Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 ✝ Jón Þór Jó-hannsson fæddist 11. ágúst 1930 á Hrauni á Borgarfirði eystra en ólst upp á Ósi. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 2. nóvember 2020. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Helgason, f. 30.12. 1891, d. 10.2. 1972, og Bergrún Árnadóttir, f. 3.10. 1896, d. 25.6. 1972. Systk- ini Jóns Þórs: Árni Björgvin, f. 1918, d. 1921, Helga Sesselja, f. 1919, d. 1982, Árný Ingibjörg, f. 1921, d. 2013, Ólöf Þóranna, f. 1922, d. 2012, Sigursteinn, f. 1924, d. 2000, Magnús, f. 1926, d. 1997, Hannes Óli, f. 1927, d. 2007, Anna Guðný, f. 1928, d. 2018, Þorgeir Stefán, f. 1932, d. 1979, Ída Borgfjörð, f. 1933, d. 1966, Gunnar Sigmar, f. 1934, d. 1935, Sveinn, f. 1935, d. 2019. Eftirlifandi er Guðmundur, f. 20.9. 1935. Eiginkona Jóns Þórs var Bryndís Dóra Þorleifsdóttir, f. 20.11. 1935, d. 20.8. 2016. Þau gengu í hjónaband 30.6. 1956. Síðar sótti hann nám við Int- ernational Marketing Institute við Harvard University. Jón Þór réðst til innflutnings- deildar Sambandsins árið 1952 og varð þar aðstoðarfram- kvæmdastjóri þar til hann varð framkvæmdastjóri véladeildar Sambandsins frá 1968 og bún- aðardeildar frá 1984. Hann var síðan fulltrúi forstjóra SÍS 1991- 1993 og átti sæti í fram- kvæmdastjórn SÍS samfellt frá 1969 til 1993. Jón Þór starfaði þannig hjá Sambandinu í yfir 40 ár. Eftir starfslok hjá Samband- inu gerði Jón Þór að fullu starfi það sem hafði áður verið hans áhugamál, að vinna fyrir SÍBS og Landsamtök hjartasjúklinga, sem starfsmaður stjórnar sam- takanna og í stjórnum stofnana sem þeim tengdust s.s. Múla- lundar og Reykjalundar. Starf- aði hann við það fram yfir síð- ustu aldamót. Jón Þór gekk í Oddfellow-stúkuna nr. 5, Þór- stein, árið 1958 og var virkur í starfi Oddfellow-reglunnar á öllum stigum í yfir 60 ár. Hann var við fráfall sitt heiðursfélagi stúkunnar. Útför Jón Þórs fer fram frá Lindakirkju í dag, 27. nóvember 2020, kl. 13 að viðstaddri nán- ustu fjölskyldu. Streymt er á: https://beint.is/streymi/ jonthor271120 Einnig er virkur hlekkur á: https://www.mbl.is/andlat Börn þeirra eru 1) Þorleifur Þór, f. 24.7. 1958, maki Þórdís Hrönn Páls- dóttir, f. 11.10. 1966. Þeirra börn eru Bryndís, f. 4.11. 1994, og Arnór, f. 23.11. 1996; 2) Stef- anía Gyða, f. 9.2. 1963. Börn hennar eru Birna Dís Benjamínsdóttir, f. 13.4. 1986, Bjarki Dór Benja- mínsson, f. 17.7. 1991, og Dagný Björt Benjamínsdóttir, f. 4.1. 1995; Sonur Birnu Dísar er Bjarki Steinn Brimarsson, f. 2.10. 2020. 3) Jóhann Þór, f. 14.10. 1969. Maki: Þórunn Mar- inósdóttir, f. 25.4. 1974. Börn þeirra eru Jón Þór, f. 7.5. 2003, Margrét Eva, f. 16.9. 2006, og Sóley María, f. 18.2. 2011; 4) Bergrún Svava, f. 14.10. 1969. Maki: Ragnar Baldursson, f. 22.3. 1966. Dætur þeirra eru Halla Björk, f. 27.9. 1994, Gerð- ur Hrönn, f. 5.1. 1999, og Brynja Valdís, f. 5.2. 2004. Jón Þór stundaði nám við Héraðsskólann á Eiðum og svo Samvinnuskólann í Reykjavík. Mánudaginn 2. nóvember síð- astliðinn kvöddum við systkinin elskulegan pabba okkar. Við vor- um svo lánsöm að geta dvalið öll hjá honum síðustu dagana, allt þar til kallið kom, og fengum því einstakt tækifæri til að sitja hjá honum og rifja upp liðna tíma. Pabbi var ráðagóður og leið- beinandi, kunni alltaf að bjarga sér og fannst mikilvægt að við lærðum að vera nýtin og gera okkur að góðu það sem til var í húsi. Hann þurfti alltaf að hafa einhver verkefni á prjónunum og ekki skemmdi fyrir ef þau tengd- ust náttúrunni á einhvern hátt. Þar má nefna baslið við laxastig- ann í Fagradal eða þá uppbygg- ingu á sælureitnum á Hrauni í Grímsnesi, þar sem hann og mamma nutu sín hvað best. Til okkar miðlaði hann þekkingu um náttúruna, æðarvarpið, fjöllin, átthagana og kvæðin sem stóðu honum svo nærri og fyrir það er- um við honum ævinlega þakklát. Pabbi var sigldur maður og er í raun magnað að horfa til baka til þess tíma þegar hann var, sem ungur maður, sendur á vegum Innflutningsdeildar Sambands- ins að semja við stórfyrirtæki er- lendis um innkaup á búsáhöldum sem síðan áttu eftir að rata í hill- urnar hjá kaupfélögum landsins. Í gegnum tíðina varð svo á vegi okkar heima í Hjálmholtinu fullt af erlendum viðskiptafélögum. Var þeim iðulega boðið heim í kvöldmat, enda úrvalið af veit- ingastöðum á þessum árum frek- ar fátæklegt. Mamma kippti sér ekki upp við það þó fyrirvarinn væri skammur enda stutt að fara í fiskbúðina í næsta húsi. Við systkinin þekktum ekkert annað í okkar æsku en langa viðveru í vinnu fyrir Sambandið og þau verkefni sem honum voru falin þar, enda stóð hann þar vaktina í rúm 40 ár. Pabbi var ættrækinn og lagði mikið upp úr því að við þekktum vel okkar uppruna og frændgarð. Hann hafði forgöngu um að kort- leggja ættir okkar að austan og lagði síðan mikla vinnu í grunn- inn að Niðjatali Ósættarinnar, sem er einstök heimild um ætt- bogann frá afa Jóhanni og ömmu Bergrúnu. Gamla húsið á Ósi var honum kært og var hann mjög sáttur þegar Ósfélaginu, fé- lagsskap afkomenda afa og ömmu, var ánafnað húsið. Pabbi lagði sig fram um að rétta öðrum hjálparhönd og eflaust vitum við sem þetta skrifum minnst um hvar létt var undir, hvort sem var með meðmælum eða greiða. Pabbi og mamma voru bæði mjög virk í Oddfellowreglunni og þrátt fyrir miklar annir þá tók hann samviskusamlega að sér öll þau embætti sem honum voru þar falin. Hann var kjörinn heið- ursfélagi stúku sinnar Nr. 5 Þór- steinn árið 2005. Í minningunni voru öll fimmtudagskvöld æsk- unnar ekki bara án sjónvarps, heldur var pabbi nær undantekn- ingarlaust á Oddfellowfundi ef hann var á annað borð á landinu. Nú er pabbi kominn í faðm mömmu sem kvaddi okkur fyrir rúmum fjórum árum. Hann átti góðar stundir á Sóltúni þó hon- um fyndist nú framan af að það væri nú bara tímabundið, enda stutt að fara heim í Mánatún. Okkur sem eftir stöndum situr í huga minning um einstakan föð- ur, hjartahlýjan og með breiðan faðm sem alltaf átti rúm fyrir hlýtt faðmlag og góð ráð. Hvíl í friði, elsku pabbi okkar, Guð geymi minningar okkar um ókomna tíð. Þorleifur, Stefanía, Bergrún og Jóhann. Ástkær tengdafaðir minn og vinur, Jón Þór Jóhannsson, er fallinn frá níræður að aldri. Jón Þór átti góða ævi. Jón var sérlega vandaður og góður maður er kvæntur var yndislegri konu, Bryndísi Dóru Þorleifsdóttur. Það má með sanni segja að þau héldu þétt ut- an um fjölskylduna af ást og al- úð, ekki aðeins eigin börn og fjöl- skyldur þeirra heldur einnig systkini Jóns og þeirra fjölskyld- ur. Einnig var sérstaklega gott og einstakt samband þeirra við Svövu, systur Bryndísar, og hennar fjölskyldu. Ættmenni að austan áttu öruggt skjól í Hjálm- holtinu þegar þau áttu erindi í höfuðstaðinn, mikið var um gjaf- ir og stuðningur sýndur í verki þegar á þurfti að halda. Báru þau heill og velferð alls þessa fólks fyrir brjósti. Í fyrsta sinn sem ég hitti Jón sagði hann við mig: „Jahá, ert þú maðurinn sem hún Begga geng- ur með?“ Meðgangan var þó ekki löng og fljótt urðum við góðir fé- lagar og hélst vinskapur okkar alla tíð án þess að skugga bæri nokkurn tíma á. Þau hjónin út- bjuggu litla íbúð í kjallaranum í Hjálmholti fyrir okkur Beggu þegar við vorum í háskólanum og var það okkur ómetanlegur stuðningur. Var það sannur heið- ur og ánægja að fá að njóta dag- legra samskipta við tengdafor- eldrana í fullu fæði og húsnæði á háskólaárunum og kynnast þeim náið. Það var ýmislegt framandi fyrir mig þegar ég flutti í Hjálm- holtið. Fjölmennar og glæsilegar veislur voru tíðum haldnar fyrir vini og vandamenn af mikilli rausn og oft var kátt í höllinni. Jón var framsóknarmaður sem að sveitamannasið fór nær alltaf heim í hádeginu, borðaði matar- afgangana frá því deginum áður ofan á brauð, lagði sig eftir það í korter og breiddi þá jafnan mál- gagnið Tímann yfir andlitið á meðan. Hélt hann svo endur- nærður til starfa sinna hjá SÍS eftir gott hádegishlé. Tryggð hans við SÍS var svo mikil að þótt félagið væri löngu hætt starfsemi keypti hann aldrei aðrar bílateg- undir en þær sem Sambandið hafði haft umboð fyrir á árum áð- ur. Jón var ötull í starfi Oddfel- lowa og þótti mér mikið til koma þegar hann klæddist fullum skrúða fyrir stórfundi, glæsileg- ur eins og orðum prýddur aðmír- áll. Jóni þótti gaman að fram- kvæma og aðstoða aðra við framkvæmdir. Mætti hann til leiks ýmist sem múrari, rafvirki, pípari eða málari, allt eftir þörf- um hverju sinni. Það var sann- arlega lærdómsríkt að búa með honum Jóni. Við ferðuðumst alloft saman suður á bóginn þar sem Jón naut sín og leið vel í sól og heitu lofts- lagi. Innanlands lá leiðin reglu- lega austur í fjörðinn fagra en mestum tíma vörðum við og átt- um ótal góðar stundir saman í sumarbústað Jóns og Bryndísar í Grímsnesinu. Síðar byggðum við Begga okkur sumarbústað í göngufæri frá þeim. Var mikill samgangur í sveitinni og margt skemmtilegt brallað. Þetta voru verðmætir tímar fyrir okkur fjöl- skylduna. Nú á kveðjustundu er ég full- ur þakklætis fyrir að hafa fengið að fylgja Jóni og Bryndísi síð- ustu rúmu þrjá áratugina. Sökn- uðurinn mun eflaust aldrei hverfa að fullu en minningarnar lifa um einstaklega gott og ást- ríkt fólk. Takk fyrir allt og hvíldu í friði Nonni minn. Ragnar Baldursson. Kæri frændi, það sem eftir stendur eftir öll þessi ár sem við höfum ratað saman er þakklæti. Nú þegar við kveðjum þig, Jón Þór, föðurbróðir og vinur, þá stendur aðeins í manni þegar maður fer að rifja upp lífsleið okkar sem er í raun öll mína ævi. Alltaf voru hús ykkar Binnu opin fyrir okkur. Sá góði vinskapur ykkar systkina varð til þess að við vor- um öll náin, upp úr standa ferða- lögin sem þið systkinin fóruð í gamla daga svo ekki sé minnst á öll jólaboðin annan í jólum sem voru nánast hátindur jólanna þegar stórfjölskyldan kom sam- an þar var margt um manninn og mikið gaman, spilað bridge og stutt var í sönginn, ótrúlegt hvað þið kunnuð alla texta eftir að hafa heyrt þá einu sinni. Þegar fjölskyldur okkar fóru í þær fjölmörgu ferðir vestur á Mýrar bæði yfir sumarið og haustin í mörg ár þá þótti manni gaman að hafa frænda á góðum bíl, við fengum að leika okkur að- eins á stærstu gerðum af bílum, t.d Blazer-jeppa þegar færi gafst. Þegar ég var að veiða í Soginu þá gat maður verið viss um að fá gott að borða og jafnvel einn smá út í kaffið í sumarhúsi ykkar Binnu. Eftir að ég gekk í Oddfellow þá efldist vinskapur okkar og fórum við saman bæði á flesta fundi vikulega í félagsheimilinu okkar og svo á þá viðburði sem okkur var boðið upp á svo ekki sé minnst á Rússlandsferð stúkunn- ar, það var góð ferð. Það hefur verið heldur tóm- legt í horninu síðasta ár sem þú hefur ekki náð að mæta á fundi. Það eru ekki margir sem ná að vera virkir yfir 60 ár í stúku Odd- fellow. Jæja fóstri, nú kveð ég með virðingu, þakklæti og söknuði að fá ekki sögur frá gamalli tíð bæði frá Borgarfirði og Sambandinu. Nú verður sungið í sumarlandinu. Nú kemur vorið sunnan að … Jóhann Berg Þorgeirsson. Elskulegur Jón Þór móður- bróðir minn, eða Nonni frændi, eins og við kölluðum hann ávallt á mínu heimili, hefur nú kvatt þennan heim. Nonni og Binna voru yfirleitt nefnd í sömu andrá ef um þau var talað enda sérlega samstíga og yndisleg hjón. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi í æsku að búa ávallt ekki langt frá þeim og mik- ill samgangur á milli heimilanna. Fékk ég meira að segja þann heiður að keyra Stebbý í kerru um allan bæ, og allir að dást að litlu „Shirley Temple“. Nonni frændi fór á þessum árum gjarn- an til útlanda í viðskiptaferðir og þá oft til Bandaríkjanna og fannst mér það ekki lítið flott að eiga frænda sem færi til Amer- íku. Hann kom oft með gjafir handa mér úr þessum ferðum, t.d. skærgrænar stretch-buxur, servíettur í hundraðatali og Mac- intosh. Verð að minnast á jóla- veislurnar í Hjálmholtinu á jóla- dag þegar öll stórfjölskyldan kom þar saman. Þá var glatt á hjalla, spilað, sungið og horft á kvikmyndir á breiðtjaldi sem Nonni frændi átti, oft voru það myndir frá Árna Stefánssyni frænda okkar. Eftir að ég varð fullorðin og búin að stofna fjölskyldu hélst alltaf sami vinskapurinn og Nonna var mikið í mun að vita hvernig börnin hefðu það og hvað þau væru að sýsla. Eftir að Binna veiktist hugsaði hann eins vel um hana og hugsast gat, var hjá henni nær öllum stundum eftir að hún fór á Sóltún. Þar endaði hann einnig sína ævidaga og var undir lokin oftar en ekki með hugann hjá systkinum sín- um og í gamla tímanum. Gott held ég að honum finnist að vera kominn til Binnu sinnar og dvölin á hjúkrunarheimilinu ekki verið lengri. Hann sagði reyndar að stelpurnar væru ansi góðar við sig og vel væri um hann hugsað. Kæra fjölskylda, við Ómar vottum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Elsku frændi, hvíldu í friði. Þín systurdóttir, Rósa Guðný. Elskulegur móðurbróðir minn og mikill fjölskylduvinur er lát- inn. Mamma og Jón frændi voru miklir vinir og höfðu alla tíð mik- ið samband, en þurftu samt alltaf aðeins að þrasa. En það var allt í góðu og var Jón alltaf til staðar fyrir hana eftir að Finnur dó. Þau urðu næstum upp á dag jafngömul, rúmlega níræð. Jón frændi var alltaf hluti af mínu lífi og passaði mig litla þeg- ar mamma bjó ein með mig í Tjarnarborg. Hann kom oft að heimsækja okkur til Hólmavíkur og eftir að við fluttum til Reykja- víkur vorum við fastagestir þeg- ar eitthvað var um að vera hjá þeim, sem var oft, í Bogahlíðinni, Hjálmholtinu og nú síðast í Má- natúninu. Jón þurfti oft að ferðast utan í tengslum við vinnuna sína hjá Sambandinu, þar sem hann starfaði alla tíð. Þegar ég var unglingur taldi hann ekki eftir sér að kaupa eitthvað flott á frænku sína, hluti sem ekki feng- ust á Íslandi. En hann var ekki einn, hann átti yndislega konu, hana Binnu, sem stóð brosandi við hlið Jóns alla tíð. Hún var afskaplega gjaf- mild og gestrisin. Binna lést fyrir fjórum árum og var aðdáunar- vert hvað Jón hugsaði vel um hana í hennar veikindum. Eftir að ég og mín fjölskylda fluttum til Lúxemborgar, fyrir næstum hálfri öld, kom Jón oft við í vinnuferðum sínum. Einnig komu þau Binna oft í heimsókn og þá ávallt með eitthvað flott eða gott, sem ekki fékkst í út- löndum. Börnin mín muna Jón sem besta frænda og þeim fannst sér- staklega gaman að tala við hann á þýsku. Elsku frændi, síðustu skiptin sem ég heimsótti þig varstu kom- inn mikið í sveitina og vildir alls ekki að maður stoppaði of lengi. Við Doddi og fjölskyldan öll sendum innilegar samúðarkveðj- ur til Polla, Stebbýjar, Beggu, Jóa og þeirra fjölskyldna. Þórhildur Hinriksdóttir (Tóta). Jón Þór Jóhannsson ✝ Unnur Hjart-ardóttir fædd- ist í Þverárkoti 21. janúar 1928. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Brákarhlíð 9. nóvember 2020. Foreldar hennar voru Hjörtur Jó- hannsson, f. 6. des- ember 1901, d. 3. mars 1996, og Guð- mundína Guð- mundsdóttir, f. 28. maí 1899, d. 4. sept 1997. Unnur var næst- elst fjögurra systkina en elstur var Einar Hafsteinn, f. 1925, d. 1995, Oddur Rúnar, f. 1931, d. 2020, og Sigrún f. 1942, d. 2020. Unnur vann ýmis störf í gegnum tíðina; verslunarstörf, á lager, við hann- yrðir og fleira. Eiginmaður Unnar var Jóhann Kristján Guð- mundsson bifreið- arstjóri, f. 28. febr- úar 1913, d. 30. október 1998. Börn Unnar og Jóhanns eru: Guðmundína, f. 1948, Ólöf, f. 1949, og Hjörtur, f. 1956, maki Matthildur Guðna- dóttir. Útför Unnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 27. nóv- ember 2020, klukkan 15 og er athöfninni streymt: https://sonik.is/unnur Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat „Hún var mér best, hún gaf mér hest.“ Á þessum orðum byrj- aði lag sem ég og Katrín dóttir mín sungum til ömmu á sjötugs- afmælinu hennar. Sem betur fer fékk ég oft tækifæri til að þakka ömmu fyrir allt sem hún hafði gert fyrir mig í lífinu. En amma var ekkert fyrir láta hrósa sér og ef ég var að lofsama hana sagði hún: „Ég vissi ekki að þú værir svona skreytin, Beta mín.“ Unnur amma var hrein og bein. Hún þoldi ekki smjaður og fals og ég þekki enga manneskju sem eins auðvelt var að sjá á hvort henni líkaði við viðkomandi eða ekki. Hún var hörkudugleg, mætti í vinnu þótt hún væri fárveik og þoldi engan aumingjaskap. Ég sé fyrir mér svipinn á henni þegar ég reyndi að komast hjá að fara í skóla og hún barði í borðið og sagði: „Í okkar ætt stöndum við meðan stætt er!“ Amma var líka kjörkuð hesta- kona. Amma og afi járnuðu hest- ana sína sjálf alla tíð, seinni árin járnaði amma og afi hélt löppum. Ég var svo lánsöm að flytja til Unnar ömmu og afa Jóa þegar ég var tíu ára og bjó hjá þeim í nokk- ur ár. Þessi tími var ómetanlegur. Allt var í föstum skorðum, kóte- lettur á laugardögum og læri eða hryggur á sunnudögum, fiskur þrisvar í viku og pönnukökur bak- aðar á laugardagsmorgnum. Síð- ast en ekki síst var það hesta- mennskan með þeim sem veitti mér gleðistundir sem aldrei gleymast. Við afi fórum á hverj- um virkum degi allan veturinn í hesthúsið og sóttum svo ömmu í vinnuna. Um helgar eyddum við öllum deginum í hesthúsinu, fór- um í langa reiðtúra og eftir út- reiðarnar var amma með veislu- kaffi í hesthúsinu. Þegar ég lít til baka eru þessi ár sveipuð ævin- týraljóma. Afi var mikill brand- arakall og kringum hann var gleðin ríkjandi. Amma var sú trausta. Hún lagði mér lífsregl- urnar og oft vorum við ekki sam- mála og við rökræddum oft og hækkuðum róminn en þetta var bara okkar samskiptaform. Eftir rökræðurnar þegar ég hugsaði málið hafði amma oftast rétt fyrir sér. Eins og ég sagði var amma hörkutól, hún vann myrkranna á milli og prjónaði líka lopapeysur og seldi. Hún var kletturinn í fjöl- skyldunni. Hún bauð ekki bara mér inn á heimilið þar sem var rauninni engin aðstaða enda svaf ég í borðstofunni. Hún bauð líka systur sinni að búa hjá þeim á sama tíma. Seinna þegar ég var farin að búa sjálf fluttu amma og afi til mín austur í Hraungerðis- hrepp og gerðist amma þá ráðs- kona hjá mér á stóru heimili þar sem oft voru margir vinnu- og iðn- aðarmenn í mat. Aldrei sinnaðist okkur ömmu á þessum árum. Amma var ofboðslega gestrisin. Allir þekkja kökuhlaðborðin hjá ömmu gegnum tíðina og erfitt að fara ekki pakksaddur frá henni. En eins og komið hefur fram væri amma ekkert sérstaklega hrifin af svona lofi og myndi segja mig vera að skreyta ansi mikið. Elsku Unnur amma, þakka þér fyrir allt. Ég væri sannarlega ekki sú sem ég er í dag ef þín hefði ekki notið við. Vona að þú sért bú- in að hitta afa Jóa og þið að þeysa um tún og engi. Elísabet Axelsdóttir. Unnur Hjartardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.