Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 21
Færa má rök fyrir því að hægt
sé að rækta rafhlöður á túnum
bænda ef marka má umræður
um ótrúlega möguleika í nýtingu
á iðnaðarhampi. Sýnt hefur verið
fram á ofurgetu hamptrefja til að
leiða rafmagn og aukinn kraftur
virðist vera að færast í þróun á
rafhlöðum sem byggja á hampi
sem lykilhráefni.
Þann 15. september síðastliðinn
staðfestu stjórnendur fyrirtækisins
Alternet Systems, Inc. að fyrirtæk-
ið taki þátt í langtímarannsóknum
sem miða að innleiðingu hamps sem
hráefni í bílasmíði og ekki síður í
bílarafhlöður. Þessi yfirlýsing er talin
geta orðið til þess að mikill kraftur
verði settur í þróun á rafhlöðum sem
byggja á hampi sem lykilhráefni.
Nýtur tengsla við
hernaðaryfirvöld
Fyrirtækið er skráð á verðbréfa-
markaði OTC í New York sem
ALYI. Höfðu hlutabréf í fyrirtæk-
inu hækkað um 118% á milli ára
miðað við stöðuna 12. október síð-
astliðinn samkvæmt markaðssíðu
CNN Business. ALYI nýtur þess
án efa að vinna fyrir hernaðaryfir-
völd í Bandaríkjunum og víðar, m.a.
Sameinuðu þjóðirnar, við þróun og
útvegun lausna er varða raforkumál
og stjórnkerfi. Þar spilar inn í að her-
gagnaiðnaðurinn í Bandaríkjunum er
stærsti útflytjandi í heimi á búnaði
til hernaðar, eða varnarbúnaði eins
og það er opinberlega kallað, og er
með um 30% markaðshlutdeild á
heimsvísu. Bandaríkjaher setur um
100 milljónir dollara á ári í kaup á
rafhlöðum af ýmsu tagi. Á þetta hafa
stjórnendur ALYI horft og segja sem
svo að það séu 195 lönd í heiminum
sem þurfi á svipuðum lausnum að
halda og einungis 20 þeirra séu ekki
með eigin her.
„Þetta er býsna stór markaður
fyrir rafhlöður og þar sem hernaðar-
búnaður er sífellt að verða rafvæddari
og færanlegri, þá getur markaðurinn
fyrir rafhlöður ekki gert annað en að
vaxa,“ segir á heimasíðu ALYI.
Miklir möguleikar taldir í að nýta
hamp í rafhlöður
Hugsunin hjá ALYI er að sýna fram
á möguleikana sem felast í að nýta
þetta ódýra hráefni sem hampurinn
er á margvíslegan hátt í samgöngum.
Bæði við bílasmíði og ekki síst til
að framleiða ofurþétta eða geyma
(Supercapacitors) sem eru þó ekki
rafhlöður í venjulegum skilningi á
því orði. Þeir geta t.d. ekki geymt
raforku í langan tíma einsog hægt
er með liþíum rafhlöðum.
Hampur hefur verið borinn saman
við hefðbundið grafít sem hráefni í
ofurrafhlöður og komið vel út. Mikil
þróunarvinna er þó eftir áður en
hamprafhlöður gætu farið að skáka
Lithium-Ion rafhlöðunum sem nú eru
mest notaðar. Þær hafa þann eigin-
leika að geta geymt mikla raforku,
en geta ekki tekið inn né losað frá sér
orkuna á eins miklum leifturhraða og
hampgeymarnir geta gert. Telja vís-
indamenn að geymsluvandi hampraf-
hlaða sé eitthvað sem tæknilega muni
fljótlega verða leyst úr. Það gæti þýtt
algjöra byltingu í rafhlöðutækninni.
Þó verður að hafa í huga að nær allt
sem sagt hefur verið alveg á næsta
leyti í þróun rafhlaða hingað til á sér
áratuga langa sögu.
Hampur öflugur og ódýr
orkuleiðari
Rannsóknir virðast sýna að rafhlöður
úr hampi geti verið allt að átta sinnum
öflugir en Lithium-Ion rafhlöður og
geta einnig hlaðið og afhlaðið sig
margfalt hraðar. Gróflega snýst þetta
um að sjóða hamptrefjarnar með
tækni sem kölluð er „hydrothermal
synthesis“ og búa til úr þeim kolefn-
is-nanóplötur (carbon nanosheets).
Í þetta er í raun notaður úrgangs-
hampur sem annars færi í urðun.
Þannig eru menn í raun komnir
með efni sem svipar til grafíns, en er
vistvænt, endurnýjanlegt og margfalt
ódýrara í framleiðslu. Það hefur betri
leiðni en kopar og er sagt sterkara
en demantur.
Það eru einmitt hinar hárfínu
hamptrefjar sem eru lykillinn að
árangrinum þar sem með litlu
rúmtaki af mjög léttu hráefni er hægt
að fá gríðarlega mikið yfirborð. Er
það talið geta valdið byltingu í smíði
á rafhlöðum að mati vísindanna hjá
Clarkson-háskólanum í Podsdam í
New York.
Eðlislétt og sterkt efni
Hampur er mjög eðlislétt hráefni
ólíkt þeim efnum sem nú eru notuð
í bílarafhlöður, en með svipaðan
styrk. Eru sérfræðingar ALYI að
rannsaka samþættingu við nýtingu
á hampi í rafhlöður og við hönnun
og smíði ökutækja.
Hægt er að breyta trefjum
úr ræktun á iðnaðarhampi til að
geyma raforku að því fram kom á
fundi American Chemical Society í
San Francisco árið 2014. Þar koma
hamptrefjarnar í stað graphine í raf-
hlöðum. Þar greindi dr. David Mitlin
of Clarkson hjá New York-háskóla
frá búnaði sínum sem hann hafði
áður lýst í tímaritinu ACS Nano. Það
sem meira er að hann lýsti því að
hægt væri að breyta hampi í ofurraf-
geymi með litlu orkutapi og hefur þá
eiginleika að geta losað sig hratt við
orkuna sem hann geymir.
Af einhverjum ástæðum hafa
menn þó frekar beint sjónum sínum
að dýrum og eitruðum þungmálmum
eins og notaðir eru í Lithium-ion
rafhlöður í dag. Í október 2019 var
þó greint frá því á vefsíðu United
Kingdom Canabis Social Clubs, að
það væri ótrúlega einfalt að búa til
rafgeymi úr hampi. Þar lýsti Robert
Murry Smith því að rannsóknir hafi
sýnt að hampur geti verið átta sinn-
um öflugri en liþíum (lithium) og
væri líka öflugra en grafín (grap-
hine) í þynnum sem gerðar eru úr
kolefnisatómum og eru 200 sinnnum
sterkari en stál. /HKr.
byko.is
YLEININGAR ERU LÉTTAR
STÁLKLÆDDAR SAMLOKU-
EININGAR SEM FÁST
MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS- EÐA
STEINULLARKJARNA.
Einingarnar eru sterkar og burðarmiklar og fást
með mismunandi yfirborði og litum að eigin vali.
Helstu kostir þess að nota samlokueiningar er
auðveld og fljót uppsetning, auðveld þrif, mikil
burðargeta, mikið einangrunargildi og er ódýr
kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir.
Yleiningar henta vel fyrir eldri gripahús þar sem
skipta þarf út þak- og eða vegg jaklæðningum.
BALEX yleiningar eru framleiddar undir
ströngu eftirliti samkvæmt viðurkenndum
evrópskum stöðlum.
Hafðu samband: bondi@byko.is
YLEININGAR
Iðnaðarhampur talinn geta orðið lykilhráefni
í ofurrafhlöðum framtíðarinnar
Hampur er til margra hluta nytsamlegur. Nú veðja menn á að hann geti nýst
vel í rafvæðingu farartækja framtíðarinnar, en á árum áður nýttist hann vel
í bátasmíði og í tóg og reipi á seglskipum. ynd / Operation Earth
Bílaframleiðandinn Honda hefur m.a. framleitt rafgeyma þar sem hampur
er lykilhráefni.
Það eru fínu þræðirnir sem hægt er
að vinna úr trefjum hampplöntunnar
sem þykja nú áhugaverðir í fram-
leiðslu á rafhlöðum. Auðvinnanlegt,
ódýrt, létt og vistvænt hráefni, ólíkt
þeim þungmálmum sem notast er
við í dag.
hlutum fylgja bara skipspappírar og
reikningar eins og venjan er og gild-
ir almennt um innfluttar vörur til
ESB-ríkja.
Ég held að reglugerðin sem þarna
er verið að fara eftir hafi verið svona
illa unninn að þar stangast hvað á
annað horn.
Ég vissi ekkert af þessum
breytingum á umferðarlögum þegar
ég pantaði þessi leiktæki og hafði
ekki hugmynd um breytinguna sem
tók gildi 1. janúar síðastliðinn. Enda
er ég ekkert í svona innflutningi og
er aðallega að flytja inn stál. Mér og
félögum mínum fannst bara sniðugt
að flytja þessi tæki inn til að gefa
barnabörnunum.“
Flytja inn tvö til þrjú þúsund
tonn af stáli á ári en hefur aldrei
lent í öðru eins
„Ég flyt inn í samvinnu við aðra um
tvö til þrjú þúsund tonn af stáli á
ári en það hvarflaði ekki að mér að
þessi tveir leikfangabílar gætu orðið
eitthvað vandamál.
Strax þegar bílarnir komu til
landsins byrjar ballið. Ég hafði sam-
band við tollinn, en tollurinn vísaði
mér fyrst á Vinnueftirlit ríkisins eins
og og um atvinnutæki væri að ræða.
Ég kom af fjöllum og spurði hvað
þeim kæmi þetta við, þetta væri jú
ekki jarðýta. Svo kom það í ljós að
Vinnueftirlitið hafði ekkert með
þetta að gera og þá var mér vísað
á Samgöngustofu. Þá upphófust
vandræðin fyrir alvöru. Þeir kröfðust
alls konar pappíra og ég fékk afrit
af þeim send í pdf-skjölum sem eru
almennt viðurkennd í svona sam-
skiptum nema hjá Samgöngustofu.
Þeir kröfðust frumrita af reikningum
og varð ég því að útvega þau með
DHL hraðpósti. Í þessu furðulega
máli eru alls staðar settir fyrir mann
þröskuldar í kerfinu og erlendu fram-
leiðendurnir eru gapandi hissa. Ég
fékk póst frá framleiðandanum sem
spurði hvort við værum ekki í EES.
Ég sagði jú, en hann spurði á móti,
hvað er þá vandamálið á Íslandi? Ég
bara skil þetta ekki,“ segir Jóhannes.
Mun líka valda hreyfihömluðum
miklum erfiðleikum
Jóhannes segir að leikföngin séu
svo sem eitt, en verra sé að ný lög
og reglugerðir séu farnar að hafa
áhrif á hreyfihamlaða. Fólk sem þarf
sárlega á rafdrifnum hjálpartækjum
af ýmsu tagi að halda til að komast
ferða sinna.
„Konan mín er með Park-
insonveiki, en er mikil golfáhuga-
manneskja. Við keyptum því
rafknúið þríhjól hjá Svavari í
Hveragerði á sínum tíma sem hún
hefur notað á golfvellinum sér til
mikils gagns. Nú eru þessi tæki
skráningarskyld með tilheyrandi
kostnaði og erfiðleikum fyrir slíkt
fólk.
Þetta er algjörlega afleitt þegar
verið er að semja lagabreytingar
og reglugerðir án samráðs við þá
sem verða helst fyrir barðinu á þeim
breytingum. Svo er enn verra þegar
reglugerðirnar eru ekki nógu skýrar
þannig að embættismenn í stofnun-
um ríkisins vita ekkert hvernig þeir
eigi að túlka þær. Starfsmenn stofn-
ana vísi bara hver á annan, þetta er
engan veginn í lagi,“ segir Jóhannes.
„Halló, þetta eru leikföng
fyrir 3–8 ára börn“
Svavar Kristinsson hefur einnig
skoðað innflutning á rafdrifnum
bílum fyrir börn frá Xingtai Qitai
Trading Limited, sem voru enn
veigaminni en bílar Jóhannesar.
Þar voru gerðar sömu kröfur um alls
konar pappíra og vottorð frá Kína
með kröfum um skráningarskyldu.
Sendi Svavar fyrirspurn um slíka
pappíra til Kína. Örstutt svar lýsir
vel undrun Kínverjanna, en í því
stóð:
„HALLÓ – bílarnir okkar og
mótorhjólin eru fyrir börn á aldr-
inum 3–8 ára ...“