Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202028 LÍF&STARF Á Eftri-Úlfsstöðum í Austur-Land- eyjum var á dögunum einu og hálfu tonni af hvítlauksgeirum plantað út í fimm hektara land, sem von- ast er til að skili 10 tonnum næsta sumar. Þetta mun vera fyrsta hvítlauksræktunin hér á landi sem er af slíkri stærðargráðu. „Já, það er rétt – ég er með vott- orð upp á það frá RML að þetta er tímamótaverkefni,“ segir Hörður Bender hrossa- og ferðaþjónustu- bóndi þegar hann tekur á móti blaðamanni. Hvítlauksræktun var áhugamál áður Þegar halla fór undan fæti í ferða- þjónustunni, skaut hugmyndinni um hvílauksræktun upp í huga Harðar og konu hans, Þórunnar Jónsdóttur, en kjöraðstæður eru fyrir slíka ræktun í Landeyjum. Þau hjónin búa að svolítilli reynslu af hvítlauksræktun og annarri garð- yrkju – sem gaf þeim góðar vonir fyrir slíka ræktun á stærra land- svæði. „Við hjónin höfum lengi haft áhuga á garðrækt og höfum verið að fikra okkur áfram á því sviði. Svo er það einn daginn að konan fer á fyrirlestur um hvítlauksrækt hjá Garðyrkjufélagi Íslands og kemur heim með hvítlauk til útsæð- is. Við settum þessa lauka niður í lífræna grænmetisgarðinn okkar og fengum þessa ágætis uppskeru. Okkur fannst þetta bæði spennandi og skemmtileg ræktun fyrir utan hvað okkur fannst bragðið af þeim svo miklu betra og meira en af þeim kínverska hvítlauk sem fæst í kjörbúðinni,“ svarar Hörður þegar hann er spurður um ástæður þess að hann fékk áhuga á þessari tegund akuryrkju. Búinn að undirbúa jarðveginn „Það var svo þegar COVID-19 skellur á og það varð ljóst að dagar mínir sem ferðaþjónustu- bónda væru taldir, í bili að minnsta kosti, að ég fór að hugsa út fyrir rammann. Upp kom í hugann mikilvægi sjálfbærni Íslands í matvælaframleiðslu og um leið öll þau tækifæri sem landgæði Landeyjanna hafa upp á að bjóða. Þá þróaðist þessi hugmynd um tilraun til hvítlauksræktunar fyrir íslenskan markað. Þegar við hjónin vorum að skoða þennan möguleika þá sökkt- um við okkur í rannsóknarvinnu og höfum lesið allt um hvítlauksrækt- un í Skandinavíu sem við höfum komist yfir, auk þess að leita ráða hjá hvítlauksræktendum í Svíþjóð, Danmörk og Frakklandi. Það situr í mér fyrirlestur sem forstjóri stærsta ráðgjafarfyrir- tækis heims hélt hér á landi fyrir nokkrum árum og talaði um þau mögnuðu tækifæri sem Ísland hefði til matvælaframleiðslu. Eftir að ég fór að skoða þetta af alvöru sé ég tækifæri alls staðar í útiræktun og vona að með þessu frumkvæði eigi fleiri eftir að prófa aðrar tegund- ir sem við höfum ekki verið að rækta að ráði áður. Það er ljóst að Íslendingar vilja borða íslenskt græn- meti og með fjölbreyttara framboði frá bændum munum við styrkja ferlið frá bónda til borðs.“ Sex yrki til prófunar Hörður segir að ætlunin sé að prófa sex mismunandi yrki af hvítlauk í þessum tilraunaáfanga, sem þau hafa keypt frá Svíþjóð, Danmörku og Frakklandi. „Þetta eru allt harðgerð yrki sem við höfum valið og munum svo velja áfram þau sem standa sig best hér á Íslandi. Það eru til yfir 500 yrki af hvítlauk í heiminum þannig að þessi tilraun er rétt að byrja og eflaust til fleiri yrki sem virka vel á Íslandi. Við stefnum á að hafa hluta ræktunarinnar lífræna en það er hægara sagt en gert að komast yfir góðan lífrænan áburð,“ segir hann. Honum finnist hvítlaukurinn sem þau ætli að rækta mun bragðbetri en sá sem fæst í íslenskum verslunum. Við erum ekki komin svo langt að ákveða verðið á lauknum en það Hörður hellir hvítlauksgeirunum í pólsku vélina sem er sérhönnuð til að setja þá niður einn í einu í fjórar snyrtilegar raðir. Agnar Páll Pálsson er undir stýri. Hörður Bender, hvítlauksræktandi í Austur-Landeyjum. Hann mun vera sá fyrsti þeirrar tegundar á Íslandi, með um fimm hektara undir ræktunina. Myndir / smh Uppskeran úr matjurtagarðinum er falleg frá því í sumar. Mynd / Aðsend Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.