Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202016 Ufsinn er góður matfiskur sem Íslendingar fúlsa viðHvítlaukur er sagður vera hollur og vinsældir hans eru alltaf að aukast hér á landi, auk þess sem talsvert er um að fólk rækti sinn hvítlauk sjálft, enda er hann tiltölulega auðveldur í ræktun. Það er ekkert sem mælir gegn því að setja niður nokkra hvít- lauka í garðinn og rétti tíminn til þess er snemma í október. Erfitt er fyrir víst að segja til um uppruna hvítlauks en talið er að það sé í Mið-Asíu, þar sem í dag eru ríkin Kasakstan og Kyrgyzstan og verulega víðfeðmt landsvæði. Undirtegundirnar skiptast í tíu meginflokka og hundruð ef ekki þúsundir yrkja, afbrigða og stað- brigða. Hvítlauk er einnig skipt í lauka með flatan- eða toppháls með mjúkan harðan rótarháls. Hvítlauk er yfirleitt fjölgað með kynlausri æxlun þar sem nýr laukur vex af hverju rifi sem er sett niður. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar með ræktun á hvítlauk hér og lofa mörg harðgerð yrki góðu. Hvítlaukur sem er harður við rótarhálsinn er yfirleitt harð- gerðari á norðurslóðum en sá sem er linur. Sá harði myndar einnig lauka með stærri rif. Þrátt fyrir að hvítlaukur vaxi í margs konar jarðvegi dafnar hann best í vel framræstum og lausum jarðvegi. Setja skal hvert rif niður í jarðveginn sem nemur um þrisvar sinnum hæð þess og breiðari endi rifsins skal vísa niður. Bilið milli rifanna skal vera nægt fyrir nýjan lauk að vaxa á milli. Auðvelt er að rækta hvít- lauk í pottum úti á verönd eða svölum. Best er að setja hvítlauk niður á haustin fyrir fyrsta frost og velja fremur stóra ferska og lífrænt og helst ræktaða lauka til niðursetn- ingar en smáa og þurra til að tryggja góða uppskeru. Laukjurta hefur verið neytt til manneldis frá ómunatíð og hafa leifar þeirra fundist við fornleifa- rannsóknir í bronsaldarbyggðum við botn Miðjarðarhafs frá fimmtu öld fyrir Kristsburð. Súmerskar leirtöflur frá annarri öld fyrir Krist sýna mataruppskriftir með lauk og í 4. Mósebók 11:5 „Nú munum við eftir fiskinum sem við fengum fyrir ekkert í Egyptalandi, gúrkunum, melónunum, blaðlauk- unum, laukunum og hvítlaukun- um“, sem bendir til laukræktunar í Egyptalandi á þeim tíma sem gyðingar eiga að hafa flúið landið með Móses í broddi fylkingar. Laukur var hluti af trúarlífi og helgisiðum Egypta og í þeirra augum var lögun hans tákn um eilíft líf. Þeir voru notaðir við greftrun og fundist hafa leifar af lauk í augntóftum Ramses fjórða faraós. Laukur var hluti fæðu þeirra sem byggðu pýramídana og fyrsta verkfallið sem sögur fara af má rekja til þess að þeir fengu ekki sinn daglega skammt af hvítlauk. Grikkir voru hrifnir af lauk til matargerðar og rómverskir skylmingaþrælar voru nuddaðir með lauk til þess að stæla vöðva þeirra og lengi hefur hönum verið gefinn laukur fyrir hanaat til að auka styrk þeirra. Í Evrópu miðalda greiddu leigu liðar landskuld með lauk- knippi og þeir þóttu dýrmætir til gjafa og Kristófer Kólumbus hafði með sér lauka til Ameríku 1492. Laukur þótti góður við ris- tregðu og skalla karla, ófrjósemi kvenna og húsdýra og tannpínu og hægðatregðu hjá báðum kynjum og búpeningi. / VH STEKKUR Á síðasta ári skilaði ufsinn tæpum 14 milljörðum króna í útflutn- ingsverðmæti. Ástand stofnsins er gott að mati Hafró. Brim hf. er með stærstan ufsakvóta íslenskra útgerða. Af ýmsum ástæðum var ufsakvótinn ekki fullnýttur á síð- asta fiskveiðiári. Ufsinn er einn helsti nytjafiskur Íslendinga þótt hann sé kannski ekki hátt skrifaður hér á landi. Ufsinn þykir góður matfiskur víða erlendis en Íslendingar hafa löngum fúlsað við honum. Flestar fiskverslanir hér á landi hafa fjölbreytt úrval helstu þorskfiska og annarra hvítfiska í boði í fiskborðinu en ufsinn sést þar ekki. Skýringin er væntanlega sú að holdið á ufsanum er dökkleitt. Hann lítur út fyrir að vera gamall þótt hann sé glænýr. Ófyrirsjáanleg fisktegund Í íslensku máli er urmull orðatil- tækja sem tengjast sjávarútvegi. Eitt þeirra, „það er ekki á vísan að róa“, á sérstaklega vel við ufsann. Fáar fisktegundir eru jafn ófyrirsjáanlegar og ufsinn. Hann á það til að hverfa skyndilega af miðunum enda er hann sprettharður sundfiskur. Ufsi veiðist einkum úti af Vestfjörðum og suður og suðvestur af landinu. Seinni árin með hlýnandi sjó hefur veiði aukist fyrir norðan. Í áranna rás hefur ufsaaflinn á Íslandsmiðum verið frá 30 þúsund tonnum á ári og upp í 130 þúsund tonn. Hér á árum áður sóttu þýskir togarar í ufsann meðan þeir höfðu aðgang að Íslandsmiðum. Mestur afli Íslendinga varð rúm 99 þúsund tonn árið 1991. Á almanaksárinu 2019 veidd- ust 65 þúsund tonn af ufsa og aflaverðmætið var 10,4 milljarðar króna. Aðalveiðarfærið er botnvarpa en ufsinn er veiddur að litlu leyti í net og önnur veiðar- færi. Fyrr á tímum var hlutur neta stærri. Rúm 4 þúsund tonn brunnu inni Ástand ufsans er gott að mati Hafrann sókna- stofnunar. Hafró ráðlagði að ufsaafli yrði tæp 79 þúsund tonn fiskveiðiárið 2020/2021. Þrátt fyrir að ástand stofns- ins sé gott endurspeglast það ekki í veiðitölum fyrir nýliðið fiskveiðiár 2019/2020 sem endaði í lok ágúst síðast- liðinn. Rúm 27 þúsund tonn voru þá óveidd af rúmlega 70 þúsund tonna aflaheimildum. Útgerðir gátu nýtt sér sveigjanleika í kerfinu, fluttu hluta af ónýttum aflaheimildum yfir á næsta ár og einnig var beitt tilfærslum á milli tegunda. Þrátt fyrir það brunnu rúm 4 þúsund tonn af ufsakvótan- um inni sem kallað er. Skip sóttu minna í ufsann en ætla mætti. Væntanlega hafa erf- iðar markaðsaðstæður sökum COVID-19 valdið nokkru þar um en ýmislegt fleira kemur til. Rennilegur fiskur Í ritinu „Nytjafiskar við Ísland“ eftir Hreiðar Þór Valtýsson, en ritið má finna á vef SFS, er fróðleg og skemmtileg umfjöllun um ufsann. Verður stuðst við hana hér. Ufsinn er náskyldur þorskinum og finnst allt í kringum Ísland en er sjald- gæfari fyrir norðan og austan. Stærð ufsa í afla er yfirleitt á bilinu 70 til 110 sentímetrar en mun stærri fiskar hafa veiðst. Ufsinn hefur þá miklu sérstöðu að hann er blanda af botn- fiski og uppsjávarfiski. Ufsinn er rennilegur og syndir hratt um allt íslenska landgrunnið og jafnvel yfir í lögsögu annarra ríkja. Ufsinn þekkist bæði við vestan- og austanvert Norður-Atlantshaf. Ufsinn í Kyrrahafinu, alaskaufs- inn sem er ein mest veidda fisk- tegund í heimi, er alls ekki ufsi þrátt fyrir nafnið. Í raun er hann þorskur. Tilraunir til að gera ufsann hvítan Ufsinn bragðast vel þrátt fyrir lit holdsins en hann hvítnar reyndar við eldamennsku. Ufsi er mikið notaður í mötuneytum í Þýskalandi og neyt- endur þar sjá að- eins girnilegan h v í t f i s k á matar- disk unum. Ýmislegt hafa menn látið sér detta í hug til að liðka fyrir sölu á ufs- anum. Fyrir allnokkrum árum veitti AVS sjóðurinn styrk til tilrauna með hvítun á ufsaflökum og öðrum fisk- tegundum. Markmiðið var að auka verðmæti og söluhæfni ufsa og annarra dökkholda fisk- tegunda á erlendum mörkuðum með nýrri hvítunaraðferð. Brim með 17,5% kvótans Kvótaþakið í ufsa er 20% af úthlutuðum aflaheimildum. Brim hf. er með stærstan hluta ufsakvótans, eða 17,5%. Reykjavíkurtogarar voru iðnir við ufsann ef svo má segja á síð- ustu öld. Kvóti Brims grundvallast meðal annars á veiðireynslu togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur og Ísbjarn- arins sem sameinuðust í Granda sem seinna varð HB Grandi og nú síðast Brim hf. Tíu stærstu útgerðirnar í ufsa eru með 57% kvótans. Nokkur skip Brims raða sér eins og vænta má á listann yfir 10 aflahæstu skip sem veiða ufsa en frystitogarinn Baldvin Njálsson GK, sem Nesfiskur í Garði gerir út, varð þó aflahæsta skipið á síðasta fisk- veiðiári með 2.650 tonn. Fimmta verðmætasta tegundin í útflutningi Óvenjuhátt hlutfall ufsans er unnið úti á sjó um borð í frystiskipum. Árið 2019 voru rúm 44% afl- ans sjófryst en um helmingi var landað til vinnslu innanlands eða á markað. Annað var flutt út óunnið. Vinnsla á ufsa er mjög fjöl- breytt. Megnið er fryst sem flök eða bitar en ufsinn er einnig saltað- ur og hertur. Í gamla daga bar það við að ufsa var landað í bræðslu. Fyrir nokkrum árum kom fram ný hert afurð, svokallaðar kótilettur. Fiskurinn er þverskorinn og þurrk- aður. Ufsinn hentaði vel í þá fram- leiðslu. Útflutningsverðmæti ufsaafurða árið 2019 nam 13,6 milljörðum króna sem eru rúm 5% af heildar- útflutningsverðmætum sjávar- afurða það ár, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ufsi skilaði fimmtu mestu verðmætum árið 2019 og var nánast á pari við karfann sem var í fjórða sæti. Þýskaland, Pólland og Spánn eru helstu kaupendur á ufsaafurð- um. Þýskaland var lengst af stærsti kaupandinn en á síðasta ári skaust Pólland rétt fram úr Þýskalandi. Ufsinn dulbúinn sem lax! Ufsinn er stundum kallaður sjó- lax og getur það valdið ruglingi. Þótt ufsi sé rennilegur sundfiskur eins og margir laxfiskar þá er hann þorskfiskur eins og áður segir. Verð á ufsa er lágt miðað við þorskinn. Til að fá hærra verð var niðursoðinn og saltaður ufsi oft litaður rauðleitur og seldur undir vöruheitinu sjólax eða seasalmon. Síðan hefur skapast hefð fyrir þessu, sérstaklega í Þýskalandi. „Í grunninn er þetta auðvitað svindl. Þetta þekkist því miður víða um heim, verðlitlar og óþekktar tegundir eru dulbúnar sem verð- mætari og þekktari tegundir til að hækka verðið,“ segir í ritinu eftir Hreiðar Þór Valtýsson. NYTJAR HAFSINS Setjum niður hvítlauk Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Ufsinn þykir góður matfiskur víða erlendis en Íslendingar hafa löngum fúlsað við honum. Flestar fiskverslanir hér á landi hafa fjölbreytt úrval helstu þorskfiska og annarra hvítfiska í boði í fiskborðinu en ufsinn sést þar ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.