Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sólheimajökull Aðstaða og öryggi. Í vikunni opnaði Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir ferðamálamálaráð- herra göngustíg við Sólheimajökul í Mýrdal sem leiðir gesti að útsýnissvæði þar sem hægt er að horfa til jökuls og lóns. Sólheimajök- ull er einn af vin- sælli við- komustöðum ferðamanna á Ís- landi en aðstaðan hefur ekki verið nógu góð. Gerð stígsins var samstarfsverk- efni stjórnvalda og ferðaþjónustunnar á svæðinu í tengslum við verkefni Slysavarna- félagsins Landsbjargar, SafeTravel. „Á undanförnum árum hefur orðið bylting í innviðum ferðamannastaða þótt enn sé verk að vinna,“ segir Þórdís Kolbrún. Kostnaður við stígagerð var 11 milljónir kr. og greiðir ráðuneyti 70% upphæðar en landeigendur afganginn. Sólheimajökull í Mýrdal Stígur opnaður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Manneskjan er flókið fyrir-bæri og margt þarf aðsmella saman svo henni líði vel og hún geti notið lífsins. Allt sem við gerum hefur einhver áhrif á okkur til góðs og heilsueflingar eða í hina áttina. Svefn, mataræði, hreyfing, samskipti við aðra og ótalmargt fleira skiptir máli. Líka hvernig við hugs- um, er glasið þitt hálffullt eða hálf- tómt? Góðu fréttirnar eru þær að við getum sjálf haft mikil áhrif á heilsu okkar og líðan með hegðun okkar. Hægðatregða er algengt vandamál bæði hjá börnum og fullorðnum. Það er ef til vill ekki spennandi umræðu- efni svona korter fyrir aðventu að ræða hægðatregðu en aðventan og jól eru einmitt sá tími sem við viljum geta notið þess að gera vel við okkur og þá er ekki verra að hafa melting- una í góðu lagi. Það er einstaklingsbundið hversu oft fólk hefur hægðir. Sumir hafa hægðir nokkrum sinnum á dag en aðrir nokkrum sinnum í viku. Verkir og þaninn kviður Við tölum um hægðatregðu þegar hægðalosun er óeðlileg og erfið. Fólk þarf að rembast mikið til að koma frá sér hægðum og gjarnan fylgir sú til- finning að ekki sé um fullkomna tæm- ingu að ræða. Sumir finna til kvið- verkja og fá þaninn kvið. Ef hægða- tregða hefur verið viðarandi er rétt að leita læknis sem greinir vandann og metur framhald. Orsakir hægðatregðu geta verið margvíslegar. Nefna má skort á trefj- um í fæðunni, litla hreyfingu, ónóga vökvainntekt, streitu, kvíða, þung- lyndi, aukaverkanir lyfja og að fólk sinnir ekki þörfinni fyrir að hafa hægðir þegar hún kemur. Þar sem hreyfingar í görnunum minnka þegar líður á meðgöngu er hægðatregða al- geng á síðari hluta meðgöngu og fyrst eftir fæðingu. Þeir sem taka lyf að staðaldri ættu að lesa vel fylgiseðla lyfjanna til að ganga úr skugga um hvort þau geti valdið hægðatregðu og bregðast við ef vart verður við slíkt. Til dæmis er um að ræða lyf sem innihalda kódín eða morfín, járn, sum geðlyf, blóð- þrýstingslyf og parkinsonlyf. Hvað get ég gert?  Auka neyslu trefjaríkrar fæðu, s.s. grænmetis, ávaxta og heilkorns.  Mögulega neyta trefjaviðbótar svo sem Metamucil eða Husk.  Drekka vatn, 1-2 lítra daglega. Ristillinn hefur meðal annars það hlutverk að draga vökva úr fæðu- súpunni og ef líkamann vantar vökva tekur hann allan þann vökva sem hann getur og hægðirnar verða harð- ar.  Auka hreyfingu, dagleg hreyfing í að minnsta kosti 30 mín.  Fara reglulega á salerni og alltaf þegar þörf fyrir hægðalosun gerir vart við sig. Þarmahreyfingar aukast eftir máltíðir og eru virkastar á morgnana.  Hjálplegt getur verið að setja lágan koll undir fæturna þegar setið er á salerninu.  Draga úr neyslu fæðu sem eykur hægðatregðu, s.s. mjólkurafurða, hvíts hveitis, hvítra hrísgrjóna og bláberja.  Velja frekar fæðutegundir sem vinna á móti hægðatregðu, s.s. sveskj- ur, kíví, rúsínur, rauðrófusafa, hörfræ og trefjaríka fæðu. Ef ofangreind ráð duga ekki má reyna hægðalyf sem fást án lyfseðils í apóteki og getur starfsfólks apóteka veitt ráðgjöf. Leita til læknis ef þú léttist Leitaðu til heilsugæslunnar ef þér tekst ekki að losna við hægðatregð- una með þessum ráðum. Einnig ef blóð er í hægðum, þú hefur kviðverki eða kviðurinn verður skyndilega harður. Ef skyndilega verður breyt- ing á útliti og formi hægða án skýr- inga eða þú léttist án þess að vera að reyna að losa þig við kílóin ætti einnig að leita til læknis. Á heilsuvera.is geturðu lesið nánar um áhrifaþætti heilbrigðis. Þú getur skráð þig inn á mínar síður til að senda heilsugæslunni skilaboð eða rætt við hjúkrunarfræðing á net- spjallinu heilsuvera.is sem er opið frá 8 til 22. Trefjarík fæða vinnur á tregðu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ávextir Að auka neyslu trefjaríkrar fæðu, s.s. grænmetis, ávaxta og heilkorns, er heillaráð fyrir heilsu okkar. Morgunblaðið/G.Rúnar Útivera Hálftíma gönguferð á dag er góð fyrir líkama og sál. Heilsuráð Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Unnið í samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Helstu söfn borgarinnar hafa nú verið opnuð að nýju eftir nokkurra vikna lokun vegna sóttvarna. Í Þjóðminja- safni Íslands við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykja- vík hefur salarkynnum verið skipt upp í hólf og gætt er að því að gestafjöldi í hverju fari ekki yf- ir tiltekin mörk. „Rýmin eru stór og loftræsting góð, og svo má til gamans nefna að rík hefð er fyrir því að snerta ekki munina, svo ekki þarf að hafa áhyggjur af snerti- flötum og smiti,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. „Söfn eru mikilvægir staðir í hverju samfélagi í því skyni að fræða, hvetja og upplýsa. Við fögnum því að geta opnað aftur eftir sótthlé og teljum slíkt raunar aðkallandi. Það er þess virði að heimsækja söfnin, fara í svo- lítið tímaflakk og njóta þess að skoða okkar fjölbreytta arf.“ Tvær sérsýningar eru uppi um þessar mundir í Þjóðminjasafni Ís- lands. Teiknað fyrir þjóðina er yfir- skrift sýningar á jarðhæð, en þar eru uppi myndir eftir Halldór Pétursson (1916-1977). „Halldór mótaði mynd- heim Íslendinga og teiknaði sig inn í hjarta þjóðarinnar,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir. Á blómatíma hans, sem teygði sig yfir marga áratugi, voru verk hans hvarvetna í íslensku samfélagi og má þar nefna vörumerki, frímerki, peningaseðla og fleira slíkt. Einnig myndir í blöðum og bókum, af fólki, dýrum og fleiru, og þá yfirleitt í skopstíl. Saga úr jörðu Í Bogasal er svo sýningin Saga úr jörðu – þar sem brugðið er ljósi á fornleifarannsóknir á Hofsstöðum í Mývatnssveit. Þær voru umfangs- miklar, stóðu árum saman og þóttu skila merkum niðurstöðum. Í desem- ber verður svo fræðsludagskrá tengd jólunum í safninu, en nánari útfærsla hennar tekur mið af smitvörnum. Þjóðminjasafn Íslands við Suður- götu og Safnahúsið við Hverfisgötu, sem eru sama stofnunin, eru opin alla daga frá 10-17. Aðgangsmiði í Þjóð- minjasafn Íslands kostar 2.000 kr. og gildir í ár. Ókeypis er fyrir 18 ára og yngri. Þjóðminjasafn Íslands opið aftur eftir sóttvarnahlé Myndheimur og sýningar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjóðminjasafnið Margt er að sjá í Safnahúsinu við Suðurgötu. Margrét Hallgrímsdóttir Á alþjóðadegi barna og afmælisdegi Barnasáttmála SÞ veitti UNICEF á Ís- landi Giljaskóla á Akureyri viður- kenningu sem Réttindaskóla UNICEF. Giljaskóli er fyrsti réttindaskólinn ut- an höfuðborgarsvæðisins. Í viðurkenningunni felst að grunn- forsendur Barnasáttmálans eru út- gangspunktur fyrir ákvarðanir í Gilja- skóla auk þess sem þær endur- speglast í samskiptum barna, ungmenna, kennara og annarra. Börnin hafa verið frædd um Barna- sáttmálann og réttindi sín og jafn- aldra sinna og réttindaráð verið skip- að af nemendum úr 1. til 10. bekk. UNICEF á Akureyri Réttindaskóli Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is PLÍ-SÓL GARDÍNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.