Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 55
farið saman á brennur og alls konar. Við vinnum þetta eftir kærleika og vináttu. En ég á strákinn minn með öðrum manni sem elskar strákinn sinn einnig heitt og við munum sníða einhverja dagskrá með þarfir Arn- aldar í forgangi.“ Hvað er það flóknasta við að vera einstæð móðir þegar kemur að jól- unum? „Ég held að það flóknasta við að vera einstæð móðir eða bara móðir og manneskja séu væntingar. Vænt- ingar sem við setjum á okkur sjálfar. Á aðra og oft einhverja fyr- irfram ákveðna mynd af því hvernig hlutir eiga að vera. Fyrstu jólin mín sem einstæð tveggja barna móðir voru í fyrra. Þau voru svo falleg. Við þrjú að njóta saman og fara í veislur og krúttast. Ég var ör- magna eftir þessi jól enda erfitt að vera með fjögurra mánaða barn á brjósti og fimm ára orkubolta innan um margt fólk og gista ekki heima hjá sér til að mæta í veislurnar og boðin sem voru í Reykjavík. Ég bý í Hveragerði og vildi ekki vera að keyra með þau fram og til baka. Þetta var kannski aðeins of mikið þegar ég lít til baka en engu að síður okkar jól. Það besta er bara að fá að vera til og að geta haldið upp á jólin og að sjá gleðina í gegnum þau.“ Hamingjan ekki bundin í hinum eina rétta Þórunn er einstaklega sjálfstæð og óttast það ekki að vera ein með börn- in sín í lífinu. Hún hefur ekki trú á hinum eina rétta og er með ráð fyrir konur sem eru áhyggjufullar í sam- bandi en þora ekki að stíga inn í að vera sjálfstæðar sjálfar. „Já elsku þú. Þú ert sterk og fal- leg. Þú ert nóg. Þess virði að vera elskuð. Ekki vera í sambandi barnanna vegna. Þeirra hagur er að þú sért glöð og óhrædd. Finndu von- ina. Taktu ábyrgð á þér sama hversu erfitt það er. Taktu ábyrgð í aðstæð- unum. Oft er skilnaður og áföll byrj- unin á besta kaflanum. Við berum ábyrgð á okkar hamingju og tilfinn- ingum. Það getur engin manneskja gert okkur hamingjusöm nema við sjálf. Það er erfitt að heyra. En það er byrjunin. Svo er hamingjan ekki bundin í hinum eina rétta eða full- komna starfinu eða einhverjum mælieiningum þar sem við höldum að himnarnir opnist og það rigni yfir okkur glimmeri þegar við náum þeim. Að vera óhræddur við að finna allar tilfinningarnar er meira virði og ennþá meira virði fyrir mér er að sjá húmor og þakklæti í flestöllu. Ef ein- hver er að lesa þetta sem vill vita að það er betra að vera ein að sjá um lítil börn en með einstaklingi sem er ekki til staðar, sem ekki elskar þig eða þú elskar ekki, þá er til líf sem er fal- legt og gott og al- veg jafn dýrmætt og meðtekið. Það er svo gömul tugga að það sé sorglegt eða erf- itt að vera ein- stæð móðir. Við getum allt.“ Hvað er það dýrmætasta í líf- inu að þínu mati? „Börnin mín, að eiga djúpa og fallega tengingu við þau. Fólkið mitt, fjölskyldan mín, vinir mínir. Í raun allt sem lætur mann brosa og hjartað slá hraðar. Ég er ótrúlega heppin með hvað ég á mikið af ótrú- lega skemmtilegu og frábæru fólki sem veitir mér gleði og innblástur.“ Skemmtilega úrræðagóð sem barn á jólunum Áttu skemmtilega minningu af þér sem barni á jólunum? „Ég var alltaf að gera einhver prakkarastrik eða mjög misskilin góðverk. Eitt af þeim var þegar móð- ir mín sagðist bara vilja hvít jól er ég spurði hana þriggja ára hvað hún vildi í jólagjöf. Ég náði í hveitipoka og reddaði móður minni hvítum jólum innandyra. Ég hellti meira að segja hveiti yfir alla stofuna og öll hús- gögnin. Þetta var ekki jafn vinsælt og ég hafði vonast eftir.“ Eru börnin þín mjög lík þér frá því þú varst lítil? „Já mjög. Fyrir mig var það og er mjög heilandi ferli að sjá sjálfa mig sem barn bregða fyrir í þeim.“ Hvað gerir þú með þeim á aðvent- unni? „Ég er mjög lítið fyrir að plana al- mennt en ætli ég byrji ekki á því að setja upp jólatré með þeim og von- andi búum við til fastar hefðir öll saman. Bakarofninn minn er reyndar bilaður og hefur verið í rúmt ár. Þetta er jafnvel tími til að græja það til að fara að baka smákökur.“ Taktu ábyrgð á þér sama hversu erfitt það er. Taktu ábyrgð í aðstæðunum. Oft er skilnaður og áföll byrj- unin á besta kaflanum. Við berum ábyrgð á okkar hamingju og tilfinningum. Það getur engin mann- eskja gert okkur ham- ingjusöm nema við sjálf. Þórunn Antonía segir jólin einstakan tíma. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Soffía hjá Skreytum hús með nýja liti og sjónvarpsþætti Skoðaðu litina og horfðu á þættina á Slippfelagid.is Litur á stofu: YLJA Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is YLJA VÆNN MISTUR ÓSK VÆRÐ SPES LEKKER RÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.