Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 17 Smurefni fyrir vélvæddan landbúnað Nútíma landbúnaður krefst mikils vélakosts. Gæðasmurefni skipta öllu máli fyrir virkni og endingu véla. Olís veitir ráðgjöf um olíu- og smurefnanotkun fyrir allar landbúnaðarvélar. Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | 515 1100 | Austurvegi 69 | 800 Selfossi | 480 1306 | rekstrarland.is NÝ VERSLUN Á SELFOSSI Vi søger en erfaren leder med politisk fingerspidsfornemmelse og visioner, som vil være med til at påvir- ke det officielle nordiske samarbejde i årene fremover. Nordisk Råd er det parlamentariske organ for det offi- cielle nordisk samarbejde. Vi tilbyder et udviklende og meningsfyldt arbejde i et nordisk og internationalt miljø med kolleger fra hele Norden. Frist 26. oktober 2020 Læs mere på norden.org Nordisk Råd søger direktør til sekretariat i København Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á rækju: Leyft verði veiði 184 tonna í Arnar­ firði og 586 tonna í Ísafjarðardjúpi Með hliðsjón af niðurstöðum könnunar á ástandi innfjarðar­ rækjustofna sem fram fór dagana 28. september til 4. október leggur Hafrannsóknastofnun til að leyfð­ ar verði veiðar á 184 tonnum af rækju í Arnarfirði og 586 tonn­ um í Ísafjarðardjúpi á vertíðinni 2020/2021. Ástand rækjustofna í Húnaflóa, Skagafirði, Skjálfanda og Öxarfirði var ekki kannað. Ráðgjöf stofnunar­ innar hefur undanfarin ár verið að ráðleggja að engar veiðar séu stund­ aðar á þessum svæðum vegna slæms ástands stofnananna. Stofnvísitala rækju í Arnarfirði var nálægt sögulegu lágmarki en yfir skilgreindum varúðarmörkum. Rækjan í Arnarfirði var smærri en undanfarin ár. Meira var af þorski og ýsu í Arnarfirði en undanfarin ár. Stofnvísitala rækju í Ísa­ fjarðardjúpi var undir meðallagi en yfir skilgreindum varúðarmörkum. Útbreiðsla rækjunnar var að miklu leyti takmörkuð við svæðið innst í Ísafjarðardjúpi. Nýliðunarvísitala rækju var langt undir meðallagi árin 2016 til 2020. Vísitala þorsks hefur farið lækkandi frá árinu 2012. Vísitala ýsu hefur haldist há frá 2004. Mikið var af ýsu eins árs og eldri á svæðinu í október 2020. /VH Nýliðunarvísitala rækju, stóri kampa­ lampa (Pandalus borealis), er langt undir meðallagi árin 2016 til 2020. Mynd / Svanhildur Egilsdóttir Togararall Hafrannsóknastofnunar 2021: Auglýst eftir tveimur togurum Ríkiskaup, fyrir hönd Haf rann­ sókna stofnunar, hefur auglýst eftir tilboðum vegna tímabund­ innar leigu á tveimur togurum til stofnmælinga. Um er að ræða útboð vegna NA svæðis og S svæðis til eins árs (2021) með möguleika á fram­ lengingu til fleiri ára ef aðilar sann­ mælast um það. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki um þrjár vikur frá lokum febrúar fram í mars. Niðurstöður úr verkefninu eru mikilvægar við mat á stofnstærð botnfiska og árlega aflaráðgjöf. Verk efnið hefur farið fram ár hvert frá 1985 og eru teknar hátt í 600 stöðvar hringinn í kringum landið. Þar af eru um 155 stöðvar tekn­ ar á hvoru þeirra svæða sem nú er boðin út. Leiga er greidd með afla marki. Skilafrestur tilboða er til klukk­ an 13.00 föstudaginn 6. nóvem­ ber 2020, opnun tilboða er á sama tíma. /VH Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.