Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202036 Pipar er eitt elsta og vinsælasta krydd sem maðurinn leggur sé til munns og viðskipti með pipar eru um 1/5 af öllum kryddvið- skiptum í heiminum. Þrátt fyrir að pipar hafi verið dýr fyrr á tímum hefur alltaf verið til efnað fólk, líka á Íslandi, sem gat leyft sér meira en almúginn. Pipars er getið í íslenskri lækningabók frá um 1500 og í handriti frá 1820 sem kallast Pipar í allan mat. Áætluð heimsframleiðsla af þurrkuðum pipar árið 2018 var um 752 þúsund tonn en gert er ráð fyrir að framleiðslan verði komin í 840 þúsund tonn árið 2025 sem er rúmum 400 þúsund tonnum meira en árið 2014. Víetnam er langstærsti fram- leiðandi þurrkaðs pipars í heimin- um og framleiddi 163 þúsund tonn árið 2018. Indónesía er í öðru sæti með 89 þúsund tonn, Indland í því þriðja með 53, Brasilía með 42 og Kína í fimmta sæti og framleiddi árið 2018 um 31 þúsund tonn af þurrkuðum piparkornum. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofunnar voru flutt inn tæp 28 tonn af þurrkuð- um heilum pipar til landsins árið 2019 og um 38 tonn af þurrk- uðum, pressuðum eða muldum pipar sama ár. Mestur er inn- flutningurinn frá Bandaríkjum Norður-Ameríku, rúm átta tonn af þurrkuðum heilum pipar og rúm tíu tonn af þurrkuðum, pressuðum eða muldum pipar. Í ofangreindum tölum er ekki gerður greinarmunur á hvers konar litaútgáfa af svörtum pipar er að ræða þar sem svartur, hvítur, grænn og rauður pipar er unninn úr sama aldini á mismunandi þroska- stigi. Einnig verður að gæta þess að rugla ekki saman belgpipar, eins og chili- og cayenne-pipar og við pipar af ættkvíslinni Piper. Ættkvíslun Piper og tegundin nigrum Fjöldi tegunda innan ættkvíslarinnar Piper er talinn vera á milli eitt til tvö þúsund. Breytileikinn milli tegunda er líka mikill þar sem um getur verið að ræða jurtir, runna, lítil tré og klifurplöntur. Tegundir innan ættkvíslarinnar finnast flestar villtar á láglendi og sem undirgróður í hitabeltinu beggja vegna miðbaugs og hærra til fjalla í þokuskógum hitabeltisins. Ein tegund, P. kadsura, finnst villt á suðurodda Japan og á Kóreuskaga og ein, P. cenocladum, lifir í sambýli við maura sem eiga sér bústað í holum stöngli plöntunnar. Tegundirnar eru yfirleitt áberandi þar sem þær vaxa. Aldin þeirra kallast almennt piparkorn og sjá fuglar aðallega um að dreifa þeim í náttúrunni. Fjöldi tegunda af ættkvíslinni Piper eru hafðar sem skartplöntur í görðum í hitabeltinu eða sem potta- plöntur á kaldari svæðum. Nokkrar tegundir eru á hröðu undanhaldi í náttúrunni og jafnvel í útrým- ingarhættu vegna skógarhöggs en aðrar teljast ágengar þar sem þær hafa náð rótarfestu í nýjum heim- kynnum. Sú tegund sem við þekkj- um best er Piper nigrum en pipar er unninn er úr aldinum plöntunnar. P. nigrum er fjölær, viðarkennd klifurplanta sem nær um fjögurra metra hæð þar sem hún vex upp eftir trjám í náttúrunni eða staur- um í ræktun. Blöðin stakstæð, 5 til 10 sentímetrar að lengd og 3 til 6 að breidd. Blómin fjólublá, smá og 20 til 30 saman á 4 til 8 sentímetra löngum stilk sem vex út frá blaðöxl- um. Blómstilkurinn lengist í 7 til 15 sentímetra eftir frjóvgun blómanna og aldinmyndun hefst. Aldinin mörg saman, hnöttótt og um 5 millimetrar í þvermál og með einu fræi og kall- ast steinaldin. Græn í fyrstu en verða rauð með auknum þroska. Uppruni og saga Piparplantan er upprunnin í Suður- og Suðaustur-Asíu og talið að nytjar á henni nái allt að 10 þúsund ár aftur í tímann. Minjar um notkun pipars fundust við fornleifarannsóknir í hellum í Norður-Víetnam þar sem Hoabinhian-fólkið bjó fyrir rúmum 10 þúsund árum. Minjar um pipar og fleiri plöntum hafa einnig fundist í svonefndum Andahellum á Taílandi þar sem fólk hafði búsetu fyrir 10 til 12 þúsund árum. Talið er að á báðum stöðum hafa piparnum verið safnað í náttúrunni til nytja. Pipar hefur verið notaður til matargerðar á Indlandi frá því tvö þúsund árum fyrir upphaf okkar tímatals. Pipar í notkun fyrr á öldum var oftar en ekki P. longum, eða lang- pipar eins og hann kallast, og saga hans og P. nigrum oft tengd en í dag er nánast allur pipar unninn úr P. nigrum. Svörtum piparkornum var troðið í nasir Ramessar II faróa í Egyptalandi, uppi 1279 til 1213 f. Kr, þegar hann var gerður að múmíu til varðveislu. Lítið annað er vitað um nytjar á pipar í Egyptalandi á þeim tíma eða hvernig hann barst til landsins frá Suður-Asíu. Grikkir og Rómverjar þekktu bæði til P. longum og P. nigrum á fjórðu öld f. Kr. og kölluðu báðar gerðir pipar. Mögulegt er að pipar hafi borist til Grikklands með Alexander mikla, uppi 356 til 323 f.Kr,. Það stemmir illa við, ef satt er, að gríski læknirinn Hippokrates, upp 400 til 370 f.Kr. og læknaeiður- inn er kenndur við, hafi talið pipar vera lækningajurt og að svartur og langpipar kæmi af sömu plöntunni þar sem hann var upp fyrir tíma Alexanders. Kryddið var dýrt á þeim tíma og því einungis á færi vel stæðra borg- ara að neyta þess. Eftir að Rómverjar lögðu undir sig Egyptaland um 30 f. Kr. voru tíðar skipaferðir til Indlands og að sögn rómverska heimspekings- ins og kortagerðarmannsins Strabo, uppi 64 f. Kr. til 24 e. Kr., sigldu allt að 120 kaupskip frá Rauðahafi um Amed- og Arabíuflóa til Indlands, Kína og víðar í Suðaustur-Asíu á hverju ári. Meðal varnings sem skipin fluttu með sér til Evrópu voru krydd og ekki síst pipar sem var þyngdar sinnar virði í gulli og stund- um kallað svart gull. Rómverski náttúrufræðingurinn og rithöfundur- inn Pliny eldri, uppi 23 til 79 e. Kr., segir í Naturalis Historia að pund af löngum pipar hafi kostað 15 denarí, pund af hvítum pipar sjö denarí og sama magn af svörtum pipar fjögur denarí. Pliny, sem virðist hafa verið nöldursamur nískupúki, kvartar líka undan því í ritinu að pipar sé HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Svartur pipar er konungur kryddsins Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Svartur, rauður og grænn pipar. Svartur pipar í návígi. Græðlingur af Piper-nigrum. Grænjaxlar af svörtum pipar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.