Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Nýir eigendur meirihluta hlutafjár í eignarhaldsfélaginu Fiskeldi Aust- fjarða, Ice Fish Farm AS, stefna að mikilli uppbyggingu á Austfjörðum og benda á að það skorti öflugri inn- viði til að skapa grundvöll fyrir fisk- eldisgeirann til framtíðar. Nýju eig- endurnir, norska fyrirtækið Måsøval, voru fyrir viðskiptin með meirihluta í Löxum fiskeldi ehf. en hafa sjálf- ir stundað fisk- eldi í Noregi í um hálfa öld. „Mesti mun- urinn á fiskeldi á Íslandi og í Nor- egi er að í Noregi hefur verið byggður upp mikill þjón- ustu- og flutningaiðnaður í kringum greinina sem nauðsynleg forsenda skilvirkrar og [efnahagslega] sjálf- bærrar framleiðslu. Hvort sem það tengist fiskiheilsu, þjónustubátum, sílaframleiðslu, slátrun eða rann- sóknastofum, sem og hagkvæmum flutningaleiðum á markaðina. Það er mikil vöntun á þessum markaði á Ís- landi og það leiðir af sér meiri fjár- magnsþörf á hvert framleitt kíló af fiski. Síðan þarf ákveðið magn af laxi til að það sé einfaldlega hægt að byggja upp góðan og samkeppnis- hæfan söluiðnað fyrir greinina,“ seg- ir Lars Måsøval, stjórnarformaður norska fyrirtækisins Måsøval Fiske- oppdrett AS. Måsøval kveðst hafa mikla trú á að á Austfjörðum séu töluvert góðar forsendur fyrir arðbærri fiskeldis- grein. „Ég held að fiskeldi á Íslandi, eins og í Noregi, mun verða mjög mikilvæg atvinnugrein á lands- byggðinni. Störf munu verða til á svæðum þar sem þörf er á þeim og síðan skapa grundvöll fyrir aðra starfsemi og atvinnuþróun. Måsøval hefur verið með viðveru á austur- hluta Íslands frá því að við gengum til liðs við Laxa fiskeldi árið 2016. Með þeirri fjárfestingu höfum við kynnst vel líffræðilegum aðstæðum svæðisins og styrkst í þeirri trú að fiskeldi geti orðið mjög mikilvæg at- vinnugrein fyrir landshlutan og landið allt.“ Útilokar ekki samruna Fiskeldi Austfjarða og Laxar fisk- eldi eru bæði fyrirferðarmikil í ís- lensku fiskeldi. Samanlögð fram- leiðsla fyrirtækjanna tveggja gæti orðið, fái þau öll leyfi sem sótt hefur verið um auk útgefinna leyfa, tæp- lega 54 þúsund tonn sem er ríflega helmingur þess hámarkslífmassa sem Hafrannsóknastofnun hefur ráðlagt fyrir landið allt. „Við gátum einfaldlega ekki sleppt tækifærinu að nýta reynslu okkar og vera leið- andi í þróun greinarinnar á Austur- landi,“ segir Lars Måsøval um fjár- festinguna í Fiskeldi Austfjarða. Spurður hvort líkur séu á sam- runa fyrirtækjanna segir Måsøval margt óráðið í þeim efnum þar sem kaupin eru háð samþykki bæði norskra og íslenskra samkeppnis- yfirvalda og þarf að bíða eftir niður- stöðum þeirra áður en nokkuð er ákveðið um framhaldið. „Almennt get ég sagt að þegar rekstur er tengdur líffræði er mikil- vægt að byggja upp trausta rekstr- arferla til að vernda gegn sníkjudýr- um og sjúkdómum, auk þess til að gefa tækifæri til að hvíla svæði og forðast nýtingu umfram líffræðilega burðargetu,“ útskýrir hann og bend- ir á að með því að samræma aðgerðir svo sem nýtingu og hvíld svæða sé hægt að þróa sjálfbæran fiskeld- isiðnað. Vilja fjölga störfum á Íslandi Þá segir stjórnarformaðurinn, sem einnig er annar tveggja aðal- eigenda norska fyrirtækisins, að það sé stefnt að áframhaldandi fjárfest- ingum í rekstrinum á Íslandi. „Á næsta ári er áætlað að koma átta milljónum fiska í kvíar á Aust- fjörðum og er það aukning um 50% frá yfirstandandi ári. Árið 2022 eru áætlanir um að sleppa yfir tíu millj- ónum síla. Til að takast á við vöxtinn er verið að byggja upp innviðina á landi í báðum fyrirtækjunum. Til viðbótar kallar þetta á verulegar fjárfestingar í kvíum, bátum, netum, hafnaraðstöðu og slátrun. Mikilvæg- ast er þó að við þurfum miklu fleiri starfsmenn, sem vilja þróa nýja og flotta atvinnugrein með okkur.“ Hann segir fyrirtækið þekkja vel til fiskeldisgreinarinnar og hvernig byggja skal upp atvinnurekstur á landsbyggðinni. „Måsøval var stofnað á lítilli eyju í Mið-Noregi sem heitir Frøya og hef- ur um það bil fimm þúsund íbúa. Við höfum tekið þátt í uppbyggingu norsks fiskeldisiðnaðar frá byrjun áttunda áratugarins og séð hversu mikilvæg atvinnugrein okkar hefur orðið fyrir heimabyggðina okkar. Við höfum mikla trú á að við getum, með krafti íbúa, þróað miðstöð fyrir íslenska laxframleiðslu og við teljum ekki hægt að stunda eldi á Íslandi frá skrifstofum í Noregi. Hér ætlum við okkur að þróa iðnaðarstörf sem og sérhæfð störf á okkar sviði. Til að ná árangri teljum við að þekkingin þurfi að vera nálægt framleiðsl- unni,“ segir Lars. Vilja þróa miðstöð íslensks laxeldis  Norskir fjárfestar telja að efla þurfi stoðkerfi laxeldis á Austfjörðum  Áætlanir krefjast tölu- verðra fjárfestinga  Boða fjölgun iðnaðar- og sérhæfðra starfa  Hafa hálfrar aldar reynslu Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Laxeldi Nýir eigendur Fiskeldis Austfjarða stefna að samræmingu rekstrar fyrirtækisins og Laxa fiskeldis. Í eigu bræðra » Måsøval Fiskeoppdrett AS er í eigu Måsøval Eiendom AS sem er jafnt í eigu bræðranna Anders og Lars Måsøval sem fara með 99,8% hlutafjár. For- eldrar þeirra, Karsten og Mar- ion, eiga 0,2% hlut. » Hafa fest kaup á 55,6% hlut í eignarhaldsfélagi Fiskeldis Austfjarða, Ice Fish Farm. » Eiga fyrir 53,5% hlut í Löx- um fiskeldi ehf. Lars Måsøval Afurðaverð á markaði 24. nóv. 2020, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 400,38 Þorskur, slægður 443,54 Ýsa, óslægð 317,35 Ýsa, slægð 314,81 Ufsi, óslægður 168,33 Ufsi, slægður 182,43 Gullkarfi 260,00 Blálanga, óslægð 274,00 Blálanga, slægð 184,62 Langa, óslægð 201,76 Langa, slægð 199,70 Keila, óslægð 60,32 Keila, slægð 72,69 Steinbítur, óslægður 323,86 Steinbítur, slægður 477,83 Skötuselur, slægður 567,27 Grálúða, slægð 451,18 Skarkoli, slægður 515,13 Þykkvalúra, slægð 660,52 Langlúra, óslægð 158,18 Sandkoli, óslægður 124,00 Bleikja, flök 1.444,00 Gellur 1.159,67 Hlýri, slægður 370,05 Lúða, slægð 555,91 Lýr, óslægður 68,00 Lýsa, óslægð 28,62 Lýsa, slægð 25,00 Skata, slægð 81,41 Stórkjafta, slægð 36,39 Undirmálsýsa, óslægð 110,41 Undirmálsýsa, slægð 152,04 Undirmálsþorskur, óslægður 137,68 Undirmálsþorskur, slægður 120,47 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is 2012 2020 HJÁ OKKUR FÁST VARAHLUTIR Í AMERÍSKA BÍLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.