Bændablaðið - 22.10.2020, Síða 37

Bændablaðið - 22.10.2020, Síða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 37 svo eftirsóttur að á hverju ári eyði Rómverjar gríðarlegu fé í að kaupa pipar frá Indlandi og að verðið sé svo hátt að um hreint rán sé að ræða. Eftir fall Rómar urðu Arabar stórtækir í verslun með krydd og þar með pipar og stjórnuðu versl- uninni í Evrópu gegnum hafnirnar í Feneyjum og Genúa og grundvall- aðist ríkidæmi þeirra borgríkja á kryddverslun. Árið 1494 gerðu Spánverjar og Portúgalar með sér samning sem kenndur er við Tordersilla á Spáni þar sem þjóðirnar skiptu heiminum í yfirráðasvæði og fengu Portúgalar þann hluta heimsins sem pipar var upprunninn í sinn hlut. Árið 1498 var Portúgalinn Vasco da Gama, uppi 1460 til 1524, fyrstur manna ásamt áhöfn sinni til að sigla fyrir Góðrarvonarhöfða syðst í Suður-Afríku og áfram þá leið til Indlands. Í kjölfar þess gerðu Portúgalar sig gildandi í kryddvið- skiptum og sérstaklega með pipar og urðu einráðir á þeim markaði um tíma eða þar til Hollendingar og Bretar komu til sögunnar á 17. öld og fram á 19. öld. Árið 1591 sigldi hollenski land- könnuðurinn Frederick de Houtman, uppi 1571 til 1627, til Indónesíu. Í framhaldi af því sölsuðu Holl- end ingar undir sig kryddviðskipti Portúgala og voru einráðir um þau þar til Bretar ýttu Hollendingum til hliðar snemma á 19. öld. Á hollensku er til hugtakið peperduur og þýðir að eitthvað sé rándýrt og um tíma voru piparkorn gjaldgeng sem gjaldmiðill í Evrópu fyrir leigu, skatta og sem heiman- mundur brúðar. Eftir að Indland varð hluti af breska heimsveldinu seint á 18. öld kom nánast allur pipar sem fluttur var til Evrópu, Miðausturlanda og Norður-Afríku frá Malabar-héraði á suðvesturodda Indlands. Pipar í Kína Ef marka má lýsingu sem kínverska skáldið og landkönnuðurinn Tank Meng sendi Wu sjötta keisara Han- veldisins, uppi 157 til 87 f.Kr., er mögulegt að pipar hafi verið þekktur í Kína við landamæri Indlands á annarri öld fyrir Krist. Á þriðju öld er talað um svartan pipar í Kína sem hujiao erlendan pipar en hann er ekki nefndur í kínverskum fjórðu aldar ritum sem lýsa kryddum í notkun í landinu þrátt fyrir að langpipar sé nefndur. Þegar kemur fram á 12. öld virðist svartur pipar vera orðin vinsæl viðbót við kínverska matargerð. Markó Póló, uppi 1254 til 1324, segir í ferðasögu sinni að svartur pipar njóti mikilla vinsælda í Kína á 13. öld og að gríðarlegt magn af því sé flutt til landsins á hverju ári. Farið var að rækta pipar í stórum stíl á Java, Sunda-eyjum, Súmötru, Madagaskar, Malasíu og víðar í Suðaustur-Asíu í lok 15. aldar og var megnið af uppskerunni seld til Kína. Pipar á norðurslóðum Í bókinni Pipraðir páfuglar – Matargerðarlist Íslendinga á mið- öldum eftir Sverri Tómasson segir meðal annars um pipar: „Margir nor- rænir menn dvöldust í Miklagarði við hirð keisarans þar. Það er rétt hugsanlegt að Væringjar, eins og nefndust þeir menn sem voru á mála hjá keisaranum, hafi flutt með sér pipar norður á bóginn sem og aðra munaðarvöru.“ Danski grasafræðingurinn Henrik Harpestræng, uppi 1164 til 1244, sagði pipar góðan við meinsemdum í lifur og maga og Svíinn Carl von Linnaeus, uppi 107 og 1778, taldi pipar einnig til lækningajurta. Hann varaði reyndar konur við að neyta hans eftir samræði vildu þær verða barnshafandi og segir því í raun að pipar geti virkað sem getnaðarvörn. Nafnaspeki Heitið pepper á ensku er upprunnið í sanskrít, pippali, og var upphaf- lega heitið á langpipar. Grikkir og Rómverjar til forna breyttu orðinu í peperi á grísku og piper á latínu sem ættkvíslaheitið er dregið af. Tegundarheitið nigrum þýðir svart. Á fornensku kallaðist kryddið pipor, Rómverjar kalla það pipir, Pólverjar czarny pieprz, Ítalir segja pepe nero, Hollendingar peper, Frakkar poivre og Þjóðverjar pfeffer. Í Finnlandi segir fólk mustapipuri, í Svíþjóð svartpeppar og Danmörku sort peber en á íslensku er almennt talað um pipar. Nytjar Viðskipti með pipar, svörtum, hvítum grænum og rauðum, eru um 1/5 af öllum kryddviðskiptum í heiminum í dag og pipar eitt mest notaða krydd í heimi. Langpipar er talsvert notaður sem krydd í Asíu auk þess sem piparkorn og lauf P. guineense eru vinsæl sem slíkt í Vestur-Afríku og í Mexíkó er P. auritum vinsæll til matargerðar. Lauf P. lotot er vafið um kjöt áður en það er grillað í Indókína og rætur og stönglar P. chaba eru þurrkaðir og notaðir sem krydd í Bangladess. Þrátt fyrir að svartur, hvítur, grænn og rauður pipar sé unninn úr sama aldini á mismunandi þroska- stigi er nokkur munur á bragði kryddsins eftir þroska. Svartur pipar er gerður úr ristuðum lítt þroskuðum aldinum á meðan þau eru enn græn. Hvítur pipar er gerður úr fræjum full- þroskaðra piparaldinna. Grænn pipar er gerður úr óþroskuðum aldinum og oft seldur ferskur eða pæklaður á mörkuðum í Asíu. Rauður pipar er unninn úr þroskuðum aldinum plöntunnar. Margar tegundir innan ættkvíslar- innar Piper hafa verið og eru enn notaðar í jurtalækningum. P. cubeba er vel þekkt í alþýðu lækningum og P. darienense var um tíma notuð til að bragðbæta sígarettutóbak en Kuna- fólkið í Brasilíu notaði tegundina sem eitur til að lama fiska við veið- ar. Efni sem unnið er úr P. matico er sagt sótthreinsandi og bólgueyðandi og það er unnin olía úr P. niger og P. longum og á eyjum í Kyrrahafinu er unninn kava-drykkur úr P. methystic- um sem er sagður auka hugarró og vellíðan. Svartur pipar var í eina tíð sagður losandi fyrir harðlífi og meðal annars góður gegn svefnleysi, munnangri, sólbruna, tannpínu og til að herða slátrið til Venusarleikja. Helsta bragðefnið í pipar kallast piperine og er það helsta ástæða þess að fólk hnerrar af pipar þar sem efnið veldur pirringi í nefinu. Pipar miss- ir bragð með uppgufun og í mikilli birtu og því best að geyma það í loftþéttum umbúðum á dimmum og fremur köldum stað. Í svonefndri Dyflinnarbók, sem er lækningabók, skrifuð um 1500 undir handleiðslu íslenskrar aðals- ættar Skarðverja frá Skarðsströnd í Dalasýslu, segir: „… Pipar dugar og við hósta, sjúka lifur, kaldan maga: minnkar verk í sinum, hreinsar brjóst og er gott við kviðarkreppu. Pipar leysir kulda og vætu þá sem verður í manns maga … Pipar blandaður við egg skærir myrk augu ef það er smurt í. Stappast pipar með oleum, við því er gott að smyrja líkama við skjálftasótt.“ Ólína Þorvarðardóttir nefnir pipar nokkrum sinnum til sögunnar í bókinni Lífgröf og leyndir dómar. Í bókinni segir hún frá svartbók frá 16. öld, en svo nefndust bækur sem kenndar voru við galdra. „Ein þekktust svartbókanna svokölluðu er sú sem fannst í marmarakistu í Wittenbergakademíunni í Þýskalandi árið 1520. […] Meðal ráða sem gefin eru í þessari svartbók er aðferð til að forða því að maður verði ofurölvi. Skal maður taka lunga úr sauðkind – helst hrúti – sjóða vel í vatni, þurrka síðan saman við pipar og eta.“ Ræktun P. nigrum þrífst best í heitu og röku loftslagi hitabeltisins þar sem úr- koma er um 2.000 millimetrar á ári. Plantan hættir að vaxa fari hitinn niður fyrir 10° og upp fyrir 40° á Celsíus. Hún kýs vel framræstan og næringarríkan jarðveg með pH 5,0 til 6,5. Auðvelt er að fjölga svörtum pipar með græðlingum og fræ plöntunnar spíra auðveldlega. Í fram- leiðslu er pipar yfirleitt fjölgað með græðlingum til að viðhalda góðum afbrigðum. Dæmi um algeng afbrigði í ræktun eru Lampong frá Indónesíu, Tellicerry og Malabar frá Indlandi, Sarawak frá Malasíu og Talamanca frá Ekvador. Hvert þessara afbrigða er sérstætt þegar kemur að sýru, sætleika, festu kornanna og pipar- keim. Plantan blómstrar að jafnaði þremur til fjórum árum eftir sáningu en fyrr sé hún ræktuð af græðlingum og eru aldinin uppskorin ári síðar. Nánast öll piparkorn í framleiðslu eru handtínd. Pipar á Íslandi Í Medicalia eða Lǽknisfrǿði frá 1250 segir að „til að skírrar raustar. Tak pipar ok tygg og haf í munni þér lengi.“ Í Lífgrös og leyndir dómar vitnar höfundur meðal annars í lækninga- ráð frá 13. öld. „Elsta íslenska lækn- ingahandritið, Gersemin gamla […], býður upp á forvitnileg lækninga- ráð…“ Þar er sagt að gott sé að leggja saur við sár dag og nótt „síðan skal taka svína gall eða nauta eða geita og stappa við salt svo sem pipar. Og legg við sárum kveld og morgun í annað sinn. Það græðir einkum vel.“ Höfundur Pipraðra páfugla vitn- ar til Elís sögu og Rósamundu, sem talin er vera sett saman á 13. öld, þar sem söguhetjan Elís kemur „að tveimur ræningjum sem sitja að snæðingi, gerir sig heimakominn og grípur þann mat sem þeir höfðu með sér, en það voru tveir páfuglar og ein álft með góðu piparsbríni.“ Á Landsbókasafninu er varð- veitt stórmerkilegt handrit Eggerts Ólafssonar frá 1820 sem ber heitið Pipar í öllum mat. Í handritinu, sem er um 22 blaðsíður, er fjallað um matargerð, meðal annars úr íslensk- um jurtum og sveppum, og mælir Eggert með að bæta pipar og fleiri kryddum út í súpu úr íslenskum sveppum. Í öðrum árgangi af Íslendingur 1862, í grein sem kallast Um notk- un ýmislegs manneldis, sem nú liggur því nær ónotað hjá oss furð- ar höfundur sig meðal annars á að Íslendingar hafi ekki borðað söl með soðnum fiski eða kjöti. Sér í lagi ef sölin væru soðin í mauk og krydduð með sykri, engifer eða pipar. Eftir aldamótin 1900 fer að bera talsvert á pipar á auglýsingum nýlenduvöruverslana og í matarupp- skriftum í blöðum og í dag er hann sjálfsagt krydd á langflestum heim- ilum landsins. Pipartínsla. Mynd úr ferðasögu Markó Póló. Svartur pipar í ræktun. Langpipar (Piper longum). Blómin fjólublá, smá og 20 til 30 saman á 4 til 8 sentímetra löngum stilk sem vex út frá blaðöxlum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.