Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202026 UTAN ÚR HEIMI býflugum Torbjörn Eckerman, býflugna­ ræktandi frá Álandseyjum, er einn þeirra sem tilnefndur er til umhverfisverðlauna Norður­ landaráðs í ár. Hann hefur stundað búskapinn í 45 ár og allar býflug­ ur sem fluttar eru inn til Íslands koma frá Torbirni. Torbjörn er einna þekktastur fyrir að halda býflugnastofni Álandseyja hrein­ um af svokölluðum varro­mítli, sem er afar skaðleg tegund og getur valdið dauða heilu býflugnasamfé­ laganna ef ekkert er aðhafst. „Ég er kominn á eftirlaun og hef meira en nóg að gera við að gæta að býflugunum mínum. Áður en ég hætti að vinna var ég kennari í hand­ verksskóla á veturna og býflugna­ ræktandi á sumrin. Síðustu ár hef ég verið býflugnaræktandi í fullu starfi og líkar það mjög vel. Ég bý á litlum sveitabæ og er með bý ­ flugurnar mínar staðsettar hér og þar á landinu í kringum mig en þó aðallega nálægt eplatrjánum mínum. Mestur hluti tekna minna kemur inn á sölu býflugna til frjóvgunar,“ útskýrir Torbjörn. Umhverfisvæn búgrein Í tilkynningu frá Norðurlandaráði segir að frjóvgun villtra plantna sé grundvallarforsenda líffræði­ legrar fjölbreytni bæði plantna og dýra. Hunangsflugur eru taldar skilvirkustu frjóberarnir og vinna við að halda hinum skæða varro­mítli í skefjum er gríðarmikilvæg. Þess vegna er tekið eftir starfi Torbjörns á Álandseyjum, sem er eina svæðið innan Evrópusambandsins sem er laust við mítilinn. „Á námsárum mínum deildi ég íbúð með vini mínum sem átti býflugur og hann bauð mér þó nokkurn hluta af þeim ef ég gæti smíðað fyrir hann kassa undir þær. Mér fannst þetta vel boðið og síðan var í raun ekki aftur snúið. Ég fann fljótt hvað býflugnaræktin átti vel við mig því hún er svo umhverfisvæn í orðsins fyllstu merkingu. Maður leggur meira inn en maður tekur út og skaðar ekki umhverfið sem býflugnaræktandi,“ segir Torbjörn og bætir við: „Við lifum hér í eyjaloftslagi sem þýðir köld vor og þurr sumur Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Torbjörn Eckerman, býflugnaræktandi frá Álandseyjum, er einn þeirra sem tilnefndur er til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár en hann hefur stundað búskapinn í 45 ár. Myndir / Kjell Ritzén Uppruna allra 300 býflugnasamfélaga á Íslandi til býflugnabúa má rekja til Torbjörns, sem hefur flutt út býflugur til Íslands síðastliðin 10 ár. Tekið er eftir starfi Torbjörns víða um heim en hann er einna þekktastur fyrir að ná að halda hinum skæða varro-mítli í skefjum í býflugunum sem hann ræktar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.