Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202010 FRÉTTIR Hugsanleg sameining rædd í Svalbarðsstrandarhreppi og Eyjafjarðarsveit: Upphaf að langri vegferð þar sem ekkert er ákveðið með útkomuna Fulltrúar sveitarstjórna tveggja sveit ar félaga í Eyjafirði, Eyja­ fjarðar sveitar og Svalbarðs strand­ ar hrepps hittust í september og báru saman bækur sínar varðandi hugsanlega sameiningu. „Þetta er í raun upphafið að langri vegferð þar sem ekkert er ákveðið um útkomuna. Sveitarstjórn er því að huga að framtíðarhagsmunum íbúa og fyrirtækja á svæðinu, hvernig hægt sé að tryggja og efla svæðið,“ segir Björg Erlingsdóttir, sveitar­ stjóri í Svalbarðsstrandarhreppi. Skólar og aðrar starfsstöðvar sveitarfélaganna voru heimsótt, farið var yfir fjárhagslega stöðu þeirra og það umfangsmikla verk­ efni sem sameining sveitarfélaga er. Björg segir fundinn hafa verið upp­ lýsandi fyrir þátttakendur og verið fyrsta skrefið í kortlagningu þeirra möguleika sem hægt er að skapa með auknu samstarfi eða sameiningu. Hún nefnir að næstu skref í mál­ inu verði að bjóða sveitarstjórnum Hörgársveitar og Grýtubakkahrepps til fundar á sömu forsendum. „Það er mikilvægt að eiga samtalið hvort sem það leiðir til formlegra við­ ræðna síðar meir, aukins samstarfs, þátttöku fleiri sveitarfélaga eða að fyrirkomulagið verði áfram óbreytt,“ segir Björg en sveitarfélögin eiga nú þegar í þó nokkru samstarfi um ýmis mál. Yrði þriðja stærsta sveitarfélagið Sveitarstjórn Svalbarðs strandar­ hrepps stóð fyrir íbúaþingi í byrjun árs þar sem velt var upp spurningum um hugmyndir íbúa um sameiningu sveitarfélaga, tækifæri og ógnanir. „Það var rætt um hvað við viljum fá út úr sameiningu og hvaða þjón­ ustu við viljum ef til hennar kæmi,“ segir Björg, en verði af sameiningu fjögurrra sveitarfélaga í nágrenni Akureyrar yrði þar um að ræða sveitarfélag með um 2.500 íbúa sem yrði þriðja stærsta sveitarfélagið á Norðurlandi eystra. Fjöldinn ekki afgerandi þáttur Bendir Björg á að ráðgert sé að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði eitt þúsund íbúar árið 2026 og gert ráð fyrir að sameiningar verði lögbundnar samkvæmt nýrri þingsályktunartillögu samgöngu­ og sveitarstjórnarráðherra. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hafi lýst sig andsnúna lögbundinni sameiningu þar sem miðað verði við íbúafjölda. Hún segir að á sama tíma hafi sveit­ arstjórn Svalbarðsstrandarhrepps velt fyrir sér sameininga­ og eða samstarfsforsendum út frá því hvernig megi styrkja sveitarfélagið og efla þjónustu við íbúa frekar en að fylla 1.000 íbúa markið. „Það er í raun viðmiðið sem á að hafa í huga við sameiningu sveitar­ félaga, hvernig hægt sé að efla þjón­ ustu og lífsgæði íbúa. Fjöldinn er ekki afgerandi þáttur í þeirri jöfnu, fjarlægðir milli staða, landfræðilegar stærðir sveitarfélaga, aldursdreifing íbúa, atvinnutækifæri og atvinnu­ uppbygging, þjónusta sveitarfélaga og nálægð við aðra þjónustukjarna skipta hér mestu,“ segir Björg. Hún segir Svalbarðsstrandarhrepp standa vel þrátt fyrir að íbúar séu innan þessara marka um íbúafjölda en þar skipti miklu samstarf milli sveitarfé­ laga og sterkur þjónustukjarni sem er innan seilingar og þjónusta er keypt af. Greinum styrkleika og tækifæri „Sveitarstjórn Svalbarðsstrandar­ hrepps ákvað því að hefja sam­ ræður við nágrannasveitarfélögin Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp og Hörgársveit með það verkefni í farteskinu að greina hvar styrkleikar okkar og tækifæri liggja, hvort aukið samstarf sé leiðin eða sameining og þá sameining hverra. Markmiðið er að efla sveitarfélagið og krafta þess til framkvæmda og þá er mikilvægt að kortleggja núverandi stöðu um leið og sú kortlagning gefur okkur tækifæri til þess að skoða ólíkar sviðsmyndir,“ segir Björg. Skoða alla möguleika með opnum huga Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, segir málið ekki hafa verið rætt núna. „Ef svo fer að við verðum þvinguð í sameiningu verða allir mögu leikar skoðaðir með opnum huga, en ég tel ólíklegt að farið verði í sameiningar­ viðræður við óbreyttar aðstæður,“ segir hann og bætir við að Grýtu­ bakkahreppur eigi gott samstarf við þessi sveitarfélög og málin séu rædd reglulega. /MÞÞ Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri í Svalbarðsstrandarhreppi. Fulltrúar í sveitarstjórnum Svalbarðsstrandarhrepps og Eyjafjarðarsveitar hittust á dögunum og báru saman bækur sínar vegna hugsanlegrar sameiningar. Til stendur að ræða einnig við fulltrúa úr sveitarstjórnum annarra sveitarfélaga í nágrenninu. Horft yfir að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Mynd / HKr. Matvælaáætlun SÞ hlaut friðarverðlaun Nóbels Matvælaáætlun Sameinuðu þjóð­ anna, stærsta mannúðarverkefni í heiminum, hlaut á dögunum frið­ arverðlaun Nóbels fyrir átak sitt við að berjast gegn hungri og að bæta friðarskilyrði fólks á svæðum þar sem átök geisa ásamt því að koma í veg fyrir að matur sé not­ aður sem vopn í stríði og deilum. Það kristallast vel í einkunnar­ orðum áætlunarinnar; „Matur er besta bóluefnið gegn ringulreið“. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóð­ anna var sett á laggirnar árið 1961 og brauðfæðir í dag yfir 90 milljónir manna ár hvert. Samt sem áður eru enn í dag einn af hverjum níu manns í heiminum sem fá ekki nægan mat. Mikilvægi matvælaöryggis og friðar Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hefur fjöldi þeirra sem lifa við hungurmörk margfaldast undan­ farna mánuði. Markmiðið með áætluninni hefur verið að beina sjónum að deilum í og milli landa ásamt loftslagsbreytingum, en í ár hefur COVID­19 bæst í hópinn. Sú vinna sem matvælaáætlunin byggir á leggur áherslu á hversu mikilvægt það er að lönd framleiði sín eigin matvæli til að tryggja matvælaör­ yggi. Nóbelsverðlaunin er áminn­ ing til allra þjóða heimsins um að aðstæður verði að vera til staðar hjá hverri og einni þeirra til að lönd hafi tækifæri til að framleiða matvæli ofan í íbúa sína. „Allar þær 690 milljónir manna sem búa við hungur í dag í heim­ inum eiga rétt á að lifa í friði og án hungurs. Starfsfólkið okkar er þarna úti og starfar við afar erfiðar aðstæður á hættulegustu stöðum í heiminum, hvort sem það er stríð, deilur eða miklar öfgar í veður­ fari vegna loftslagsbreytinga, það skiptir ekki máli. Þau eru þarna úti allt árið um kring og þau eiga þessi friðarverðlaun skilið. Samt sem áður vinnum við þetta starf ekki ein því við störfum náið með stjórnvöldum í hverju landi fyrir sig, íbúum og alþjóðlegum sam­ tökum ásamt aðilum í einkageiran­ um sem hafa allir ástríðu fyrir því að bregðast við hungri og fyrir þá sem eru í viðkvæmri stöðu. Án allra þessa aðila gætum við ekki hjálpað neinum,“ sagði framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóð­ anna, David Beasly. /ehg Ýmis tækifæri þó staðan sé uggandi Sölvi Arnarsson, bóndi á Efstadal II við Laugarvatn og formaður Félags ferðaþjónustubænda, segir sína félagsmenn uggandi yfir stöð­ unni og horfum fyrir veturinn en vonast þó til að hjólin fari aftur að snúast á vormánuðum. Hann segir marga félagsmenn reka rótgróin fjölskyldufyrirtæki sem eru ekki með öll eggin í sömu körfunni, sem sé heppilegt, á slíkum óvissutímum sem við lifum á. „Þetta er náttúrlega ótrúlega sér­ stakt umhverfi sem við búum við í dag, sérstaklega bændur hér í og við Gullna hringinn þar sem fyrir ári síðan keyrðu hér mörg þúsund bílar á hverjum degi en núna sér maður varla bíl. Maður finnur sem betur fer ekki fyrir þessu ástandi gagnvart búrekstrinum nema að maður hittir ekki þessa bláu karla (þjónustuað­ ilar) sem eru að þvælast í kringum mann öllu jöfnu. Það eru 150 ferða­ þjónustubændur í okkar félagsskap og flestir þeirra reka rótgróin fjöl­ skyldufyrirtæki sem standa á föst­ um grunni. Bændur eru oft úrræða­ góðir og lifa af slíkar afurðaverðs­ skerðingar, margir eru ekki með öll eggin í sömu körfunni, eru sem sagt í blönduðum rekstri, og þá er áfram eitthvert tekjustreymi,“ segir Sölvi. Safna kröftum fyrir vorið Starfsfólki ferðaskrifstofunnar Hey Iceland, sem er í eigu Félags ferða­ þjónustubænda, hefur fækkað um­ talsvert á árinu en þrátt fyrir erfiða stöðu ríkir þó ákveðin bjartsýni í greininni, að sögn Sölva. „Menn eru uggandi yfir stöðunni, þetta er auðvitað rosaleg breyting því við vorum orðin vön allt öðru og þá sérstaklega á suðvesturhorninu þar sem mesta umferðin var yfir vetrar­ mánuðina. Fólk er að reyna að jafna sig á þessu og safna kröftum. Ég held að fólk hafi áttað sig á því að það gætu komið fleiri COVID­bylgjur, það voru öll teikn á lofti um það. Nú krossar maður bara fingur og vonar að hjólin fari aftur að snúast í apríl á fullu. Við finnum fyrir ásókn hjá okkur á skrifstofunni á Hey Iceland, fólk langar að koma og það er einn og einn sem er til í að koma núna í ástandinu. Það gefur okkur von um að við verðum ákjósanlegur staður þegar allt fer að snúast aftur,“ útskýr­ ir Sölvi og segir jafnframt: „Við erum að undirbúa okkur undir að vera tilbúin þegar allt fer af stað aftur og erum að vinna í markaðsátaki með Hey Iceland. Það er nóg af verkefnum að vinna í og eitt af þeim er að markaðs­ setja okkur sem góðan kost inn á stærstu bókunarrisana og láta vita meira af okkur þar. Við erum hvergi bangin og ætlum að vera tilbúin þegar þetta fer aftur í gang og höfum fulla trú á að við verð­ um klár þegar það skellur á.“ /ehg Sölvi Arnarsson. Efstidalur. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.