Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 41 Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS MÁLFAR&MÁLNOTKUN „Þágufallssýki“ er það kall­ að þegar fólk notar þágufall þegar það ætti að nota þolfall. Það mætti eins tala um „falla­ rugling“ því það eru líka dæmi um að fólk noti þolfall þegar það ætti að nota þágufall. Þegar föllum var gefið nafn á nítjándu öld var höfð hliðsjón af inntaki fallanna, hvort verk eru gerð í þágu einhvers eða hvort hann eða hún er þolandi verknað­ arins. Þegar ég þvæ mér geri ég það í mína þágu, en þegar ég þvæ bílinn (þf.) er það ekki gert í hans þágu heldur mína. Að „klóra sér“ er þægilegt en að „klóra sig“ getur verið mjög vont. Oft heyrist sagt: „Viltu keyra mig?“ Þá finnst mér freistandi að svara: „Má ég ekki frekar keyra bílinn, ég hef ekki próf á þig!“ Ég ólst upp við að segja „keyra mér“ enda átti það að vera í mína þágu. Það yrði enn meiri skaði ef menn færu að breyta falli á sögninni að „skutla“. „Bíllinn minn fer ekki í gang, geturðu skutlað mig?“! Þarna er verið að tala um sama verknaðinn, að keyra og að skutla, og þá fer best á því að notað sé sama fall í báðum tilfellum. Það er misjafnt hvort fólk segir; „mikið meira“ eða „miklu meira“. Hvort er rétt? Það sést ef við skoðum annan samanburð: „Sex er einum (þgf.) meira en fimm.“ Þarna sést að við eigum að nota þágufall. Það á að segja „miklu meira“. Sögnin að „skeina“ hefur tvenns konar merkingu eftir því hvort hún er notuð í þolfalli eða þágufalli. Að „skeina sig“ merkir að meiða sig lítils háttar þannig að úr blæði. Þarna er viðkomandi greinilega þolandi verknaðarins. Ég heyri fólk oft segja að það „skeini sig“ þegar það lýkur sér af á salerni. (Skyldi það hafa þurft að setja á sig plástur?!). Þarna finnst mér að fólk ætti að vanda sig betur og gera það í sína þágu og þurfa þá ekki að þola sársauka. Eitt sinn sá ég á samfélags- miðlum að spurt var: „Vantar ekki einhverjum 113 milljónir?“ Hvernig ætti það að geta verið í þágu einhvers að vanta 113 millj- ónir?! Ég bara spyr! Þorsteinn Guðmundsson Fallaruglingur LESENDABÁS Það var gleðilegt að sjá á dögun- um að matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hlaut Friðarverðlaun Nóbels því þar er unnið mikilvægt starf í þágu friðar og mannréttinda fólks sem á um sárt að binda og lifir við ósæmandi kjör í heimin- um. Markmiðið með áætluninni er að bjarga og breyta lífum fólks og stefna að engu hungri í heiminum. En eins og á flestum sviðum þjóð- lífsins um allan heim hefur COVID- 19 faraldurinn haft gríðarlega mikil áhrif á starf áætlunarinnar. 300 milljónir við hungurmörk Þegar krísan skall á vöruðu forystu- menn matvælaáætlunarinnar við því að alheimsfaraldurinn gæti orsakað hungurfaraldur og ekki er ólíklegt að sú verði niðurstaðan. Nýlega gáfu Sameinuðu þjóðirnar út að í lok árs myndu hátt í 300 milljónir manna lifa við hungurmörk í 88 löndum sem er 82 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þetta eru beinar afleiðingar af COVID-19. Þetta er sláandi aukning. Ljóst er að starf matvælaáætlunar Sameinuðu þjóð- anna hefur aldrei verið jafn mikil- vægt eins og nú á tímum. António Guterres á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík Í fyrsta sinn í sögu Norðurlandaráðs fer árlegt þing ráðsins, sem halda átti í Hörpu í lok október, fram stafrænt. Þar verða mörg mikilvæg málefni norrænu ríkjanna í brennidepli og ljóst að COVID-19 fær sinn sess á þinginu. Það er mikil viðurkenn- ing fyrir starf Norðurlandaráðs að António Guterres, aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun taka þátt í sameiginlegum staf- rænum fundi Norðurlandaráðs um COVID-19 í þingvikunni þann 27. október næstkomandi. Þá fáum við Norðurlandabúar innsýn inn í hvaða áskoranir alheimsfaraldurinn hefur haft í för með sér fyrir alla heims- byggðina. Áskoranir sem ekki enn sér fyrir endann á. Það er ákaflega spennandi að fá að heyra sýn António Guterres á hinu alþjóðlega starfi í baráttunni við COVID-19. Það er barátta sem við vinnum ekki einsömul heldur með sameiginlegu átaki og sam- vinnu, bæði á Norðurlöndunum og á alþjóðlegum vettvangi. Við höfum upplifað að Sameinuðu þjóðirnar hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að alþjóðlegum krísum, ekki hvað síst við að standa vörð um líf fólks sem býr á átakasvæðum eða við ósæmandi kjör. Norðurlöndin styðja löglega heimsskipun og öfl- ugar Sameinaðar þjóðir. Samræður um alheimssamvinnu Fundurinn með António Guterres hefur mikla þýðingu fyrir Norðurlandaráð enda hafa mark- mið og stefnur Sameinuðu þjóð- anna oft á tíðum gengið í takt við þau gildi sem Norðurlöndin vinna eftir. Þar eru mannréttindi og jafn- rétti burðarstólpar í starfi samtak- anna beggja. Sameinuðu þjóðirnar fagna 75 ára afmæli á þessu ári og hafa á undanförnum áratugum efnt til umfangsmestu samræðu sem um getur um alheimssamvinnu til að móta betri framtíð í þágu allra jarðarbúa. Starfsemi samtakanna er samofið þeirri hugmyndafræði sem Norðurlandaráð byggir á en það voru einmitt Danir og Norðmenn sem stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar árið 1945. Íslendingar og Svíar bættust síðan í hópinn ári eftir og Finnar urðu aðilar árið 1955. Því má með sanni segja að norræna samstarfið, sem er elsta samstarf í heimi af sínu tagi, hafi lagt grundvöll að því far- sæla starfi sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið af sér í gegnum tíðina. Áskoranir og afleiðingar COVID-19 Í erindi sínu mun António Guterres fara yfir mikilvægi matvælaöryggis og næringar hjá íbúum heimsins en fyrr á árinu sendi hann út ákall til þjóða heimsins þess efnis. Hann benti á að matvælakerfi þjóða séu að bregðast í kjölfar alheims- faraldursins og nú verði allir að taka höndum saman til að koma í veg fyrir það neyðarástand sem geti skapast með einni mestu hungursneyð sem um getur í heim- inum ef ekkert verði aðhafst. Í kjölfar erindis António Guterres á þingi Norðurlandaráðs þann 27. október næstkomandi gefst norrænum þingmönnum og forsætisráðherrum landanna í fyrsta sinn tækifæri til að ræða sameiginlega um alheimsfaraldur- inn, áskoranir sem honum hefur fylgt og hvaða afleiðingar hann hefur haft í för með sér. Einnig verða umræður milli þátttakenda hvaða lærdóm Norðurlöndin geta tekið með sér eftir krísuna. Norrænu ríkisstjórnirnar hafa valið ólíkar aðferðir við að berjast gegn COVID-19 sem hefur meðal annars leitt til hertara landamæraeftirlits og takmörkunum á frjálsri för fólks sem er einn af kjarnanum í norræna samstarfinu. Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Framsóknar­ flokksins Matur er mannréttindi Silja Dögg Gunnarsdóttir. Í fyrsta sinn í sögu Norðurlandaráðs fer árlegt þing ráðsins, sem halda átti í Hörpu í lok október, fram stafrænt. Þar verða mörg mikilvæg málefni norrænu ríkjanna í brennidepli og ljóst að COVID-19 fær sinn sess á þinginu. Það er mikil viðurkenning fyrir starf Norðurlandaráðs að António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun taka þátt í sameiginlegum stafrænum fundi Norðurlandaráðs um COVID-19 í þingvikunni þann 27. október næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.