passar, allar býflugur til ræktunar á Íslandi koma frá mér. Ég hef flutt út til Íslands síðastliðin tíu ár í kringum 50 bú á ári. Ég er eini ræktandinn sem getur afhent býflugur sem er tryggt að hafi ekki varro-mítilinn í sér. Enn eru Ástralir lausir við þennan skaðvald en vegalengd- in er svolítið löng þaðan til Norðurlandanna og býflugurnar þar eiga sennilega erfitt með að aðlagast til dæmis íslensku lofts- lagi,“ útskýrir Torbjörn. Býflugurnar frá Torbirni eru einnig grunnur rannsóknarverk- efnis um heilbrigði býflugna við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í Uppsala þar sem leitað er lausna á þeim vanda sem varro-mítlar valda. „Við náðum að losa okkur við varro-mítilinn árið 1983 og höfum ekki fundið fyrir honum síðan. Á þeim tíma flutti hing- að býflugnaræktandi frá Austur- Finnlandi með tólf býflugnabú. Við heyrðum orðróm um það áður en hann flutti að býflugurnar hans væru mögulega smitaðar af mítl- inum. Því höfðum við samband við dýralækninn hér á svæðinu sem gerði rannsókn á búunum tólf og þá fannst strax það sem leitað var að. Það var lítið smit en það var nógu slæmt fyrir því. Næsta dag dóu allar býflugurnar í búunum tólf. Eftir þetta urðum við mjög varkár hér með að taka inn býflugur eða drottningar,“ segir Torbjörn og bætir við: „Það er dásamlegt að fá tilnefn- inguna til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Það hefur jú verið mikið einblínt á frjóvgandi skordýr og líffræðilega fjölbreytni undanfarin ár en það er enn margt sem hægt er að gera í þeim efnum, af nógu er að taka.“ Uppfylla staðlana EN 20471: 2011 og EN 342 Efni: Rip-stop 100% Pólýester, 230g/m² Stærðir: S-3XL Verð 24.676 kr. KH Vinnuföt • Nethyl 2a • 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 • info@khvinnufot.is • www.khvinnufot.is Slitsterkir kuldagallar úr ripstop efni. Ytra byrðið er vatnsvarið öndunarefni. Hetta með rennilás, sérniðin fyrir hjálma. Tvær hæðir fyrir hnjápúða. Wenaas Kuldagallar perlur Vestfjarða Heimskautarefurinn er alfriðaður á Hornströndum, hann er frekar gæfur og aðgengið er nokkuð auðvelt, sem er ekki annars staðar í heiminum. Myndir / Rúnar Karlsson Ferðaskrifstofan Borea Adventures býður meðal annars upp á refaljósmynda- og skoðunarferðir án þess að hafa áhrif á refastofninn á Vestfjörðum. Rúnar Karlsson, einn eigenda ferða- skrifstofunnar Borea Adventures á Ísafirði, segir það mikla viðurkenn- ingu fyrir fyrirtækið að fá tilnefn- ingu til umhverfisverðlauna Norð- urlandaráðs á þessu ári sem snýr að verndun íslenska refsins með sjálf- bærri ferðaþjónustu að leiðarljósi. Næsta Bændablað kemur út 5. nóvember Smáauglýsinga- síminn er: 563 0300 Eldri blöð má finna hér á PDF:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.