Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 49

Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Kalt Þessir verkamenn létu næðinginn, frostið og skafrenninginn ekki aftra sér frá erfiðisvinnu við höfnina í Hafnarfirði. Eggert Um þessar mundir er verið að kynna „viðauka við aðalskipulag Reykjavíkur“. Í raun er þetta nýtt aðalskipulag enda er gildistími þess tíu árum lengri en nú er. Áherslan í viðaukanum er á húsnæðismálin. Á fyrri hluta tímabilsins er áhersla á uppbyggingu á Ártúnshöfða þar sem nú er atvinnusvæði. Flutningur á atvinnufyrirtækj- unum mun taka tíma, en jafn- framt mun kostnaður við aðföng aukast og þar með byggingar- kostnaður í Reykjavík. Reynslan af því að flytja at- vinnustarfsemi úr Reykjavík ætti að hafa kennt okkur ým- islegt. Rekstur Björgunar liggur nú niðri þar sem atvinnulóð fé- lagsins var tekin af því. Í stað- inn átti félagið að fá aðstöðu í Álfsnesi, sem enn er ekki í hendi. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að flytja úr borginni. Nýlegt dæmi er Tryggingastofnun ríkisins sem var við Hlemm og fór í Kópavog á síðasta ári. Þá er Tækniskól- inn að hugsa sér til hreyfings og borgin á það á hættu að missa þá mikilvægu stofnun frá sér. En það er fleira sem byggt er á veikum grunni. Húsnæðisáætlunin Í viðaukanum er lagt upp með að byggja íbúðir á svæðum þar sem nú er starfsemi fyrir. Þetta er ekki bara dýrt þar sem það þarf að rífa byggingar og færa starfsemi, heldur eru þarna mikil höft á upp- byggingu. Ekkert á að byggja á Keldna- landinu næstu tíu árin þrátt fyrir að þar sé gríðarlega mikið og hagstætt byggingarland inn- an borgarinnar. Þá er hætt við íbúðir í Úlfarsárdal, engin íbúð leyfð í Örfir- isey eða í Laugar- nesi þrátt fyrir góða staðsetningu. Í staðinn fyrir þessa góðu og hagstæðu kosti er einblínt á atvinnusvæði sem eiga að víkja. Á síðari hluta skipulagstímans gerir borgin beinlínis ráð fyrir því að unnt sé að byggja þar sem flugvöllurinn er. Það sjá all- ir að hafi verið líkur á því að nýr flugvöllur yrði byggður í Hvassahrauni á næstu árum hafa þær horfið með kórónu- kreppunni. Að ekki sé minnst á jarðhræringahrinu á Reykja- nesi. Húsnæðisáætlun borg- arinnar er byggð á því að at- vinnufyrirtæki flytji burt og að nýr flugvöllur sé fullbyggður í Hvassahrauni. Ekki er ofsögum sagt að segja þessa áætlanagerð lýsa mikilli „bjartsýni“. Betra er að byggja á hagkvæmum og traustum byggingarsvæðum. Ekki á sandi. Eftir Eyþór Arnalds » Betra er að byggja á hagkvæmum og traustum bygging- arsvæðum. Ekki á sandi. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn. Að byggja á sandi Tuttugu dögum eft- ir kjördag eða mánu- daginn 23. nóvember gaf Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, emb- ættismönnunum sem vinna að stjórn- arskiptunum 20. jan- úar 2021 loks leyfi til að opna fjárheimildir og opinberar bygg- ingar fyrir starfsmönnum Joes Bi- dens, verðandi forseta. Þá höfðu allar tilraunir Trumps til að ógilda kosningarnar í einstökum ríkjum mistekist. Þetta leyfi Trumps var þá stærsta viðurkenning hans á að hafa tapað kosningunum. Joe Biden hlaut 306 kjörmenn (þurfti 270), um 79,9 milljón atkvæði eða 51%, Do- nald Trump hlaut 232 kjörmenn, um 73,9 milljón atkvæði eða 47%. Glæsileg úrslit fyrir báða. Engir hafa áður fengið svo mörg atkvæði í forsetakosningum. Barack Obama er þriðji í röðinni með 69,5 milljónir atkvæða árið 2008. Bandarískir stjórnarhættir næstu ára mótast af því hvernig aukakosningar til öldungadeild- arinnar fara í Georgíuríki 5. janúar 2021. Sigri repúblikanar festir það Biden á miðjunni, annars verða vinstrisinnaðir demókratar of ráð- ríkir. Daginn sem Trump gaf græna ljósið birtust nöfn þeirra sem Biden tilnefnir til að fara með stjórn utan- ríkis- og þjóðaröryggismála. Þeir eru Antony Blinken og Jack Sulliv- an. Valið á þeim sýnir að Biden vill halda í hefðirnar sem ríktu við stjórn utanríkis- og þjóðarörygg- ismála fyrir daga Trumps. Antony Blinken, verðandi utan- ríkisráðherra, hefur unnið árum saman fyr- ir Biden. Hann vill að Bandaríkjastjórn beiti sér innan alþjóðastofn- ana. Með þeim stjórnarháttum eru strax dregin skil á milli þess sem vænta má af stjórn Bidens og hins sem menn kynnt- ust í forsetatíð Do- nalds Trumps. Hann taldi sér til fram- dráttar að fara niðr- andi orðum um NATO áður en hann varð forseti og hafa í heit- ingum við bandamenn sína eftir að hann settist í embætti. Hann gerði lítið úr fjölþjóðakerfinu sem Bandaríkjastjórn mótaði á fimmta áratug 20. aldarinnar. Nú gefst frjálslyndum lýðræðis- ríkjum að nýju tækifæri til að vinna með fulltrúum Bandaríkjanna í þessu kerfi sem reynst hefur þeim og samfélagi þjóðanna best á und- anförnum áratugum. Þar eiga nor- rænu ríkin fimm að skipa sér í fremstu röð í þágu gildanna sem einkenna stjórnarhætti þeirra: lýð- ræðis, mannréttinda og virðingar fyrir réttarríkinu. John Sullivan er tilnefndur sem þjóðaröryggisráðgjafi. Hann starf- aði með Hillary Clinton, utanríkis- ráðherra Baracks Obama, á sínum tíma. Sullivan og Blinken eru sam- stiga um gildi hagsmunagæslu í fjölþjóðastofnunum. Afstaða þeirra er talin harðari en stefnan sem Obama-stjórnin fylgdi. Sullivan vildi til dæmis að Bandaríkjastjórn léti Úkraínumönnum í té öflugri vopn en Obama samþykkti. Trump lét þá síðan hafa vopnin. Blinken studdi innrásina í Írak árið 2002. Hann sagði oft „risaveldi blekkja ekki“ og gagnrýndi þannig að Obama stóð ekki við yfirlýsingu sína um „rauðu línuna“ þegar efna- vopnum var beitt í Sýrlandi. Hvíta-Rússland Ástandið í Hvíta-Rússlandi er ömurlegt. Nú hafa mótmælaað- gerðir gegn forseta landsins staðið í 110 daga í höfuðborginni Minsk. Hann er sakaður um kosn- ingasvindl. Eftir að mótmælandinn Raman Banderenka, 31 árs, dó 12. nóv- ember vegna harkalegra barsmíða lögreglu efldust mótmælin eftir stutta lægð. Tóku þúsundir manna þátt í útför Banderenka 20. nóv- ember og hrópuðu: Þú ert hetja! og Lengi lifi Hvíta-Rússland. Svetlana Alexievitsj (72 ára) sem fékk bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2015 yfirgaf Minsk í sept- ember 2020 til lækninga í Berlín. Í minningu Banderenka ræddi hún við Der Spiegel 20. nóvember. Hún ætlar ekki að snúa aftur til Minsk fyrr en Alexander Lúkasjenkó for- seti er farinn frá völdum. Frá kjör- degi 9. ágúst hafi 27.000 ein- staklingar verið teknir fastir. Lúkasjenkó eyðileggi landið, segir hún. Alexievitsj segir að nú ráði vopn- in í Hvíta-Rússlandi. Blaðamaður Der Spiegel víkur að því að ólga sé í mörgum ríkjum við jaðar Rúss- lands: Hvíta-Rússlandi, Úkraínu, Georgíu, Kirgistan, Moldóvíu, Aserbaídsjan og Armeníu, þremur áratugum eftir fall Sovétríkjanna. Nóbelshöfundurinn segir að stórveldið hafi veikst og elíta kommúnista sé alls staðar í vanda. Nú berjist þeir innbyrðis sem enn haldi velli. Þetta sé stór pottur þar sem allt kraumi: gamlir komm- únistar, nýir kapítalistar. Fyrir forsetakosningarnar gagn- rýndi Joe Biden keppinaut sinn, Donald Trump, fyrir að sýna mót- mælendum í Hvíta-Rússlandi of lít- inn áhuga og stuðning. Sjálfur sagðist Biden standa með almenn- ingi í Hvíta-Rússlandi og styðja lýðræðisvonir hans gegn mannrétt- indabrotum Lúkasjenkó-stjórn- arinnar. Nú kveður því við annan tón gagnvart einræðisherrum á borð við Lúkasjenkó hjá ráðamönnum í Washington. Trump hélt gjarnan aftur af stóryrðaflaumi sínum þeg- ar kom að Valdimír Pútín og ýms- um af svipuðu sauðahúsi. Ögranir Rússa Á nýlegu árlegu málþingi Finna og Svía um varnar- og öryggismál, svonefndu Hanatingi, var Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svía, meðal ræðumanna. Hann sagði varnarstefnu Svía reista á tveimur stoðum, alþjóðlegu varn- arsamstarfi og eigin herafla. Með því að nefna þessa tvo þætti stað- festi ráðherrann enn einu sinni gjörbreytinguna á sænskri varn- armálastefnu frá því fyrir 30 árum. Þá treystu Svíar alfarið á eigin varnarmátt, áréttuðu hlutleysi sitt og stöðu utan hernaðarbandalaga. Eftir að Vladimir Pútin Rúss- landsforseti innlimaði Krímskaga í Rússland árið 2014 endur- skipulögðu Svíar varnir sínar Á föstu verðlagi vaxa útgjöld Svía til varnarmála um 85% á árunum 2014 til 2025. Þeir starfa nú náið með Bandaríkjamönnum og NATO. Peter Hultqvist sagði að enn stæðu Svíar og aðrir frammi fyrir Rússum sem ögruðu skipan örygg- ismála í Evrópu og hefðu al- þjóðalög að engu. Árásir Rússa á Georgíu og Úkraínu sýndu að Rússar hikuðu ekki við að beita hervaldi til að ná pólitískum mark- miðum sínum. Nú síðast hefðu við- brögð ráðamanna í Moskvu við mótmælum almennings í Hvíta- Rússlandi, nánasta samstarfsríki Rússa, vakið athygli. Af þeim mætti álykta að Rússar hindruðu að andstæðingar Lúkaskjenkós kæmu honum frá völdum eða mót- uðu stefnu fyrir Hvíta-Rússland án áhrifa Rússa. Með frjálsum aðgangi Rússa að yfirráðasvæði og lofthelgi Hvíta-Rússlands skapaðist óvissa og óljóst ástand. Ráðamenn í Moskvu hefðu þá í hendi sér að flytja herafla sinn inn í Hvíta- Rússland, vildu þeir ógna öðrum á þann hátt. Sænski varnarmálaráðherrann vék einnig að sívaxandi hervæðingu Rússa meðal annars með kjarnorkuvopnum í nágrenni Sví- þjóðar. Þá ykju Rússar hernaðar- umsvif sín á norðurslóðum, beittu fjölþátta aðferðum, netárásum og undirróðri gagnvart öðrum ríkjum. „Því verður haldið áfram á morgun á sama hátt og gert er í dag,“ sagði Peter Hultqvist. Framvindan í Hvíta-Rússlandi er mikilvægur prófsteinn. Ekki aðeins fyrir lýðræðisþjóðirnar heldur einnig fyrir ráðamenn í Moskvu. Pútín kann að nota umþóttunartím- ann í Washington og farsótt- arástandið til að sölsa Hvíta- Rússland undir sig og láta nýja bandaríska stjórnarherra standa frammi fyrir orðnum hlut. Stjórn- arskiptin í Washington eru ör- lagarík í mörgu tilliti. Eftir Björn Bjarnason » Framvindan í Hvíta-Rússlandi er mikilvægur prófsteinn. Ekki aðeins fyrir lýðræðisþjóðirnar heldur einnig fyrir ráðamenn í Moskvu. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Hvíta-Rússland er prófsteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.