Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 202012 FRÉTTIR Bændurnir á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal eru þátttakendur í Loftslagsvænum landbúnaði: Aðgerðirnar munu hafa jákvæð áhrif á búskapinn í heild Síðastliðið vor voru 15 sauðfjár­ bú valin til þátttöku í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnað­ arins (RML), Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun stjórn­ valda í loftslagsmálum, en mark­ miðið er að draga úr losun gróð­ urhúsalofttegunda frá landbúnaði og auka kolefnisbindingu. Verkefnið fer vel af stað og hafa allir hafið vinnu við metnaðarfullar aðgerðaráætlanir sem munu þegar fram í sækir vera grunnur að lofts- lagsvænum landbúnaði, að sögn Berglindar Óskar Alfreðsdóttur verkefnastjóra. Hvert bú setur sér aðgerðaráætl- un í loftslagsmálum þar sem aðgerð- irnar eru mótaðar af þátttakendum sjálfum og þeim tækifærum til loftslagsvænna aðgerða sem eru hjá hverjum og einum. Aðgerðaráætlun hvers þátttökubús er lifandi skjal sem heldur utan um öll markmið þátttakanda og er árangurinn met- inn eftir því sem verkefninu vindur fram. Á Skjöldólfsstöðum búa þau Sigurður Max Jónsson og Arna Silja Jóhannsdóttir og eru þátttakendur í verkefninu. Þeirra aðgerðaráætlun þykir vera metnaðarfull með mikla möguleika. Vilja minnka kolefnisspor lambakjötsframleiðslunnar „Við ákváðum að taka þátt í verk- efninu því við viljum finna leiðir og lausnir til þess að minnka kolefnis- spor í matvælaframleiðslu, í okkar tilfelli í framleiðslu á lambakjöti. Orðið hefur mikil vitundarvakn- ing í þjóðfélaginu um að minnka kolefnisspor okkar til að sporna við óeðlilegri hlýnun jarðar af manna- völdum,“ segir Arna. „Við sem þjóð höfum skuld- bundið okkur við Parísarsáttmálann, eins og svo margar, og það þýðir að allir angar okkar samfélags þurfa að finna leiðir til þess að minnka losun, eða auka bindingu. Það skemmtilega við að vera í hefð- bundnum búskap á bújörð er að það eru tækifæri til að fara mjög blandaða leið í þessum efnum; bæði hægt að finna leiðir til þess að auka bindingu eða minnka losun. Hefðbundinn búskapur eða almennt húsdýrahald til matvælaframleiðslu hefur fengið á sig það óorð að valda stóru kolefnisspori. Við viljum bæta ímynd okkar með það að leiðarljósi að sýna fram á að framleiðsla á til dæmis lambakjöti geti bæði verið umhverfisvæn og um leið sé það einnig holl fæða,“ segir Arna enn fremur um ástæður fyrir þátttöku þeirra. Læra nýjar leiðir til að minnka kolefnisspor búskaparins Að sögn Örnu er aðgerðaráætlun þeirra nokkuð hefðbundin, en þau sjá ýmis tækifæri til að ná betri ár- angri í búskapnum með þátttökunni. „Við sjáum bæði tækifæri í auk- inni bindingu á kolefni í gegnum skógrækt og uppgræðslu lands. Að sama skapi sjáum við tækifæri í minni losun með því að ná meiri afurðum eftir hverja vetrarfóðraða ær, með sömu aðföngum eða með betri nýtingu á þeim. Við erum til dæmis í ferli við að hefja tæplega 40 hektara nytjaskógrækt á jörðinni. Einnig tökum við þátt í verkefninu „Bændur græða landið“. Verkefnið er tiltölulega nýbyrjað og framleiðsluferlar á lambakjöti langir og því ekki enn hægt að taka mið af því hversu vel gengur að ná markmiðum sem hver þátttakandi hefur sett sér. Okkur líst samt sem áður vel á þetta verkefni og erum að sjálfsögðu spennt fyrir framhaldinu. Ávinningur okkar við að taka þátt í þessu verkefni er fyrst og fremst sá að við lærum nýjar leiðir til þess að minnka kolefnisspor í okkar framleiðslu, sem er fyrst og fremst markmiðið. Það fer oftast vel saman, aðgerðir sem stuðla að betra umhverfi hafa jákvæðan ávinning fyrir búskapinn í heild,“ segir Arna. Metnaðarfull áætlun með mikla möguleika Aðgerðaráætlun Skjöldólfsstaða er mjög metnaðarfull, að sögn Berglindar Óskar, og tekur vel á þeim möguleikum sem eru fyrir hendi í búrekstrinum. „Hún ber með sér að þau eru mjög meðvituð um loftslags- og umhverfismál og hafa tileinkað sér loftslagsvænar aðferðir sem verða góður grunnur að áframhaldandi vinnu að lofts- lagsvænu búi,“ segir hún. /smh Sigurður Max Jónsson og Arna Silja hafa sett upp metnaðarfulla aðgerðar­ áætlun sem verður grunnur að loftslagsvænum landbúnaði á bænum. Berglind Ósk Alfreðsdóttir verkefn­ isstjóri. Kindur á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal. Þórhildur nýr formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla: Framleiðir heitreykta bleikju og stýrir vörusmiðju BioPol Þórhildur M. Jónsdóttir, sem starfar hjá Kokkhúsi og BioPol, er nýr formaður Samtaka smá­ framleiðenda matvæla. Hún var kjörin á stjórnarfundi samtak­ anna í morgun. Þórhildur er matreiðslumeist- ari að mennt og hjá Kokkhúsi starfar hún við eigin framleiðslu á heitreyktri Hólableikju með villi- jurtum. Hjá BioPol, sem er með höfuðstöðvar á Skagaströnd, hefur hún umsjón með vörusmiðju. Bjartsýn á framtíð samtakanna Þórhildur segir að nýja hlutverkið leggist vel í sig, hún starfi með fræ- bæru fólki í stjórninni. „Ég vil bara þakka Karen fyrir gott samstarf og óska henni velfarnaðar í þeim ver- kefnum sem hún er að taka sér fyrir hendur, sem urðu til þess að hún sá sér ekki fært að vera formaður stjórnar áfram. Ég horfi björtum augum á framtíð samtakana, þetta ár hefur verið mjög viðburðaríkt og búið að vinna að mörgum góðum málum. Það er líka okkar starfs- manni, henni Oddnýju, að þakka, hún hefur unnið frábært starf,“ segir Þórhildur. Nýja stjórn skipa þau Þórhildur M. Jónsdóttir, formaður, Svava Hrönn Guðmunds dóttir frá Sælkerasinnepi Svövu er varaformaður, Ólafur Lofts son frá Súrkál fyrir sælkera er með stjórnandi, ásamt Þresti Heiðari Erlings syni frá kjötvinnslunni Birkihlíð og Auði B. Ólafsdóttur frá Pönnu kökuvagninum. Samtök smáframleiðenda mat- væla voru stofnuð 5. nóvember á síðasta ári. Innan þeirra vébanda eru 75 framleiðendur. Þórhildur segir að þau í stjórninni muni halda áfram að vinna að þeim verkefnum sem liggja fyrir. „Það eru næg verkefni sem snúa að hagsmunamálum fyrir smáframleiðendur matvæla. Við erum bara rétt byrjuð að snerta yfir- borðið í þeim efnum,“ segir hún. Auk þess að vera matreiðslu- meistari er Þórhildur ferðamála- fræðingur og hún segir að allt sem snýr að mat, matarupplifun, aðgengi, dreifingu og sóun sé henni hugleikið. „Þetta tengist allt saman, framleiðsla á mat, upplifun og ferðamaðurinn.“ Heitreykt bleikja og BioPol „Kokkhús kom til árið 2015, þá ákvað ég að setja á markað vöru sem er heitreykt bleikja, ég hafði verið að þróa hana og nota sem for- rétt á veitingastað sem ég vann hjá á þeim tíma. Rúmlega ári síðar var auglýst eftir verkefnastjóra í verk- efni að byggja upp vottað vinnslu- rými fyrir smáframleiðendur og mér fannst verkefnið svo spennandi að ég sótti um. Haustið 2017 opnaði Vörusmiðja BioPol þessa flottu að- stöðu. Framleiðendum hefur fjölgað jafn og þétt hjá okkur þessi ár og gríðarlega gaman að vinna með þessum flottu smáframleiðendum,“ segir Þórhildur um forsögu hennar í smáframleiðslu matvæla. „Það er svo mikil þróun í gangi í þessum efnum. Það er líka svo ánægjulegt að sjá breytinguna sem hefur orðið á síðustu árum í vöru- framboði frá smáframleiðendum matvæla. Þetta eru spennandi tímar í þessum efnum og ánægjulegt að fá að vinna með svona skapandi fólki,“ bætir hún við. /smh Réttir Food Festival er matarhátíð sem Þórhildur hefur haldið utan um og var haldin fyrst í fyrra en féll niður í ár. Landeigendur og jarðakaupendur Nú eru góð eftirspurn eftir jörðum víða um land. Hjá Nýhöfn færðu toppþjónustu, hvort sem þú ert að selja eða vilt kaupa. Við getum aðstoðað með allt varðandi viðskipti með jarðir. Nýhöfn er framsækin fasteignasala í eigu Elvars Árna Lund og Lárusar Ómarssonar sem búa yfir víðtækri þekkingu á sölu jarða og fasteigna. Til ráðgjafar um jarðamál er Níels Árni Lund. Nýhöfn býður upp á margskonar þjónustu tengda fasteignaviðskiptum svo ef þú ert í slíkum hugleiðingum þá hafðu endilega samband. nyhofn.is | nyhofn@nyhofn.is | 5304500 Sýnishorn af grænmeti sem Flúðasveppir og Flúðajöfri færðu 30 fátækum fjölskyldum í Reykjavík að gjöf. Gáfu 30 fjölskyldum í Reykjavík grænmeti frá Flúðum Flúðasveppir og Flúðajörfi á Flúð­ um gáfu nýlega 30 fjölskyldum í Reykjavík kassa af blönduðu græn meti. Um var að ræða gjöf til fjölskyldna sem hafa ekki mikið á milli hand- anna. Framtakinu var vel tekið af fjölskyldunum, sem þökkuðu mikið vel fyrir sig og þessa hlýju, sem fylgdi grænmetisgjöfinni. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.