Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 33 Nú ná náttúrulegir birkiskógar yfir um 1,5% af flatarmáli Íslands, eða 155 þús. hektara. Ræktaður skógur er á um 43 þús. hekturum þannig að skógar Íslands þekja samtals um 2% landsins, eða tæp 4% láglendis. Í dag er opinber stefna um að byggja upp skógarauðlind og nota til þess a.m.k. 5% af láglendi landsins til að efla byggð í sveitum og auka timburframleiðslu. Gera má ráð fyrir að skógrækt vaxi einnig fiskur um hrygg á næstu árum vegna kolefn- isbindingar til að vinna gegn lofts- lagsbreytingum og skógarbændur geta tekið þátt í því átaki. Á Héraði er skógarþekja láglendis komin í um 20% og viðarmagn nytjaskóg- anna eykst ár frá ári. Áætlað er að standandi viðarmagn bændaskóga á Héraði verði orðið um 292 þús. rúmmetrar árið 2024. Það þýðir að æ stærra hlutfall þess skógar sem er fellt verður að verðmætum timbur- afurðum eins og borðviði sem leið- ir þá til minni innflutnings á þeirri vöru. Hálf öld er skammur tími í lífi skógar Mjór er mikils vísir og lerki- plönturnar átta þúsund sem plantað var fyrir hálfri öld á Víðivöllum ytri í Fljótsdal eru orðnar að gildum trjám sem er flett í borðvið. Það er við hæfi að á sama bæ hefur verið byggt upp fyrirtæki sem sérhæfir sig í að vinna skógarafurðir. Fljótsdalsáætlun hefur þannig sannað gildi sitt og sýnt fram á að skógrækt sem búgrein er raunhæfur kostur á Íslandi líkt og í Norður-Noregi. En hálf öld er skammur tími í lífi skógar og kynslóðin sem gróðursetur lifir sjaldnast að sjá afrakstur erf- iðisins. Þeir víðsýnu bændur sem árið 1970 lögðu lönd undir fjarlæga draumsýn um nytjaskóga hafa kvatt en yngri kynslóðir tekið við þessari náttúruauðlind nýrra tíma. Að líkind- um verður það þriðja kynslóðin sem nýtur mestu ávaxtanna þegar haldið verður upp á aldarafmæli bænda- skógræktar eftir önnur fimmtíu ár. Þá verða „skínandi fagrir skógar, skreyt- andi hlíð og fjöll“ eins og Hákon Aðalsteinsson heitinn, skógar bóndi á Húsum í Fljótsdal, komst að orði í kvæði sínu um framtíðarsýn skógarbóndans. Það er við hæfi að ljúka greininni á síðasta erindi þess kvæðis. Þýtur í bjarkarblöðum blærinn um sumardag. Hljómar í hjörtum glöðum heillandi sálmalag. Framtíðarsýn ég sé. Læt ég um landið óma lúðursins fögru hljóma engill í eigin tré. Skúli Björn Gunnarsson Félag skógarbænda á Austurlandi PIR og steinullar yleiningar Stuttur afgreiðslutími YLEININGAR TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 865-9277 VEFFANG www .bkhonnun . is HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Haldið var upp á 25 ára afmæli bændaskógræktar í Víðivallaskógi um Jónsmessu 1995. Í skóginum var sett upp sýning á gróðursetningaráhöldum o.fl. Þorsteinn Sigurðsson læknir stendur með staf sinn á svipuðum stað og aldarfjórðungi áður. Mynd / Skúli Björn/Myndasafn Skógræktarinnar Á 25 ára afmælinu var líka sýnd viðarvinnsla, t.a.m. framleiðsla viðarkurls og girðingarstaura auk þess sem ný færanleg flettisög var tekin til kostanna. Mynd / Skúli Björn/Myndasafn Skógræktarinnar Það gafst ærið tilefni til að syngja hinn hátt rómaða söng skógarmanna „skógarmannaskál“ á aldarfjórðungsafmælinu. Í forsöngskórnum f.v.: Sigur- geir Þorgeirsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, Hákon Aðalsteins- son, skógarbóndi og veislustjóri, Jónas Magnússon, bóndi á Uppsölum, Sig- urður Blöndal, fv. skógræktarstjóri, Gunnar Guttormsson frá Hallormsstað, Níels Árni Lund, deildarstjóri landbúnaðarráðuneytis og Friðjón Jóhannsson músíkant. Mynd / Skúli Björn/Myndasafn Skógræktarinnar Veisluaðstaða fyrir yfir hundrað manns var unnin úr heimafengnu timbri og smíðuð í rjóðri elstu lunda Víðivallaskógar. Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Héraðsskóga, að halda tölu eftir að hafa opnað samkomuna með því að fella tré. Mynd / Skúli Björn/Myndasafn Skógræktarinnar Hákon Aðalsteinsson, skáld og skógarbóndi á Húsum, stýrði veisl- unni á 25 ára afmælinu með styrkri hendi. Veislurjóðrið tekur vel á móti gestum aldarfjórðungi síðar. Mynd / Bjarki Jónsson Útdráttarvél skógarbænda að störfum í 50 ára gömlum lundum. Mynd / Bjarki Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.