Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 31 koma til lands eftir 1920 varð tals- vert framfaraskot. Einstök verkfæri eins og til dæmis norski skerpiplógurinn sem kom til landsins upp úr 1950 naut mikilla vinsælda; það vildu allir eignast plóginn og ekkert land í heiminum sem flutti inn eins mikið af skerpiplógum og Ísland. Svo eftir nokkurra ára notkun fundu menn út að plógurinn var ofnotaður og mis- notaður. Menn lögðu hann því til hliðar og tóku til við næsta verkfæri sem var jarðtætarinn. Í framhaldi af því kepptust bændur við að kom- ast yfir tætara og hættu að plægja. Svona bylgjur má sjá innan um í tæknivæðingunni og er eitt af því sem virðist einkenna íslenskt þjóð- líf en ekki bara landbúnaðinn enda Íslendingar vertíðar- og ákafafólk. Mikið af aðlögun erlendra aðferða að íslenskum aðstæðum gerðist með reynsluvísindum og hyggjuviti en sárafáum og satt best að segja óþægilega fáum rannsókn- um. Þannig er ekki undarlegt að eitthvað hafi misfarist, eins og þegar kalið skall á á árunum milli 1965 og 1970 og menn fundu síðar að sumar af orsökum þess mátti rekja til lélegra eða rangra rækt- unarhátta. Sem betur fer hefur margt færst til betri vegar á seinni árum og jarðræktin hjá mörgum bændum er orðin góð og vönduð og til fyr- irmyndar víða,“ segir Bjarni. Endurheimt votlendis og skógrækt „Þegar kemur að umræðunni endur- heimt votlendis og að fylla upp í skurði, sem ég tel að mörgu leyti góða, er að þegar sú bylting átti sér stað var þurrkun votlendis og mýra ekki gerð af illmennsku gegn landinu. Á þeim tíma var hrópað eftir aukinni matvælaframleiðslu og ódýrari vörum; líka ræktun láglendis til þess að létta beit af af- réttum. Vinnuaflið sem áður hafði verið til sveita var flutt í þéttbýlið til annarra atvinnuvega. Framræsla votlendisins var leið bænda til að losna undan erfiðum og tímafrekum engjaheyskap. Það má því segja að með framræslu votlendis hafi bændur verið að mæta þáverandi þörf í samfélaginu með þeirri þekkingu sem þá lá fyrir og í ljósi viðhorfa er þá ríktu. Hins vegar var vissulega gengið harðar fram í framkvæmdinni en ástæða stóð til. Vitanlega gerðu menn mistök en við skulum gæta okkar á því að dæma ekki eingöngu með kvarða dagsins. Í dag viljum við rækta skóg út um allt land en ég ætla ekki að verða hissa þó að eftir 20 til 30 ár verði sett spurningarmerki við eitt- hvað af þeirri skógrækt þrátt fyrir að skógræktin í heild sinni sé hið besta mál. Bjartsýnn á framtíðina Þegar Bjarni er spurður hvort hann vilji spá um framtíð jarðræktar á Íslandi er hann fljótur til og segir: „Helst ekki. „Ekki nema það sem lýtur að þætti þekkingarinnar. Ég hef svo sem ekki nokkrar áhyggjur af því ef menn halda áfram að afla sér þekkingar og nýta hana með markvissum hætti og þá markvissari hætti en oft var gert á síðustu öld. Þá getur framtíðin ekki verið annað en björt. Ég óska þess einnig að okkur takist að auka fjölbreytni ræktunar- innar, til dæmis með því að koma upp skjólrækt í meira mæli en nú er.“ Kennsla og Landbúnaðarsafn Íslands Bjarni var ráðinn til bútæknideildar Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins og kennslu á Hvanneyri árið 1971 og hann segist síðan hafa kennt við skólann þar mest alla sína tíð. Hann er búfræðingur og bú- fræðikandidat frá Hvanneyri og að því námi loknu fór Bjarni til náms við landbúnaðarháskólann á Ási í Noregi og lauk þaðan doktorsgráðu í bútæknifræðum með áherslu á fóð- urverkun og þurrkun og geymslu heys og korns. Að sögn Bjarna var árið 1940 settur á fót vísir að landbúnaðarsafni en það lá í láginni og því var lítið sinnt í fjölmörg ár þar til að hann fór að skipta sér af safninu með aðstoð margra á árunum 1976–1977. Það átak endaði með því að árið 2008 varð til á Hvanneyri sjálfseignar- stofnunin Landbúnaðarsafn Íslands og starfaði Bjarni við safnið til ársins 2017. Áveituskurður á Söndum í Dýrafirði en áveitur voru allútbreiddur ræktun- arháttur fyrr á tímum. Mynd / Bjarni Guðmundsson „Í þessari bók segir frá íslenskum ræktunarháttum. Einkum er fjallað um rækt- un jarðar til fóðuröflunar vegna kvikfjáreldis eins og henni vatt fram, fyrst og fremst eftir að umbóta- og umbreytingaskeiðið hófst hérlendis. Ræktun manneldisjurta hérlendis sem og ræktun gróðurs til annarra landbóta, skjóls, skrauts og yndis á sér einnig merka sögu hvað snertir vinnubrögð, áhöld og verkhætti. Vonandi verður sú saga einnig skráð af einhverjum þeim er hana þekkir. Þótt gjarnan sé talið að umbótaskeið í ræktun hafi hafist á ofanverðri átjándu öld og þá sem angi upp- lýsingaaldar skal því ekki gleymt að á öllum öldum hafa verið til hugvitsmenn og brautryðjendur sem vildu bæta og bættu verkhætti og vinnubrögð. Þeir bjuggu hins vegar oft við umkomuleysi og tak- markaða kosti auk mislítils áhuga eða getu nágranna til þess að feta í fótspor þeirra. Hóps hinna lítt- eða óþekktu frumkvöðla má vel minn- ast þegar við lesum um nafngetna og sögufræga brautryðjendur síð- ari tíma og verk þeirra. Heyöflun var gildur þáttur kvikfjárhalds. Á kvikfjárhaldi hvíldi afkoma þjóða öðru frem- ur. Því þurfti að rækta landið með einum eða öðrum hætti. Lengi vel var heyja einkum aflað af engjum og úr úthaga. Túnin, eins og við þekkjum þau á næstliðnum átta til níu áratugum, urðu síðan undir- staða þorra hinna íslensku kvik- fjárbúa. Í ræktun túnanna liggur fyrirhöfn og alúð margra bænda, sem þau hafa launað ár hvert með uppskeru allt eftir gerð sinni og eðli. „En nú eins og ég sagði þér áðan,“ skrifaði Guðmundur Böðvarsson, ungur og verðandi skáld á Kirkjubóli í Hvítársíðu, Ragnheiði Magnúsdóttur hús- freyju á Hvítárbakka, „er bóndinn vaknaður í mér og ég spyr sjálfan mig í hvert skipti sem ég geng fram hjá þýfðum vallendismóa – eða mýri sem er hvít af mjúkri fífu: Má ég ekki gjöra þetta að túni?“ Dulinn þráður trausts og væntumþykju myndast. Faðir minn og móðurbróðir lagfærðu alltaf sárin á sverði túnsins sem ég skapaði með ógætilegri beitingu vélanna; hver torfusnep- ill, sem þær reittu upp, var óðar settur aftur á sinn stað og stig- inn niður svo gróið gæti um heilt. „Komdu aftur, mig langar til að sýna þér túnin mín; mér þykir vænst um þau af öllu sem ég gert um ævina“, sagði aldr- aður borgfirskur bóndi við mig er við kvöddumst á hlaði hans. Því miður beið ég of lengi; fáum mánuðum síðar var hann allur. Sunnlenskur bóndi vissi skapa- dægur sitt nálgast: Veikburða settist hann upp í dráttarvél sína og ók um túnspildurnar hverja af annarri, spildur sem hann hafði með fyrirhöfn ræktað og annast á langri búskapartíð sinni: „Mig langar til þess að kveðja túnin mín“ … sagði hann.“ Úr formála Yrkja vildi eg jörð Með jarðtætaranum og heimilisdráttarvélinni gátu bændur sjálfir fullunnið land til túna; jarðtætarinn vék þó fyrir hentugri gerðum vélknúinna herfa, sem og plógnum er leið að lokum 20. aldar. Mynd / Jón Ólafur Guðmundsson Beðasléttun var ræktunartækni fyrsta skeiðs nútíma túnræktar hérlendis. Hún átti sér erlenda fyrirmynd en breiddist mjög út fyrir áhrif búnaðarskól- anna. Í bókinni er sagt frá athugunum á gömlum beðasléttum. Teikning / Bjarni Guðmundsson Fornir túngarðar eru minjar um ræktun fyrr á öldum. Myndin er úr Tungunni í Svarfaðardal. Mynd / Árni Einarsson Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson Sími 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.is GRÆNU VELFERÐARGÓLFIN www.comfortslatmat.com Bændablaðið Auglýsingasíminn er 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.