Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Ég óttast ekki að það verði allt of mikið af fólki í húsi enda raðirnar langar, fólk er ekki að standa í röð allan daginn. Ég held að flestir muni nýta sér tilboð á netinu,“ segir Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri Smáralindar í samtali við Morgunblaðið. Opið verður til 22 í Smáralind og til miðnættis í Kringl- unni í kvöld, það er gert til þess að dreifa álagi vegna svarts föstudags – eða Black Friday – og tryggja sótt- varnir. Þá verður aukin öryggisgæsla á göngugötum og tveggja metra reglan í biðröðum tryggð. Báðar versl- unarmiðstöðvar leggja nú meiri áherslu á netverslun. Sigurjón Örn Þórðarson framkvæmdastjóri Kringl- unnar segir netverslun á vef Kringlunnar hafa margfald- ast undanfarin misseri. Þá segir hann búðirnar öflugri en áður að setja inn vörur á síðuna. „Á Kringlukasti voru fleiri gestakomur á netið heldur en í hús, sem er einsdæmi,“ segir Sigurjón. Minna um að fólk vafri um búðir Tinna bendir á að nýlega hafi verið opnaður syst- urvefur Smáralindar herer.is, þar sem fólki er leiðbeint varðandi kaup og vöruframboð í húsinu. „Okkar einbeit- ing undanfarin misseri hefur verið á hann,“ segir hún. Þá segir hún greinilegt að fólk undirbúi sig í meiri mæli og mæti á staðinn til að kaupa sérstakar vörur, minna sé um að fólk vafri um búðir og skoði. Hún segir áherslur þeirra liggja í því að beina sjónum að vöruframboði í húsinu, m.a. með virku samfélagsmiðlastarfi og það hafi skilað sér í því að fólk komi undirbúið. „Það tekur þig bara óra- tíma að fara í fjórar verslanir í dag.“ Hún telur það far- sælt að fólk haldi áfram að koma en sé hnitmiðaðra í kaupum enda ekki meiningin að fólk hætti að koma í Smáralind. Nóvember verði metmánuður Fyrir faraldurinn var netverslun 3% af allri innlendri verslun. Í apríl var hlutfallið orðið 9,1% en féll svo í sum- ar þegar smit lágu niðri og fór í 3,9%. Í október var net- verslun komin í 7,3% og býst Árni Sverrir Hafsteinsson hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar við meti í nóvember. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kringlan Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir netverslun á vef Kringlunnar hafa margfaldast síðustu misseri. Óttast ekki fullar verslunarmiðstöðvar  Markaðsstjóri Smáralindar segir fólk koma vel undirbúið Verslun Búist er við meti í netverslun í nóvember. Kaup Búðir eru öflugri en áður við að setja vörur á vef. „Það var virkilega huggulegt að vera inni í hlýjunni og spila bingó á þessu stormasama kvöldi,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, dag- skrárgerðarmaður á K100, um bingó sem hann stýrði ásamt Evu Ruzu á mbl.is og á rás 9 hjá Síman- um í gærkvöldi. Gríðarlegur fjöldi fólks tók þátt í viðburðinum í gær- kvöldi, en bingó mbl.is og K100 hef- ur notið mikilla vinsælda síðustu vikur. Stærsti vinningur í gær var Sam- sung Galaxy Tab S7-spjaldtölva, en auk hennar var mikill fjöldi ann- arra vinninga. Allir sem fengu bingó hlutu veglega vinninga. Þá skemmti tónlistarmaðurinn Krist- inn Arnar Sigurðsson, betur þekkt- ur sem Krassasig, þátttakendum. Aðspurður segir Siggi að viðburð- urinn hafi gengið virkilega vel. „Þetta er orðið nokkuð vel æft hjá okkur enda í fimmta skipti sem við gerum þetta og ásóknin var sem áð- ur mjög góð,“ segir Siggi og bætir við að bingóið verði að sjálfsögðu á sínum stað á fimmtudag í næstu viku klukkan 19. aronthordur@mbl.is Bingóæðið hélt áfram í gærkvöldi  Vinningar ruku út í bingói K100 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bingó Siggi, ásamt Evu Ruzu, stýrði bingóinu af mikilli snilld í gærkvöldi. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta gæti verið lítið skref í átt að því að stuðla að meiri sátt í samfélaginu um fiskveiðistjórn- unarkerfið,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, um frumvarp sem snýr að breytingu á lögum um stjórnun fiskveiða. Páll stendur að baki frumvarpinu en það var tekið til skráningar á Alþingi í gær. Markmiðið með frumvarpinu er að kveða afdráttarlaust á um að þegar einstakur aðili kaupir hlut í öðru útgerð- arfyrirtæki sem á fiskiskip með aflahlutdeild, hvort sem keyptur er minni hluti eða meiri hluti, leggist það hlutfall aflaheimilda sem því fylgir, við það sem fyrir var í eigu kaupanda. Í núgildandi lögum miðast hámark aflaheim- ilda við 12%. Kaupi sjávarútvegsfyrirtæki hins vegar í öðru félagi, sem sömuleiðis á aflaheimildir, bætist það ekki við aflahlut- deildina. Aðspurður segist Páll vilja skerpa á þessu í lögum. „Eins og lögin eru núna þá gæti eitt sjávarút- vegsfyrirtæki fræðilega keypt 49% hlut í öllum hin- um fyrirtækjunum. Þar sem þetta er ekki meirihluti telst hlutdeild þeirra fyrirtækja ekki með í aflaheimildum kaupandans. Fyrir- tækið væri jafnframt að vinna í samræmi við nú- gildandi lög. Ég ákvað því að leggja frumvarpið fram og tryggja þannig með afdráttarlausum hætti að þetta 12% þak haldi,“ segir Páll og bæt- ir við að með þessu sé ekki verið að ganga lengra en í núgildandi lögum. „Mín sannfæring er sú að við eigum ekki að ganga lengra í samþjöppun aflaheimilda en 12% regla fiskveiðistjórnunar- laga kveður á um. Ég lít á þetta sem gloppu sem þarf að laga.“ Stuðlar að meiri sátt Skipting aflaheimilda og stjórnun fiskveiða hefur verið þrætuepli stjórnmálaflokka í mörg ár. Páll segist vilja stuðla að aukinni sátt um málaflokkinn. „Það getur verið að þetta stuðli að aukinni sátt. Með þessu erum við að sýna að pólitíkin er á vaktinni gagnvart samþjöppun í sjávarútvegi, eða alla vega meiri samþjöppun en lögin gera ráð fyrir. Mér finnst það bara vera gloppa að þú getir eignast 49% í félaginu án þess að nokkuð af aflaheimildum þess teljist til þinna. Að mínu mati á þetta bara að vera hlutfallslegt,“ segir Páll og bætir við að hann vonist til að frum- varpið njóti stuðnings. „Ég veit að allmargir þingmenn flokksins styðja efnisatriði málsins. Ég kaus hins vegar að leggja þetta frumvarp fram einn og var ekki að reyna að safna öðrum þingmönnum inn á það. Það verður síðan bara að koma í ljós hvaða hljómgrunn það fær, en ég hef mikla sannfæringu fyrir því að þetta sé brýn bót á fiskveiðistjórnunarlögunum.“ Spurður hvort til greina komi að leggja fram fleiri tillögur um breytingu á fiskveiðistjórnun- arlögunum segir Páll það koma til greina. Þó sé hann í öllum megindráttum sáttur við núverandi kerfi. „Ég hef verið í sókn og vörn fyrir fisk- veiðistjórnunarkerfið lengi. Ég tel, í öllum aðal- atriðum, að við séum með besta og arðsamasta sjávarútveg í heimi. Þetta frumvarp gæti hins vegar stuðlað að frekari sátt um kerfið í heild.“ Vill girða fyrir meiri samþjöppun Páll Magnússon  Leggur til breytingar á lögum um stjórnun fiskveiða í nýju frumvarpi  Gloppa í núgildandi lögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.