Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 30
mikinn áhuga á sögu og er bókasafn- ari, en síðan ólst ég náttúrlega upp á Hólum í Hjaltadal, þar sem öll þessi saga Jóns Arasonar talar til manns við hvern hól og hvert horn. Þar fæddist áhuginn á Jóni Arasyni og raunar þessu tímabili í Íslandssög- unni, sem síðar birtist í því að þegar ég fór að læra hagfræði, þá skrifaði ég B.Sc.-ritgerð mína um efnahags- mál Íslands frá 1400-1600. Sem er mjög athyglisvert tímabil, það er frjáls verslun við Ísland og Eng- lendingar, Hollendingar og Þjóð- verjar eru mikið hér við landið. Sá áhugi hefur alltaf lifað hjá mér og 2003 gaf ég út ljóðmæli Jóns Ara- sonar, en var þá raunar þegar byrj- aður að vinna að þessari bók, sem er að koma út núna.“ Kófið kveikti Af hverju tókstu upp þráðinn? „Það má segja að það hafi bara gerst núna í kófinu, að þá kviknaði áhuginn aftur og má eiginlega segja að það hafi verið ákveðin hvíld frá öllum þessum krísumálum, að geta sökkt sér niður í siðskiptin! En það er dágóður tími liðinn síð- an og sýn manns á þessi efni og lífið hafa breyst. Ég er orðinn fimm- tugur og leyfi mér kannski að hugsa frjálslegar um þessi mál en þegar ég var að þessu fyrir tuttugu árum, horfi meira til stjórnmálanna að baki þessum viðburðum og svona. En síðan finnst mér Jón Arason ein- faldlega mjög áhugaverður maður.“ Já, manni finnst það skína í gegn að þú nánast þekkir manninn. Er það svo? „Já já, mér finnst ég vera farinn að þekkja hann. Einhvern veginn gerist það þegar þú lest, kannski ekki síst ljóð eftir menn, að þá fer maður að skilja hvernig þeir hugsa málin, hvað bærist að baki, úr hverju þeir eru gerðir.“ Ísland í ölduróti umheimsins Finnst þér Jón Arason eða þessi saga eiga skírskotun til vorra tíma? „Að einhverju leyti, já. Gleymum því ekki að þegar dregur til tíðinda þarna, þá var Jón í ágætri stöðu, hann hafði samið við Danakonung um að láta sig í friði á sínum kat- ólska biskupsstól á Hólum, þó að lút- erskan hefði verið tekin upp í Skál- holti, að Sigurður sonur hans tæki við biskupsembætti eftir sig og hann hafði í raun engra frekari persónu- legra hagsmuna að gæta. En hann leit svo á að hann væri að gæta þjóðarhagsmuna, að Danir VIÐTAL Andrés Magnússon andres@mbl.is Seðlabankastjóri hefur í nógu að snúast alla daga og örugglega ekki síður nú þegar kórónuveiran þreng- ir að þjóðlífi, einangrar landið og heldur stórum hluta atvinnulífs í herkví, reynir mjög á heim- ilisbókhald, ríkisfjármál og pen- ingastefnu. Það vekur því athygli þegar hann sendir frá sér bók, en þar fjallar hann um Jón Arason biskup. Jón var einn af merkari mönnum Íslandssögunnar, braust úr sárri fá- tækt til æðstu met- orða í landinu og varð biskup aðeins 36 ára. Hann var glæsilegur maður á alla lund, bæði geistlegur og ver- aldlegur valdamaður, gott og vin- sælt skáld. Vald Dana, bæði á Ís- landi og í evrópsku samhengi, var veikt á þeim tíma og Jón Arason bauð þeim birginn, en dó svo fyrir kóngsins mekt. „Kveikjan að þessari bók er ann- ars vegar sá, að ég hef alltaf haft væru að arðræna Ísland og að boða trúvillu, sem hann lagði nokkuð að jöfnu. Það er við því sem hann vill bregðast. Þar kristallast þessi gamli vandi smáþjóða, að sagan er ekki ákveðin hjá okkur, við tökum því sem gerist úti í hinum stóra heimi og bregðumst við því. Ekki ósvipað og í dag. Jón Arason er hins vegar eina dæmið um Íslending, sem reynir að taka söguna í eigin hendur.“ Var hann þá ekki að fást við Evr- ópuspurninguna íslensku, líkt og áð- ur hafði verið svarað með Gamla sáttmála og hefur nokkrum sinnum borið á góma síðar? „Jú, ég held það. En það er eins og Laxness sagði í öðru samhengi síðar, að Danmörk er útkjálki Evr- ópu. Á þessum tíma voru Danir í mikilli vörn gagnvart Þjóðverjum, en Jón virðist hafa álitið að undir handarjaðri Þjóðverja myndu Ís- lendingar fá pólitískt frelsi og þeir láta sér nægja að versla við okkur. Það er misskilningur að Danir hafi höggvið fólk fyrir að vera kat- ólskt og að því leyti hefur of mikið verið gert úr hinu trúarlega inntaki siðskiptanna, sem af hálfu dönsku krúnunnar snerust mun frekar um veraldlegt vald og auð. Jón Arason var ekki hálshöggvinn fyrir villutrú, heldur fyrir landráð eða drottins- svik, öllu heldur, því hann var að reyna að ráða landið af konungi. Það var ekki ofmat hjá Dönum, hann hafði það beinlínis á prjón- unum og sú ráðagerð var miklu raunverulegri og betur hugsuð, en flestir hafa áttað sig á.“ Niðurlægingarskeið í kjölfarið En þetta endar með síðusta bar- daga á Íslandi, á Sauðafelli 1550, Jón er höggvinn, Danakonungur treystir mjög völd sín hér og síðar er einokunarversluninni komið á, svo í kjölfarið siglir mesta niðurlæging- arskeið þjóðarinnar, sem lýkur ekki fyrr en rúmum tveimur öldum síðar. „Jú. Gleymum ekki að Danir voru ekki voldug þjóð og þeir gátu ekki staðist samkeppni við stærri þjóðir. Danir voru einfaldlega ekki heppi- legt viðskiptaland fyrir Ísland, þar var hvorki markaður fyrir helstu af- urðir Íslendinga né höfðu þeir þá vöru sem við þurftum. Þeir voru því alltaf milliliðir og stóðust enga sam- keppni við aðra, svo þess vegna þurftu þeir að koma einokunarversl- uninni á, sem reyndist Íslendingum einstaklega þungbær, eins og Jón Sigurðsson forseti rakti síðar í Nýj- um félagsritum. Áhrifin voru víðtækari, því fyrir þennan tíma fóru Íslendingar til Englands, Þýskalands, Frakklands og víðar til að mennta sig, en eftir þetta fóru nær allir til Hafnar. Þetta var því ekki aðeins einokun og ein- veldi, heldur einnig einangrun hug- arfarsins frá því sem verið hafði. Danir voru um flest frekar áhuga- lausir um Ísland og segir sína sögu að eftir 500 ára valdatíð stóð nánast ekkert eftir þá til marks um hana, eitt fangelsi.“ Milljónaþjóðin sem ekki varð En ef þetta hefði nú gengið upp hjá Jóni? „Það er ómögulegt að fullyrða um það, en þó má benda á að Þjóðverjar voru farnir að fjárfesta í sjávar- útvegi á Íslandi og það hefði haft mikil áhrif ef hann hefði náð sér á strik 250 árum fyrr en raunin varð, efnalega, með þéttbýlismyndun og samfélagsáhrifum. Væntanlega vær- um við um ein milljón manna í dag eða meira ef það hefði gerst. Einok- unin kom í veg fyrir það.“ Er þetta bók um drauminn, sem ekki rættist? „Það er alveg rétt. Og saga Jóns hefur raunar vafist svolítið fyrir þjóðinni. Það var ákveðið að gera hann að þjóðhetju í kringum lýð- veldisstofnun, Jónas frá Hriflu, sem mótaði hina íslensku söguskoðun mikið, stóð fyrir því, en þar í kring- um seinna stríð þótti sjálfsagt ekki gagnlegt að minnast á að hann hefði verið að makka með Þjóðverjum. Hins vegar hefur íslensku þjóðkirkj- unni aldrei verið neitt um Jón, það t.d. er enginn sálmur eftir hann í sálmabókinni.“ En hvernig fer það saman að vera Seðlabankastjóri og sagnfræði- grúskari? „Ég held að það fari prýðilega saman. Ég tel að það geti enginn orðið góður hagfræðingur án þess að kunna skil á hagsögu; kannski ekki svona langt aftur, en þannig að menn hafi skilning á hagkerfinu og kröftum þess. Það hefur raunar ver- ið þróunin núna eftir fjármála- kreppu, að hagsagan hefur komið nokkuð sterk inn aftur. Nördaskapur Maður finnur það á bókinni að þú brennur svolítið fyrir þetta, hún er fjörlega skrifuð og þér þykir þetta skemmtilegt. „Mjög svo. Eins og ég nefndi þá var ég byrjaður að skrifa þessa sögu fyrir löngu og þá voru efnistökin um sumt alvarlegri. Nú er ég orðinn fimmtugur og hef engu að tapa,“ segir Ásgeir og hlær. „Það má vel skrifa skemmtilega um þessa hluti og sumpart gerist það af sjálfu sér. Þetta voru mjög litríkir menn og stórir karakterar, sem helst komu við sögu, og talsvert um hliðarsögur af þeim í frumheimildum, sem kannski snerta ekki allar söguþráð- inn, en lýsa þeim vel.“ Það hefur varla verið létt verk að tína þær til? „Til þess að geta gert þetta, þá þarftu eiginlega að vera nörd, sem gerir þetta af því honum þykir þetta skemmtilegt á kvöldin, svona frekar en að glápa á Netflix.“ Ert þú ekki landsins æðsti nörd? „Jú, ég er landsins æðsti nörd,“ hlær Ásgeir. „En eins og ég segi, fyrir mér var þetta bæði hvíld og nautn. Í kófinu má maður ekki fara neitt eða gera neitt og ef ég er ekki heima hjá mér að vinna, þá er í Seðlabankanum, svo þetta var kær- komin tilbreyting.“ Megum við þá eiga von á meiru slíku? „Já. Eða ég vona það. Ég hef mik- inn áhuga á öðrum manni og mál- efnum hans tíma, sem Íslandssagan hefur farið frekar hratt hjá, og það er Sæmundur fróði. Það verður næsta nördaverkefni hjá mér.“ Íslands æðsti nörd Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sagnfræði Dr. Ásgeir Jónsson notaði kófið til þess að sinna eigin hugðarefnum og skrifaði bók um Jón Arason biskup.  Seðlabankastjóri skrifar bók um Jón Arason biskup  Jón var höggvinn fyrir drottinssvik, ekki villutrú  Leitaði sjálfstæðis frá Danaveldi í skjóli Þjóðverja  Þurftum að bíða framfara í 250 ár 30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 BLACK TILBOÐ Bankastræti 6 | 551 8588Bankastræti 12 | Sími 551 4007 FRIDAY 20% afsláttur af Sign skartgripum 10% afsláttur af öllum öðrum vörum skartgripirogur.is 15% afsláttur af By Lovisa 20% afsláttur af Vera Design í verslun & netverslun nú 55.400 áður 69.250 nú 44.720 áður 55.900 nú 26.320 áður 32.900 nú 31.920 áður 39.900 20% afsláttur öllum úrum SÚPER TILBOÐ Fleiri SÚPER TILBOÐ 35% afsláttur nú 26.845 áður 41.300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.