Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202030 Bjarni Guðmundsson, áður pró- fessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur sent frá sér bókina Yrkja vildi eg jörð, sem er þriðja bókin í röðinni um íslenska land- búnaðarhætti. Í bókinni er fjallað um jarðrækt á Íslandi, vinnu- brögð og verkfæri til ræktunar fóðurs fyrir búfé, túnasléttun, framræslu og mörgu fleiri sem snertir ræktunarhætti á Íslandi. Bjarni er höfundur nokkurra bóka sem tengjast sögu landbún- aðar á Íslandi. Þar á meðal eru ævisaga Halldórs Vilhjálmssonar, skólastjóra á Hvanneyri, Og svo kom Ferguson, Alltaf er Farmall fremstur, Frá hestum til hest- afla, sem fjalla um vélvæðingu til sveita og einnar sem kallast Konur breyttu búháttum og er saga Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum. Hann er einnig höfundur þriggja bóka um íslenska landbúnaðarhætti; Íslenskir sláttu- hættir, Íslenskir heyskaparhættir og nú síðast Yrkja vildi eg jörð. Í bókinni er fjöldi ljósmynda sem sýnir þróun ræktunar og skýr- ingateikningar eftir Bjarna. Sveitamaður í eðli sínu Bjarni segist vera íhaldssamur sveitamaður í eðli sínu og kynnst sveitastörfum sem barn og þegar verkhættir fóru að breytast og vél- væðast. „Eftir að ég hóf kennslu og rannsóknir fór ekki hjá því að ég kíkti stundum til baka og vildi átta mig á því hvert stefndi og þannig féll til ýmislegt efni sem ég hef raðað til og rannsakað frekar. Það má því segja að bækurnar séu framhald af því sem ég hef haft að meginstarfi þó að allmikill tími hafi farið í að skoða heimildir og vinna úr gögnum, enda aðstaða til þess mjög góð í bóka- og gagnasöfnum hér á Hvanneyri.“ Hann segir að á Hvanneyri sé meðal annars að finna gagna- safn verkfæranefndar ríkisins sem var forveri bútæknideildar Rannsóknastofnunar landbún- aðarins. „Ólafur Guðmundsson, forstöðumaður verkfæranefndar- innar, tók mikið af ljósmyndum sem hafa ratað inn í bækurnar mínar. Auk þess sem í safninu eru fjölmörg gögn um tækni- og verkþróum í landbúnaði. Mig langar líka að minnast á bókasafn Tómasar Helgasonar og Vigdísar Björnsdóttur sem Hvanneyrarskóli fékk að gjöf á 100 ára afmæli sínu og er sennilega heildstæðasta landbúnaðarbókasafn á landinu. Þannig að ég hef haft ljómandi góða aðstöðu til að vinna að bókunum. Eiginkona mín, Ásdís B. Geirdal, hefur líka stutt mig vel og þolað þessa sérvisku mína og gefið mér tækifæri til að sinna skrifunum. Ég hef líka notið þeirra gæfu að vera góður til heilsunnar og notið þess að sinna þessum verkefnum,“ segir Bjarni. Sjálfbærni við landnám Þrátt fyrir að þekkja viðfangsefni nýju bókarinnar segir Bjarni að það hafi eitt og annað komið sér á óvart við vinnslu hennar. „Að hluta er það líklega vegna þess að ég ólst í skólum upp við einhverjar sögur og bækur, sem eru ágætar í sjálfu sér, um þróun landbúnaðar og þá eink- anlega félags- og hagsögu greinar- innar. Svo þegar maður fer að kíkja á bakvið sér maður að margt var öðruvísi en af var látið. Það sem ég hef orðið mest hissa á þrátt fyrir allt er hve mikið við höfum tileinkað okkur af erlendri þróun og fylgst vel með hvað hefur verið að gerast í útlöndum. Það kom mér einnig á óvart að í elstu lögum landsins, Grágás og Jónsbók, er að finna stórmerkileg lagaákvæði sem sýna að menn höfðu mikinn og djúpan skilning á ýmsu sem laut að meðferð landsins og ræktun þess. Til dæmis eins og segir hvernig beri að fara með land svo ekki skemmist og hvernig beri að fara með land svo að sem flestir geti notið þess. Það sýnir að við landnám var til staðar býsna mikil þekking og næmur skilningur á því sem í dag kallast sjálfbærni.“ Framfaraskot samhliða vélvæðingu „Þróun í vélvæðingu landbúnaðar á Íslandi hefur verið nokkuð jöfn eftir að umbætur hófust að einhverju ráði á 18. öld þrátt fyrir breytilegt árferði og sveiflur í efnahag. Þegar kemur fram í byrjun 20. aldar breytt- ist mikið og þegar fyrstu vélarnar LÍF&STARF Mest af nýræktun túna á seinni hluta 20. aldar var unnið með jarðýtum í félagseign bænda. Hér er unnið að jöfnun ruðninga og kýfingu framræsts lands á Hvanneyri um 1960. Mynd / Magnús Óskarsson. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Bjarni Guðmundsson með Nordland-handsáðvél fyrir grasfræ og fleira. Mynd / Björn Þorsteinsson Dæmi um fyrstu jarðvinnsluverkfærin sem kenna má við nútíma en voru öll ætluð dráttarhestum. Nemendur búvísindadeildar á Hvanneyri með verkfæri frá Ólafsdal vorið 1989: Frá vinstri Kristín Sverrisdóttir við hesta- reku (moldskúffu), Lilja Guðrún Eyþórsdóttir við hestaplóg (yngri gerð Ólafsdalsplógs), þá Álfheiður Marinósdóttir við styttu Hjartar Snorrasonar, nemanda og kennara í Ólafsdal en síðan skólastjóra á Hvanneyri, og loks Ágúst Sigurðsson við lappaherfi. Mynd / Gísli Sverrisson Íslenskir ræktunarhættir: Yrkja vildi eg jörð Norski skerpiplógurinn naut mikilla en skammærra vinsælda við ræktun framræstra mýra hérlendis á sjötta áratug síðustu aldar. Mynd / Jón Ólafur Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.