Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202024 LÍF&STARF Á Vatnsenda í Flóahreppi hafa orðið kynslóðaskipti, en Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson tóku árið 2015 við kjúklingabúskapnum af Ingimundi Bergmann og Þórunni Kristjánsdóttur sem höfðu byggt upp Kjúklingabúið Vor. Vinna við byggingagrunna að tveimur nýjum 877 fermetra eldishúsum er komin af stað og þau Eydís og Ingvar sömdu nýverið við Reykjagarð um frekara samstarf um kjúklingaeldi. Ingimundur og Þórunn hófu kjúklingaeldi árið 1978 og er búið því með þeim elstu í greininni. Ingvar segir að foreldrar hans búi enn á Vatnenda og þar hjálpist allir að. „Það er rétt að krafa um fáa fugla á fermetra hefur haft áhrif á það að við ráðumst í þessa stækkun,“ svarar Ingvar. „Við reiknum með að húsin verði komin í rekstur í vor, en það má segja að þetta hafi verið í undirbúningi með hléum frá 2014. Þegar húsin verða komin í fullan rekstur verður framleiðslan úr þeim um 360 tonn á ári. Húsin verða gerð úr steinsteypt- um einingum. Veggir og gólf verða steinsteypt en þökin verða gerð úr stálburðarvirki og klædd með stein- ullar samlokueiningum. Húsin verða vel búin hvað varðar allan búnað. Þegar hann er spurður hvað verði um það mikla magn af kjúklingaskít sem komi frá slíku búi, segir hann að það sé útbreiddur misskilning- ur að það komi mikill úrgangur frá kjúklingum. „Staðreyndin er sú að það kemur sáralítill skítur frá kjúklinga- eldi ef það er borið saman við fram- leitt magn afurða. Kjúklingaskítur er hins vegar afskaplega góður áburður og verðmætur þeim sem þurfa áburð á tún. Einnig er gott að nota skítinn til landgræðslu,“ segir Ingvar. Uppbygging í sunnlenskum sveitum Guðmundur Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs, segir að samningurinn gangi út á að ramma enn frekar inn það góða viðskipta- samband sem búið sé að byggja upp á liðnum árum. „Þegar búið verður komið í fulla notkun mun það verða þriðja til fjórða stærsta búið sem framleiðir fyrir okkur, um þriðj- ungur af stærð Ásmundarstaða sem er stærst. Samningurinn felur í sér að Kjúklingabúið Vor elur upp kjúklinga og skilar þeim í formi afurðainn- leggs til Reykjagarðs, sem vinnur og markaðssetur afurðirnar undir sínum merkjum. Þýðingin fyrir Reykjagarð er sú að með honum næst framleiðsluaukning án þess að Reykjagarður þurfi sjálfur að fjárfesta í og reka eldishús og búnað. Jafnframt felst í þessu ákveðin áhættudreifing í starfseminni. Stærsti ávinningurinn eru svo auðvitað sá að með þessu skjótum við styrkari stoðum undir búskapinn á Vatnsenda og stuðlum að uppbyggingu í sunnlenskum sveitum. Afurðaverðið er bundið í samningn- um út frá ákveðnum forsendum,“ segir Guðmundur. Bjartsýni á áframhaldandi vöxt „Þótt rekstrarumhverfi alifuglabú- skapar sé erfitt um þessar mundir vegna heimsfaraldurs COVID og aukins tilkostnaðar af ýmsu tagi erum við bjartsýn á að neysla á íslenskum kjúklingi muni áfram fara vaxandi. Við finnum fyrir vaxandi velvild í garð íslenskrar framleiðslu og viljum geta svarað kalli markaðarins þegar við komumst út úr núverandi ástandi. Við teljum því sóknarfæri til staðar í greininni og viljum leiða þá sókn líkt og undanfarin ár. Miklar kröfur eru gerðar til íslenskra kjúklingabænda með tilliti til sjúkdómavarna, lyfjanotkunar, aðbúnaðar, eftirlits og fleiri þátta. Hvort sem litið er til búanna sjálfra eða afurðastöðvanna eru þau örsmá í hinum verksmiðjuvædda alifugla- iðnaði sem tíðkast erlendis. Þrátt fyrir það búum við að mörgu leyti við strangari kröfur og höfum ekki möguleika á að nýta okkur dýrar verksmiðjulausnir við búskap og úrvinnslu afurða. Á móti kemur að hægt er að fullyrða að við stönd- um nær hinum eiginlega búskap og höfum auga á öllum ferlinum, allt frá bónda til búðar. Þannig eigum við auðveldara með að tryggja gæði og heilnæmi afurðanna á öllum stigum,“ segir Guðmundur. /smh Eftir undirritun samningsins var farið í skoðunarferð að byggingasvæðinu. Ingimundur Bergmann Garðarsson, Þórunn Kristjánsdóttir, Gréta Sóley Ingvarsdóttir, Eydís Rós Eyglóardóttir, Ingvar Guðni Ingimundarson, Guðmundur Svavarsson, Magnús Huldar Ingþórsson, Ársæll Hafsteinsson og Ingveldur Ýr Jónsdóttir. Lífland leggur til búnaðinn Búnaðurinn er í tvö eldishús sem hvort um sig tekur um 14.000 fugla. Lífland er söluaðili búnaðarins en hann kemur frá einum stærsta og virtasta framleiðanda slíks búnaðar í heiminum, Big Dutchman í Þýskalandi sem býður upp á heildarlausnir í hús fyrir allt er við- kemur eldisfuglum, varphænum og svínaeldi. Búnaðurinn að Vatnsenda samanstendur af fuglavogum, fóðurkerfi, drykkjarlínum, loftræstikerfi, lýsingu, hitablásurum, iðnaðartölvu og við- vörunarkerfi. Iðnaðartölvan stýrir af mikilli nákvæmni öllum aðgerðum varðandi velferð fuglanna s.s. fóðurgjöf, lýsingu, hitastig, brynningu og loftræstingu í eldishúsunum. Sérstakir skynjarar nema koltvísýring, hita- og rakastig ásamt amm- oníaksmagni í rauntíma. Þá heldur hún utan um allar mikilvægar upp- lýsingar er varða áðurnefnd atriði. Einnig kemur með kerfinu sérstakur hugbúnaður, Big Farm Net, sem gerir notanda kleift að fylgjast með á tölvuskjá hvernig kerfin í húsunum eru að virka og heldur utan um og skráir allar mikilvægar upplýsingar um velferð fuglanna og hvernig þeir dafna. Ingvar Guðni Ingimundarson, kjúklingabóndi á Vatnsenda, og Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykja- garðs, við undirritun samningsins. Myndir / smh Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is Reykjagarður semur við Kjúklingabúið Vor á Vatnsenda í Flóahreppi: Tvö stór eldishús rísa á næsta ári – Reiknað með 360 tonna ársframleiðsu inn í grein sem er í örum vexti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.