Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202044 Í síðasta blaði ritaði ég um tollaum- hverfi í nautakjötsmálum og hvaða áhrif breytingar á tollaumhverf- inu undanfarin ár hefur haft á samkeppnisstöðu íslenskrar framleiðslu. Tollasamningurinn við ESB hefur einnig haft mikil áhrif á markað með mjólkurvör- ur en samið var um tollkvóta á ostum sem samsvarar um 10% af heildarmarkaðnum hérlendis. Það samsvarar framleiðslu á um 6 milljónum lítra mjólkur eða með- alársframleiðslu 22 kúabúa. Talsverð umræða hefur komist af stað um þessi mál, margir tekið undir þá skoðun bænda að endur­ skoðun tollasamningsins við ESB sé nauðsynleg þar sem forsendur fyrir honum séu brostnar og einhverjir þora jafnvel að tala um að samn­ ingnum ætti að segja upp. Loksins hafa stjórnmálamenn hlustað, opnað augun og séð það sem við höfum bent á frá upphafi. Dæmið gengur ekki upp og þarf að laga. Innflutt á kostnað innlendrar framleiðslu Eins og gera mátti ráð fyrir mót­ mæltu fulltrúar innflutningsaðila og hafa haldið fram að slíkt myndi færa þjóðina aftur um marga áratugi, hér hverfi allt það góða vöruúrval sem við þekkjum og að verð á matvöru fari hiklaust uppá við. Við vitum það svosem að helst vilja raddir úr þeirra ranni ekki hafa neina tolla yfir höfuð og bera fyrir sig að það muni skila sér í betra verði til neytenda. Samt er það svo að þrátt fyrir lækkandi kostnað­ arverð á innfluttu nautakjöti undan­ farin ár þá hefur það ekki skilað sér til neytenda. Eina sem það hefur gert er að lækka verð til bænda og vinna okkar í nautakjötsframleiðslu nær orðin sjálfboðavinna. Hvert fer mismunurinn? Þá er ágætt að taka fram að matvælaframleiðsla er hugsuð sem atvinna, ekki lífsstíll. Fjölbreytt vöruúrval á góðu verði er gott og gilt. En með áframhaldandi ástandi gætum við hins vegar séð að úrval íslenskrar matvöru gæti farið þverrandi. Bændur fá hrein­ lega ekki greitt fyrir vöruna raunvirði hennar þar sem verðþrýstingur frá innfluttum afurðum, sem framleidd­ ar eru við ódýrari aðstæður, riður þeim úr vegi. Ef fer fram sem horfir geta stórkaupmenn erfiðlega haldið áfram að lofa neytendum fjölbreyttu vöruúrvali, nema þá í formi innfluttra matvæla. Og það virðist ekki vera áhugi hjá neytendum fyrir því en skemmst er að minnast þess að fyrr á árinu fundust fullir ruslagámar af erlendum ostum sem ekki höfðu selst. Framboðið af innfluttu hefur verið talsvert meira en eftirspurnin. Þá þurfum við að spurja okkur hvort við viljum. Viljum við minna úrval af erlendri vöru eða innlendri? Hæsta hlutfall tollskrárnúmera án tolla Stundum ber umræðan hér á landi þess merki að við teljum íslenska framleiðslu ofurverndaða með tollum. En það er alls ekki raunin. Ef við horfum á tollaumhverfi ESB, Noregs og Sviss/Liechtenstein má sjá að Ísland er með hæsta hlutfall tollskrárnúmera sem bera engan toll sem og lægstu meðaltollana. Það er nú öll tollverndin. Eftirlit í molum? Að frátöldum milliríkjasamning­ un um sjálfum virðist mikill vandi liggja í öðrum hliðum tollaumhverf­ isins. Svo virðist sem að stórkost­ legir vankantar séu á tollafram­ kvæmd og ­eftirliti svo ekki sé meira sagt. Við höfum heyrt fréttir af því að umstalsvert magn landbúnaðarvara komi inn til landsins á röngum toll­ skrárnúmerum og þegar menn hafa kannað málið frekar kemur í ljós að talsverður munur er á útflutnings­ tölum ESB til landsins og innflutn­ ingstölum Hagstofu Íslands. Frægt er svokallað jurtaostamál þar sem gríðarlegt magn af mozzarellaosti úr kúamjólk hefur verið flutt inn í landið, ranglega undir tollnúmerum jurtaosts sem er án tolla, þrátt fyrir að vera skráð sem venjulegur ostur út frá ESB. Þetta mál virðist hins vegar bara vera toppurinn á ísjak­ anum. Þó að ekki séu allir sammála um tollasamningana sjálfa hljótum við að geta sammælst um að misræming í tollskráningu og tollasvindl sé eitt­ hvað sem verði að koma í veg fyrir. Hvað er til ráða? Þó að við Íslendingar lítum stundum á okkur sem „stórustu“ þjóð í heimi er mikilvægt að átta okkur á hvað við erum lítil í samanburði við önnur lönd. Ársframleiðsla íslensks naut­ gripakjöts er t.d. á pari við mánað­ arframleiðslu í einu dönsku slát­ urhúsi. Það gefur auga leið að það þarf að veita sláturleyfishöfum meira svigrúm til samvinnu svo íslensk framleiðsla sé samkeppnishæfari í verðum. Gera þarf miklar úrbætur á eftirliti með innflutningi til að koma í veg fyrir áðurnefnt misræmi. Þar liggur mikið undir fyrir bændur, neytend­ ur, ríkið og þá innflutningsaðila sem sannanlega fara eftir settum reglum. Það þarf vart að útskýra hvernig þetta skekkir samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar en einnig má benda á að þetta hefur áhrif á hagtölur þannig að hagskýrslur verða rangar og geta þannig haft áhrif á stöðu Íslands við gerð tollasamninga. Endurskoða þarf tollasamninginn við ESB enda allar forsendur fyrir honum brostnar. Að semja um kíló á móti kílói líkt og var gert er fráleitt. Sem dæmi má nefna að á meðan ESB fær innflutningskvóta sem nemur 10% af ostamarkaðnum hérlendis fær Ísland aðgang að 0,009% af osta­ markaði ESB. Ég trúi ekki öðru en að þessi mál nái eyrum manna og gerð verði bragarbót á. Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum og vara- formaður LK LANDSSAMBAND KÚABÆNDA Sauðfé hefur verið eyrnamarkað á Íslandi allar götur frá landnámi. Mörgum kom því á óvart þegar landbúnaðarráðherra lagði fram frumvarp, skömmu fyrir sauðburð í vor, þar sem lagt var til að horfið yrði frá þeirri hefð sem hér hefur verið fylgt að bændur eyrnamerktu fé sitt. Í ljós kom að tillagan var unnin án þess að bændur eða sauðfjáreigendur hafi sérstaklega óskað eftir því og án alls samráðs við markaverði, sem hafa eftirlit með mörkun sauðfjár. Á vettvangi atvinnuveganefndar Alþingis, sem fékk málið til frekari meðferðar, kom í berlega í ljós að fjölmargt mælti gegn því að þessi skylda yrði aflögð. Sérstaklega má þar nefna varnaðarorð dr. Ólafs R. Dýrmundssonar landsmarkavarðar og Sigurðar Sigurðssonar dýralækn­ is, sem báðir skiluðu inn ítarlegum umsögnum sem aðgengilegar eru á vef Alþingis. Frumvarp ráðherra var ekki reist á dýravelferð, sem snertir særingu á eyrum og sársauka, enda hefur verið unnið af kappi að útrým­ ingu soramarka undanfarna áratugi. Gildandi merkingakerfi öruggast Þessir sérfræðingar töldu misráðið að fella niður eyrnamörkun, jafnvel aðeins að hluta, þar sem með því yrði dregið úr öryggi merkinga­ kerfis sauðfjár sem sé með því ör­ uggasta í heimi. Þetta væri varasamt nú og enn frekar en áður þyrfti að styrkja og efla allar varnaraðgerðir og rekjanleika í ljósi þess að margar sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið aflagðar eða viðhald þeirra van­ rækt. Merkingakerfi sauðfjár hér á landi byggist á eyrnamörkun alls fjár, plötumerkingu með litum eftir svæðum og brennimerkingu á sumu fé. Þá kom einnig fram að störf markanefnda kosta ríkissjóð ekki krónu. Innflutningur á ófrosnu kjöti Þrátt fyrir varnaðarorð og ráð­ leggingar fjölmargra var innflutn­ ingur á hráu og ófrosnu kjöti leyfður frá síðustu áramótum. Þetta leiðir til aukinnar hættu á að hingað til lands berist búfjársjúkdómar með óaftur­ kræfum afleiðingum fyrir heilbrigði íslenskra búfjárstofna sem hafa vegna einangrunar engar varnir gegn land­ lægum búfjárpestum í Evrópu. Sumir þessara sjúkdóma geti borist í fólk svo hér eru lýðheilsusjónarmið að veði. Bent hefur verið á að eftirlitskerfið hér innanlands sé veikt og um of sé treyst á innflutningsfyrirtækin sjálf. Mótvægisaðgerðir íslenskra stjórn­ valda séu ótryggar og ófullnægjandi og endurspegli veika stöðu landbún­ aðarins í stjórnarráðinu. Langvarandi baráttu fórnað? Barátta gegn smitsjúkdómum í búfé hefur markað mjög sögu land­ búnaðar. Á liðinni öld var ráðist í öflugar aðgerðir til að útrýma þeim sjúkdómum sem hingað höfðu borist, þar á meðal riðu­ og garna­ veiki. Öll slökun á vörnum felur í sér hættu á að þessir sjúkdómar og fleiri, sem hingað kunna að berast, breiðist um landið og valdi óbætanlegu tjóni. Íslenskir búfjár­ stofnar hafa verið einangraðir um langan aldur og lausir við marga þá sjúkdóma sem öldum saman hafa hrjáð búfé Evrópuþjóða og eru þar af leiðandi sérlega viðkvæmir fyrir nýjum smitsjúkdómum. Þeir Ólafur Dýrmundsson og Sigurður Sigurðsson töldu að hinn góða ár­ angur Íslendinga í baráttu gegn smit­ sjúkdómum í búfé, mætti að miklu leyti þakka merkingarkerfi sauðfjár. Rekjanleikinn mikilvægur í sóttvarnarskyni Gildandi merkingakerfi byggist á að tryggja rekjanleika, en með því að taka einungis upp plastmerki minnkar hann til muna því þau vilja tapast og þá er einnig auðvelt að skipta þeim út og koma nýju merki fyrir. Ef eyrnamörkuninni er sleppt minnkar rekjanleikinn sem öllu skiptir í ljósi þess að hann gegnir lykilhlutverki við að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma. Mörkunum bjargað Eyrnamörkun er þekkt í nágranna­ löndum okkar, t.d. í Færeyjum og Noregi og einnig á svæðum í norðanverðri Evrópu og stríðir ekki gegn löggjöf Evrópusambandsins. Afstaða þingmanna Miðflokksins til tillögu ráðherra um að hverfa frá mörkun búfjár var skýr frá upphafi. Fulltrúar flokksins í atvinnuveganefnd Alþingis, Sigurður Páll Jónsson og Ólafur Ísleifsson, fylgdu þeirri stefnu eftir í nefndinni með áherslu á sóttvarnir í ljósi ábendinga Ólafs Dýrmundssonar og Sigurðar Sigurðssonar. Eins og fram kemur í nefndaráliti var það niðurstaða meirihluta nefndarinnar eftir ít­ arlega umfjöllun að ekki kæmi til greina að hverfa frá mörkun sauðfjár. Var af hálfu nefndarinnar mælt fyrir því að tillagan næði ekki fram að ganga. Þannig tókst að hrinda tillögu sem sýndist hafa verið borin fram án tilefnis og án samráðs og sem hefði ekki verið fallin til að styrkja sóttvarnir ís­ lenskra búfjárstofna eða efla lýð­ heilsu landsmanna. Karl Gauti Hjaltason, kgauti@althingi.is Ólafur Ísleifsson, olafurisl@althingi.is Höfundar eru þingmenn Miðflokksins Mörkin varin Karl Gauti Hjaltason. Ólafur Ísleifsson. LESENDABÁS Herdís Magna Gunnarsdóttir. Bætum samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.