Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202040 LESENDABÁS Ekki bara lífsstíll, en líka það Nokkurt fjaðrafok hefur orðið vegna þess að ráðherra landbún- aðarmála, Kristján Þór Júlíusson, missti það út úr sér á þingi að heyra mætti það í viðtölum eða á máli einhverra að það að stunda sauðfjárbúskap væri meira spurn- ing um lífsstíl en afkomu. Alla vega efnislega eitthvað á þessa leið. Séu slík ummæli sett í það nei- kvæða samhengi að þar með sé eðli- legt að sauðfjárbændur, eða bændur almennt, sætti sig við að búa við lakari lífskjör en aðrir er eðlilegt að slíkt veki uppnám. Fyrri fullyrðingin þarf ekki að vera röng né neikvæð þó tengingin við afkomu sé það. Nú ætlar undirritaður ekki að reyna að lesa inn í hug ráherrans og hann svarar fyrir sig sjálfur. Er reyndar nokkuð viss um að hann er hafður fyrir rangri sök hvað það varðar að hann vilji ekki bændum vel. Ýmsir hafa haft á þessu miklar skoðanir og notað stór orð. Hefur það sinn gang. Það er ekki aðalatriði málsins. Heldur hitt; er eitthvað efn- islegt og málefnalegt hér á ferð sem verðskuldar að viti bornar mann- eskjur í sæmilegu jafnvægi ræði það með rökum. Lífsstíll og lífvænleg kjör Mín sýn á þessa hluti er einföld og sótt í allnokkurn sjó reynslu og tengingar við samfélag bænda frá fyrstu meðvitundardögum. Það er vissulega lífsstíll, val sem betur fer í flestum tilvikum nú til dags, hvort þú yrkir óðal feðranna og mæðranna, eða kemur úr annarri átt og setur þig niður í sveit, og gerist bóndi. það er ávísun á tiltekin lífsstíl, gerólíkt umhverfi borið saman við að kaupa sína fyrstu íbúð, t.d. á 3. hæð í blokk í Úlfarsárdal, finna sér vinnu og veðja allri sinni framtíð á þéttbýlið. En væntingarnar til lífsins eru væntanlega svipaðar hjá ungu fjölskyldunum tveimur, þeirri sem hefur búskap í sveit og hinnar sem flytur í blokkina. Það eru vonir um gott líf, afkomuöryggi, heilbrigt umhverfi fyrir börnin að alast upp í, að þau komi til með að eiga sín opnu tækifæri í lífinu til að gera það sem þau velja sér til handa. En þarf að ræða um það, þarf að ætla einhverjum það, að við viljum ekki öll að þessar tvær fjölskyldur eigi sem jafnasta möguleika í lífinu? Hver býður sig fram? Það breytir hins vegar ekki því að þær velja hvor sinn veg. Eiga þær ekki að geta gert það í fullri vissu þess að þær tilheyri sama samfélagi eftir sem áður? Þær verði hluti af mengi, hluti af samtaki manna, sem séu að róa í sömu átt? Það sem undirrituðum líkar illa við upphlaup út af litlu sem engu af þessu tagi (hálfri klaufalegri setn- ingu hjá Kristjáni Þór) er að það er vísasti vegur til að drepa niður alla vitræna umræðu um það sem máli skiptir. Kjarni málsins Kjarni málsins er sá að ef við viljum að hér búi ein þjóð í einu landi, nær er að segja í nútímanum að hér sé eitt samfélag manna í einu landi, þá þurfa bæði lífskjör og aðstæður að vera það skyldar að ekki sé gjá í millum. Það er okkar stóra verk- efni, að það að vera Íslendingur í skilningnum að búa á Íslandi, geri þig hluta af heild sem á saman. Sem finnur til sameiginlegrar ábyrgar og viðurkennir að okkur varðar hvert um annað. Hér má enn gera miklu betur þó margt hafi þokast í jöfn- unarátt svo sem með ljósleiðaravæð- ingu, bættum vegasamgöngum, jöfnun flutningskostnaðar, nú niður- greiðslum á flugförum o.s.frv. Sauðfjárbændur eða bændur yfir- leitt, sjómenn og stöðumælaverðir eru alveg eins settir að þessu leyti. Það er líka pólski járnsmiðurinn sem kom til Íslands fyrir 25 árum síðan og konan frá Taílandi sem er búin að skúra á Landspítalanum í 18 ár. Komum okkur inn í nútímann og fögnum fjölmenningarlegu og fjöl- breyttu samfélagi á Íslandi sem á að taka utan um alla. Vonandi leiðir nauðsynleg víð- sýni til viðurkenningar á því að land- búnaðurinn og sveitirnar, búsetan þar, eru hluti af kjarnanum. Hluti af því sem er Ísland. Það er eitthvað um spámenn sem samkvæmt eigin orðum vilja bændum og sveitunum vel, en hafa samt allt á hornum sér þegar núverandi starfsumhverfi landbúnaðarins er til umræðu. Það er að sjálfsögðu ekki hafið yfir gagn- rýni. En ég veit ekki samt hvort ég á að óska okkur þess að þær, þeir og þau sem níða núverandi fyrirkomu- lag, en elska samt landbúnaðinn að eigin sögn, verði reynd af gerðum sínum. Ég spyr gagnrýnendur um tillögur til úrbóta á móti? Eins og ástandið hvað sauð- fjárbúskapinn varðar kemur mér fyrir sjónir er það ekki endilega framleiðslustýring og ríkisstuðn- ingur í formi beingreiðslna sem er frumorsök vandans, nema þá í þeim skilningi að stuðningurinn sé ekki nógu ríkulegur. Það er hins vegar afurðaverðið til sauðfjárbænda, það sem þeir fá fyrir framleiðslu sína gegnum markaðinn, sem er neðan við allt velsæmi. Verðhrunið sem hér varð fyrir 3-4 árum og sáralítið hefur gengið að hífa til baka, á tímum bullandi uppgangs í hagkerfinu og aukins kaupmáttar eins og var þá, hefur aldrei verið útskýrt þannig að ég sætti mig við. Stjórnvöld eru að sjálfsögðu ekki undanskilin ábyrgð og gætu vel gert betur, en þar aug- ljóslega er eitthvað mjög mikið að þegar kemur að verðlagningu og virðiskeðju í sauðfjárbúskap. Og, til að það sé nú sagt, ég misskiljist ekki og verði bitinn á barkann eins og Kristján Þór, þá er afkoma sauð- fjárbænda algerlega óforsvaranleg og stórhættulegt ef ekki verður þar veruleg breyting á til hins betra og það fljótt. Framtíðarlandið Framtíðarlandið er hins vegar spennandi og verðskuldar miklu meira en ódýrt dægurþras. Ísland hefur kjöraðstæður til að verða mat- vælastóriðjuland, velmegunarland. Ef við glutrum ekki niður því sem fámenni og einangrun, áður böl og næstum útrýmingarorsök þessar þjóðar, hafa skilið eftir handa okkur svo sem stórbrotna náttúru, landrými og auðlindir, í höndum fámennrar þjóðar, þá eru okkur allir vegir færir. Eða hvar á hnettinum annars staðar telja menn betra að búa, hvar annars staðar vænlegra að velja framtíð fyrir börnin sín? Og, það þarf ekki að taka það fram, það gildir ósagt, að bænd- ur og búseta í sveitum landsins er hluti af hinni sjálfbæru framtíð. Landbúnaðurinn er mikilvægari nú en nokkru sinni um leið og við setj- um á okkur loftslags- og sjálfbærn- igleraugun. Steingrímur J. Sigfússon Höf. er forseti Alþingis og fyrrv. ráðherra landbúnaðar- mála nokkrum sinnum. Steingrímur J. Sigfússon. Nútímavæðum vélasölu – Heimasíður vélaumboða landbúnaðartækja á Íslandi segja ekki nóg Hvaða leið er best að fara þegar fjárfesta á í nýju eða notuðu land búnaðartæki? Í dag þegar fólk kaup- ir sér bíl eða tölvu fer það beinustu leið inn á heimasíður söluaðila og sér þar allt vöruúrval og verð. Þegar kemur að landbúnaðartækjum er sagan önnur. Einhvern veginn hefur markaður á landbúnaðartækjum dregist aftur úr og ekki þurft að standa undir sömu kröfum og álíkar síður. Heimasíður þessar veita takmarkaðar upplýs- ingar og oftar en ekki leiða þær notandann inn á erlendar umboðs- síður. Til þess að fá einhverjar upp- lýsingar þarf yfirleitt að hringja í umboðin. Viljum við ekki geta valið þau tæki sem við viljum kaupa áður en söluferlið hefst við sölumann? Sölumaðurinn hefur eigin hags- muna að gæta og reynir ef til vill að hvetja til kaupa á dýrustu tækjunum. Neytandinn ætti að geta gert upp hug sinn á auðskiljanlegri heimasíðu sem hefur allar upplýsingar tilbúnar, frekar en í símtali við sölumann. Framtíðarsýnin er sú að notandi ætti að geta unnið sína forvinnu heima á vandaðri heimasíðu, borið saman verð í íslenskum krónum, tæknilegar upplýsingar tækja og hvort þau henti hans þörfum og þannig sparað tíma fyrir bæði sig og sölu- manninn. Við erum algjörlega viss um það að með betri framsetningu upplýsinga munu bæði sölumenn og neytendur hagnast þar sem neyt- endur geta gert upplýst- ari kaup og sölumenn geta betur komið á framfæri vöru- úrvali sínu. Með þessu áframhaldi gætu íslenskir bændur farið að horfa fram- hjá íslenskum söluaðilum og farið beint í erlenda söluaðila. Er þetta framtíðin sem við viljum sjá? Nei, við viljum geta verslað við íslenska söluaðila sem veita okkur örugga og ábyrga þjónustu. Bændadeild II Landbúnaðarháskóla Íslands Fram kemur að not fyrir mislita ull séu engin og hún verðlaus og því á ekki að borga neitt fyrir hana. En við verðum samt að rýja kindurnar okkar. Annars líður þeim ekki nógu vel. Þá þarf að finna eitthvert hlut- verk fyrir þessa mislitu ull. Ekki satt? Helst að búa til einhver verðmæti úr henni. Þeir sem hafa verið með ull í höndunum vita að mislit ull er oft alveg óskaplega falleg. Lita- samsetningin er stundum eins og listaverk. En það vita það ekki alveg eins margir að garn sem unnið er úr mislitri ull (flekkóttri) er mjög oft mýkra en ull af einlitum kindum. Það er líka hægt að búa til mis- jafna tóna úr flekkóttum reyfum. Gera band sem er næstum ljósgrátt og yfir í band sem verður mjög dökk- grátt. Og móflekkótt gefur misdökka tóna af brúnu. Það væri því hægt að búa til garn sem hentaði í peysu með mynstri með því að vinna úr 2 til 3 reyfum. Það myndi meira að segja duga í 3 peysur og jafnvel vettlinga og húfu með. Það er einstök upplifun að prjóna flík handa sjálfum sér úr garni sem unnið er úr ull af sinni eigin kind. Að geta sagt að peysan sem maður er í sé af henni Prúð eða Blökk eða Gráflekku. Það gefur peysunni aukið verðmæti. Það væri ekki amalegt að gefa barnabörnunum peysu eða húfu í jólagjöf sem væri prjónuð úr ullinni af lambinu sem þau hjálpuðu til við að koma í hagann í vor eða sóttu í réttina í haust. Það er ákaflega skemmtileg upp- lifun og flíkin fær nýtt gildi af því hún hefur sögu. Við í smáspunaverksmiðjunni Uppsuna höfum spunnið garn fyrir þá sem vilja prófa að upplifa þessa tilfinningu. Þeir hafa verið ánægðir með útkomuna og allir sammála um þessa upplifun. Tilgangurinn með þessu bréfi er að benda á þennan möguleika og hvetja ullareigendur til að kynna sér hvað þarf til að koma þessu í framkvæmd. Það er einfaldara en margur heldur. Hulda Brynjólfsdóttir Að prjóna af kindinni sinni – einstök upplifun – Verðskrá fyrir ull þetta haustið hefur verið birt Hulda Brynjólfsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.