Bændablaðið - 22.10.2020, Page 33

Bændablaðið - 22.10.2020, Page 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 33 Nú ná náttúrulegir birkiskógar yfir um 1,5% af flatarmáli Íslands, eða 155 þús. hektara. Ræktaður skógur er á um 43 þús. hekturum þannig að skógar Íslands þekja samtals um 2% landsins, eða tæp 4% láglendis. Í dag er opinber stefna um að byggja upp skógarauðlind og nota til þess a.m.k. 5% af láglendi landsins til að efla byggð í sveitum og auka timburframleiðslu. Gera má ráð fyrir að skógrækt vaxi einnig fiskur um hrygg á næstu árum vegna kolefn- isbindingar til að vinna gegn lofts- lagsbreytingum og skógarbændur geta tekið þátt í því átaki. Á Héraði er skógarþekja láglendis komin í um 20% og viðarmagn nytjaskóg- anna eykst ár frá ári. Áætlað er að standandi viðarmagn bændaskóga á Héraði verði orðið um 292 þús. rúmmetrar árið 2024. Það þýðir að æ stærra hlutfall þess skógar sem er fellt verður að verðmætum timbur- afurðum eins og borðviði sem leið- ir þá til minni innflutnings á þeirri vöru. Hálf öld er skammur tími í lífi skógar Mjór er mikils vísir og lerki- plönturnar átta þúsund sem plantað var fyrir hálfri öld á Víðivöllum ytri í Fljótsdal eru orðnar að gildum trjám sem er flett í borðvið. Það er við hæfi að á sama bæ hefur verið byggt upp fyrirtæki sem sérhæfir sig í að vinna skógarafurðir. Fljótsdalsáætlun hefur þannig sannað gildi sitt og sýnt fram á að skógrækt sem búgrein er raunhæfur kostur á Íslandi líkt og í Norður-Noregi. En hálf öld er skammur tími í lífi skógar og kynslóðin sem gróðursetur lifir sjaldnast að sjá afrakstur erf- iðisins. Þeir víðsýnu bændur sem árið 1970 lögðu lönd undir fjarlæga draumsýn um nytjaskóga hafa kvatt en yngri kynslóðir tekið við þessari náttúruauðlind nýrra tíma. Að líkind- um verður það þriðja kynslóðin sem nýtur mestu ávaxtanna þegar haldið verður upp á aldarafmæli bænda- skógræktar eftir önnur fimmtíu ár. Þá verða „skínandi fagrir skógar, skreyt- andi hlíð og fjöll“ eins og Hákon Aðalsteinsson heitinn, skógar bóndi á Húsum í Fljótsdal, komst að orði í kvæði sínu um framtíðarsýn skógarbóndans. Það er við hæfi að ljúka greininni á síðasta erindi þess kvæðis. Þýtur í bjarkarblöðum blærinn um sumardag. Hljómar í hjörtum glöðum heillandi sálmalag. Framtíðarsýn ég sé. Læt ég um landið óma lúðursins fögru hljóma engill í eigin tré. Skúli Björn Gunnarsson Félag skógarbænda á Austurlandi PIR og steinullar yleiningar Stuttur afgreiðslutími YLEININGAR TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 865-9277 VEFFANG www .bkhonnun . is HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Haldið var upp á 25 ára afmæli bændaskógræktar í Víðivallaskógi um Jónsmessu 1995. Í skóginum var sett upp sýning á gróðursetningaráhöldum o.fl. Þorsteinn Sigurðsson læknir stendur með staf sinn á svipuðum stað og aldarfjórðungi áður. Mynd / Skúli Björn/Myndasafn Skógræktarinnar Á 25 ára afmælinu var líka sýnd viðarvinnsla, t.a.m. framleiðsla viðarkurls og girðingarstaura auk þess sem ný færanleg flettisög var tekin til kostanna. Mynd / Skúli Björn/Myndasafn Skógræktarinnar Það gafst ærið tilefni til að syngja hinn hátt rómaða söng skógarmanna „skógarmannaskál“ á aldarfjórðungsafmælinu. Í forsöngskórnum f.v.: Sigur- geir Þorgeirsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, Hákon Aðalsteins- son, skógarbóndi og veislustjóri, Jónas Magnússon, bóndi á Uppsölum, Sig- urður Blöndal, fv. skógræktarstjóri, Gunnar Guttormsson frá Hallormsstað, Níels Árni Lund, deildarstjóri landbúnaðarráðuneytis og Friðjón Jóhannsson músíkant. Mynd / Skúli Björn/Myndasafn Skógræktarinnar Veisluaðstaða fyrir yfir hundrað manns var unnin úr heimafengnu timbri og smíðuð í rjóðri elstu lunda Víðivallaskógar. Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Héraðsskóga, að halda tölu eftir að hafa opnað samkomuna með því að fella tré. Mynd / Skúli Björn/Myndasafn Skógræktarinnar Hákon Aðalsteinsson, skáld og skógarbóndi á Húsum, stýrði veisl- unni á 25 ára afmælinu með styrkri hendi. Veislurjóðrið tekur vel á móti gestum aldarfjórðungi síðar. Mynd / Bjarki Jónsson Útdráttarvél skógarbænda að störfum í 50 ára gömlum lundum. Mynd / Bjarki Jónsson

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.