Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202042 Undanfarna áratugi hafa kúabú heimsins gengið í gegnum gíf- urlegar breytingar og í nánast öllum löndum hefur kúabúum fækkað verulega en þau sem eftir standa stækkað að sama skapi. Þá hafa ný fjós risið og bændur tekið nútíma tækni í notkun og fleira mætti nefna. Því miður hefur þó hagnaðurinn á bæjunum ekki vaxið í hlutfalli við stækkandi búin en á því eru margar skýringar og ein þeirra er sú að mörg bú eru orðin stærri en svo að hefðbundn- ir verkferlar og vinnulag ná ekki lengur utan um reksturinn. Til eru margar leiðir til að ná bættum árangri en í þessari grein verður horft til LEAN aðferðar- fræðinnar en hún snýst um að koma hlutum í röð og reglu og framkvæma verkferla á búunum eins vel og mögulegt er. Danskir kúabændur, sem eru þeir afkastamestu í heimi, mælt í mjólkurframleiðslu á hverja vinnustund, hafa um árabil tileinkað sér þessa aðferðarfræði við bústjórn- ina og hér verður farið yfir þessa aðferðarfræði. Greinin byggir á efni frá danska LEAN sérfræðingnum Vibeke Fladkjær Nielsen sem mörg- um Íslendingum er að góðu kunn, enda haldið námskeið í LEAN hér á landi. Hvað er LEAN? LEAN snýst um að skapa meiri verð- mæti með færri úrræðum. LEAN stendur í raun fyrir „snyrt“ m.ö.o. að auka framleiðni með hagræðingu og stöðugt að leita að úrbótum. Þess vegna er LEAN aðferð eða hugs- unarháttur sem allir geta haft hag af, óháð stærð búrekstursins. LEAN snýst fyrst og fremst um að læra að sjá. Sjá hvar hægt er að bæta, sem og að sjá hvar sóun verður á auðlindum (vinnustund- um, aðföngum o.þ.h.) t.d. vegna biðtíma, bilunar á vélum eða sam- skiptaleysi milli aðila. LEAN er í raun aðferðarfræði sem veitir starfs- fólki búsins hvatningu og ábyrgð og fær þar reksturinn til að vaxa, því starfsfólk hvers bús eru mikilvægasti hluti þess. LEAN er frá Ford Fyrstu merki um LEAN kerfið koma frá Henry Ford, sem stofnaði Ford Motor Company árið 1903, en árið 1913 var línuframleiðslu komið á og við það var hægt að snarfækka starfsfólki og þar með má segja að fyrstu merki um LEAN hafi komið fram. Árið 1935 var japanska fyrir- tækið Toyota Automobile stofnað og framleiðsla þess hófst svo árið 1936 en vandamálið var að aðeins 2.685 bílar voru framleiddir á samtals 13 árum. Hjá Ford verksmiðjunni var framleiðslan margfalt meiri á degi hverjum og Toyota var því í mikilli kreppu og þurfti að segja upp fjórð- ungi starfsmanna sinna. Starfsmenn Toyota settu þá þrýsting á stjórn- endur fyrirtækisins og það endaði með alveg nýrri framleiðsluhugsun: • Að setja sóun í forgang: Það var flokkað sem sóun að fram- leiða eitthvað annað en það sem viðskiptavinirnir óskuðu eftir í raun • Starfsmönnunum var veitt ábyrgð og hvatning til að finna sóun: Toyota náði m.a. sínum góða árangri með því að nota launakerfi með bónusgreiðslum Þetta var í algerri andstöðu við Henry Ford, sem leit á starfsfólkið meira sem nauðsynlegan viðauka við færi-bandið og vélarnar. En þegar Toyota náði góðum árangri með hinar nýju framleiðsluaðferðir sínar og fram-leiðsluheimspeki sína jókst áhugi frá Bandaríkjunum og Evrópu á aðferðinni, en það reyndist erfitt fyrir vestræna bílaframleið- endur að herma eftir Toyota. Þrír Bandaríkjamenn hófu þá að rannsaka sérstaklega þetta kerfi hjá Toyota og skilaði það sér í bókinni „Vélin sem breytti heiminum“. Að auki var framleiðsluheimspeki Toyota mótuð í svokallaðar 5 meginreglur LEAN. LEAN má lýsa með 5 meginreglum. 1. Tilgreindu hvað skapar verð- mæti fyrir viðskiptavininn Í fyrsta lagi snýst þetta um að komast að því hver viðskipta- vinurinn er og hverjar þarfir viðskiptavinarins eru og af hvaða gæðum viðskiptavinur- inn vill hafa vöruna. 2. Fjarlægðu þær aðgerðir sem ekki eru virðisaukandi. • Flutning (óþarfa tilfærslur á gripum, fóðri o.s.frv.) • Vörulager (of mikið keypt miðað við fyrningardagsetn- ingu) • Offramleiðslu (fyrningar á gróffóðri, umframframleiðsla o.fl.) • Biðtíma (bið eftir aðstoð, bið eftir vél sem þarf að nota við sömu verk samtímis o.þ.h.) • Mistök (lélegt gróffóður, dauðir gripir, há frumu- eða gerlatala mjólkur o.þ.h.) 3. Búðu til flæði um verðmæta- skapandi athafnir Snýst um að hafa gott flæði á búinu og gera vinnuferlana skilvirka svo verkið fari fram á sem hagkvæmastan hátt. 4. Framleiddu aðeins þegar við- skiptavinurinn krefst þess 5. Leitastu við að ná fullkomnun með stöðugum framförum Aðalmarkmið LEAN Aðalmarkmið LEAN er að útrýma allri sóun en í LEAN kerfinu er allt skilgreint sem sóun ef það hefur kostnað eða kostar tíma án þess að skapa virðisauka. Sóun leynist oft í hinum ýmsu vinnuferlum í daglegri vinnu á búum og oft getur reynst erfitt að bera kennsl á hana. Þessi sóun er í LEAN flokkuð í 7 flokka sem gerir það mun auðveldara fyrir notendur kerfisins að finna hana og skilgreina. 1. Sóun vegna biðtíma Biðtími er sóun, hvort sem það er vegna fólks, véla eða t.d. skorts Á FAGLEGUM NÓTUM Haustið er tími breytinga í garð inum. Litskrúðið eykst allt fram í lauffall og værð færist yfir gróður og garðræktendur. Varpfuglarnir sem við höfum notið samvista við að sumrinu leita fæðu í aldinum trjáa og runna. Sumir þeirra sækja til fjar- lægra landa eins og mörg okkar dreymir um. Aðrir kjósa að dvelja á landinu allan veturinn og láta sér vel líka. Varpfuglar sem við getum átt von á að sjá allt árið um kring í garðinum eru td. skógarþröstur, stari, auðnutittlingur, svartþröstur. Snjótittlingar heimsækja garðinn á veturna. Flækingsfuglar eru forvitnilegir gestir Á haustin má að auki búast við óvæntum gestum í garðinn. Haustlægðirnar færast yfir landið, ýmist úr austri eða vestri með rysjóttu veðri. Þá má búast við að ýmsar sjaldséðar fugla- tegundir berist hingað með veðri og vindum. Það er alltaf skemmti- legt að sjá óvænta fiðraða gesti sem hafa borist hingað um langan veg leita skjóls og fæðu í garða- gróðrinum, þreyttir og hraktir. Með aukinni garð- og trjárækt hefur varpfuglum meira að segja fjölgað svo um munar hér á landi, til dæmis svartþrestir, krossnefir og hinir smávöxnu en síkviku glókollar. Ýmislegt er hægt að gera til að auðvelda heimilisfólki að fylgjast með óvæntum gestum í garðin- um. Koma má tegundum gróð- urs þannig fyrir að auðvelt sé að fylgjast með úr gluggum. Stakir berjarunnar og fjölæringar sem geyma fræ eða aldin fram eftir hausti laða að sér fugla og einnig má huga að því að næði sé sem best fyrir smáfuglana. Þeir þurfa að nýta allan daginn til að afla sér fæðu og til þess þurfa þeir að hafa öruggar fæðuuppsprettur og skjól. Fjölbreyttur garðagróður í bland við opin svæði gagnast vel. Í sumum garðplöntustöðvum er hægt að fá greinargóðar upp- lýsingar sérfróðra söluaðila um hvaða tegundir eru vænlegar til að laða fugla í garðinn. Fóðrun smáfuglanna Margir garðeigendur setja upp einhvers konar fóðrunarstað fyrir smáfuglana, ýmist á sérstökum fóðurbrettum eða láta duga að koma fóðrinu fyrir á trjágreinum eða á grasflötinni. Þegar líður á haustið og minna verður um nátt- úrulega fæðu reiða fuglarnir sig sífellt meira á fóðurgjafir og venja komur sínar þangað. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram fóðr- uninni allan veturinn því annars getur farið illa fyrir fuglunum. Lausaganga heimiliskatta dregur verulega úr líkum á að fulgar geri sig heimakomna í garðinum. Tegundir Meðal flækingsfugla sem vel má búast við að sjá í heimilisgörðum sem bjóða þá velkomna eru hettu- söngvari, gráþröstur, silkitoppa, gransöngvari, barrfinka og söng- þröstur. Sjaldséðari tegundir eru til dæmis hauksöngvari, gráspör, hnoðrasöngvari, dvergkráka og tyrkjadúfa. Alltaf er skemmtilegt að fylgjast með landsvölu og bæjasvölu á flugi í fæðuleit, þær sjást oftar á vorin en á haustin. Sumir þessara flækingsfugla eiga ekki afturkvæmt til heimahaganna en þess eru þó dæmi að flækings- fuglar hafi verið hringmerktir hér á landi og endurheimtast síðar í sínum náttúrulegu heimkynnum erlendis. Ánægja og fræðsla Bæði börn og fullorðnir geta fræðst um fugla og atferli þeirra með því að virða þá fyrir sér út um gluggann. Fylgjast má með fæðu- vali, varpi og vali ólíkra tegunda á varpstöðum, hvernig mismun- andi tegundum kemur saman og breytingum í fjölda eftir árstíma. Þessi einfalda leið kveikir áhuga á að kynnast fleiri fuglategundum með því að leita þeirra á öðrum stöðum, til dæmis við ár og stöðu- vötn, í skógum, votlendi eða við sjávarsíðuna þar sem flestir fuglar halda sig frá því síðla hausts og fram eftir vetri. Á sumarbústaða- lóðinni geta aðrir fuglar gert sig heimakomna, branduglur, hrafnar, fálkar, rjúpur og músarrindlar. Sjónauki og fuglabók eru svo sjálfsagðir félagar til að auðga upplifunina. Ingólfur Guðnason Námsbrautarstjóri garðyrkjuframleiðslu garðyrkjuskóla LbhÍ Reykjum, Ölfusi Flækingsfuglar, óvæntir gleðigjafar í garðinum Kjarnbítur. Myndir / Jóhann Óli Hilmarsson GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Silkitoppa. Stjórnun með LEAN aðferðarfræði þýðir minni birgðir, betur nýtt afkastageta, færri villur, minni tímanotkun og svo framvegis. Mynd / Qualitymag.com LEAN bætir búreksturinn Vibeke Fladkjaer Nielsen hefur haldið námskeið í LEAN hér á landi. Í stuttu máli LEAN, sem er enska, stendur fyr- ir eitthvað sem er magurt eða minna: minni birgðir, betur nýtt afkastageta, færri villur, minni tímanotkun o.s.frv. LEAN beinist að framleiðslunni: • Einbeitir sér að því sem skapar verðmæti • Dregur úr / eyðir sóun • Býr til flæði í framleiðslu • Einbeitir sér að framförum í framleiðslu Allt er þetta um atriði sem hafa bein áhrif á afkomu búanna. Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.